Pólverji í átján ára útlegð frá Íslandi Viktor Örn Ásgeirsson skrifar 9. október 2021 12:19 Hvalfjarðargangamálið vakti mikla athygli á síðasta ári. Sex voru dæmd í fangelsi fyrir aðild sína að málinu. Vísir/Jóhann K. Pólskum manni hefur verið meinuð endurkoma til Íslands næstu átján ár. Kærunefnd útlendingamála staðfesti ákvörðun Útlendingastofnunar þess efnis nýverið. Maðurinn hafði áður verið dæmdur í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir aðild sína að Hvalfjarðargangamálinu. Umræddur dómur Landsréttar féll fyrr á þessu ári í Hvalfjarðargangamálinu svokallaða. Þar var maðurinn ákærður fyrir stórfellt fíkniefnabrot eftir umfangsmikla amfetamínframleiðslu. Við handtöku var hann einnig með kannabis í vörslum sínum ásamt töluverðu magni af amfetamíni. Við húsleit á dvalarstað mannsins fundust jafnframt úðavopn og rafbyssur. Eftir dóm Landsréttar barst manninum bréf frá Útlendingastofnun að það stæði mögulega til að vísa honum úr landi. Þá væri einnig til skoðunar mögulegt endurkomubann vegna brotaferils mannsins. Eftir umfjöllun Útlendingastofnunar var tekin ákvörðun um að brottvísa manninum og var endurkomubann ákvarðað í 18 ár. Þetta kemur fram í úrskurði Kærunefndar útlendingamála. Hefur áður verið vísað úr landi Maðurinn hefur fjórum sinnum hlotið dóm fyrir brot á lögum hér á landi . Þá hefur hann einnig verið dæmdur í þriggja ára fangelsi í Póllandi fyrir skipulagða brotastarfsemi. Manninum hefur áður verið vísað úr landi en honum var gert að sæta þriggja ára endurkomubanni árið 2010. Í umsögn lögreglu er vísað til fyrri brota mannsins á Íslandi. Mat lögreglu er það að hann teljist líklegur til að halda áfram afbrotahegðun eftir afplánun dómsins. Af þessu steðji ógn við allsherjarreglu samfélagsins og telur lögregla að nauðsynlegt sé að vísa manninum úr landi til að koma í veg fyrir áframhaldandi afbrotahegðun. Íslensk dóttir búsett í Noregi Maðurinn á íslenska dóttur sem búsett er í Noregi en móðir barnsins er íslenskur ríkisborgari. Í úrskurðinum kemur einnig fram að maðurinn hafi fengið vinnu hjá málningarþjónustu og hann eigi marga vini hér á landi. Maðurinn telur því að brottvísun yrði ósanngjörn; bæði gagnvart honum og nánustu aðstandenum. Kærunefnd útlendingamála bendir á að endurkomubannið vari aðeins á Íslandi. Honum sé því ekkert til fyrirstöðu að heimsækja dóttur sína í Noregi. Þá segir í niðurstöðum kærunefndarinnar að heimilt sé að fella endurkomubannið úr gildi ef sérstakar ástæður mæla með því. Maðurinn geti þá einnig sótt um heimild til stuttrar heimsóknar til Íslands ef sérstaklega stendur á. Lögreglumál Dómsmál Hvalfjarðargöng Tengdar fréttir Þungir dómar í Hvalfjarðargangamálinu Jaroslava Davidsson, ekkja Ásgeirs Davíðssonar - Geira á Goldfinger, hefur verið dæmd í þriggja ára fangelsi fyrir aðild sína að Hvalfjarðargangamálinu svokallaða. Fimm aðrir sakborningar í málinu fá þriggja til fjögurra ára fangelsisdóma. 8. júlí 2020 10:12 Aceton-leit í Bauhaus styrkti grun um fíkniefnaframleiðslu Lögreglu hafði áður borist upplýsingar um að eitt þeirra væri að undirbúa framleiðslu sterkra fíkniefna og hafði verið gripið til þeirra ráða að hlusta síma annars þeirra. 8. júlí 2020 15:47 Mest lesið Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Fleiri fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Sjá meira
Umræddur dómur Landsréttar féll fyrr á þessu ári í Hvalfjarðargangamálinu svokallaða. Þar var maðurinn ákærður fyrir stórfellt fíkniefnabrot eftir umfangsmikla amfetamínframleiðslu. Við handtöku var hann einnig með kannabis í vörslum sínum ásamt töluverðu magni af amfetamíni. Við húsleit á dvalarstað mannsins fundust jafnframt úðavopn og rafbyssur. Eftir dóm Landsréttar barst manninum bréf frá Útlendingastofnun að það stæði mögulega til að vísa honum úr landi. Þá væri einnig til skoðunar mögulegt endurkomubann vegna brotaferils mannsins. Eftir umfjöllun Útlendingastofnunar var tekin ákvörðun um að brottvísa manninum og var endurkomubann ákvarðað í 18 ár. Þetta kemur fram í úrskurði Kærunefndar útlendingamála. Hefur áður verið vísað úr landi Maðurinn hefur fjórum sinnum hlotið dóm fyrir brot á lögum hér á landi . Þá hefur hann einnig verið dæmdur í þriggja ára fangelsi í Póllandi fyrir skipulagða brotastarfsemi. Manninum hefur áður verið vísað úr landi en honum var gert að sæta þriggja ára endurkomubanni árið 2010. Í umsögn lögreglu er vísað til fyrri brota mannsins á Íslandi. Mat lögreglu er það að hann teljist líklegur til að halda áfram afbrotahegðun eftir afplánun dómsins. Af þessu steðji ógn við allsherjarreglu samfélagsins og telur lögregla að nauðsynlegt sé að vísa manninum úr landi til að koma í veg fyrir áframhaldandi afbrotahegðun. Íslensk dóttir búsett í Noregi Maðurinn á íslenska dóttur sem búsett er í Noregi en móðir barnsins er íslenskur ríkisborgari. Í úrskurðinum kemur einnig fram að maðurinn hafi fengið vinnu hjá málningarþjónustu og hann eigi marga vini hér á landi. Maðurinn telur því að brottvísun yrði ósanngjörn; bæði gagnvart honum og nánustu aðstandenum. Kærunefnd útlendingamála bendir á að endurkomubannið vari aðeins á Íslandi. Honum sé því ekkert til fyrirstöðu að heimsækja dóttur sína í Noregi. Þá segir í niðurstöðum kærunefndarinnar að heimilt sé að fella endurkomubannið úr gildi ef sérstakar ástæður mæla með því. Maðurinn geti þá einnig sótt um heimild til stuttrar heimsóknar til Íslands ef sérstaklega stendur á.
Lögreglumál Dómsmál Hvalfjarðargöng Tengdar fréttir Þungir dómar í Hvalfjarðargangamálinu Jaroslava Davidsson, ekkja Ásgeirs Davíðssonar - Geira á Goldfinger, hefur verið dæmd í þriggja ára fangelsi fyrir aðild sína að Hvalfjarðargangamálinu svokallaða. Fimm aðrir sakborningar í málinu fá þriggja til fjögurra ára fangelsisdóma. 8. júlí 2020 10:12 Aceton-leit í Bauhaus styrkti grun um fíkniefnaframleiðslu Lögreglu hafði áður borist upplýsingar um að eitt þeirra væri að undirbúa framleiðslu sterkra fíkniefna og hafði verið gripið til þeirra ráða að hlusta síma annars þeirra. 8. júlí 2020 15:47 Mest lesið Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Fleiri fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Sjá meira
Þungir dómar í Hvalfjarðargangamálinu Jaroslava Davidsson, ekkja Ásgeirs Davíðssonar - Geira á Goldfinger, hefur verið dæmd í þriggja ára fangelsi fyrir aðild sína að Hvalfjarðargangamálinu svokallaða. Fimm aðrir sakborningar í málinu fá þriggja til fjögurra ára fangelsisdóma. 8. júlí 2020 10:12
Aceton-leit í Bauhaus styrkti grun um fíkniefnaframleiðslu Lögreglu hafði áður borist upplýsingar um að eitt þeirra væri að undirbúa framleiðslu sterkra fíkniefna og hafði verið gripið til þeirra ráða að hlusta síma annars þeirra. 8. júlí 2020 15:47