Körfubolti

Tryggvi og félagar hófu tímabilið á sigri

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Tryggvi og félagar fara vel af stað.
Tryggvi og félagar fara vel af stað. Oscar Gonzalez/NurPhoto via Getty Images

Tryggvi Hlinason og félagar hans í Zaragoza hófu tímabilið í spænska körfboltanum á góðum sigri gegn Manresa. Lokatölur 98-91.

Tryggvi og félagar enduðu í þrettánda sæti á seinasta tímabili með 14 sigra úr 36 leikjum, tveim sætum fyrir neðan Manresa.

Nokkuð jafnræði var með liðunum framan af, en Zaragoza virtist þó alltaf einu skrefi á undan. Staðan eftir fyrsta leikhluta var 22-20, og þegar flautað var til hálfleiks var staðan 47-41.

Tryggvi og félagar héldu áfram að auka forskot sitt í þriðja leikhluta og munurinn var orðinn 11 stig þegar komið var að lokaleikhlutanum.

Þar voru það Manresa-menn sem að voru sterkari aðilinn, en það kom ekki að sök og Tryggvi og félagar unnu að lokum sjö stiga sigur, 98-91.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×