Málið strandi á skriffinsku, ekki vilja Birgir Olgeirsson skrifar 4. október 2021 19:01 Svæði Skotfélags Reykjavíkur í Álfsnesi Vísir/Egill Borgaryfirvöld vinna að því hörðum höndum að starfsemi Skotfélags Reykjavíkur geti haldið áfram í Álfsnesi. Starfsleyfið var óvænt fellt úr gildi í síðustu viku. Um 1.500 eru í Skotfélagi Reykjavíkur og um átta til tíu þúsund nýta skotsvæði félagsins á hverju ári. Nú er þessu hópur aðstöðulaus. Félagið hefur verið í Álfsnesi frá 2008 og fékk framlengingu á starfsleyfi í mars. Í síðustu viku barst bréf frá úrskurðarnefnd umhverfis og auðlindamála. Leyfi var fellt úr gildi því svæðið sé ekki skilgreint sem skotsvæði á skipulagi borgarinnar. „Meðan þetta er staðan gerist ekkert annað í Reykjavík en það að skotveiðimenn fara óæfðir til veiða og skotíþróttafólkið okkar missir aðstöðuna,“ segir Guðmundur Guðmundur Kr. Gíslason, framkvæmdastjóri Skotfélags Reykjavíkur.Vísir/Egill Borgarbúar sem stunda þetta sport þurfa því að leita til annarra sveitarfélaga og ekkert annað svæði virðist koma til greina undir þessa starfsemi. Þarna æfa lögreglumenn sig einnig, sem og þeir sem taka skotveiðipróf. Komið hefur verið til móts við hávaða og blýmengun eftir kvartanir frá nágranna, en nú virðist málið stranda á skriffinsku. Formaður borgarráðs segir að þverpólitískur vilji sé fyrir því að tryggja að starfsemi félagsins haldist í Álfsnesi. Koma þurfi inn ákvæðum um skotsvæði í Álfsnesi í aðalskipulagi og deiliskipulagi. „Ég myndi allavega vilja segja að það eru allir mjög viljugir til að láta alla þræði ganga upp. Bæði pólitíkin og borgarkerfið. En eðli málsins samkvæmt er þetta aldrei neinn sprettur,“ segir Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, formaður borgarráðs. Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, formaður borgarráðs.Vísir/Egill Þegar hún nefnir að málið geti ekki orðið sprettur, á hún við að breytingar á aðal- og deiliskipulagi geta tekið talsverðan tíma. Unnið sé að skammtímalausn og lausn til langs tíma. En er hægt að veita félaginu bráðabirgðaleyfi? „Því miður er þessi úrskurður mjög skýr. Það er ekki hægt að opna til bráðabirgða miðað við stöðuna núna en það er kannski hægt að finna aðrar bráðabirgðalausnir og við vinnum að því með skotfélögunum.“ Reykjavík Skotvopn Skipulag Borgarstjórn Deilur um skotsvæðið á Álfsnesi Mest lesið Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Erlent Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Innlent „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Erlent Þrír fundust látnir í Noregi Erlent Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Innlent Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Innlent Fordæma árás á sjúkraliða Erlent Fleiri fréttir Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Þremur vísað út af Landspítalanum Stemningin farin ári fyrir stjórnarslitin Arftaki 757-þotunnar ekki í boði frá Boeing Eina fjallamennskunámið leggst að óbreyttu af Taldi 150 holur á stuttum vegakafla á Suðurlandi „Það er voða hentugt að kenna okkur um þetta en við erum alsaklaus“ Ólögmæt gjaldtaka gæti kostað ríkið milljarða Bílar á víð og dreif hindruðu aðgengi slökkviliðsbíla Þungt yfir Bangkok og lögsókn vegna olíugjalda Endurreisn VG og njósnir á Íslandi Reyndi að stinga lögreglu af á torfæruhjóli Björguðu á þriðja tug af Eyjafjallajökli Ungir skátar sæmdir forsetamerkinu Ný gæðavottun stuðli ekki að mismunun Mikið líf og fjör á Íslandsleikunum á Selfossi Íslendingur á Grænlandi: „Það heyrist ekki múkk í neinum“ Hestar á vappi um Kórana Tilkynnt um ungmenni sem framdi rán og líkamsárás Spenna á Grænlandi og íslenskumiði í glugga leigubíla Bæjarstjórnin gagnrýnir skýrslu um hvernig eigi að byggja upp bæinn Roðsnakk frá 19 ára frumkvöðli slær í gegn Tímaspursmál hvenær Bandaríkin snúi sér að Íslandi Sjá meira
Um 1.500 eru í Skotfélagi Reykjavíkur og um átta til tíu þúsund nýta skotsvæði félagsins á hverju ári. Nú er þessu hópur aðstöðulaus. Félagið hefur verið í Álfsnesi frá 2008 og fékk framlengingu á starfsleyfi í mars. Í síðustu viku barst bréf frá úrskurðarnefnd umhverfis og auðlindamála. Leyfi var fellt úr gildi því svæðið sé ekki skilgreint sem skotsvæði á skipulagi borgarinnar. „Meðan þetta er staðan gerist ekkert annað í Reykjavík en það að skotveiðimenn fara óæfðir til veiða og skotíþróttafólkið okkar missir aðstöðuna,“ segir Guðmundur Guðmundur Kr. Gíslason, framkvæmdastjóri Skotfélags Reykjavíkur.Vísir/Egill Borgarbúar sem stunda þetta sport þurfa því að leita til annarra sveitarfélaga og ekkert annað svæði virðist koma til greina undir þessa starfsemi. Þarna æfa lögreglumenn sig einnig, sem og þeir sem taka skotveiðipróf. Komið hefur verið til móts við hávaða og blýmengun eftir kvartanir frá nágranna, en nú virðist málið stranda á skriffinsku. Formaður borgarráðs segir að þverpólitískur vilji sé fyrir því að tryggja að starfsemi félagsins haldist í Álfsnesi. Koma þurfi inn ákvæðum um skotsvæði í Álfsnesi í aðalskipulagi og deiliskipulagi. „Ég myndi allavega vilja segja að það eru allir mjög viljugir til að láta alla þræði ganga upp. Bæði pólitíkin og borgarkerfið. En eðli málsins samkvæmt er þetta aldrei neinn sprettur,“ segir Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, formaður borgarráðs. Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, formaður borgarráðs.Vísir/Egill Þegar hún nefnir að málið geti ekki orðið sprettur, á hún við að breytingar á aðal- og deiliskipulagi geta tekið talsverðan tíma. Unnið sé að skammtímalausn og lausn til langs tíma. En er hægt að veita félaginu bráðabirgðaleyfi? „Því miður er þessi úrskurður mjög skýr. Það er ekki hægt að opna til bráðabirgða miðað við stöðuna núna en það er kannski hægt að finna aðrar bráðabirgðalausnir og við vinnum að því með skotfélögunum.“
Reykjavík Skotvopn Skipulag Borgarstjórn Deilur um skotsvæðið á Álfsnesi Mest lesið Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Erlent Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Innlent „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Erlent Þrír fundust látnir í Noregi Erlent Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Innlent Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Innlent Fordæma árás á sjúkraliða Erlent Fleiri fréttir Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Þremur vísað út af Landspítalanum Stemningin farin ári fyrir stjórnarslitin Arftaki 757-þotunnar ekki í boði frá Boeing Eina fjallamennskunámið leggst að óbreyttu af Taldi 150 holur á stuttum vegakafla á Suðurlandi „Það er voða hentugt að kenna okkur um þetta en við erum alsaklaus“ Ólögmæt gjaldtaka gæti kostað ríkið milljarða Bílar á víð og dreif hindruðu aðgengi slökkviliðsbíla Þungt yfir Bangkok og lögsókn vegna olíugjalda Endurreisn VG og njósnir á Íslandi Reyndi að stinga lögreglu af á torfæruhjóli Björguðu á þriðja tug af Eyjafjallajökli Ungir skátar sæmdir forsetamerkinu Ný gæðavottun stuðli ekki að mismunun Mikið líf og fjör á Íslandsleikunum á Selfossi Íslendingur á Grænlandi: „Það heyrist ekki múkk í neinum“ Hestar á vappi um Kórana Tilkynnt um ungmenni sem framdi rán og líkamsárás Spenna á Grænlandi og íslenskumiði í glugga leigubíla Bæjarstjórnin gagnrýnir skýrslu um hvernig eigi að byggja upp bæinn Roðsnakk frá 19 ára frumkvöðli slær í gegn Tímaspursmál hvenær Bandaríkin snúi sér að Íslandi Sjá meira