Katrín um skoðanakönnun Maskínu: Erum ekki að uppskera sama og síðast Þorgils Jónsson skrifar 23. september 2021 20:14 Katrín Jakobsdóttir og Bjarni Benediktsson í leiðtogakappræðunum í kvöld. Leiðtogar flokkanna voru misánægðir með fylgið, en bjartsýn fyrir framhaldið fram að kjördag. Vísir/Vilhelm Forystufólk stjórnmálaflokkanna var missátt við niðurstöðu skoðanakönnunar Maskínu sem birt var í kvöldfréttum Stöðvar 2, þegar þau voru spurð út málið í leiðtogaumræðunum sem standa nú yfir. Öll voru þau þó bjartsýn með framhaldið. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir ljóst að Vinstri hreyfingin grænt framboð sé að tapa fylgi frá síðustu kosningum ef niðurstaðan verður í takt við skoðanakönnun Maskínu fyrir Stöð 2. Þar eru Vinstri Græn að tapa finn og hálfu prósentustigi og fjórum af 11 þingmönnum. Staðan komi þó ekki á óvart að sögn Katrínar. „Við höfum legið á þessu bili 10-12% misserum eða árum saman. Það kom strax fram í skoðanakönnunum snemma eftir að þessi ríkisstjórn var mynduð að við vorum að missa töluvert fylgi. Þó að margt hafi gengið vel og mörg af okkar málum hafi fengið fram að ganga þá erum við ekki að uppskera það sama og síðast.“ Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, sem fær einungis 20,6% fylgi í þessari könnun, segist viss um að niðurstaðan verði önnur. „Ég er viss um að þetta endar á betri stað og raunar ótrúlega lítið sem vantar upp á til að ríkisstjórnin haldi velli.“ Hann hafi ekki áhyggjur af þessari könnun og sé viss um að niðurstaðan verði betri. Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins, sem fer úr 10,7% upp í 13,4% samkvæmt könnuninni, sagði að könnunin liti vel út, en bestu fréttirnar væru að Ásmundur Einar Daðason félagsmálaráðherra héldist inni, en hans sæti hefur staðið tæpt í könnunum. Klippa: Formennirnir um nýjustu skoðanakönnunina Viðreisn fer úr 6,7% upp í 11,4% og fagnaði Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður flokksins, því. Þetta væri í takt við það sem frambjóðendur heyrðu frá fólki á ferðum sínum. Logi Einarsson, formaður Samfylkingar, sem stendur hérumbil í stað frá niðurstöðu síðustu kosninga, sagðist bjartsýnn um að kjósendur myndu taka við sér. Sósíalistaflokkurinn kemur sterkur inn í sínum fyrstu alþingiskosningum og mælist nú með 6,6% fylgi og fjóra þingmenn. Hann gagnrýndi hina flokkana fyrir að leggja steina í götu nýrra framboða, en fagnaði þessum góða árangri. Flokkur fólksins mælist rétt undir kjörfylgi, með 5,6% og 3 þingmenn, en Inga Sæland, formaður flokksins, sagðist hafa áhyggjur af því ef Guðmundur Ingi Kristinsson myndi falla út í Suðvesturkjördæmi. Hún væri þó vongóð og klykkti út með „Bjartsýni og bros bjarga deginum.“ Miðflokkurinn hefur ekki verið að koma vel út úr könnunum síðustu mánuði en mælist að þessu sinni með 7,1% fylgi, miðað við 10,9% sem þau fengu í kosningum. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður fagnaði því, og sagði að flokkurinn hafi ekki komið jafnvel út úr könnunum Maskínu um langa hríð. Björn Leví Gunnarsson frá Pírötum, sem fara úr 9,2% í kosningum upp í 11,3% í könnuninni, sagði að staða þeirra væri fín og stæði víða tæpt með þingmenn. Hann taldi víst að þau myndu ná inn þingmanni í Suðurkjördæmi. Alþingiskosningar 2021 Skoðanakannanir Mest lesið Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Innlent Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Innlent Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Innlent Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Stórfelldur laxadauði í Berufirði Innlent Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Innlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Fleiri fréttir Lögregla bíður þess enn að geta farið til Dóminíska lýðveldisins „Stefnir í að árið í ár verði það versta á öldinni“ Björgunarsveitir við leit í Borgarnesi Vill hefja undirbúning næstu kjarasamninga strax Samfélagslögga flakkar á milli „heitra reita“ og eltir hópamyndun Réttlæta ofbeldi með því að þolandi eigi það skilið Ætlar að finna jarðvarma á köldum svæðum „Hann grátbað mig um að við fengjum að flytja í burtu“ Brutu framrúðu til að bjarga barni læstu inni í bíl Segir menntamálaráðherra vega að grunnstoðum lýðræðisins Handataka og húsleitir, ótti í Breiðholti og ótrúleg björgun Einn handtekinn til viðbótar í manndrápsmáli Tognaður, kaldur og hrakinn eftir fimm daga í Loðmundarfirði Skammtímaleiga í þéttbýli verði afmörkuð við lögheimili Keyptu húsið aftur árið 2019 á sama verði og árið 2007 Úrslitin komu Höllu ekki á óvart Nauðgunardómur Guðmundar Elíss staðfestur Fimmtán mánuðir fyrir að stinga nývaknaða konu Vilja hvorki staðfesta fund í Haag né aðkomu Europol Hrökklaðist úr borgarstjórn vegna pressu frá formanninum Sex skjálftar yfir 3,0 Smæðin auki hættu á sögusögnum og óþarfa ágiskunum Skyndilegur brottrekstur dropinn sem fyllti mælinn Bein útsending: Kynnir nýtt átak stjórnvalda í leit og nýtingu á jarðhita Ekkert sérstakt eftirlit með afgangsflugeldum Mikilvægt að grípa snemma inn í: „Börnin okkar eru að þyngjast“ Skýrari mynd að komast á atburðarrásina segir lögreglan Vaktin: Halla kjörin formaður VR Kallar eftir kjarkmiklum og óttalausum forystumanni Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Sjá meira
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir ljóst að Vinstri hreyfingin grænt framboð sé að tapa fylgi frá síðustu kosningum ef niðurstaðan verður í takt við skoðanakönnun Maskínu fyrir Stöð 2. Þar eru Vinstri Græn að tapa finn og hálfu prósentustigi og fjórum af 11 þingmönnum. Staðan komi þó ekki á óvart að sögn Katrínar. „Við höfum legið á þessu bili 10-12% misserum eða árum saman. Það kom strax fram í skoðanakönnunum snemma eftir að þessi ríkisstjórn var mynduð að við vorum að missa töluvert fylgi. Þó að margt hafi gengið vel og mörg af okkar málum hafi fengið fram að ganga þá erum við ekki að uppskera það sama og síðast.“ Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, sem fær einungis 20,6% fylgi í þessari könnun, segist viss um að niðurstaðan verði önnur. „Ég er viss um að þetta endar á betri stað og raunar ótrúlega lítið sem vantar upp á til að ríkisstjórnin haldi velli.“ Hann hafi ekki áhyggjur af þessari könnun og sé viss um að niðurstaðan verði betri. Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins, sem fer úr 10,7% upp í 13,4% samkvæmt könnuninni, sagði að könnunin liti vel út, en bestu fréttirnar væru að Ásmundur Einar Daðason félagsmálaráðherra héldist inni, en hans sæti hefur staðið tæpt í könnunum. Klippa: Formennirnir um nýjustu skoðanakönnunina Viðreisn fer úr 6,7% upp í 11,4% og fagnaði Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður flokksins, því. Þetta væri í takt við það sem frambjóðendur heyrðu frá fólki á ferðum sínum. Logi Einarsson, formaður Samfylkingar, sem stendur hérumbil í stað frá niðurstöðu síðustu kosninga, sagðist bjartsýnn um að kjósendur myndu taka við sér. Sósíalistaflokkurinn kemur sterkur inn í sínum fyrstu alþingiskosningum og mælist nú með 6,6% fylgi og fjóra þingmenn. Hann gagnrýndi hina flokkana fyrir að leggja steina í götu nýrra framboða, en fagnaði þessum góða árangri. Flokkur fólksins mælist rétt undir kjörfylgi, með 5,6% og 3 þingmenn, en Inga Sæland, formaður flokksins, sagðist hafa áhyggjur af því ef Guðmundur Ingi Kristinsson myndi falla út í Suðvesturkjördæmi. Hún væri þó vongóð og klykkti út með „Bjartsýni og bros bjarga deginum.“ Miðflokkurinn hefur ekki verið að koma vel út úr könnunum síðustu mánuði en mælist að þessu sinni með 7,1% fylgi, miðað við 10,9% sem þau fengu í kosningum. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður fagnaði því, og sagði að flokkurinn hafi ekki komið jafnvel út úr könnunum Maskínu um langa hríð. Björn Leví Gunnarsson frá Pírötum, sem fara úr 9,2% í kosningum upp í 11,3% í könnuninni, sagði að staða þeirra væri fín og stæði víða tæpt með þingmenn. Hann taldi víst að þau myndu ná inn þingmanni í Suðurkjördæmi.
Alþingiskosningar 2021 Skoðanakannanir Mest lesið Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Innlent Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Innlent Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Innlent Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Stórfelldur laxadauði í Berufirði Innlent Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Innlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Fleiri fréttir Lögregla bíður þess enn að geta farið til Dóminíska lýðveldisins „Stefnir í að árið í ár verði það versta á öldinni“ Björgunarsveitir við leit í Borgarnesi Vill hefja undirbúning næstu kjarasamninga strax Samfélagslögga flakkar á milli „heitra reita“ og eltir hópamyndun Réttlæta ofbeldi með því að þolandi eigi það skilið Ætlar að finna jarðvarma á köldum svæðum „Hann grátbað mig um að við fengjum að flytja í burtu“ Brutu framrúðu til að bjarga barni læstu inni í bíl Segir menntamálaráðherra vega að grunnstoðum lýðræðisins Handataka og húsleitir, ótti í Breiðholti og ótrúleg björgun Einn handtekinn til viðbótar í manndrápsmáli Tognaður, kaldur og hrakinn eftir fimm daga í Loðmundarfirði Skammtímaleiga í þéttbýli verði afmörkuð við lögheimili Keyptu húsið aftur árið 2019 á sama verði og árið 2007 Úrslitin komu Höllu ekki á óvart Nauðgunardómur Guðmundar Elíss staðfestur Fimmtán mánuðir fyrir að stinga nývaknaða konu Vilja hvorki staðfesta fund í Haag né aðkomu Europol Hrökklaðist úr borgarstjórn vegna pressu frá formanninum Sex skjálftar yfir 3,0 Smæðin auki hættu á sögusögnum og óþarfa ágiskunum Skyndilegur brottrekstur dropinn sem fyllti mælinn Bein útsending: Kynnir nýtt átak stjórnvalda í leit og nýtingu á jarðhita Ekkert sérstakt eftirlit með afgangsflugeldum Mikilvægt að grípa snemma inn í: „Börnin okkar eru að þyngjast“ Skýrari mynd að komast á atburðarrásina segir lögreglan Vaktin: Halla kjörin formaður VR Kallar eftir kjarkmiklum og óttalausum forystumanni Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Sjá meira