Eirík Björn á þing Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar 20. september 2021 15:30 Eitt af því ánægjulega eftir langan tíma í pólítík er að kynnast öflugu fólki um allt land. Sumir eru eftirminnilegri en aðrir. Það á við um Eirík Björn Björgvinsson oddvita Viðreisnar í Norðausturkjördæmi. Ég kynntist Eiríki Birni fyrst þegar hann var bæjarstjóri Fljótsdalshéraðs. Ég var þá mennta- og menningarmálaráðherra og man vel að eftir því var tekið hversu ákveðinn og staðfastur Eiríkur var í því að berjast fyrir hagsmunum bæjarfélagsins og Austurlands alls. Það sama gilti þegar hann tók við sem bæjarstjóri Akureyrar. Alltaf var hann glaðsinna en einbeittur fyrir hönd íbúa svæðisins og umbjóðenda sinna. Reynsla af störfum á sveitarstjórnarstigi er ómetanleg fyrir þingmenn en fáir hafa jafn umfangsmikla þekkingu og góða reynslu af sveitarstjórnum víðs vegar um Norðausturland en Eiríkur Björn. Það er því gott veganesti fyrir hann þegar hann sest á þing fyrir íbúa Norðurlands. Eiríkur Björn er þeim kostum gæddur að vera allt í senn sanngjarn, ástríðufullur, ýtinn og jafnvel þrjóskur þegar kemur að því að fylgja málum eftir. Hann skilur þær áskoranir sem íbúar Norðurlands standa frammi fyrir og veit hvaða mál þarf að setja á oddinn, hvort sem það eru samgöngur, menntastofnanir og heilbrigðisþjónustu. Verkefnin eru mörg og sum hver risavaxin sem þarf að ráðast í fyrir Norðurland. Eiríkur Björn hefur verið óþreytandi við að tala fyrir eflingu heilbrigðisþjónustu á svæðinu. Hefur hann ekki síst vakið athygli á því mikilvæga hlutverki sem sjúkrahúsið á Akureyri hefur sem stærsta heilbrigðisstofnunin utan höfuðborgarsvæðisins. „Þorgerður, það er búið að vera baráttumál okkar um margra ára skeið að sjúkrahúsið verði styrkt sem miðstöð sérhæfðrar heilbrigðisþjónustu á Norður- og Austurlandi og nú er kominn tími á að það verði að veruleika“, sagði Eiríkur með leiftrandi augum við mig á dögunum. Ekkert múður hér. Hann hefur jafnframt verið ötull við að vekja athygli á mikilvægi stuðnings við geðheilbrigðisþjónustu svæðisins eins og við Geðverndarfélag Akureyrar og samstarf bæjarins við Rauða krossinn um þjónustu við geðfatlaða. Eiríkur Björn hefur einnig ítrekað mikilvægi stækkun flugstöðvarinnar á Akureyri sem hefur verið baráttumál í mörg ár þannig að efla megi millilandaflug, styrkja enn frekar við ferðaþjónustu á svæðinu og skapa aukin tækifæri í atvinnulífi Norðurlands. Eitt af helstu baráttumálum Eiríks Björns sem bæjarstjóri á Akureyri var einmitt að undirstrika mikilvægi Norðurslóða en það hefur skilað Akureyri og Norðurlandi ótvíræða forystu á Íslandi í þeim málaflokki með þeim stofnunum og verkefnum sem nú eru starfrækt á Akureyri. Eirík Björn hef ég vart hitt án þess að hann fari yfir málefni og mikilvægi Háskólans á Akureyri sem er ekki einungis ein best heppnaða byggðaaðgerð á Íslandi heldur er Háskólinn einnig dýrmætur fyrir rannsóknir og alla þekkingaröflun í samfélaginu. Stækkun og markviss styrking Háskólans er allra hagur. Ég er sannfærð um að fólk á Norðurlandi fær ekki öflugri málsvara á Alþingi en Eirík Björn. Hvort sem um ræðir fyrrnefnd verkefni eða önnur mikilvæg eins og uppbygging raforkuöryggis fyrir Norðurland, þátttaka í umhverfisvænum verkefnum eins og Vistorka, nýsköpun, jafnrétti eða hreinn og klár jöfnuður í þjónustu í samanburði við aðra íbúa landsins. Það þarf einfaldlega manneskju eins og Eirík Björn inn á þing. Hann hefur þá reynslu, þekkingu og innsýn sem er nauðsynleg til að berjast fyrir hagsmunum landshlutans. Því hvet ég ykkur öll til þess að gefa Eiríki Birni og framtíðinni tækifæri í komandi kosningum. Kjósum Viðreisn með því að setja X við C. Höfundur er formaður Viðreisnar og oddviti flokksins í Suðvesturkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Viðreisn Norðausturkjördæmi Mest lesið Halldór 19.04.2025 Halldór Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson Skoðun „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon Skoðun Ef það líkist þjóðarmorði – þá er það þjóðarmorð! Ólafur Ingólfsson Skoðun Hugleiðingar á páskum Ámundi Loftsson Skoðun Skoðun Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Fjármögnuðu stríðsvél Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugleiðingar á páskum Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Móttaka skemmtiferðaskipa - hlustað á íbúa Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson skrifar Skoðun Unglingar eiga skilið heildstætt mat frá framhaldsskólum Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon skrifar Skoðun Jafnlaunavottun - „Hverjir græða á jafnlaunavottun“ Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri sem fáir eru að ræða? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig húsnæðismarkað vill Viðskiptaráð? skrifar Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun Öll endurhæfing er í eðli sínu starfsendurhæfing Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Rétta leiðin til endurreisnar menntakerfisins? Birgir Finnsson skrifar Skoðun Tvær dætur á Gaza - páskahugvekja Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Ef það líkist þjóðarmorði – þá er það þjóðarmorð! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Vinnustaðir fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar Skoðun Blóð, sviti og tár Jökull Jörgensen skrifar Skoðun Ertu knúin/n fram af verðugleika eða óverðugleika? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Er hægt að stjórna bæjarfélagi með óskhyggju? Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Styrkleikar barna geta legið í öðru en að fá hæstu einkunnir Anna Maria Jónsdóttir skrifar Skoðun Listin við að fara sér hægt Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kosningar í stjórn Visku: Þitt atkvæði skiptir máli! Eydís Inga Valsdóttir skrifar Sjá meira
Eitt af því ánægjulega eftir langan tíma í pólítík er að kynnast öflugu fólki um allt land. Sumir eru eftirminnilegri en aðrir. Það á við um Eirík Björn Björgvinsson oddvita Viðreisnar í Norðausturkjördæmi. Ég kynntist Eiríki Birni fyrst þegar hann var bæjarstjóri Fljótsdalshéraðs. Ég var þá mennta- og menningarmálaráðherra og man vel að eftir því var tekið hversu ákveðinn og staðfastur Eiríkur var í því að berjast fyrir hagsmunum bæjarfélagsins og Austurlands alls. Það sama gilti þegar hann tók við sem bæjarstjóri Akureyrar. Alltaf var hann glaðsinna en einbeittur fyrir hönd íbúa svæðisins og umbjóðenda sinna. Reynsla af störfum á sveitarstjórnarstigi er ómetanleg fyrir þingmenn en fáir hafa jafn umfangsmikla þekkingu og góða reynslu af sveitarstjórnum víðs vegar um Norðausturland en Eiríkur Björn. Það er því gott veganesti fyrir hann þegar hann sest á þing fyrir íbúa Norðurlands. Eiríkur Björn er þeim kostum gæddur að vera allt í senn sanngjarn, ástríðufullur, ýtinn og jafnvel þrjóskur þegar kemur að því að fylgja málum eftir. Hann skilur þær áskoranir sem íbúar Norðurlands standa frammi fyrir og veit hvaða mál þarf að setja á oddinn, hvort sem það eru samgöngur, menntastofnanir og heilbrigðisþjónustu. Verkefnin eru mörg og sum hver risavaxin sem þarf að ráðast í fyrir Norðurland. Eiríkur Björn hefur verið óþreytandi við að tala fyrir eflingu heilbrigðisþjónustu á svæðinu. Hefur hann ekki síst vakið athygli á því mikilvæga hlutverki sem sjúkrahúsið á Akureyri hefur sem stærsta heilbrigðisstofnunin utan höfuðborgarsvæðisins. „Þorgerður, það er búið að vera baráttumál okkar um margra ára skeið að sjúkrahúsið verði styrkt sem miðstöð sérhæfðrar heilbrigðisþjónustu á Norður- og Austurlandi og nú er kominn tími á að það verði að veruleika“, sagði Eiríkur með leiftrandi augum við mig á dögunum. Ekkert múður hér. Hann hefur jafnframt verið ötull við að vekja athygli á mikilvægi stuðnings við geðheilbrigðisþjónustu svæðisins eins og við Geðverndarfélag Akureyrar og samstarf bæjarins við Rauða krossinn um þjónustu við geðfatlaða. Eiríkur Björn hefur einnig ítrekað mikilvægi stækkun flugstöðvarinnar á Akureyri sem hefur verið baráttumál í mörg ár þannig að efla megi millilandaflug, styrkja enn frekar við ferðaþjónustu á svæðinu og skapa aukin tækifæri í atvinnulífi Norðurlands. Eitt af helstu baráttumálum Eiríks Björns sem bæjarstjóri á Akureyri var einmitt að undirstrika mikilvægi Norðurslóða en það hefur skilað Akureyri og Norðurlandi ótvíræða forystu á Íslandi í þeim málaflokki með þeim stofnunum og verkefnum sem nú eru starfrækt á Akureyri. Eirík Björn hef ég vart hitt án þess að hann fari yfir málefni og mikilvægi Háskólans á Akureyri sem er ekki einungis ein best heppnaða byggðaaðgerð á Íslandi heldur er Háskólinn einnig dýrmætur fyrir rannsóknir og alla þekkingaröflun í samfélaginu. Stækkun og markviss styrking Háskólans er allra hagur. Ég er sannfærð um að fólk á Norðurlandi fær ekki öflugri málsvara á Alþingi en Eirík Björn. Hvort sem um ræðir fyrrnefnd verkefni eða önnur mikilvæg eins og uppbygging raforkuöryggis fyrir Norðurland, þátttaka í umhverfisvænum verkefnum eins og Vistorka, nýsköpun, jafnrétti eða hreinn og klár jöfnuður í þjónustu í samanburði við aðra íbúa landsins. Það þarf einfaldlega manneskju eins og Eirík Björn inn á þing. Hann hefur þá reynslu, þekkingu og innsýn sem er nauðsynleg til að berjast fyrir hagsmunum landshlutans. Því hvet ég ykkur öll til þess að gefa Eiríki Birni og framtíðinni tækifæri í komandi kosningum. Kjósum Viðreisn með því að setja X við C. Höfundur er formaður Viðreisnar og oddviti flokksins í Suðvesturkjördæmi.
Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun
Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson Skoðun
Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar
Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar
Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar
Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar
Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun
Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson Skoðun