„Eins og skurðlæknir að störfum“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 29. september 2021 13:01 Aaron Rodgers fagnar í sigri Green Bay Packers á San Francisco 49ers á Levi's leikvanginum. Getty/Ezra Shaw Lokasóknin er vikulegur uppgjörsþáttur um NFL deildina og síðasta þætti var mikil ástæða til að ræða frammistöðu Aaron Rodgers eftir dramatískan sigur Green Bay Packers á San Francisco 49ers. Green Bay Packers fékk slæman skell í fyrsta leik og margir voru búnir að afskrifa það að Aaron Rodgers hefði einhvern alvöru áhuga á að spila fyrir Packers. Það hefur mikið gengið á í sambandi forráðamanna Green Bay og Rodgers en besti leikmaður síðasta tímabils leit mjög illa út í fyrsta leik. Hann hefur svarað gagnrýnisröddunum með tveimur flottum leikjum og tveimur sigrum í röð. Andri Ólafsson, Henry Birgir Gunnarsson og Eiríkur Stefán Ásgeirsson fóru yfir þriðju umferð NFL-deildarinnar í nýjustu Lokasókninni og ræddu framgöngu eins besta leikstjórnandans í sögu NFL „Gaman að sjá Aaron Rodgers þarna. Það var stemmning í þessu. Okkar maður er kominn aftur,“ sagði Andri Ólafsson. Klippa: Lokasóknin: Sigursókn í boði Aaron Rodgers „Menn voru að hafa verulegar áhyggjur af honum eftir fyrsta leikinn að þetta yrði eitthvað „tánk“ tímabil hjá honum,“ sagði Henry Birgir Gunnarsson. „Ég held að hann sé búinn að sýna okkur það að hann ætlar alveg að nenna þessu,“ sagði Henry Birgir. Lokasóknin sýndi myndskeið af Rodgers þegar hann beið eftir sparkinu sem tryggði Green Bay Packers sigurin og hvernig hann fagnaði því. „Ég held að það sé gaman að sjá þetta fyrir alla Packers aðdáendur. Ef einhver segir að Aaron Rodgers sé búinn að „tékka“ sig út,“ sagði Andri. „Þetta spark var að kóróna það sem enginn gerir betur en Aaron Rodgers. Þú ert skilinn eftir stigi undir með 37 sekúndur á klukkunni á eigin 25 jarda línu og þú kemur sparkaranum þínum í vallarmarksfæri,“ sagði Eiríkur Stefán Ásgeirsson. Þeir sýndu svo lokasóknin þar sem Rodgers átti tvö frábær köst á útherjann Davante Adams „Sjáum þessa sókn líka. Þetta er svo vel gert. Þeir áttu ekki leikhlé og náðu í hvorugt skiptið að koma sér út af vellinum til að stoppa klukkuna. Þeir ná að flytja alla sóknarlínuna upp, spæka boltanum og stoppa tímann. Þetta er eins og skurðlæknir að störfum,“ sagði Andri. Það má finna alla umfjöllun Lokasóknarinnar um Aaron Rodgers hér fyrir ofan. NFL Lokasóknin Mest lesið „Algjörlega niðurbrotinn eftir þetta tap“ Fótbolti Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Enski boltinn Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Enski boltinn „Galið og fáránlegt“ Íslenski boltinn Misstu Martin út en sneru leiknum og unnu Svía Körfubolti Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu Golf Uppgjörið: Bröndby - Víkingur 4-0 | Vont kvöld hjá Víkingi í Kaupmannahöfn Fótbolti Keflavík fær bandarískan framherja Körfubolti „Vorum líkari okkur sjálfum að þessu sinni“ Fótbolti ÍBV búið að tryggja sér sæti í Bestu deildinni Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Galið og fáránlegt“ Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Keflavík fær bandarískan framherja Misstu Martin út en sneru leiknum og unnu Svía ÍBV búið að tryggja sér sæti í Bestu deildinni „Vorum líkari okkur sjálfum að þessu sinni“ Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Breiðablik fer til San Marínó „Sama tilfinning og eftir tapið gegn Blikum“ Halldór: Gæðalítill leikur „Algjörlega niðurbrotinn eftir þetta tap“ Uppgjörið: Tindastóll - Þróttur | Misstu Mist af velli og fengu á sig jöfnunarmark Damir: Of mjúkir í fyrri hálfleik Uppgjörið: Bröndby - Víkingur 4-0 | Vont kvöld hjá Víkingi í Kaupmannahöfn Uppgjör: Breiðablik - Zrinjski 1-2 (2-3) | Blikar í umspil upp á sæti í Sambandsdeildinni Lærisveinar Freys á leið í umspil Elías hélt hreinu og fer í umspil Evrópudeildarinnar Xhaka gerður að fyrirliða tveimur vikum eftir að hann var keyptur Stuð á Víkingum í Kaupmannahöfn Sjáðu eitt af mörkum ársins og þrennu Jordyn Rhodes Sárt tap gegn Dönum á HM Enska augnablikið: Englar og djöflar Sjáðu varamennina bjarga PSG og vítakeppnina í Ofurbikarnum „Ætlum ekki að sprengja þetta í lausaloft“ Vonar að mótmælunum sé lokið fyrir slaginn við Víking Leoni færist nær Liverpool Bestu kylfingar landsins í einvígi á Sýn Sport í kvöld Halldór framlengir til ársins 2028 við Breiðablik Mikael Neville ósáttur við liðið sitt Tony Adams vill að Arsenal skipti um fyrirliða Sjá meira
Green Bay Packers fékk slæman skell í fyrsta leik og margir voru búnir að afskrifa það að Aaron Rodgers hefði einhvern alvöru áhuga á að spila fyrir Packers. Það hefur mikið gengið á í sambandi forráðamanna Green Bay og Rodgers en besti leikmaður síðasta tímabils leit mjög illa út í fyrsta leik. Hann hefur svarað gagnrýnisröddunum með tveimur flottum leikjum og tveimur sigrum í röð. Andri Ólafsson, Henry Birgir Gunnarsson og Eiríkur Stefán Ásgeirsson fóru yfir þriðju umferð NFL-deildarinnar í nýjustu Lokasókninni og ræddu framgöngu eins besta leikstjórnandans í sögu NFL „Gaman að sjá Aaron Rodgers þarna. Það var stemmning í þessu. Okkar maður er kominn aftur,“ sagði Andri Ólafsson. Klippa: Lokasóknin: Sigursókn í boði Aaron Rodgers „Menn voru að hafa verulegar áhyggjur af honum eftir fyrsta leikinn að þetta yrði eitthvað „tánk“ tímabil hjá honum,“ sagði Henry Birgir Gunnarsson. „Ég held að hann sé búinn að sýna okkur það að hann ætlar alveg að nenna þessu,“ sagði Henry Birgir. Lokasóknin sýndi myndskeið af Rodgers þegar hann beið eftir sparkinu sem tryggði Green Bay Packers sigurin og hvernig hann fagnaði því. „Ég held að það sé gaman að sjá þetta fyrir alla Packers aðdáendur. Ef einhver segir að Aaron Rodgers sé búinn að „tékka“ sig út,“ sagði Andri. „Þetta spark var að kóróna það sem enginn gerir betur en Aaron Rodgers. Þú ert skilinn eftir stigi undir með 37 sekúndur á klukkunni á eigin 25 jarda línu og þú kemur sparkaranum þínum í vallarmarksfæri,“ sagði Eiríkur Stefán Ásgeirsson. Þeir sýndu svo lokasóknin þar sem Rodgers átti tvö frábær köst á útherjann Davante Adams „Sjáum þessa sókn líka. Þetta er svo vel gert. Þeir áttu ekki leikhlé og náðu í hvorugt skiptið að koma sér út af vellinum til að stoppa klukkuna. Þeir ná að flytja alla sóknarlínuna upp, spæka boltanum og stoppa tímann. Þetta er eins og skurðlæknir að störfum,“ sagði Andri. Það má finna alla umfjöllun Lokasóknarinnar um Aaron Rodgers hér fyrir ofan.
NFL Lokasóknin Mest lesið „Algjörlega niðurbrotinn eftir þetta tap“ Fótbolti Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Enski boltinn Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Enski boltinn „Galið og fáránlegt“ Íslenski boltinn Misstu Martin út en sneru leiknum og unnu Svía Körfubolti Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu Golf Uppgjörið: Bröndby - Víkingur 4-0 | Vont kvöld hjá Víkingi í Kaupmannahöfn Fótbolti Keflavík fær bandarískan framherja Körfubolti „Vorum líkari okkur sjálfum að þessu sinni“ Fótbolti ÍBV búið að tryggja sér sæti í Bestu deildinni Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Galið og fáránlegt“ Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Keflavík fær bandarískan framherja Misstu Martin út en sneru leiknum og unnu Svía ÍBV búið að tryggja sér sæti í Bestu deildinni „Vorum líkari okkur sjálfum að þessu sinni“ Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Breiðablik fer til San Marínó „Sama tilfinning og eftir tapið gegn Blikum“ Halldór: Gæðalítill leikur „Algjörlega niðurbrotinn eftir þetta tap“ Uppgjörið: Tindastóll - Þróttur | Misstu Mist af velli og fengu á sig jöfnunarmark Damir: Of mjúkir í fyrri hálfleik Uppgjörið: Bröndby - Víkingur 4-0 | Vont kvöld hjá Víkingi í Kaupmannahöfn Uppgjör: Breiðablik - Zrinjski 1-2 (2-3) | Blikar í umspil upp á sæti í Sambandsdeildinni Lærisveinar Freys á leið í umspil Elías hélt hreinu og fer í umspil Evrópudeildarinnar Xhaka gerður að fyrirliða tveimur vikum eftir að hann var keyptur Stuð á Víkingum í Kaupmannahöfn Sjáðu eitt af mörkum ársins og þrennu Jordyn Rhodes Sárt tap gegn Dönum á HM Enska augnablikið: Englar og djöflar Sjáðu varamennina bjarga PSG og vítakeppnina í Ofurbikarnum „Ætlum ekki að sprengja þetta í lausaloft“ Vonar að mótmælunum sé lokið fyrir slaginn við Víking Leoni færist nær Liverpool Bestu kylfingar landsins í einvígi á Sýn Sport í kvöld Halldór framlengir til ársins 2028 við Breiðablik Mikael Neville ósáttur við liðið sitt Tony Adams vill að Arsenal skipti um fyrirliða Sjá meira