Kosningahugleiðing: Hvernig kýs ég þannig að atkvæði mitt breyti einhverju um landstjórnina? Haukur Arnþórsson skrifar 20. september 2021 12:32 Gott stjórnmálafyrirkomulag ætti að setja upp skýra og auðvelda valkosti fyrir kjósendur. Það myndum við kalla þróað stjórnmálakerfi. En því er ekki að heilsa hér á landi. Erfitt er fyrir kjósendur að sjá fyrir hvaða áhrif atkvæði þeirra hafa á landstjórnina og að nokkru leyti er kosið í blindni. Þrennt kemur til: (i) Að ríkisstjórnarflokkarnir eru nánast einráðir á Alþingi, sem þýðir þá að stjórnarandstaðan er valdalítil eða valdalaus, (ii) að flokkarnir mynda ekki kosningablokkir fyrir kosningar, þannig að kjósendur sjái fyrir sér valkosti í ríkisstjórnarmynstri, (iii) og að kosningakerfið getur valdið því að atkvæði nýtist allt öðrum en til stóð. Lítum á þetta. Ofurvald ríkisstjórnar Ríkisstjórnarflokkarnir eru allt að því einráðir á þingi. Það þýðir samt ekki að þingið sé valdalaust því ríkisstjórnarflokkarnir þurfa að samþykkja öll frumvörp áður en þau koma fram og getur verið erfitt að koma máli í gegnum samstarfsflokk – reyndar á öllum stigum málsins, því niðurskurður mála á sér ekki aðeins stað fyrir framlagningu, heldur líka í þinglok þegar samið er um hvaða mál verða að lögum. Kjósandi sem kýs stjórnarandstöðuflokk hefur gert atkvæði sitt nánast áhrifalaust. Þúsundir kjósenda kusu Flokk fólksins 2017, og hann er sennilega öflugasti málsvari öryrkja og aldraða sem starfað hefur á Alþingi, en staða þeirra hópa batnaði ekki, heldur versnaði hún hlutfallslega gagnvart öðrum hópum á kjörtímabilinu – af því að atkvæði þeirra rann til flokks utan stjórnar, algerlega áhrifalauss flokks. Af þessum ástæðum var yfirlýsing Gunnars Smára Egilssonar um að engin vinstri stjórn yrði mynduð án Sósíalistaflokksins mjög mikilvæg – þannig segir hann að atkvæði greitt sósíalistum verði ekki áhrifalaust. [Andstætt þessu er svo danska módelið, sem ég hef oft skrifað um, það gerir stjórnarandstöðuflokka ekki áhrifalausa, heldur geta þeir unnið að framgangi hugmynda sinna.] Svo spurningin er: Verður maður virkilega að sjá fyrir hvaða stjórnarmynstur verði til að atkvæði manns hafi áhrif? Svarið er já. Ríkisstjórnarmynstur fyrir kosningar Óvissan stafar ekki síst af því að stjórnarmyndun á sér algerlega stað eftir kosningar. Allir flokkar ganga (með fáum undantekningum) óbundnir til kosninga og geta gert það sem þeim sýnist að þeim loknum. Ekki eru myndaðar kosningablokkir sem samið hafa sín í milli um málefni sem síðan verður lögð áhersla á í nýrri ríkisstjórn. Þetta veikir möguleika kjósenda mikið til að hafa áhrif með atkvæði sínu. Kjósandinn velur ekki ríkisstjórnarmynstur og velur ekki flokk innan kosningablokkar til að styrkja ákveðin sjónarmið í nýrri ríkisstjórn. Þannig getur enginn kjósandi sagt með fullri vissu: ég kaus og styrkti stöðu vinstri sjónarmiða eða ég kaus til hægri – ég kaus framfarir og breytingar eða ég kaus kyrrstöðu – af því að allir flokkar geta að loknum kosningum gengið til annars stjórnarsamstarfs en kjósendur þeirra ætluðust til með atkvæði sínu. Gallað kosningakerfi Kosningakerfið getur líka gert kjósendum erfitt fyrir. Atkvæði greitt flokki í því skyni að koma manni í baráttusæti að – segjum að femínisti í Kópavogi vilji koma ungri framsækinni konu að – getur leitt til þess að eldri karl á Austfjörðum, sem hugsar ekki um neitt annað en fisk, komist að. Þá hefur hinn hái þröskuldur til að ná inn uppbótarþingmönnum líka áhrif. Atkvæði greitt litlum flokkum getur verið, ekki aðeins greitt áhrifalausum flokki á þingi, er ekki aðeins kastað á glæ – heldur getur það komið andstæðingi flokksins sem kosinn var, í ríkisstjórn. Staðan er þannig nú að atkvæðafjöldi Flokks fólksins og Miðflokksins mun líklega ráða því hvernig ríkisstjórn verður. Ef atkvæðin verða færri en 5% þá er líklegt að ríkisstjórnin haldi velli, þá á innan við helmingi atkvæða, en ef flokkarnir koma mönnum að, er hún væntanlega fallinn. Í kosningunum 2013 glötuðust rúmlega 12% atkvæða (um 22 þús. atkvæði) sem runnu til lítilla framboða sem ekki komu mönnum að (vinstri framboða og hægri grænna). Það kom stóru flokkunum til góða þannig að Framsókn og Sjálfstæðisflokkurinn komust í stjórn með 38 þingmenn, með mjög góðan meirihluta á þingi, en voru með töluvert umfram hlutfall af fylgi. Lokaorð Af þessu þrennu leiðir að kjósandi kýs nokkuð blint. Hann ætlar sér kannski að styrkja heilbrigðiskerfið, bæta kjör öryrkja, aldraðra, atvinnulausra og námsmanna, styrkja framþróun og sprotafyrirtæki, fella sjávarútvegsstefnuna, styrkja stöðu nýju stjórnarskrárinnar – eða hvað annað – en hann fær enga vissu um að atkvæði hans gagnist málstaðnum svo nokkru nemi. Þetta stjórnmálakerfi gefur stjórnmálamönnunum hámarks völd. Með því að almenningur hefur ekki skýra valkosti er auðvelt að sniðganga hann. Ég ræði nánar um sniðgöngu stjórnmálanna gagnvart vilja almennings í annarri kosningahugleiðingu. Höfundur er stjórnsýslufræðingur og höfundur bókarinnar: Um Alþingi: Hver kennir kennaranum, sem kom út 2019. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Haukur Arnþórsson Skoðun: Kosningar 2021 Alþingiskosningar 2021 Mest lesið Þjóðin vill eitt, Kristrún annað Ole Anton Bieltvedt Skoðun Narsissismi í hnotskurn Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir Skoðun Palestína í Eurovision Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Hversu lítill fiskur yrðum við? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Ferðaþjónustan er burðarás í íslensku efnahagslífi Þórir Garðarsson Skoðun Vígvellir barna eru víða Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Heimur skorts eða gnægða? Þorvaldur Víðisson Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum – nærsamfélaginu sem heimssamfélaginu Hólmar Hólm Skoðun Söngur Ísraels og RÚV Ingólfur Gíslason. Skoðun Lélegir íslenskir læknar...eru ekki til! Steinunn Þórðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Heimur skorts eða gnægða? Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Vígvellir barna eru víða Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Narsissismi í hnotskurn Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum – nærsamfélaginu sem heimssamfélaginu Hólmar Hólm skrifar Skoðun Palestína í Eurovision Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Ferðaþjónustan er burðarás í íslensku efnahagslífi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Hversu lítill fiskur yrðum við? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðin vill eitt, Kristrún annað Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Lélegir íslenskir læknar...eru ekki til! Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun Þjóðin sem selur sjálfri sér: Vangaveltur um sölu Íslandsbanka Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Þriðji kafli: Skálmöld Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Valkyrjurnar verða að losa okkur við Rapyd Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Söngur Ísraels og RÚV Ingólfur Gíslason. skrifar Skoðun Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson skrifar Skoðun Uppiskroppa með umræðuefni í málþófi? Talið um Gaza! Viðar Eggertsson skrifar Skoðun Kærleikurinn pikkaði í mig Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Gigt er ekki bara sjúkdómur fullorðinna – Gigtarfélagið heldur opið hús til að fræða og styðja alla aldurshópa Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Friðun Grafarvogs Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Torfærur, hossur og hristingar! Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun NÓG ER NÓG – Heilbrigðiskerfið er í neyðarástandi Ásthildur Kristín Björnsdóttir skrifar Skoðun Við munum aldrei fela okkur aftur Kári Garðarsson skrifar Skoðun Er Kópavogsbær vel rekinn? Bergljót Kristinsdóttir skrifar Skoðun Oft er forræðishyggja hjá fjölskyldum og á heimilum fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson Zebitz skrifar Skoðun Um sjónarhorn og sannleika Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Lýðræðið er farið – er of seint að snúa við? Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Er gagnlegt að kunna að forrita á tímum gervigreindar? Henning Arnór Úlfarsson skrifar Skoðun Málþóf og/eða lýðræði? Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Umdeildasti fríverslunarsamningur sögunnar? Arnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Ísafjarðarbær í Bestu deild Sigríður Júlía Brynleifsdóttir,Gylfi Ólafsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð í beinni Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Sjá meira
Gott stjórnmálafyrirkomulag ætti að setja upp skýra og auðvelda valkosti fyrir kjósendur. Það myndum við kalla þróað stjórnmálakerfi. En því er ekki að heilsa hér á landi. Erfitt er fyrir kjósendur að sjá fyrir hvaða áhrif atkvæði þeirra hafa á landstjórnina og að nokkru leyti er kosið í blindni. Þrennt kemur til: (i) Að ríkisstjórnarflokkarnir eru nánast einráðir á Alþingi, sem þýðir þá að stjórnarandstaðan er valdalítil eða valdalaus, (ii) að flokkarnir mynda ekki kosningablokkir fyrir kosningar, þannig að kjósendur sjái fyrir sér valkosti í ríkisstjórnarmynstri, (iii) og að kosningakerfið getur valdið því að atkvæði nýtist allt öðrum en til stóð. Lítum á þetta. Ofurvald ríkisstjórnar Ríkisstjórnarflokkarnir eru allt að því einráðir á þingi. Það þýðir samt ekki að þingið sé valdalaust því ríkisstjórnarflokkarnir þurfa að samþykkja öll frumvörp áður en þau koma fram og getur verið erfitt að koma máli í gegnum samstarfsflokk – reyndar á öllum stigum málsins, því niðurskurður mála á sér ekki aðeins stað fyrir framlagningu, heldur líka í þinglok þegar samið er um hvaða mál verða að lögum. Kjósandi sem kýs stjórnarandstöðuflokk hefur gert atkvæði sitt nánast áhrifalaust. Þúsundir kjósenda kusu Flokk fólksins 2017, og hann er sennilega öflugasti málsvari öryrkja og aldraða sem starfað hefur á Alþingi, en staða þeirra hópa batnaði ekki, heldur versnaði hún hlutfallslega gagnvart öðrum hópum á kjörtímabilinu – af því að atkvæði þeirra rann til flokks utan stjórnar, algerlega áhrifalauss flokks. Af þessum ástæðum var yfirlýsing Gunnars Smára Egilssonar um að engin vinstri stjórn yrði mynduð án Sósíalistaflokksins mjög mikilvæg – þannig segir hann að atkvæði greitt sósíalistum verði ekki áhrifalaust. [Andstætt þessu er svo danska módelið, sem ég hef oft skrifað um, það gerir stjórnarandstöðuflokka ekki áhrifalausa, heldur geta þeir unnið að framgangi hugmynda sinna.] Svo spurningin er: Verður maður virkilega að sjá fyrir hvaða stjórnarmynstur verði til að atkvæði manns hafi áhrif? Svarið er já. Ríkisstjórnarmynstur fyrir kosningar Óvissan stafar ekki síst af því að stjórnarmyndun á sér algerlega stað eftir kosningar. Allir flokkar ganga (með fáum undantekningum) óbundnir til kosninga og geta gert það sem þeim sýnist að þeim loknum. Ekki eru myndaðar kosningablokkir sem samið hafa sín í milli um málefni sem síðan verður lögð áhersla á í nýrri ríkisstjórn. Þetta veikir möguleika kjósenda mikið til að hafa áhrif með atkvæði sínu. Kjósandinn velur ekki ríkisstjórnarmynstur og velur ekki flokk innan kosningablokkar til að styrkja ákveðin sjónarmið í nýrri ríkisstjórn. Þannig getur enginn kjósandi sagt með fullri vissu: ég kaus og styrkti stöðu vinstri sjónarmiða eða ég kaus til hægri – ég kaus framfarir og breytingar eða ég kaus kyrrstöðu – af því að allir flokkar geta að loknum kosningum gengið til annars stjórnarsamstarfs en kjósendur þeirra ætluðust til með atkvæði sínu. Gallað kosningakerfi Kosningakerfið getur líka gert kjósendum erfitt fyrir. Atkvæði greitt flokki í því skyni að koma manni í baráttusæti að – segjum að femínisti í Kópavogi vilji koma ungri framsækinni konu að – getur leitt til þess að eldri karl á Austfjörðum, sem hugsar ekki um neitt annað en fisk, komist að. Þá hefur hinn hái þröskuldur til að ná inn uppbótarþingmönnum líka áhrif. Atkvæði greitt litlum flokkum getur verið, ekki aðeins greitt áhrifalausum flokki á þingi, er ekki aðeins kastað á glæ – heldur getur það komið andstæðingi flokksins sem kosinn var, í ríkisstjórn. Staðan er þannig nú að atkvæðafjöldi Flokks fólksins og Miðflokksins mun líklega ráða því hvernig ríkisstjórn verður. Ef atkvæðin verða færri en 5% þá er líklegt að ríkisstjórnin haldi velli, þá á innan við helmingi atkvæða, en ef flokkarnir koma mönnum að, er hún væntanlega fallinn. Í kosningunum 2013 glötuðust rúmlega 12% atkvæða (um 22 þús. atkvæði) sem runnu til lítilla framboða sem ekki komu mönnum að (vinstri framboða og hægri grænna). Það kom stóru flokkunum til góða þannig að Framsókn og Sjálfstæðisflokkurinn komust í stjórn með 38 þingmenn, með mjög góðan meirihluta á þingi, en voru með töluvert umfram hlutfall af fylgi. Lokaorð Af þessu þrennu leiðir að kjósandi kýs nokkuð blint. Hann ætlar sér kannski að styrkja heilbrigðiskerfið, bæta kjör öryrkja, aldraðra, atvinnulausra og námsmanna, styrkja framþróun og sprotafyrirtæki, fella sjávarútvegsstefnuna, styrkja stöðu nýju stjórnarskrárinnar – eða hvað annað – en hann fær enga vissu um að atkvæði hans gagnist málstaðnum svo nokkru nemi. Þetta stjórnmálakerfi gefur stjórnmálamönnunum hámarks völd. Með því að almenningur hefur ekki skýra valkosti er auðvelt að sniðganga hann. Ég ræði nánar um sniðgöngu stjórnmálanna gagnvart vilja almennings í annarri kosningahugleiðingu. Höfundur er stjórnsýslufræðingur og höfundur bókarinnar: Um Alþingi: Hver kennir kennaranum, sem kom út 2019.
Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum – nærsamfélaginu sem heimssamfélaginu Hólmar Hólm Skoðun
Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum – nærsamfélaginu sem heimssamfélaginu Hólmar Hólm skrifar
Skoðun Þjóðin sem selur sjálfri sér: Vangaveltur um sölu Íslandsbanka Guðjón Heiðar Pálsson skrifar
Skoðun Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson skrifar
Skoðun Gigt er ekki bara sjúkdómur fullorðinna – Gigtarfélagið heldur opið hús til að fræða og styðja alla aldurshópa Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Oft er forræðishyggja hjá fjölskyldum og á heimilum fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson Zebitz skrifar
Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum – nærsamfélaginu sem heimssamfélaginu Hólmar Hólm Skoðun