Hlaut lífstíðardóm fyrir að nota eiturslöngur til að myrða eiginkonu sína Þorgils Jónsson skrifar 14. október 2021 17:21 Maðurinn sem um ræðir sigaði tveimur eiturslöngum á konu sina, þar á meðal kóbraslöngu eins og sést hér á myndinni. Maður frá Keralaríki í suðurhluta Indlands var fyrr í vikunni dæmdur í tvöfalt lífstíðarfangelsi fyrir að myrða eiginkonu sína á síðasta ári með því að siga á hana eiturslöngum. Í frétt á vef Al Jazeera segir að umræddur maður, sem heitir Sooraj Kumar og er 28 ára gamall, hafi fyrst sigað höggormi á konu sína, Uthra, og var hún í tvo mánuði á sjúkrahúsi að jafna sig eftir eiturbitið. Hún dvaldi svo á heimili foreldra sinna þar sem hún safnaði kröftum, en Kumar kastaði á hana kóbraslöngu þar sem hún svaf og lést hún af völdum bitsins í maí á síðasta ári. Kumar var handtekinn á heimili sínu eftir ábendingar frá foreldrum hinnar látnu. Hann neitaði sök, en símagögn leiddu í ljós að hann hafði verið í sambandi við slönguhöndlara og hafði einnig horft á myndbönd um slöngur áður en Uthra var myrt. Sýnt þótti að Kumar staldraði við í herbergi konunnar eftir kóbraslöngubitið og kippti sér ekkert upp við það þegar tengdamóðir hans kallaði á hjálp. Að sögn slönguhöndlara var mögulegt að Kumar hafi meitt slönguna til þess að fá hana til að bíta konu hans þar sem hún svaf. Uthra var komin af efnafólki en eiginmaður hennar var í fjárkröggum. Hann hafði að sögn verið að þrýsta á um að hún kæmi með meiri fjármuni inn í hjónabandið og reyndi auk þess að sölsa undir sig eignir hennar að henni látinni. Að sögn indverskra fréttamiðla voru ættingjar Kumars ákærðir fyrir samsæri, en gull í eigu hinnar látnu fannst grafið nálægt heimili hans. Talsverð umræða hefur verið í Indlandi síðustu misseri um notkun eiturslangna í þeim tilgangi að drepa fólk, en erfitt þykir að sýna fram á ásetning í slíkum málum. Meðal annars hafa tveir einstaklingar verið sýknaðir í álíka málum á síðustu árum. Indland Dýr Mest lesið Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Erlent Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Innlent „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Innlent Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre Erlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Innlent Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Innlent Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Erlent Fleiri fréttir Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre „Samlokumaðurinn“ sýknaður Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Segjast hafa fundið vopn frá Hamas fyrir hryðjuverk í Evrópu Rannsaka hakakrossa sem voru málaðir með blóði úr manni Pútín sagður beina kúgunartækjum sínum að eigin stuðningsmönnum Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Belgar kalla saman þjóðaröryggisráð vegna drónaflugs við flugvelli Tala látinna hækkar á Filippseyjum Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Tortryggnir í garð tolla Trumps Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Hver er Zohran Mamdani og hvað vill hann? Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Evrópuríki ná saman um verulega útþynnt loftslagsmarkmið Stofnar Facebook hóp fyrir hatur gegn sjálfum sér Sjö látnir eftir flugslysið í Kentucky Tugir látnir eftir fellibyl á Filippseyjum „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Féll til jarðar rétt eftir flugtak Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Náðu myndum af háhyrningum að velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Fer fram og til baka með SNAP Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Sjá meira
Í frétt á vef Al Jazeera segir að umræddur maður, sem heitir Sooraj Kumar og er 28 ára gamall, hafi fyrst sigað höggormi á konu sína, Uthra, og var hún í tvo mánuði á sjúkrahúsi að jafna sig eftir eiturbitið. Hún dvaldi svo á heimili foreldra sinna þar sem hún safnaði kröftum, en Kumar kastaði á hana kóbraslöngu þar sem hún svaf og lést hún af völdum bitsins í maí á síðasta ári. Kumar var handtekinn á heimili sínu eftir ábendingar frá foreldrum hinnar látnu. Hann neitaði sök, en símagögn leiddu í ljós að hann hafði verið í sambandi við slönguhöndlara og hafði einnig horft á myndbönd um slöngur áður en Uthra var myrt. Sýnt þótti að Kumar staldraði við í herbergi konunnar eftir kóbraslöngubitið og kippti sér ekkert upp við það þegar tengdamóðir hans kallaði á hjálp. Að sögn slönguhöndlara var mögulegt að Kumar hafi meitt slönguna til þess að fá hana til að bíta konu hans þar sem hún svaf. Uthra var komin af efnafólki en eiginmaður hennar var í fjárkröggum. Hann hafði að sögn verið að þrýsta á um að hún kæmi með meiri fjármuni inn í hjónabandið og reyndi auk þess að sölsa undir sig eignir hennar að henni látinni. Að sögn indverskra fréttamiðla voru ættingjar Kumars ákærðir fyrir samsæri, en gull í eigu hinnar látnu fannst grafið nálægt heimili hans. Talsverð umræða hefur verið í Indlandi síðustu misseri um notkun eiturslangna í þeim tilgangi að drepa fólk, en erfitt þykir að sýna fram á ásetning í slíkum málum. Meðal annars hafa tveir einstaklingar verið sýknaðir í álíka málum á síðustu árum.
Indland Dýr Mest lesið Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Erlent Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Innlent „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Innlent Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre Erlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Innlent Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Innlent Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Erlent Fleiri fréttir Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre „Samlokumaðurinn“ sýknaður Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Segjast hafa fundið vopn frá Hamas fyrir hryðjuverk í Evrópu Rannsaka hakakrossa sem voru málaðir með blóði úr manni Pútín sagður beina kúgunartækjum sínum að eigin stuðningsmönnum Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Belgar kalla saman þjóðaröryggisráð vegna drónaflugs við flugvelli Tala látinna hækkar á Filippseyjum Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Tortryggnir í garð tolla Trumps Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Hver er Zohran Mamdani og hvað vill hann? Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Evrópuríki ná saman um verulega útþynnt loftslagsmarkmið Stofnar Facebook hóp fyrir hatur gegn sjálfum sér Sjö látnir eftir flugslysið í Kentucky Tugir látnir eftir fellibyl á Filippseyjum „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Féll til jarðar rétt eftir flugtak Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Náðu myndum af háhyrningum að velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Fer fram og til baka með SNAP Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Sjá meira