„Það er ekki mín pólitík og það er ekki pólitík Framsóknar“ Hólmfríður Gísladóttir skrifar 27. september 2021 08:23 Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins, á kjörstað. Vísir/Magnús Hlynur Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins, segir það hvorki sína pólitík né pólitík Framsóknarflokksins, að setja fram kröfur og hóta því að ganga frá borði ef þær eru ekki uppfylltar. Formaðurinn ræddi við þáttastjórnendur í Bítinu á Bylgunni í morgun, þar sem hann var ítrekað spurður að því hvort hann myndi gera kröfu um forsætisráðuneytið í ljósi þess að flokkurinn vann stórsigur í nýafstöðnum þingkosningum og bætti við sig fimm mönnum. Sigurður Ingi sagði ekkert launungarmál að fylgisaukning Framsóknarflokksins hefði gert það að verkum að ríkisstjórnin stæði á styrkum fótum. Þá hefðu menn áhrif með því að vera í forsvari fyrir ríkisstjórn og fara með „öflug“ ráðuneyti. Hann sagðist myndu standa við yfirlýsingar sem gefnar voru út í aðdraganda kosninganna um að byrja á því að reyna að ná saman við hina stjórnarflokkana. Þá byrjaði maður ekki á að panta eitthvað og hóta því að vera ekki með ef maður fengi sínu ekki framgengt. „Það er ekki mín pólitík og það er ekki pólitík Framsóknar,“ sagði hann. Sigurður Ingi sagðist hlakka til að hitta nýja og öflugan þingflokk í dag. „Og við kannski tökum samtalið,“ sagði hann. Ljóst væri að úti í samfélaginu og innan flokksins væru alls konar hugmyndir uppi og vissulega væri það eðlilegt að þeir sem hefðu staðið sig vel nytu þess. Aðspurður sagðist Sigurður Ingi ekki eiga von á því að viðræður stjórnarflokkanna tækju langan tíma; þeir hefðu unnið lengi saman og að ýmsum málum og vissu hvaða mál stæðu útaf. Óformleg samtöl hefðu átt sér stað og þau myndu líklega ræða eitthvað saman í dag og á morgun. Framsóknarflokkurinn Alþingiskosningar 2021 Bítið Mest lesið Vilja leggja réttarríkið til hliðar Erlent Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Innlent Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Innlent Hækka þurfi veiðigjald í skrefum Innlent Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Innlent Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Innlent Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Erlent Fleiri fréttir Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Sjá meira
Formaðurinn ræddi við þáttastjórnendur í Bítinu á Bylgunni í morgun, þar sem hann var ítrekað spurður að því hvort hann myndi gera kröfu um forsætisráðuneytið í ljósi þess að flokkurinn vann stórsigur í nýafstöðnum þingkosningum og bætti við sig fimm mönnum. Sigurður Ingi sagði ekkert launungarmál að fylgisaukning Framsóknarflokksins hefði gert það að verkum að ríkisstjórnin stæði á styrkum fótum. Þá hefðu menn áhrif með því að vera í forsvari fyrir ríkisstjórn og fara með „öflug“ ráðuneyti. Hann sagðist myndu standa við yfirlýsingar sem gefnar voru út í aðdraganda kosninganna um að byrja á því að reyna að ná saman við hina stjórnarflokkana. Þá byrjaði maður ekki á að panta eitthvað og hóta því að vera ekki með ef maður fengi sínu ekki framgengt. „Það er ekki mín pólitík og það er ekki pólitík Framsóknar,“ sagði hann. Sigurður Ingi sagðist hlakka til að hitta nýja og öflugan þingflokk í dag. „Og við kannski tökum samtalið,“ sagði hann. Ljóst væri að úti í samfélaginu og innan flokksins væru alls konar hugmyndir uppi og vissulega væri það eðlilegt að þeir sem hefðu staðið sig vel nytu þess. Aðspurður sagðist Sigurður Ingi ekki eiga von á því að viðræður stjórnarflokkanna tækju langan tíma; þeir hefðu unnið lengi saman og að ýmsum málum og vissu hvaða mál stæðu útaf. Óformleg samtöl hefðu átt sér stað og þau myndu líklega ræða eitthvað saman í dag og á morgun.
Framsóknarflokkurinn Alþingiskosningar 2021 Bítið Mest lesið Vilja leggja réttarríkið til hliðar Erlent Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Innlent Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Innlent Hækka þurfi veiðigjald í skrefum Innlent Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Innlent Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Innlent Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Erlent Fleiri fréttir Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Sjá meira