Körfubolti

Góður fyrri hálfleikur dugði ekki til fyrir Martin og félaga

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Martin Hermannsson og félagar hans í Valencia unnu góðan sigur í spænsku úrvalsdeildinni í körfubolta í dag.
Martin Hermannsson og félagar hans í Valencia unnu góðan sigur í spænsku úrvalsdeildinni í körfubolta í dag. Mike Kireev/NurPhoto via Getty Images

Martin Hermansson og félagar hans í Valencia tóku á móti Murcia í spænsku úrvalsdeildinni í körfubolta í dag. Valencia tók forystuna snemma leiks en þurfti að sætta sig við fimm stiga tap, 91-86.

Murcia skoraði fyrstu tvö stig leiksins, en Valencia kom sér yfir strax í næstu sókn. Martin og félagar náðu mest átta stiga forskoti í fyrsta leikhluta og var staðan 20-15 að honum loknum.

Valencia átti frábæran annan leikhluta og skoruðu 16 stig gegn aðeins fjórum stigum gestanna í upphafi leikhlutans. Þegar að flautað var til hálfleiks var staðan 42-31 og Martin og félagar í góðum málum.

Gestirnir náðu að saxa vel á forskotið í þriðja leikhluta og þegar stutt var eftir af honum var munurinn kominn niður í aðeins tvö stig. Þegar komið var að lokaleikhlutanum var staðan 65-60, Valencia í vil.

Gestirnir í Murcia mættu ákveðnir til leiks í lokleikhlutann og náðu fljótlega forystunni. Þeir náðu mest níu stiga forskoti um miðjan leikhlutann, en Martin og félagar unnu sig aftur inn í leikinn og minnkuðu muninn aftur í tvö stig.

Murcia reyndist þó sterkari aðilinn á lokakaflanum og vann að lokum fimm stiga sigur, 91-86.

Martin og félagar hans í Valencia hafa nú tapað tveim af fyrstu þrem leikjum tímabilsins, en Murcia er með tvo sigra í sínum þrem leikjum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×