Enginn hasar á Bessastöðum í dag Kristín Ólafsdóttir skrifar 26. september 2021 11:50 Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands á Bessastöðum í morgun. Vísir/egill Engir leiðtogar verða boðaðir á fund forseta Íslands í dag þar sem ríkisstjórnin missti ekki meirihluta sinn. Forsetinn metur það svo að með tilliti til niðurstaðna sé hægt að stimpla Framsókn og Flokk fólksins sem sigurvegara kosninganna. Ríkisstjórnin hélt velli og það eru því aldrei þessu vant rólegir dagar framundan á Bessastöðum. Hefði ríkisstjórnin misst meirihluta hefði forsætisráðherra beðist lausnar og við hefðu tekið viðræður við leiðtoga þingflokkanna. En nú er boltinn hjá sitjandi ríkisstjórn. „Nú er það í verkahring flokksformannanna að vega og meta stöðuna og sjá hvað gerist á næstu dögum og vikum en hér verður enginn hasar,“ segir Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands. Þannig að það verða engir leiðtogar boðaðir á Bessastaði í dag? „Engin þörf á því.“ En hvernig, og hvenær, verður þá þín aðkoma að þessu öllu saman? „Hún verður bara einfaldlega sú að ég eins og aðrir í þessu landi fylgjumst með framvindu mála og sitji þessi ríkisstjórn til dæmis áfram, þá gerir hún það.“ Tíðindi að ríkisstjórnin hafi haldið velli Guðni segir að fyrst og fremst sé íslenska þjóðin sigurvegari kosninganna. Það séu þó líka fleiri. „Konur eru í fyrsta sinn á alþingi Íslendinga í meirihluta. Það eru tíðindi líka miðað við skoðanakannannir að ríkisstjórnarflokkarnir þrír héldu sínum meirihluta og vel það.“ Það sé sanngjarnt að stimpla Framsóknarflokkinn sigurvegara kosninganna þegar litið er á niðurstöðurnar. „Þar að auki vann Flokkur fólksins sigur og það er sjálfsagt af minni hálfu að nefna það.“ Forseti Íslands Alþingiskosningar 2021 Tengdar fréttir Æsispennandi kosninganótt og 23 nýir þingmenn 23 nýliðar taka sæti á Alþingi samkvæmt lokatölum úr öllum kjördæmum. Brynjar Níelsson og Guðmundur Andri Thorsson eru dottnir út af þingi en Lenya Rún og Arndís Anna fara inn fyrir Pírata. 26. september 2021 11:30 Afglæpavæðingin og innflytjendur brenna á yngsta kjörna þingmanni sögunnar Óhætt er að segja að Lenya Rún Taha Karim, nýr þingmaður Pírata í Reykjavíkurkjördæmi norður, hafi verið steinhissa þegar í ljós kom að hún náði kjöri á Alþingi. Lenya Rún er 21 árs og brennur fyrir málefni útlendinga og innflytjenda. 26. september 2021 10:32 Konur í fyrsta sinn í meirihluta á þingi Konur eru nú í fyrsta sinn í sögunni í meirihluta á Alþingi Íslendinga. 33 konur voru kjörnar á þing í gær og 30 karlmaður. Í kosningunum 2017 voru 24 konur kjörnar á þing. Þetta er í fyrsta skipti í sögu Evrópu sem konur eru fleiri en karlar á lýðræðiskjörnu þingi. Svíar höfðu áður komist næst því með 47 prósenta hlut kvenna. 26. september 2021 10:19 Mest lesið Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Innlent Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Innlent Bað Pútín um að hlífa hermönnum sem enginn kannast við Erlent Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Innlent Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Innlent Fara fram á gæsluvarðhald yfir þeim fjórða Innlent Lúffar af ótta við enn meira niðurrif Trumps Erlent Egill Heiðar ráðinn Borgarleikhússtjóri Innlent Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Innlent Fleiri fréttir Stóraukið búðarhnupl, fjölgun í haldi og aldamótagoð í beinni Einn slasaðist þegar öryggi fór af hjá Norðuráli Reyndu að þvinga mann til að taka úr hraðbanka Sá fimmti fer fyrir dómara í kvöld Fagnar að stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd skoði byrlunarmálið Egill Heiðar ráðinn Borgarleikhússtjóri Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Vísa ummælum á bug og telja upp aðgerðir Fara fram á gæsluvarðhald yfir þeim fjórða Byggðajöfnunarmál að fækka sýslumönnum Lax slapp úr sjókví fyrir austan Segir samningsviljann hjá leikfélaginu engan „Geri ráð fyrir að þetta séu ummæli sem féllu í hita leiksins“ Býður út næstsíðasta áfanga vegagerðar í Gufudalssveit Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Hafi gert ýmislegt til að bæta stöðuna í Breiðholti Byrlunarmálið og ofbeldi í Breiðholti Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Almennt á móti rekstri spilakassa en tryggja þurfi fjármögnun Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Vill rannsóknarnefnd Alþingis vegna byrlunarmálsins „Ég er rasandi hissa á þessu“ Leit hætt í Borgarnesi og staðan metin með morgninum Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Lögregla bíður þess enn að geta farið til Dóminíska lýðveldisins „Stefnir í að árið í ár verði það versta á öldinni“ Björgunarsveitir við leit í Borgarnesi Vill hefja undirbúning næstu kjarasamninga strax Samfélagslögga flakkar á milli „heitra reita“ og eltir hópamyndun Sjá meira
Ríkisstjórnin hélt velli og það eru því aldrei þessu vant rólegir dagar framundan á Bessastöðum. Hefði ríkisstjórnin misst meirihluta hefði forsætisráðherra beðist lausnar og við hefðu tekið viðræður við leiðtoga þingflokkanna. En nú er boltinn hjá sitjandi ríkisstjórn. „Nú er það í verkahring flokksformannanna að vega og meta stöðuna og sjá hvað gerist á næstu dögum og vikum en hér verður enginn hasar,“ segir Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands. Þannig að það verða engir leiðtogar boðaðir á Bessastaði í dag? „Engin þörf á því.“ En hvernig, og hvenær, verður þá þín aðkoma að þessu öllu saman? „Hún verður bara einfaldlega sú að ég eins og aðrir í þessu landi fylgjumst með framvindu mála og sitji þessi ríkisstjórn til dæmis áfram, þá gerir hún það.“ Tíðindi að ríkisstjórnin hafi haldið velli Guðni segir að fyrst og fremst sé íslenska þjóðin sigurvegari kosninganna. Það séu þó líka fleiri. „Konur eru í fyrsta sinn á alþingi Íslendinga í meirihluta. Það eru tíðindi líka miðað við skoðanakannannir að ríkisstjórnarflokkarnir þrír héldu sínum meirihluta og vel það.“ Það sé sanngjarnt að stimpla Framsóknarflokkinn sigurvegara kosninganna þegar litið er á niðurstöðurnar. „Þar að auki vann Flokkur fólksins sigur og það er sjálfsagt af minni hálfu að nefna það.“
Forseti Íslands Alþingiskosningar 2021 Tengdar fréttir Æsispennandi kosninganótt og 23 nýir þingmenn 23 nýliðar taka sæti á Alþingi samkvæmt lokatölum úr öllum kjördæmum. Brynjar Níelsson og Guðmundur Andri Thorsson eru dottnir út af þingi en Lenya Rún og Arndís Anna fara inn fyrir Pírata. 26. september 2021 11:30 Afglæpavæðingin og innflytjendur brenna á yngsta kjörna þingmanni sögunnar Óhætt er að segja að Lenya Rún Taha Karim, nýr þingmaður Pírata í Reykjavíkurkjördæmi norður, hafi verið steinhissa þegar í ljós kom að hún náði kjöri á Alþingi. Lenya Rún er 21 árs og brennur fyrir málefni útlendinga og innflytjenda. 26. september 2021 10:32 Konur í fyrsta sinn í meirihluta á þingi Konur eru nú í fyrsta sinn í sögunni í meirihluta á Alþingi Íslendinga. 33 konur voru kjörnar á þing í gær og 30 karlmaður. Í kosningunum 2017 voru 24 konur kjörnar á þing. Þetta er í fyrsta skipti í sögu Evrópu sem konur eru fleiri en karlar á lýðræðiskjörnu þingi. Svíar höfðu áður komist næst því með 47 prósenta hlut kvenna. 26. september 2021 10:19 Mest lesið Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Innlent Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Innlent Bað Pútín um að hlífa hermönnum sem enginn kannast við Erlent Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Innlent Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Innlent Fara fram á gæsluvarðhald yfir þeim fjórða Innlent Lúffar af ótta við enn meira niðurrif Trumps Erlent Egill Heiðar ráðinn Borgarleikhússtjóri Innlent Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Innlent Fleiri fréttir Stóraukið búðarhnupl, fjölgun í haldi og aldamótagoð í beinni Einn slasaðist þegar öryggi fór af hjá Norðuráli Reyndu að þvinga mann til að taka úr hraðbanka Sá fimmti fer fyrir dómara í kvöld Fagnar að stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd skoði byrlunarmálið Egill Heiðar ráðinn Borgarleikhússtjóri Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Vísa ummælum á bug og telja upp aðgerðir Fara fram á gæsluvarðhald yfir þeim fjórða Byggðajöfnunarmál að fækka sýslumönnum Lax slapp úr sjókví fyrir austan Segir samningsviljann hjá leikfélaginu engan „Geri ráð fyrir að þetta séu ummæli sem féllu í hita leiksins“ Býður út næstsíðasta áfanga vegagerðar í Gufudalssveit Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Hafi gert ýmislegt til að bæta stöðuna í Breiðholti Byrlunarmálið og ofbeldi í Breiðholti Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Almennt á móti rekstri spilakassa en tryggja þurfi fjármögnun Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Vill rannsóknarnefnd Alþingis vegna byrlunarmálsins „Ég er rasandi hissa á þessu“ Leit hætt í Borgarnesi og staðan metin með morgninum Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Lögregla bíður þess enn að geta farið til Dóminíska lýðveldisins „Stefnir í að árið í ár verði það versta á öldinni“ Björgunarsveitir við leit í Borgarnesi Vill hefja undirbúning næstu kjarasamninga strax Samfélagslögga flakkar á milli „heitra reita“ og eltir hópamyndun Sjá meira
Æsispennandi kosninganótt og 23 nýir þingmenn 23 nýliðar taka sæti á Alþingi samkvæmt lokatölum úr öllum kjördæmum. Brynjar Níelsson og Guðmundur Andri Thorsson eru dottnir út af þingi en Lenya Rún og Arndís Anna fara inn fyrir Pírata. 26. september 2021 11:30
Afglæpavæðingin og innflytjendur brenna á yngsta kjörna þingmanni sögunnar Óhætt er að segja að Lenya Rún Taha Karim, nýr þingmaður Pírata í Reykjavíkurkjördæmi norður, hafi verið steinhissa þegar í ljós kom að hún náði kjöri á Alþingi. Lenya Rún er 21 árs og brennur fyrir málefni útlendinga og innflytjenda. 26. september 2021 10:32
Konur í fyrsta sinn í meirihluta á þingi Konur eru nú í fyrsta sinn í sögunni í meirihluta á Alþingi Íslendinga. 33 konur voru kjörnar á þing í gær og 30 karlmaður. Í kosningunum 2017 voru 24 konur kjörnar á þing. Þetta er í fyrsta skipti í sögu Evrópu sem konur eru fleiri en karlar á lýðræðiskjörnu þingi. Svíar höfðu áður komist næst því með 47 prósenta hlut kvenna. 26. september 2021 10:19