Róttæk byggðastefna í boði Vinstri grænna Bjarni Jónsson skrifar 21. september 2021 14:46 Sem oddviti Vinstri grænna í Norðvesturkjördæmi hef ég á síðustu vikum ferðast um kjördæmið vítt og breitt. Svæðið er fjölbreytt og víðfeðmt og alls staðar gott að búa. Við þurfum að hlúa að byggðunum, standa vörð um náttúruna og auðlindirnar sem eru svo ríkulegar og nýta þær með sjálfbærum hætti í þágu íbúanna. Mér eru sérstaklega hugleikin nokkur mál sem að ég vil koma inn á hérna. Það er og hefur alltaf verið stefna VG að tryggja jöfn tækifæri fólks. Það er að mörgu að hyggja en við Vinstri græn höfum sett okkur róttæka stefnu í byggðamálum sem við teljum að skapi landsmönnum öllum jöfn skilyrði til þátttöku og búsetu með öflugri uppbyggingu innviða. Þannig treystum við búsetu og sköpum fjölskylduvænt samfélag um land allt. Fyrir því mun ég berjast. En hvað er ég að tala um? Ég vil sjá stórátak í samgöngum, sér í lagi þegar kemur að safn,- og tengivegum þannig að góðar samgöngur séu tryggðar innan héraða og að byggðarlög séu tengd betur saman til að gera þau sterkari. Þá þarf að stytta vegalengdir og gera þær greiðfærari. Sú hagræðing sem að hlýst af styttri vegalengdum minnkar ekki aðeins akstur og útblástur heldur tengir hún betur byggðirnar og þéttir atvinnusvæði. Fjarskipti og háhraðatengingar eru enn víða í ólestri. Til þess að störf án staðsetninga, atvinnuklasar og nýsköpun geri þrifist með góðu móti þurfa þessir innviðir að vera til staðar og einfaldlega til að auka lífsgæði fólks. Ekki hefur verið nóg gert í þessum málaflokki nú undir stjórn samgönguráðherra Framsóknarflokksins og mikilvægt að meiri kraftur verði settur í þetta verkefni. Þá er orkuöryggi og jöfnun rafmagns,- og húshitunarkostnaðar ofarlega í huga þeirra sem búa við skerta þjónustu eða ójöfn kjör í þeim efnum og mikilvægt að leiðrétta þá mismunun. Mikilvægt er að gerð verði gangskör að því að gera mun betur í að jafna flutningskostnað á landsbyggðinni til að jafna búsetuskilyrði og til að fyrirtæki sem þar starfa búi ekki við skert starfsumhverfi. Sköpum tækifærunum farveg Á landinu öllu eru tækifærin sannarlega til staðar, bæði til lands og sjávar. Við þurfum að skapa þeim farveg og rétt umhverfi. Við viljum efla nýsköpun og þátt skapandi greina í þeirri uppbyggingu sem að við sjáum fyrir okkur um land allt. Á landsbyggðinni eru mikilvæg rannsókna- og þróunarsetur og öflugir háskólar. Þrír þeirra eru í mínu kjördæmi. Háskólarnir gæða samfélagið lífi og rannsóknir og miðlun þekkingar styrkja ekki síst nærumhverfið. Það er okkar hlutverk að tryggja háskólunum á landsbyggðinni tækifæri til að vaxa og dafna. Þá er fjölbreytt námsval og fjölskylduvænar lausnir á öðrum námsstigum mikilvægar fyrir byggðaþróun og byggðafestu. Við þurfum að brúa bilið á milli fæðingarorlofs og leikskóla í samstarfi við sveitarfélögin svo að sama aðgengi sé um land allt. Við þurfum að standa vörð um framhaldsskólana og framhaldsdeildir, þannig að hægt sé að stunda nám í heimabyggð eða næsta nágrenni og ekki síst búa enn betur að iðn- og verknáminu. Við þurfum að efla hlut skapandi greina út um land en þær veita þekkingu og hæfni til starfa í greinum sem eru í senn vaxandi og fjölbreyttar. Skapandi lausnir verða sífellt mikilvægari eftir því sem fram vindur og viðfangsefni samfélagsins verða stærri og flóknari. Á landsbyggðinni er frjór jarðvegur fyrir skapandi lausnir og er það mín trú að með fræðilegum og hagnýtum rannsóknum muni fara hönd í hönd staðbundin þekking og nýjar lausnir Starf háskóla á landsbyggðinni er í því tilliti ómetanlegt fyrir framþróun atvinnuvega og nýsköpun, ekki síst í matvælaiðnaði. Kosningar eru tímamót og þá lítum við til framtíðar. Við Vinstri græn ætlum að standa vörð um velsæld og lífsgæði með innviðauppbyggingu og bættum búsetuskilyrðum um land allt. Á síðustu árum höfum við sýnt það í verki að við getum tekist á við erfiðar áskoranir og leitt samfélagið í gegnum þær. Af sömu áræðni höfum við leitt fjölmörg framfaramál á sviðum heilbrigðismála og náttúruverndar, velferðar og mannréttinda. Á sama hátt getum við leitt samfélagið áfram á öðrum sviðum. Höfundur er oddviti Vinstri grænna í Norðvesturkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Kosningar 2021 Vinstri græn Norðvesturkjördæmi Byggðamál Bjarni Jónsson Mest lesið Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Slítum stjórnmálasambandi við Ísrael! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Aukið við sóun með einhverjum ráðum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Linsa Lífsins Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar Sjá meira
Sem oddviti Vinstri grænna í Norðvesturkjördæmi hef ég á síðustu vikum ferðast um kjördæmið vítt og breitt. Svæðið er fjölbreytt og víðfeðmt og alls staðar gott að búa. Við þurfum að hlúa að byggðunum, standa vörð um náttúruna og auðlindirnar sem eru svo ríkulegar og nýta þær með sjálfbærum hætti í þágu íbúanna. Mér eru sérstaklega hugleikin nokkur mál sem að ég vil koma inn á hérna. Það er og hefur alltaf verið stefna VG að tryggja jöfn tækifæri fólks. Það er að mörgu að hyggja en við Vinstri græn höfum sett okkur róttæka stefnu í byggðamálum sem við teljum að skapi landsmönnum öllum jöfn skilyrði til þátttöku og búsetu með öflugri uppbyggingu innviða. Þannig treystum við búsetu og sköpum fjölskylduvænt samfélag um land allt. Fyrir því mun ég berjast. En hvað er ég að tala um? Ég vil sjá stórátak í samgöngum, sér í lagi þegar kemur að safn,- og tengivegum þannig að góðar samgöngur séu tryggðar innan héraða og að byggðarlög séu tengd betur saman til að gera þau sterkari. Þá þarf að stytta vegalengdir og gera þær greiðfærari. Sú hagræðing sem að hlýst af styttri vegalengdum minnkar ekki aðeins akstur og útblástur heldur tengir hún betur byggðirnar og þéttir atvinnusvæði. Fjarskipti og háhraðatengingar eru enn víða í ólestri. Til þess að störf án staðsetninga, atvinnuklasar og nýsköpun geri þrifist með góðu móti þurfa þessir innviðir að vera til staðar og einfaldlega til að auka lífsgæði fólks. Ekki hefur verið nóg gert í þessum málaflokki nú undir stjórn samgönguráðherra Framsóknarflokksins og mikilvægt að meiri kraftur verði settur í þetta verkefni. Þá er orkuöryggi og jöfnun rafmagns,- og húshitunarkostnaðar ofarlega í huga þeirra sem búa við skerta þjónustu eða ójöfn kjör í þeim efnum og mikilvægt að leiðrétta þá mismunun. Mikilvægt er að gerð verði gangskör að því að gera mun betur í að jafna flutningskostnað á landsbyggðinni til að jafna búsetuskilyrði og til að fyrirtæki sem þar starfa búi ekki við skert starfsumhverfi. Sköpum tækifærunum farveg Á landinu öllu eru tækifærin sannarlega til staðar, bæði til lands og sjávar. Við þurfum að skapa þeim farveg og rétt umhverfi. Við viljum efla nýsköpun og þátt skapandi greina í þeirri uppbyggingu sem að við sjáum fyrir okkur um land allt. Á landsbyggðinni eru mikilvæg rannsókna- og þróunarsetur og öflugir háskólar. Þrír þeirra eru í mínu kjördæmi. Háskólarnir gæða samfélagið lífi og rannsóknir og miðlun þekkingar styrkja ekki síst nærumhverfið. Það er okkar hlutverk að tryggja háskólunum á landsbyggðinni tækifæri til að vaxa og dafna. Þá er fjölbreytt námsval og fjölskylduvænar lausnir á öðrum námsstigum mikilvægar fyrir byggðaþróun og byggðafestu. Við þurfum að brúa bilið á milli fæðingarorlofs og leikskóla í samstarfi við sveitarfélögin svo að sama aðgengi sé um land allt. Við þurfum að standa vörð um framhaldsskólana og framhaldsdeildir, þannig að hægt sé að stunda nám í heimabyggð eða næsta nágrenni og ekki síst búa enn betur að iðn- og verknáminu. Við þurfum að efla hlut skapandi greina út um land en þær veita þekkingu og hæfni til starfa í greinum sem eru í senn vaxandi og fjölbreyttar. Skapandi lausnir verða sífellt mikilvægari eftir því sem fram vindur og viðfangsefni samfélagsins verða stærri og flóknari. Á landsbyggðinni er frjór jarðvegur fyrir skapandi lausnir og er það mín trú að með fræðilegum og hagnýtum rannsóknum muni fara hönd í hönd staðbundin þekking og nýjar lausnir Starf háskóla á landsbyggðinni er í því tilliti ómetanlegt fyrir framþróun atvinnuvega og nýsköpun, ekki síst í matvælaiðnaði. Kosningar eru tímamót og þá lítum við til framtíðar. Við Vinstri græn ætlum að standa vörð um velsæld og lífsgæði með innviðauppbyggingu og bættum búsetuskilyrðum um land allt. Á síðustu árum höfum við sýnt það í verki að við getum tekist á við erfiðar áskoranir og leitt samfélagið í gegnum þær. Af sömu áræðni höfum við leitt fjölmörg framfaramál á sviðum heilbrigðismála og náttúruverndar, velferðar og mannréttinda. Á sama hátt getum við leitt samfélagið áfram á öðrum sviðum. Höfundur er oddviti Vinstri grænna í Norðvesturkjördæmi.
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar
Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun