Hverfisskipulag fjölgar bílastæðum við Bústaðaveg Ævar Harðarson skrifar 16. október 2021 07:00 Samkvæmt vinnutillögum hverfiskipulags mun bílastæðum fjölga við Bústaðaveg úr 400 í að minnsta kosti 500 stæði. Tillögurnar, sem eru nú í kynningar- og samráðsferli, gera ráð fyrir því að á svæði sem sem afmarkast af Grensásvegi i vestri og Réttarholtsvegi í austri geti risið blanda af atvinnuhúsnæði og íbúðum. Stærð þessa svæðis er 35 þúsund fermetrar og er byggingarmagn áætlað 18,5 þúsund fermetrar, þar af eru sjö þúsund fermetrar í bílakjöllurum. Tveggja hæða hús Vinnutillögurnar gerir ráð fyrir að á þessu svæði geti risið sautján byggingar sem eru tvær hæðir við Bústaðaveg. Landhallinn gefur fyrirtaks möguleika á bílakjöllurum. Í þessum húsum er gert ráð fyrir að hafa 130 til 150 nýjar íbúðir á efri hæð og atvinnustarfsemi og þjónustu á götuhæð með hverfiskjarnann við Grímsbæ sem sterkan miðpunkt. Til samanburðar má nefna að nýju byggingarnar á RÚV reitnum standa á 43 þúsund fermetrum lands. Þar eru tveggja til sexs hæða hús og heildarbyggingamang með kjöllurum eru 53.527 fermetrar. Alls eru nýju íbúðirnar 340 talsins og bílastæðafjöldinn 705 stykki. Þessi uppbygging þykir afar vel heppnuð. Byggðamynstur við Bústaðaveg er fyrirmyndin Nýju vinnutillögur um byggingar við Bústaðaveg taka mið af byggðamynstri í hæð og formi núverandi bygginga ofan við Bústaðaveg. Fyrir neðan götuna eru þriggja hæða fjölbýlishús og ef af verður munu nýju byggingarnar vera í sömu hæð og þær. Hugmynd ráðgjafa hverfisskipulagsins að breyttu skipulagi við Grímsbæ.Jakob Jakobsson arkitekt og Trípólí arkitektar Sniðmyndir sem fylgja sýna hvernig svæðið er í dag í samanburði við hvernig svæðið getur litið út eftir breytingar. Á þessum myndum sést hvernig byggingar falla inn í landið og eru í samræmi við aðliggjandi byggð. Sniðmynd sem sýnir núverandi aðstæður og breytinguna.Jakob Jakobsson arkitekt og Trípólí arkitektar Nýju húsina skapa rými við líflega borgargötu með hverfistorgi milli Grímsbæjar og Garðaborgar. Nýju byggingarnar eru lágreistar en skapa skjól og mynda ekki meira skuggavarp en húsin sem eru fyrir á svæðinu. Öruggari fyrir unga vegfarendur Íbúar í hverfinu hafa lengi kallað eftir að umferðaröryggi verði aukið á Bústaðavegi. Að meðaltali aka eftir götunni við Grímsbæ þrettán til fjórtán þúsund ökutæki á sólarhring. Mælingar lögreglu sýna að fjölmargir aka þarna nú yfir löglegum hámarkshraða sem eðli málsins samkvæmt skapar mikla hættu fyrir fjölmarga gangandi og hjólandi sem eru líka á ferðinni. Bústaðavegur er þannig meiriháttar farartálmi fyrir vegfarendur á leiðinni milli hverfa innan borgarhlutans. Nú þegar eru áætlanir um að lækka hámarkshraða á Bústaðavegi en ef vinnutillögur hverfisskipulags verða að veruleika skapast mun öruggara umhverfi fyrir unga vegfarendur en nú er raunin. Bústaðavegur er ein akrein í hvora átt í dag og ekki á að breyta því samkvæmt hverfisskipulagi. Áhrif á flutningsgetu götunnar eru því hverfandi. Mikilvægt er að hafa í huga að meðalhraði á háannatíma er nú þegar lægri en fyrirhuguð lækkun hámarkshraða í 40 km/klst. Þeirri lækkun er því fyrst og síðast beint gegn háskalegum hraðakstri utan háannatíma. Íbúafundur 21. október Nú stendur yfir sýnis á þessum vinnutillögum í Austurveri. Sömu tillögur má skoða á sértökum kynningarvef á https://skipulag.reykjavik.is/. Fimmudaginn 21. október verður íbúum og hagsmunaaðilum á svæði boðið til sérstak umræðufundar í Réttarholsskóla kl 19. 30 meðal annars. til að heyra þeirra skoðanir á hugmyndum við Bústaðaðaveg. Þar verða hverfiskipulagsráðgjafar og sérfræðingar borgarinnar til þess að fara yfir þessar vinnutillögur og ræða við íbúa. Höfundur er deildarstjóri Hverfisskipulag Reykjavíkur á umhverfis- og skipulagssviði Reykjavíkurborgar og Ph.D. arkitekt. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Reykjavík Skipulag Mest lesið Lögmaður á villigötum – eða hvað? Agnar Þór Guðmundsson Skoðun Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson Skoðun Þegar rafmagn hættir að vera sjálfsagður hlutur Árni B. Möller Skoðun Væri Albert ekki frægur, íslenskur íþróttamaður Drífa Snædal Skoðun Hvað þarftu að vera mikils virði til að fá skattaafslátt? Þórður Snær Júlíusson Skoðun Lögmaður á villigötum Magnús M. Norðdahl Skoðun Ríkisstjórnin bregst fólkinu í landinu Helgi Héðinsson Skoðun Falleg herferð - Tómur kross Hilmar Kristinsson Skoðun Það er ekki eitt.. það er allt.. Eiður Ragnarsson Skoðun Gera framtíðarnefnd varanlega! Damien Degeorges Skoðun Skoðun Skoðun Lögmaður á villigötum – eða hvað? Agnar Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Falleg herferð - Tómur kross Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Velferðarkerfi eða velferð kerfisins? Jódís Helga Káradóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin bregst fólkinu í landinu Helgi Héðinsson skrifar Skoðun Gera framtíðarnefnd varanlega! Damien Degeorges skrifar Skoðun Réttur brotinn á fötluðu fólki með fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað þarftu að vera mikils virði til að fá skattaafslátt? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Lögmaður á villigötum Magnús M. Norðdahl skrifar Skoðun Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Það er ekki eitt.. það er allt.. Eiður Ragnarsson skrifar Skoðun Öryggi farþega í leigubílum Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Hvað kostar vindorkan? Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Að vera kona Signý Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ekki líta undan Reyn Alpha Magnúsdóttir,Bjarndís Helga Tómasdóttir skrifar Skoðun Get ég látið vista barnið mitt í meðferð gegn vilja þess? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Eru grænu skattarnir ekki í besta falli gráir? Benedikt S. Benediktsson,Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun Fjárlög snúast um þjónustu við fólk Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Sundabraut í samhengi norskra skipaganga Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Ísland 2.0 – Mótum framtíðina saman Erla Tinna Stefánsdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar Skoðun Selir eru mikilvægari en börn Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Fjarðarheiðargöng: Lífshætta, loforð og lokaðar dyr Eygló Björg Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Vitund - hin ósýnilega breytingavél Þórdís Filipsdóttir skrifar Skoðun Málfrelsi Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Gleðilega hátíð og baráttukveðjur Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Fatlað fólk ber ekki ábyrgð á velferð samfélagsins Rúnar Björn Herrera Þorkelsson skrifar Skoðun Er C svona sjö? Ívar Rafn Jónsson skrifar Skoðun Það þarf ekki krísu til að reka borg af ábyrgð Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Enginn er „bara fangi“ eða glæpamaður Gylfi Þorkelsson skrifar Skoðun Skuggi Dostójevskís og Vladimir Pútín Sigurður Árni Þórðarson skrifar Skoðun Eiga þakklæti og pólitík samleið? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Sjá meira
Samkvæmt vinnutillögum hverfiskipulags mun bílastæðum fjölga við Bústaðaveg úr 400 í að minnsta kosti 500 stæði. Tillögurnar, sem eru nú í kynningar- og samráðsferli, gera ráð fyrir því að á svæði sem sem afmarkast af Grensásvegi i vestri og Réttarholtsvegi í austri geti risið blanda af atvinnuhúsnæði og íbúðum. Stærð þessa svæðis er 35 þúsund fermetrar og er byggingarmagn áætlað 18,5 þúsund fermetrar, þar af eru sjö þúsund fermetrar í bílakjöllurum. Tveggja hæða hús Vinnutillögurnar gerir ráð fyrir að á þessu svæði geti risið sautján byggingar sem eru tvær hæðir við Bústaðaveg. Landhallinn gefur fyrirtaks möguleika á bílakjöllurum. Í þessum húsum er gert ráð fyrir að hafa 130 til 150 nýjar íbúðir á efri hæð og atvinnustarfsemi og þjónustu á götuhæð með hverfiskjarnann við Grímsbæ sem sterkan miðpunkt. Til samanburðar má nefna að nýju byggingarnar á RÚV reitnum standa á 43 þúsund fermetrum lands. Þar eru tveggja til sexs hæða hús og heildarbyggingamang með kjöllurum eru 53.527 fermetrar. Alls eru nýju íbúðirnar 340 talsins og bílastæðafjöldinn 705 stykki. Þessi uppbygging þykir afar vel heppnuð. Byggðamynstur við Bústaðaveg er fyrirmyndin Nýju vinnutillögur um byggingar við Bústaðaveg taka mið af byggðamynstri í hæð og formi núverandi bygginga ofan við Bústaðaveg. Fyrir neðan götuna eru þriggja hæða fjölbýlishús og ef af verður munu nýju byggingarnar vera í sömu hæð og þær. Hugmynd ráðgjafa hverfisskipulagsins að breyttu skipulagi við Grímsbæ.Jakob Jakobsson arkitekt og Trípólí arkitektar Sniðmyndir sem fylgja sýna hvernig svæðið er í dag í samanburði við hvernig svæðið getur litið út eftir breytingar. Á þessum myndum sést hvernig byggingar falla inn í landið og eru í samræmi við aðliggjandi byggð. Sniðmynd sem sýnir núverandi aðstæður og breytinguna.Jakob Jakobsson arkitekt og Trípólí arkitektar Nýju húsina skapa rými við líflega borgargötu með hverfistorgi milli Grímsbæjar og Garðaborgar. Nýju byggingarnar eru lágreistar en skapa skjól og mynda ekki meira skuggavarp en húsin sem eru fyrir á svæðinu. Öruggari fyrir unga vegfarendur Íbúar í hverfinu hafa lengi kallað eftir að umferðaröryggi verði aukið á Bústaðavegi. Að meðaltali aka eftir götunni við Grímsbæ þrettán til fjórtán þúsund ökutæki á sólarhring. Mælingar lögreglu sýna að fjölmargir aka þarna nú yfir löglegum hámarkshraða sem eðli málsins samkvæmt skapar mikla hættu fyrir fjölmarga gangandi og hjólandi sem eru líka á ferðinni. Bústaðavegur er þannig meiriháttar farartálmi fyrir vegfarendur á leiðinni milli hverfa innan borgarhlutans. Nú þegar eru áætlanir um að lækka hámarkshraða á Bústaðavegi en ef vinnutillögur hverfisskipulags verða að veruleika skapast mun öruggara umhverfi fyrir unga vegfarendur en nú er raunin. Bústaðavegur er ein akrein í hvora átt í dag og ekki á að breyta því samkvæmt hverfisskipulagi. Áhrif á flutningsgetu götunnar eru því hverfandi. Mikilvægt er að hafa í huga að meðalhraði á háannatíma er nú þegar lægri en fyrirhuguð lækkun hámarkshraða í 40 km/klst. Þeirri lækkun er því fyrst og síðast beint gegn háskalegum hraðakstri utan háannatíma. Íbúafundur 21. október Nú stendur yfir sýnis á þessum vinnutillögum í Austurveri. Sömu tillögur má skoða á sértökum kynningarvef á https://skipulag.reykjavik.is/. Fimmudaginn 21. október verður íbúum og hagsmunaaðilum á svæði boðið til sérstak umræðufundar í Réttarholsskóla kl 19. 30 meðal annars. til að heyra þeirra skoðanir á hugmyndum við Bústaðaðaveg. Þar verða hverfiskipulagsráðgjafar og sérfræðingar borgarinnar til þess að fara yfir þessar vinnutillögur og ræða við íbúa. Höfundur er deildarstjóri Hverfisskipulag Reykjavíkur á umhverfis- og skipulagssviði Reykjavíkurborgar og Ph.D. arkitekt.
Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson Skoðun
Skoðun Réttur brotinn á fötluðu fólki með fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Get ég látið vista barnið mitt í meðferð gegn vilja þess? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Eru grænu skattarnir ekki í besta falli gráir? Benedikt S. Benediktsson,Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Jóhannes Þór Skúlason skrifar
Skoðun Ísland 2.0 – Mótum framtíðina saman Erla Tinna Stefánsdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson Skoðun