Íslenskur bar á alþjóðlegum topplista Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 22. september 2021 19:44 Hér eru þeir Jakob Eggertsson, Jónas Heiðarr Guðnason, Ólafur Andri Benediktsson og Sindri Árnason eigendur Jungle. Jakob Eggertsson Íslenski hanastélsbarinn Jungle hefur verið valinn af 50 Best Discovery á lista yfir fimmtíu veitingastaði og bari í heiminum sem ferðalangar ættu að heimsækja. Þetta er fyrsta skiptið sem íslenskur bar kemst á þennan lista. Listinn er á vegum 50 Best Discovery. Á hverju ári kjósa sérfræðingar fimmtíu bestu bari í heiminum, sem enda á listanum 50 Best Bars, en sérfræðingarnir velja svo aukalega fimmtíu staði til viðbótar sem komust ekki inn á listann en þeim finnst vert að minnast á. Jungle hafnaði á síðari listanum. „Þetta kveikir rosalega í manni og sýnir að maður er á réttri braut,“ segir Jónas Heiðarr Guðnason, einn af eigendum Jungle. Í dómi 50 Best Discovery segir að Jungle sé alger 21. aldar kokteilbar. Augljóst sé að þúsaldarkynslóðin ráði ríkjum á kránni, þar sem plöntur séu í öllum hornum og skrautlegt veggfóður upp um alla veggi. Í dómi 50 Best Bars segir að drykkirnir á Jungle séu fjölbreyttir og skemmtilegir.Jakob Eggertsson „Þessi vinalega hugmynd um hverfisbarinn breytist eftir því sem líður á vikuna. Það er gleðistund allan daginn á mánudögum, róleg stemning um miðja vikuna og partý um helgar þegar teymið reynir að sinna barþjónastörfum og störfum plötusnúðs á sama tíma,“ segir í dómnum. „Drykkirnir eru mjög fjölbreyttir: einfaldir, fínir, framandi og áfengislausu drykkirnir ekki af verri endanum.“ Eigendur Jungle segja viðurkenninguna skipta miklu máli. Viðurkenningin sé hvatning til að gera enn betur. „Við erum náttúrulega alltaf að reyna að bæta okkur og það að fá svona viðurkenningu lætur okkur vinna ennþá harðar að því,“ segir Ólafur Andri Benediktsson, einn eigenda Jungle. „Við erum rétt að verða tveggja ára núna í nóvember, þannig þetta eru hrikalega skemmtilegar fréttir. Verður gaman að sjá hvað við getum gert þegar heimurinn fer að opnast allur á ný.“ Fréttin hefur verið leiðrétt. Áður sagði að Jungle væri á listanum yfir fimmtíu bestu barina en hann reyndist á lista yfir fimmtíu bari sem dómnefndinni fannst vert að minnast á. Þetta hefur verið leiðrétt. Veitingastaðir Næturlíf Mest lesið Ræða við „hrokafulla“ Kana vegna áhyggja af tollum Trumps Viðskipti erlent Tæknin geti komið í veg fyrir þjófnað Viðskipti innlent Ætlar ekki að deyja í smán og gefur frá sér auðæfin Viðskipti erlent Bankastjóri Íslandsbanka: Syngur hástöfum fjölskyldunni til hryllings Atvinnulíf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Fluttu mun minna til Bandaríkjanna en meira annað Viðskipti erlent Minnkuðu lúxuspinna en ekki eldflaugina Neytendur Vilja nota geimflaugar til að flytja hergögn hvert sem er Viðskipti erlent Breytist hratt næstu árin hvaða fyrirtæki teljast stærst og best Atvinnulíf Að segja upp án þess að brenna brýr Atvinnulíf Fleiri fréttir Tæknin geti komið í veg fyrir þjófnað Hafa þegar skilað nettóbindingu en tafir á stærri föngunarstöð „Umbreyting í átt að velsældarhagkerfi krefst hugrekkis“ Salan á Íslandsbanka: Samið við fjóra erlenda söluaðila Til IDS á Íslandi frá Íslenskri erfðagreiningu Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Samþykktu að bæta við leið fyrir stóra fjárfesta í sölu Íslandsbanka Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Ingunn ráðin framkvæmdastjóri Auðnu Rannsakendur og nemendur við HA fá aðgang að sérhæfðu gervigreindartóli Tæplega átta milljarða króna viðsnúningur milli ára Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Til Samtaka atvinnulífsins eftir mánuð á auglýsingastofu Margrét hættir sem forstjóri Nova Sýkna í Samskipamálinu en Eimskip þarf samt að passa sig Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Áhrif tolla Trumps væru innan við eitt prósent Berjaya vill halda áfram að leigja Nordica og Natura Farþegum fjölgaði um 24 prósent í apríl Sólon lokað vegna gjaldþrots Slær bjartari tón þegar kemur að verðbólgunni AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Sveinn verður viðskiptastjóri hjá Styrkás Ráðin hagfræðingur SVÞ Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Tollar Trump á kvikmyndir „mjög sérstakt útspil“ Ráðinn framkvæmdastjóri mannauðs hjá Benchmark Genetics Þórdís til dómsmálaráðuneytisins „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Sjá meira
Listinn er á vegum 50 Best Discovery. Á hverju ári kjósa sérfræðingar fimmtíu bestu bari í heiminum, sem enda á listanum 50 Best Bars, en sérfræðingarnir velja svo aukalega fimmtíu staði til viðbótar sem komust ekki inn á listann en þeim finnst vert að minnast á. Jungle hafnaði á síðari listanum. „Þetta kveikir rosalega í manni og sýnir að maður er á réttri braut,“ segir Jónas Heiðarr Guðnason, einn af eigendum Jungle. Í dómi 50 Best Discovery segir að Jungle sé alger 21. aldar kokteilbar. Augljóst sé að þúsaldarkynslóðin ráði ríkjum á kránni, þar sem plöntur séu í öllum hornum og skrautlegt veggfóður upp um alla veggi. Í dómi 50 Best Bars segir að drykkirnir á Jungle séu fjölbreyttir og skemmtilegir.Jakob Eggertsson „Þessi vinalega hugmynd um hverfisbarinn breytist eftir því sem líður á vikuna. Það er gleðistund allan daginn á mánudögum, róleg stemning um miðja vikuna og partý um helgar þegar teymið reynir að sinna barþjónastörfum og störfum plötusnúðs á sama tíma,“ segir í dómnum. „Drykkirnir eru mjög fjölbreyttir: einfaldir, fínir, framandi og áfengislausu drykkirnir ekki af verri endanum.“ Eigendur Jungle segja viðurkenninguna skipta miklu máli. Viðurkenningin sé hvatning til að gera enn betur. „Við erum náttúrulega alltaf að reyna að bæta okkur og það að fá svona viðurkenningu lætur okkur vinna ennþá harðar að því,“ segir Ólafur Andri Benediktsson, einn eigenda Jungle. „Við erum rétt að verða tveggja ára núna í nóvember, þannig þetta eru hrikalega skemmtilegar fréttir. Verður gaman að sjá hvað við getum gert þegar heimurinn fer að opnast allur á ný.“ Fréttin hefur verið leiðrétt. Áður sagði að Jungle væri á listanum yfir fimmtíu bestu barina en hann reyndist á lista yfir fimmtíu bari sem dómnefndinni fannst vert að minnast á. Þetta hefur verið leiðrétt.
Veitingastaðir Næturlíf Mest lesið Ræða við „hrokafulla“ Kana vegna áhyggja af tollum Trumps Viðskipti erlent Tæknin geti komið í veg fyrir þjófnað Viðskipti innlent Ætlar ekki að deyja í smán og gefur frá sér auðæfin Viðskipti erlent Bankastjóri Íslandsbanka: Syngur hástöfum fjölskyldunni til hryllings Atvinnulíf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Fluttu mun minna til Bandaríkjanna en meira annað Viðskipti erlent Minnkuðu lúxuspinna en ekki eldflaugina Neytendur Vilja nota geimflaugar til að flytja hergögn hvert sem er Viðskipti erlent Breytist hratt næstu árin hvaða fyrirtæki teljast stærst og best Atvinnulíf Að segja upp án þess að brenna brýr Atvinnulíf Fleiri fréttir Tæknin geti komið í veg fyrir þjófnað Hafa þegar skilað nettóbindingu en tafir á stærri föngunarstöð „Umbreyting í átt að velsældarhagkerfi krefst hugrekkis“ Salan á Íslandsbanka: Samið við fjóra erlenda söluaðila Til IDS á Íslandi frá Íslenskri erfðagreiningu Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Samþykktu að bæta við leið fyrir stóra fjárfesta í sölu Íslandsbanka Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Ingunn ráðin framkvæmdastjóri Auðnu Rannsakendur og nemendur við HA fá aðgang að sérhæfðu gervigreindartóli Tæplega átta milljarða króna viðsnúningur milli ára Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Til Samtaka atvinnulífsins eftir mánuð á auglýsingastofu Margrét hættir sem forstjóri Nova Sýkna í Samskipamálinu en Eimskip þarf samt að passa sig Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Áhrif tolla Trumps væru innan við eitt prósent Berjaya vill halda áfram að leigja Nordica og Natura Farþegum fjölgaði um 24 prósent í apríl Sólon lokað vegna gjaldþrots Slær bjartari tón þegar kemur að verðbólgunni AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Sveinn verður viðskiptastjóri hjá Styrkás Ráðin hagfræðingur SVÞ Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Tollar Trump á kvikmyndir „mjög sérstakt útspil“ Ráðinn framkvæmdastjóri mannauðs hjá Benchmark Genetics Þórdís til dómsmálaráðuneytisins „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Sjá meira