Dæmdur í 21 leiks bann fyrir að fela það að hann væri ekki bólusettur Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 19. október 2021 14:00 Evander Kane í leik með liðu San Jose Sharks. AP/Jeff Chiu Evander Kane spilar ekki með liði sínu á næstunni eftir að NHL-deildin dæmdi hann í mjög langt leikbann vegna sóttvarnarbrota. Kane var í gær dæmdur í 21 leiks bann fyrir að senda inn falsað bólusetningarvottorð til síns félags, San Jose Sharks, og um til NHL-deildarinnar. Hann fær ekki borgað þennan tíma sem hann tekur út bannið. The NHL has handed a 21-game unpaid suspension to Evander Kane of the San Jose Sharks after an investigation into whether he submitted a fraudulent Covid-19 vaccination card, Front Office Sports and ESPN report, citing unnamed sources https://t.co/iQESniadAY— CNN (@CNN) October 19, 2021 Evander Kane er þrítugur og hefur spilað í NHL-deildinni í meira en áratug. Hann er með 264 mörk og 242 stoðsendingar 769 leikjum í deildinni. Það er ekki skylda fyrir leikmenn í bandarísku íshokkídeildinni að láta bólusetja sig en þeir leikmenn sem eru bólusetningar losna aftur á móti við alls konar sóttvarnavesen og eru því frjálsari. Kane fékk bannið fyrir að hafa viljandi reynt að brjóta sóttvarnarreglur deildarinnar. Launin hans fara öll í öryggissjóð leikmanna en það er hluti af samkomulagi leikmannasamtakanna og NHL-deildarinnar. Evander Kane sendi frá sér afsökunarbeiðni. „Ég vil biðja liðsfélaga mína afsökunar sem og allt San Jose Sharks félagið og stuðningsmenn Sharks fyrir að brjóta sóttvarnarreglur NHL,“ sagði Kane meðal annars í yfirlýsingu sinni. Statement from Evander Kane after his 21-game suspension for a COVID protocol violation. pic.twitter.com/jSE9dWvVpu— Greg Wyshynski (@wyshynski) October 18, 2021 Þetta er í sjötta sinn sem Kane er dæmdur í bann. Hann fékk tveggja leikja bann fyrir grófan leik árið 2014, ein leik í bann fyrir að brjóta reglur liðsins þegar hann var hjá Buffalo Sabres 2018, einn leik í bann í úrslitakeppni fyrir ljótt brot 2019, þriggja leikja bann fyrir að drulla yfir dómara 2019 og loks þriggja leikja bann fyrir olnbogaskot í leik með Sharks árið 2019. Þetta eru ekki góðir dagar fyrir Kane en kona hans, Anna Kane, er að sækja um skilnað og hefur sakað hann um heimilisofbeldi. Það er þó ekki eins og fjarvera hans sé áfall fyrir San Jose Sharks liðið því Kane hefur ekki enn spilað með liðinu og tók heldur ekki þátt í æfingabúðunum fyrir tímabilið. Íshokkí Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Heimir staðfastur þrátt fyrir kjaftshögg Szoboszlai Fótbolti Heimir fagnaði sigri og HM enn möguleiki Fótbolti Hæstánægð þrátt fyrir krefjandi áskoranir utan vallar Handbolti „Allt þetta fólk sem kemur að þessu á þvílíkan heiður skilinn“ Handbolti Fertugur Ronaldo sló met og hjálpaði Heimi Fótbolti Spenna í Hveragerði og Ármann stríddi Keflavík Körfubolti Aðeins tuttugu sæti enn laus á HM Fótbolti „Við ætlum auðvitað að vinna þetta allt“ Sport Uppgjörið: Fram - Porto 26-38 | Vel studdur Þorsteinn fer glaður til Portúgals Handbolti Fullkomin byrjun Stólanna í Evrópu Körfubolti Fleiri fréttir Coote viðurkennir að hafa framleitt barnaníðsefni Heimir staðfastur þrátt fyrir kjaftshögg Szoboszlai Dagskráin í dag: Málin brotin til mergjar í Körfuboltakvöldi Hæstánægð þrátt fyrir krefjandi áskoranir utan vallar Uppgjörið: Fram - Porto 26-38 | Vel studdur Þorsteinn fer glaður til Portúgals „Allt þetta fólk sem kemur að þessu á þvílíkan heiður skilinn“ Aðeins tuttugu sæti enn laus á HM „Við ætlum auðvitað að vinna þetta allt“ Spenna í Hveragerði og Ármann stríddi Keflavík Fullkomin byrjun Stólanna í Evrópu Uppgjörið:Haukar - Grindavík 68-85 | Grindavík skellti meisturunum og eru áfram ósigraðar Fertugur Ronaldo sló met og hjálpaði Heimi Heimir fagnaði sigri og HM enn möguleiki England inn á HM án þess að fá á sig mark Donni öflugur í sigri á Spáni Annar sigur KR kom í Garðabæ Góður tími fyrir nýjar raddir og íhugaði að hætta sjálfur Íslendingar í Evrópudeild: Óðinn raðaði inn mörkum í Sviss Potter annt um Svíþjóð og vill taka við landsliðinu Héldu hreinu í öllum tíu leikjunum í undankeppninni „Þá geta menn alveg eins verið heima í stofu í Playstation“ Heimir sagður taka við Fylki Ísland - Lúxemborg 2-1 | Jóhannes áberandi í fyrsta sigrinum Jon Dahl rekinn Sautján ára nýliði í landsliðinu Svona var blaðamannafundur Þorsteins Courtois greip í tómt þegar rotta hljóp inn á völlinn Allt á hvolfi í NFL-deildinni Lagerbäck útilokar að taka við Svíum Gerði 40 stig í síðasta leik: „Ansi hræddur um að hann sé eitthvað sem Grindavík vill ekki“ Sjá meira
Kane var í gær dæmdur í 21 leiks bann fyrir að senda inn falsað bólusetningarvottorð til síns félags, San Jose Sharks, og um til NHL-deildarinnar. Hann fær ekki borgað þennan tíma sem hann tekur út bannið. The NHL has handed a 21-game unpaid suspension to Evander Kane of the San Jose Sharks after an investigation into whether he submitted a fraudulent Covid-19 vaccination card, Front Office Sports and ESPN report, citing unnamed sources https://t.co/iQESniadAY— CNN (@CNN) October 19, 2021 Evander Kane er þrítugur og hefur spilað í NHL-deildinni í meira en áratug. Hann er með 264 mörk og 242 stoðsendingar 769 leikjum í deildinni. Það er ekki skylda fyrir leikmenn í bandarísku íshokkídeildinni að láta bólusetja sig en þeir leikmenn sem eru bólusetningar losna aftur á móti við alls konar sóttvarnavesen og eru því frjálsari. Kane fékk bannið fyrir að hafa viljandi reynt að brjóta sóttvarnarreglur deildarinnar. Launin hans fara öll í öryggissjóð leikmanna en það er hluti af samkomulagi leikmannasamtakanna og NHL-deildarinnar. Evander Kane sendi frá sér afsökunarbeiðni. „Ég vil biðja liðsfélaga mína afsökunar sem og allt San Jose Sharks félagið og stuðningsmenn Sharks fyrir að brjóta sóttvarnarreglur NHL,“ sagði Kane meðal annars í yfirlýsingu sinni. Statement from Evander Kane after his 21-game suspension for a COVID protocol violation. pic.twitter.com/jSE9dWvVpu— Greg Wyshynski (@wyshynski) October 18, 2021 Þetta er í sjötta sinn sem Kane er dæmdur í bann. Hann fékk tveggja leikja bann fyrir grófan leik árið 2014, ein leik í bann fyrir að brjóta reglur liðsins þegar hann var hjá Buffalo Sabres 2018, einn leik í bann í úrslitakeppni fyrir ljótt brot 2019, þriggja leikja bann fyrir að drulla yfir dómara 2019 og loks þriggja leikja bann fyrir olnbogaskot í leik með Sharks árið 2019. Þetta eru ekki góðir dagar fyrir Kane en kona hans, Anna Kane, er að sækja um skilnað og hefur sakað hann um heimilisofbeldi. Það er þó ekki eins og fjarvera hans sé áfall fyrir San Jose Sharks liðið því Kane hefur ekki enn spilað með liðinu og tók heldur ekki þátt í æfingabúðunum fyrir tímabilið.
Íshokkí Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Heimir staðfastur þrátt fyrir kjaftshögg Szoboszlai Fótbolti Heimir fagnaði sigri og HM enn möguleiki Fótbolti Hæstánægð þrátt fyrir krefjandi áskoranir utan vallar Handbolti „Allt þetta fólk sem kemur að þessu á þvílíkan heiður skilinn“ Handbolti Fertugur Ronaldo sló met og hjálpaði Heimi Fótbolti Spenna í Hveragerði og Ármann stríddi Keflavík Körfubolti Aðeins tuttugu sæti enn laus á HM Fótbolti „Við ætlum auðvitað að vinna þetta allt“ Sport Uppgjörið: Fram - Porto 26-38 | Vel studdur Þorsteinn fer glaður til Portúgals Handbolti Fullkomin byrjun Stólanna í Evrópu Körfubolti Fleiri fréttir Coote viðurkennir að hafa framleitt barnaníðsefni Heimir staðfastur þrátt fyrir kjaftshögg Szoboszlai Dagskráin í dag: Málin brotin til mergjar í Körfuboltakvöldi Hæstánægð þrátt fyrir krefjandi áskoranir utan vallar Uppgjörið: Fram - Porto 26-38 | Vel studdur Þorsteinn fer glaður til Portúgals „Allt þetta fólk sem kemur að þessu á þvílíkan heiður skilinn“ Aðeins tuttugu sæti enn laus á HM „Við ætlum auðvitað að vinna þetta allt“ Spenna í Hveragerði og Ármann stríddi Keflavík Fullkomin byrjun Stólanna í Evrópu Uppgjörið:Haukar - Grindavík 68-85 | Grindavík skellti meisturunum og eru áfram ósigraðar Fertugur Ronaldo sló met og hjálpaði Heimi Heimir fagnaði sigri og HM enn möguleiki England inn á HM án þess að fá á sig mark Donni öflugur í sigri á Spáni Annar sigur KR kom í Garðabæ Góður tími fyrir nýjar raddir og íhugaði að hætta sjálfur Íslendingar í Evrópudeild: Óðinn raðaði inn mörkum í Sviss Potter annt um Svíþjóð og vill taka við landsliðinu Héldu hreinu í öllum tíu leikjunum í undankeppninni „Þá geta menn alveg eins verið heima í stofu í Playstation“ Heimir sagður taka við Fylki Ísland - Lúxemborg 2-1 | Jóhannes áberandi í fyrsta sigrinum Jon Dahl rekinn Sautján ára nýliði í landsliðinu Svona var blaðamannafundur Þorsteins Courtois greip í tómt þegar rotta hljóp inn á völlinn Allt á hvolfi í NFL-deildinni Lagerbäck útilokar að taka við Svíum Gerði 40 stig í síðasta leik: „Ansi hræddur um að hann sé eitthvað sem Grindavík vill ekki“ Sjá meira