Innlent

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Samúel Karl Ólason skrifar
Sindri Sindrason les kvöldfréttir klukkan hálf sjö.
Sindri Sindrason les kvöldfréttir klukkan hálf sjö. Vísir/Vilhelm

Tvö þúsund fá að koma saman, grímuskyldu verður aflétt og opnunartími skemmtistaða lengist um klukkutíma á miðnætti í kvöld. Slakað verður á reglunum í tveimur skrefum, fyrst núna á miðnætti og svo með allsherjar afléttingu innanlands eftir fjórar vikur.

Fjallað verður ítarlega um málið í kvöldfréttum, rætt við hárgreiðslufólk sem er fegið að losna undan grímunni og fólk á förnum vegi sem segir skrefið löngu tímabært.

Þá fylgjumst við með kjörbréfanefnd Alþingis sem fór í vettvangsferð í Borgarnes í dag og kynnti sér aðstæður á talningastað.

Einnig heyrum við í stjórnarandstöðunni um söluna á Mílu til erlendra fjárfesta en formaður Viðreisnar hefur farið fram á fund með ráðherrum til að ganga úr skugga um að þjóðaröryggi Íslendinga verði ekki ógnað.

Að lokum kynnum við okkur nýstárleg og einkar óvægin dyraöt sem unglingar virðast hafa tekið upp á og fylgjumst með æfingu á nýjum söngleik með lögum Rúnars Júlíussonar.

Þetta og margt fleira á samtengdum rásum Bylgjunnar og Stöðvar 2 klukkan 18:30.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×