Hrökk upp við að loftsteinn lenti í rúminu Samúel Karl Ólason skrifar 15. október 2021 13:46 Eldhnöttur sást yfir Kanada nóttina sem loftsteinn fór í gegnum þak Ruth Hamilton og lenti í rúmi hennar. Myndin tengist fréttinni ekki beint. Getty Kanadísk kona slapp með skrekkinn þegar loftsteinn hrapaði í gegnum þakið á húsi hennar og lenti í rúminu við hliðina á henni. Ruth Hamilton vaknaði með látum á heimili hennar í Bresku Kólumbíu fyrr í mánuðinum en hún hélt fyrst að tré hefði fallið á húsið. Hamilton hringdi í neyðarlínuna eftir að hún sá gatið á þakinu og á meðan hún talaði við starfsmann neyðarlínunnar tók hún eftir svörtum hlut á milli kodda hennar. Fyrst hélt Hamilton og lögregluþjónn sem mætti til hennar að steinninn hefði borist frá nærliggjandi framkvæmdum en þar á bæ sögðust menn ekkert hafa verið að sprengja. Hins vegar bentu þeir á að sprenging hefði sést á himni yfir svæðinu. Þá áttuðu þau sig á því að steinninn hefði líklegast fallið af himnum ofan. Það var svo staðfest af vísindamönnum. Í samtali við Vancouver Sun sagðist Hamilton hafa verið í áfalli. Líkurnar á atviki sem þessu væru gífurlega litlar og hún væri þakklát fyrir að hafa ekki dáið eða slasast. Steinninn er um 1,2 kíló að þyngd og á stærð við hnefa. Fjölmargir loftsteinar lenda á jörðinni á degi hverjum. Íbúar Golden, sem er bær í hundraða kílómetra fjarlægð frá heimili Hamilton, vöknuðu við háværar sprengingar sömu nótt og loftsteinninn lendi í rúminu. Þá sást eldhnöttur á himnum og er talið líklegt að loftsteinninn sem um ræðir hafi komið þaðan. New York Times segir loftsteina hafa lent á húsum áður og í görðum. Sérfræðingur segir það þó gífurlega ólíklegt. Það séu um það bil einn á móti 100 milljörðum að loftsteinn lendi á húsi og í rúmi einhvers. Annar loftsteinn sem talinn er vera úr sama stærri grjóti og steinninn sem lenti í rúmi Hamilton fannst á akri skammt frá heimili hennar. Hamilton segist ætla að eiga loftsteininn. Hér má sjá sjónvarpsfrétt CBS um loftsteininn og meðal annars nokkrar myndir úr svefnherbergi Hamilton. Kanada Geimurinn Mest lesið Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Erlent Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Innlent Veðurviðvaranir og vegalokanir Innlent Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Innlent Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Innlent Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Innlent Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Innlent Fleiri fréttir Þrír látnir eftir loftárás Rússa Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Samþykktu vopnahlé en framtíðin óljós Innsetningarathöfnin verður innandyra í fyrsta sinn í fjörutíu ár Hæstiréttur veitir TikTok banninu blessun sína Ríkisstjórnin fundar um vopnahlé Deilur á þingi gætu komið niður á áherslum Trumps Styrkur gróðurhúsalofttegunda aldrei aukist eins hratt Andstaða gegn banni við hjónaböndum systkinabarna Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Imran Khan í fjórtán ára fangelsi Ræddu í 45 mínútur um Grænland og dönsk fyrirtæki Hindranir úr vegi og vopnahlé yfirvofandi Segir samkomulagið standast og vopnahléið hefjist á sunnudag Fyrrverandi forsætisráðherra Finna fer fram á nálgunarbann Her Súdan í sókn gegn RSF og hermenn sakaðir um ódæði Hótar hörðum viðbrögðum hafi Rússar tekið Ástrala af lífi Rak formann mikilvægrar nefndar að beiðni Trumps Betri aðstæður næstu daga: Rúmlega tólf þúsund byggingar hafa brunnið Ný eldflaug Bezos náði á sporbraut í fyrstu tilraun Deila um ákvæði um fangaskipti Ráðleggja blóðtöku fyrir íbúa Jersey Áhrifavaldur ákærður fyrir að eitra fyrir barni sínu fyrir athygli Forsætisráðherrann fyrirskipar rannsókn á umdeildri auglýsingu Biden varar við fáveldi í Bandaríkjunum Hamas og Ísrael komast að samkomulagi um vopnahlé Sakar Rússa um skipulagningu hryðjuverka Óttast áhrif orðræðu Trumps á fjárfesta Mál horfinna systra skekur Skotland Sjá meira
Hamilton hringdi í neyðarlínuna eftir að hún sá gatið á þakinu og á meðan hún talaði við starfsmann neyðarlínunnar tók hún eftir svörtum hlut á milli kodda hennar. Fyrst hélt Hamilton og lögregluþjónn sem mætti til hennar að steinninn hefði borist frá nærliggjandi framkvæmdum en þar á bæ sögðust menn ekkert hafa verið að sprengja. Hins vegar bentu þeir á að sprenging hefði sést á himni yfir svæðinu. Þá áttuðu þau sig á því að steinninn hefði líklegast fallið af himnum ofan. Það var svo staðfest af vísindamönnum. Í samtali við Vancouver Sun sagðist Hamilton hafa verið í áfalli. Líkurnar á atviki sem þessu væru gífurlega litlar og hún væri þakklát fyrir að hafa ekki dáið eða slasast. Steinninn er um 1,2 kíló að þyngd og á stærð við hnefa. Fjölmargir loftsteinar lenda á jörðinni á degi hverjum. Íbúar Golden, sem er bær í hundraða kílómetra fjarlægð frá heimili Hamilton, vöknuðu við háværar sprengingar sömu nótt og loftsteinninn lendi í rúminu. Þá sást eldhnöttur á himnum og er talið líklegt að loftsteinninn sem um ræðir hafi komið þaðan. New York Times segir loftsteina hafa lent á húsum áður og í görðum. Sérfræðingur segir það þó gífurlega ólíklegt. Það séu um það bil einn á móti 100 milljörðum að loftsteinn lendi á húsi og í rúmi einhvers. Annar loftsteinn sem talinn er vera úr sama stærri grjóti og steinninn sem lenti í rúmi Hamilton fannst á akri skammt frá heimili hennar. Hamilton segist ætla að eiga loftsteininn. Hér má sjá sjónvarpsfrétt CBS um loftsteininn og meðal annars nokkrar myndir úr svefnherbergi Hamilton.
Kanada Geimurinn Mest lesið Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Erlent Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Innlent Veðurviðvaranir og vegalokanir Innlent Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Innlent Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Innlent Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Innlent Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Innlent Fleiri fréttir Þrír látnir eftir loftárás Rússa Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Samþykktu vopnahlé en framtíðin óljós Innsetningarathöfnin verður innandyra í fyrsta sinn í fjörutíu ár Hæstiréttur veitir TikTok banninu blessun sína Ríkisstjórnin fundar um vopnahlé Deilur á þingi gætu komið niður á áherslum Trumps Styrkur gróðurhúsalofttegunda aldrei aukist eins hratt Andstaða gegn banni við hjónaböndum systkinabarna Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Imran Khan í fjórtán ára fangelsi Ræddu í 45 mínútur um Grænland og dönsk fyrirtæki Hindranir úr vegi og vopnahlé yfirvofandi Segir samkomulagið standast og vopnahléið hefjist á sunnudag Fyrrverandi forsætisráðherra Finna fer fram á nálgunarbann Her Súdan í sókn gegn RSF og hermenn sakaðir um ódæði Hótar hörðum viðbrögðum hafi Rússar tekið Ástrala af lífi Rak formann mikilvægrar nefndar að beiðni Trumps Betri aðstæður næstu daga: Rúmlega tólf þúsund byggingar hafa brunnið Ný eldflaug Bezos náði á sporbraut í fyrstu tilraun Deila um ákvæði um fangaskipti Ráðleggja blóðtöku fyrir íbúa Jersey Áhrifavaldur ákærður fyrir að eitra fyrir barni sínu fyrir athygli Forsætisráðherrann fyrirskipar rannsókn á umdeildri auglýsingu Biden varar við fáveldi í Bandaríkjunum Hamas og Ísrael komast að samkomulagi um vopnahlé Sakar Rússa um skipulagningu hryðjuverka Óttast áhrif orðræðu Trumps á fjárfesta Mál horfinna systra skekur Skotland Sjá meira