Telur mögulegt að mæðgurnar hafi sett leikþátt á svið Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 11. október 2021 11:20 Jón Baldvin Hannibalsson, er fyrrverandi ráðherra og sendiherra Íslands. vísir/vilhelm Jón Baldvin Hannibalsson, fyrrverandi ráðherra og þingmaður, neitar sök í máli héraðssaksóknara gegn sér þar sem hann er sakaður um að hafa strokið rassi Carmenar Jóhannsdóttur í matarboði á heimili hans á Spáni í júní 2018. Hann telur að Carmen og Laufey Ósk, móðir hennar, hafi mögulega komið í heimsókn til sín gagngert til að setja atvikið á svið og saka hann um kynferðisofbeldi. Þetta kom fram í máli Jóns Baldvins fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. Þar var Jón spurður hvers vegna hann teldi að mæðgurnar sökuðu hann um athæfið ef ekkert væri til í ásökunum þeirra. Hann velti þá upp tveimur skýringum sem hann taldi mögulegar; annars vegar að þeim hafi ekki verið sjálfrátt vegna ölvunar og hins vegar að málið hafi verið undirbúið af þeim fyrir fram og þær komið í heimsókn til þess að setja atvikið á svið. „Ég átta mig á að einhverjum kunni að þykja það ótrúleg skýring,“ sagði Jón Baldvin um seini kenningu sína áður en hann rak svo nokkrar vísbendingar í málinu sem hann taldi benda þó benda til þessa. Sagðist hafa séð hann káfa á rassi dóttur sinnar Atvikið á að hafa átt sér stað þann 16. júní 2018 á heimili Jóns Baldvins og eiginkonu hans Bryndísar Schram í Grananda á Spáni. Mæðgurnar voru komnar í heimsókn ásamt yngri systur Carmenar yfir helgina en þær eru búsettar annars staðar á Spáni. Að sögn Carmenar og Laufeyjar káfaði Jón Baldvin á rassi hennar utanklæða við borðhaldið þegar Carmen hafði staðið upp til að skenkja víni í glös viðstaddra. Carmen JóhannsdóttirMynd/Raul Baldera Hún hafi síðan sest aftur niður, í áfalli að eigin sögn, en það var þá móðir hennar sem sagði Jóni Baldvini að biðja hana afsökunar. Hann hafi spurt á hverju og hún þá sagt að hún hafi séð hann káfa á rassi dóttur sinnar. Að sögn Jóns Baldvins spratt Laufey á fætur fyrirvaralaust þegar um mínúta var liðin af borðhaldinu og farið fram með ásakanirnar: „Við þetta leystist borðhaldið upp. Við áttum ekki von á þessu. Þetta kom eins og þruma úr heiðskíru lofti,“ sagði Jón. „Ég hélt nú ró minni þrátt fyrir allt, þó ég væri nú furðu lostinn.“ Í beinu framhaldi af fræknu jafntefli gegn Argentínu Hann rak síðan sínar tilgátur um ástæður fyrir ásökunum mæðgnanna. Fyrst nefndi hann það að „Að Laufeyju hafi ekki verið sjálfrátt því þetta er henni ekki líkt.“ Þau hafi öll verið að horfa á frægan landsleik Íslands við Argentínu á heimsmeistaramóti karla í knattspyrnu og þar hafi hann sjálfur fengið sér tvo bjóra en þær mæðgur drukkið sterkt vín. Hann segir að Laufey hafi þá fyrr um daginn sagst ekki mega fá sér bjór því hún væri á sterkum lyfjum. Jón Baldvin, Carmen og fleiri horfðu saman á viðureign Íslands og Argentínu á HM 2018. Þar varði Hannes Þór Halldórsson víti frá Lionel Messi eins og frægt er orðið. Lauk leiknum með sögufrægu jafntefli, 1-1.Vísir/vilhelm „Nú, önnur skýring sem er kannski veigameiri. Af hverju voru þær komnar þarna? Var þetta kannski ekki vinaheimsókn heldur voru þær að koma af ásettu ráði til að setja þetta á svið?“ sagði hann síðan. Carmen færi fyrir Facebook-hópi Hann nefndi þá að lögmaður sinn hefði komist að því að Carmen færi fyrir Facebook-hópi þeirra kvenna sem sökuðu Jón Baldvin um kynferðisofbeldi en samband var á milli þeirra Laufeyjar og dóttur Jóns Baldvins, Aldísar Schram, sem var á þessum tíma tiltölulega nýbúin að stíga fram og saka föður sinn um kynferðisofbeldi gegn sér. Jón Baldvin telur að þarna hafi það gagnast þeim konum að geta vísað í nýrra mál gegn sér en þau sem væru orðin fyrnd. Þá telur hann að mæðgurnar hafi verið grunsamlega fljótar að hverfa brott af heimili þeirra eftir atvikið með allan sinn farangur og hund eins og þær hafi verið búnar að pakka saman dóti sínu fyrir kvöldið. „Allar þessar vísbendingar benda til þess að það er ekki eins fráleitt og maður skildi ætla að þetta hafi verið undirbúið til að fá fram þessa niðurstöðu,“ sagði Jón Baldvin fyrir rétti í dag. Mál Jóns Baldvins Hannibalssonar Dómsmál Kynferðisofbeldi Mest lesið Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Útsending komin í lag Innlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Fleiri fréttir Hugsa þurfi með gagnrýnum hætti um fólksfjölgun síðustu ára Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Sjá meira
Þetta kom fram í máli Jóns Baldvins fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. Þar var Jón spurður hvers vegna hann teldi að mæðgurnar sökuðu hann um athæfið ef ekkert væri til í ásökunum þeirra. Hann velti þá upp tveimur skýringum sem hann taldi mögulegar; annars vegar að þeim hafi ekki verið sjálfrátt vegna ölvunar og hins vegar að málið hafi verið undirbúið af þeim fyrir fram og þær komið í heimsókn til þess að setja atvikið á svið. „Ég átta mig á að einhverjum kunni að þykja það ótrúleg skýring,“ sagði Jón Baldvin um seini kenningu sína áður en hann rak svo nokkrar vísbendingar í málinu sem hann taldi benda þó benda til þessa. Sagðist hafa séð hann káfa á rassi dóttur sinnar Atvikið á að hafa átt sér stað þann 16. júní 2018 á heimili Jóns Baldvins og eiginkonu hans Bryndísar Schram í Grananda á Spáni. Mæðgurnar voru komnar í heimsókn ásamt yngri systur Carmenar yfir helgina en þær eru búsettar annars staðar á Spáni. Að sögn Carmenar og Laufeyjar káfaði Jón Baldvin á rassi hennar utanklæða við borðhaldið þegar Carmen hafði staðið upp til að skenkja víni í glös viðstaddra. Carmen JóhannsdóttirMynd/Raul Baldera Hún hafi síðan sest aftur niður, í áfalli að eigin sögn, en það var þá móðir hennar sem sagði Jóni Baldvini að biðja hana afsökunar. Hann hafi spurt á hverju og hún þá sagt að hún hafi séð hann káfa á rassi dóttur sinnar. Að sögn Jóns Baldvins spratt Laufey á fætur fyrirvaralaust þegar um mínúta var liðin af borðhaldinu og farið fram með ásakanirnar: „Við þetta leystist borðhaldið upp. Við áttum ekki von á þessu. Þetta kom eins og þruma úr heiðskíru lofti,“ sagði Jón. „Ég hélt nú ró minni þrátt fyrir allt, þó ég væri nú furðu lostinn.“ Í beinu framhaldi af fræknu jafntefli gegn Argentínu Hann rak síðan sínar tilgátur um ástæður fyrir ásökunum mæðgnanna. Fyrst nefndi hann það að „Að Laufeyju hafi ekki verið sjálfrátt því þetta er henni ekki líkt.“ Þau hafi öll verið að horfa á frægan landsleik Íslands við Argentínu á heimsmeistaramóti karla í knattspyrnu og þar hafi hann sjálfur fengið sér tvo bjóra en þær mæðgur drukkið sterkt vín. Hann segir að Laufey hafi þá fyrr um daginn sagst ekki mega fá sér bjór því hún væri á sterkum lyfjum. Jón Baldvin, Carmen og fleiri horfðu saman á viðureign Íslands og Argentínu á HM 2018. Þar varði Hannes Þór Halldórsson víti frá Lionel Messi eins og frægt er orðið. Lauk leiknum með sögufrægu jafntefli, 1-1.Vísir/vilhelm „Nú, önnur skýring sem er kannski veigameiri. Af hverju voru þær komnar þarna? Var þetta kannski ekki vinaheimsókn heldur voru þær að koma af ásettu ráði til að setja þetta á svið?“ sagði hann síðan. Carmen færi fyrir Facebook-hópi Hann nefndi þá að lögmaður sinn hefði komist að því að Carmen færi fyrir Facebook-hópi þeirra kvenna sem sökuðu Jón Baldvin um kynferðisofbeldi en samband var á milli þeirra Laufeyjar og dóttur Jóns Baldvins, Aldísar Schram, sem var á þessum tíma tiltölulega nýbúin að stíga fram og saka föður sinn um kynferðisofbeldi gegn sér. Jón Baldvin telur að þarna hafi það gagnast þeim konum að geta vísað í nýrra mál gegn sér en þau sem væru orðin fyrnd. Þá telur hann að mæðgurnar hafi verið grunsamlega fljótar að hverfa brott af heimili þeirra eftir atvikið með allan sinn farangur og hund eins og þær hafi verið búnar að pakka saman dóti sínu fyrir kvöldið. „Allar þessar vísbendingar benda til þess að það er ekki eins fráleitt og maður skildi ætla að þetta hafi verið undirbúið til að fá fram þessa niðurstöðu,“ sagði Jón Baldvin fyrir rétti í dag.
Mál Jóns Baldvins Hannibalssonar Dómsmál Kynferðisofbeldi Mest lesið Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Útsending komin í lag Innlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Fleiri fréttir Hugsa þurfi með gagnrýnum hætti um fólksfjölgun síðustu ára Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Sjá meira