Ódæðismaðurinn vistaður á stofnun: Norðmenn eru í sárum Lillý Valgerður Pétursdóttir og Árni Sæberg skrifa 15. október 2021 22:36 Fórnarlamba árásarinnar er minnst á litlu torgi í Kongsberg. Stöð 2 Norðmenn eru í sárum eftir ódæðin í fyrradag þegar karlmaður vopnaður boga og örvum myrti fimm manns. Lögregla telur ekki um hryðjuverkaárás að ræða heldur sé árásarmaðurinn andlega veikur. Hann hefur verið vistaður á viðeigandi stofnun. Mikil skelfing greip um sig í bænum Kongsberg í Noregi í fyrrakvöld þegar Espen Andersen Bråthen myrti fimm manns og særði þrjá til viðbótar. Árásin er sú mannskæðasta þar í landi frá hryðjuverkaárásinni í Útey árið 2011. Lögreglan vinnur nú að rannsókn málsins en Espen hefur verið vistaður á heilbrigðisstofnun þar sem talið er að hann eigi við andleg veikindi að stríða. „Hann hefur útskýrt í smáatriðum hvað hann gerði en það er ýmislegt sem segir okkur að hann gangi ekki heill til skógar,“ segir Per Thomas Omholt yfirlögregluþjónn, á blaðamannafundi í dag. Omholt segir Bråthen vera þreyttan og andlega veikan svo lögreglan geti ekki yfirheyrt hann meira í bili. Hann sé nú vistaður á stofnun með lögregluvakt. „Hann er öruggur þar inni og getur ekki yfirgefið stofnunina,“ segir Omholt. Þá segir hann lögregluna vita hvernig atburðarásin var í fyrrakvöld enda stemmi frásögn Bråthens við lýsingar fjölmargra sjónarvotta. „Þetta er næstum fjarstæðukennt“ Íbúar Kongsberg eru eðli málsins í sárum og hafa þeir í dag lagt leið sína að litlu torgi í miðbænum til að votta virðingu sína. „Þetta er lítið samfélag svo næstum allir þekkjast. Þetta er mjög skrýtin og sorgleg upplifun fyrir okkur. Þetta er næstum fjarstæðukennt eða óraunverulegt,“ segir Ingebsborg Spangelo, íbúi í Kongsberg. „Mér þykir þetta mjög sorglegt. Þetta hefði ekki átt að gerast í smábæ eins og Kongsberg,“ segir Paul Penning Hansen, einnig íbúi í Kongsberg. Noregur Fjöldamorð í Kongsberg Mest lesið Aron Can heill á húfi Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Erlent Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Innlent Hneig niður vegna flogakasts Innlent Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Innlent Lögreglan leitar tveggja manna Innlent Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Innlent Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Innlent Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Innlent Fleiri fréttir Ísraelsþing ályktar um innlimun Vesturbakkans Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Alls 81 barn látist úr hungri Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Columbia greiðir tvö hundruð milljóna dala sáttagreiðslu Selenskí dregur í land Danskri sjónvarpsstöð barst sprengjuhótun Heitir bótum en stendur við lögin umdeildu Rússnesk farþegaflugvél hrapaði og á fimmta tug talinn af Níu látnir er landamæradeilur blossa upp Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Hvalavinurinn ekki lengur eftirlýstur Ríki mega kæra hvert annað fyrir loftslagsbreytingar Epstein mætti í brúðkaup Trumps Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Norskur maður ákærður fyrir njósnir í þágu Rússa og Írana Abrahamska dulspekitrúin sem heyr tilvistarstríð Setjast enn og aftur við samningaborðið en væntingar eru litlar Biden hraunar yfir Clooney: „Hann má fokka sér“ Segjast hafa fengið rangar líkamsleifar Efnt til mótmæla í Úkraínu vegna umdeildrar lagabreytingar Sjá meira
Mikil skelfing greip um sig í bænum Kongsberg í Noregi í fyrrakvöld þegar Espen Andersen Bråthen myrti fimm manns og særði þrjá til viðbótar. Árásin er sú mannskæðasta þar í landi frá hryðjuverkaárásinni í Útey árið 2011. Lögreglan vinnur nú að rannsókn málsins en Espen hefur verið vistaður á heilbrigðisstofnun þar sem talið er að hann eigi við andleg veikindi að stríða. „Hann hefur útskýrt í smáatriðum hvað hann gerði en það er ýmislegt sem segir okkur að hann gangi ekki heill til skógar,“ segir Per Thomas Omholt yfirlögregluþjónn, á blaðamannafundi í dag. Omholt segir Bråthen vera þreyttan og andlega veikan svo lögreglan geti ekki yfirheyrt hann meira í bili. Hann sé nú vistaður á stofnun með lögregluvakt. „Hann er öruggur þar inni og getur ekki yfirgefið stofnunina,“ segir Omholt. Þá segir hann lögregluna vita hvernig atburðarásin var í fyrrakvöld enda stemmi frásögn Bråthens við lýsingar fjölmargra sjónarvotta. „Þetta er næstum fjarstæðukennt“ Íbúar Kongsberg eru eðli málsins í sárum og hafa þeir í dag lagt leið sína að litlu torgi í miðbænum til að votta virðingu sína. „Þetta er lítið samfélag svo næstum allir þekkjast. Þetta er mjög skrýtin og sorgleg upplifun fyrir okkur. Þetta er næstum fjarstæðukennt eða óraunverulegt,“ segir Ingebsborg Spangelo, íbúi í Kongsberg. „Mér þykir þetta mjög sorglegt. Þetta hefði ekki átt að gerast í smábæ eins og Kongsberg,“ segir Paul Penning Hansen, einnig íbúi í Kongsberg.
Noregur Fjöldamorð í Kongsberg Mest lesið Aron Can heill á húfi Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Erlent Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Innlent Hneig niður vegna flogakasts Innlent Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Innlent Lögreglan leitar tveggja manna Innlent Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Innlent Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Innlent Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Innlent Fleiri fréttir Ísraelsþing ályktar um innlimun Vesturbakkans Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Alls 81 barn látist úr hungri Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Columbia greiðir tvö hundruð milljóna dala sáttagreiðslu Selenskí dregur í land Danskri sjónvarpsstöð barst sprengjuhótun Heitir bótum en stendur við lögin umdeildu Rússnesk farþegaflugvél hrapaði og á fimmta tug talinn af Níu látnir er landamæradeilur blossa upp Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Hvalavinurinn ekki lengur eftirlýstur Ríki mega kæra hvert annað fyrir loftslagsbreytingar Epstein mætti í brúðkaup Trumps Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Norskur maður ákærður fyrir njósnir í þágu Rússa og Írana Abrahamska dulspekitrúin sem heyr tilvistarstríð Setjast enn og aftur við samningaborðið en væntingar eru litlar Biden hraunar yfir Clooney: „Hann má fokka sér“ Segjast hafa fengið rangar líkamsleifar Efnt til mótmæla í Úkraínu vegna umdeildrar lagabreytingar Sjá meira