Staðfestu að víkingar voru í Ameríku fyrir sléttum þúsund árum Samúel Karl Ólason skrifar 20. október 2021 18:11 Langhús sem reist hefur verið í L'Anse aux Meadows á Nýfundnalandi. Getty/DeAgostini Alþjóðlegt teymi vísindamanna hefur staðfest að víkingar frá Grænlandi numu land á Nýfundnalandi fyrir nákvæmlega þúsund árum síðan. Lengi hefur verið vitað að víkingar fundu Norður-Ameríku en ekki nákvæmlega hvenær. Það hefur verið staðfest með fornleifauppgreftri í L‘Anse aux Meadows á Nýfundnalandi að víkingar voru í Norður-Ameríku um árið 1000. Nú hefur verið staðfest að víkingar bjuggu í L‘Anse Aux Meadows árið 1021, fyrir sléttum þúsund árum. Það er 471 ári áður en Christofer Kólumbus sigldi yfir Atlantshafið og „fann“ Ameríku. Í síðasta mánuði birti latínuprófessorinn Paolo Chiesa grein um þá uppgötvun sína að ítalskur prestur hefði vitað um tilvist Norður-Ameríku um miðja fjórtándu öld, eða um 150 árum fyrir ferð Kólumbusar. Í grein sem birtist í Nature í dag segja vísindamenn að þeir hafi aldursgreint timbur sem fannst í L‘Anse aux Meadows. Með því að greina timbur úr þremur mismunandi trjám og taka mið af því þegar mikil sólargeislun barst til jarðar í sólargosi árið 993 var hægt að finna nákvæmari tímasetningar en áður hefur verið hægt. Öll tréin þrjú reyndust hafa verið felld árið 1021. Áhugasamir geta lesið nánar um aðferðir vísindamannanna hér. Í greininni kemur fram að talið sé að Norrænir menn hafi haldið til á Nýfundnalandi í þrjú til þrettán ár. Eftir það hafi þeir snúið aftur til Grænlands. Mest hafi um hundrað manns búið í L´Anse Aux Meadows. Sjá einnig: Tóftirnar í Kanada passa við lýsingar í Vínlandssögunum Fyrir nokkrum árum heimsótti Kristján Már Unnarsson L'Anes Aux Meadows fyrir þættina Landnemarnir. Hann ræddi einnig við sænska fornleifafræðinginn Birgitta Wallace sem sagðist sannfærð um að sjálfur Leifur Eiríksson hefði reist búðirnar á Nýfundnalandi. Fornminjar Kanada Mest lesið „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Innlent Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Erlent Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman Innlent Trump beinir spjótum sínum gegn Alþjóðlega sakamáladómstólnum Erlent Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Innlent Lýsa yfir neyðarástandi á Santorini Erlent Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Innlent Dómari frystir biðlaunatilboð Trump fram yfir helgi Erlent Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Innlent Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Innlent Fleiri fréttir Einn höfunda Project 2025 aftur háttsettur í Hvíta húsinu Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Lýsa yfir neyðarástandi á Santorini Trump beinir spjótum sínum gegn Alþjóðlega sakamáladómstólnum Dómari frystir biðlaunatilboð Trump fram yfir helgi Sýrlendingar og Bosníumaður meðal látinna „Pabbi, bjargaði ég systur minni?“ Skotflaugar frá Norður-Kóreu orðnar nákvæmari Sendu nöfn allra nýrra starfsmanna CIA í tölvupósti Skipa hernum að undirbúa brottflutning Palestínumanna Var vopnaður þremur byssum Þúsundir yfirgefa Santorini vegna skjálfta Ekkert eðlilegt við tillögur Bandaríkjaforseta Bannar trans konum að taka þátt í kvennaíþróttum Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Nafngreina árásarmanninn í Örebro Rivíerutal Trumps megi kalla etníska hreinsun Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Ummæli Trumps harðlega gagnrýnd víða um heim Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Ellefu létust í skotárásinni Segir engan vilja búa á Gasa „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Kosningar í Grænlandi framundan Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Skotárás í sænskum skóla Vilja endurskoða dóm hjúkrunarfræðings vegna barnadauða Stoltenberg með óvænta endurkomu í norskum stjórnmálum Jafngildir það að eyða meðvitaðri gervigreind því að drepa dýr? Sjá meira
Það hefur verið staðfest með fornleifauppgreftri í L‘Anse aux Meadows á Nýfundnalandi að víkingar voru í Norður-Ameríku um árið 1000. Nú hefur verið staðfest að víkingar bjuggu í L‘Anse Aux Meadows árið 1021, fyrir sléttum þúsund árum. Það er 471 ári áður en Christofer Kólumbus sigldi yfir Atlantshafið og „fann“ Ameríku. Í síðasta mánuði birti latínuprófessorinn Paolo Chiesa grein um þá uppgötvun sína að ítalskur prestur hefði vitað um tilvist Norður-Ameríku um miðja fjórtándu öld, eða um 150 árum fyrir ferð Kólumbusar. Í grein sem birtist í Nature í dag segja vísindamenn að þeir hafi aldursgreint timbur sem fannst í L‘Anse aux Meadows. Með því að greina timbur úr þremur mismunandi trjám og taka mið af því þegar mikil sólargeislun barst til jarðar í sólargosi árið 993 var hægt að finna nákvæmari tímasetningar en áður hefur verið hægt. Öll tréin þrjú reyndust hafa verið felld árið 1021. Áhugasamir geta lesið nánar um aðferðir vísindamannanna hér. Í greininni kemur fram að talið sé að Norrænir menn hafi haldið til á Nýfundnalandi í þrjú til þrettán ár. Eftir það hafi þeir snúið aftur til Grænlands. Mest hafi um hundrað manns búið í L´Anse Aux Meadows. Sjá einnig: Tóftirnar í Kanada passa við lýsingar í Vínlandssögunum Fyrir nokkrum árum heimsótti Kristján Már Unnarsson L'Anes Aux Meadows fyrir þættina Landnemarnir. Hann ræddi einnig við sænska fornleifafræðinginn Birgitta Wallace sem sagðist sannfærð um að sjálfur Leifur Eiríksson hefði reist búðirnar á Nýfundnalandi.
Fornminjar Kanada Mest lesið „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Innlent Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Erlent Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman Innlent Trump beinir spjótum sínum gegn Alþjóðlega sakamáladómstólnum Erlent Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Innlent Lýsa yfir neyðarástandi á Santorini Erlent Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Innlent Dómari frystir biðlaunatilboð Trump fram yfir helgi Erlent Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Innlent Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Innlent Fleiri fréttir Einn höfunda Project 2025 aftur háttsettur í Hvíta húsinu Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Lýsa yfir neyðarástandi á Santorini Trump beinir spjótum sínum gegn Alþjóðlega sakamáladómstólnum Dómari frystir biðlaunatilboð Trump fram yfir helgi Sýrlendingar og Bosníumaður meðal látinna „Pabbi, bjargaði ég systur minni?“ Skotflaugar frá Norður-Kóreu orðnar nákvæmari Sendu nöfn allra nýrra starfsmanna CIA í tölvupósti Skipa hernum að undirbúa brottflutning Palestínumanna Var vopnaður þremur byssum Þúsundir yfirgefa Santorini vegna skjálfta Ekkert eðlilegt við tillögur Bandaríkjaforseta Bannar trans konum að taka þátt í kvennaíþróttum Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Nafngreina árásarmanninn í Örebro Rivíerutal Trumps megi kalla etníska hreinsun Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Ummæli Trumps harðlega gagnrýnd víða um heim Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Ellefu létust í skotárásinni Segir engan vilja búa á Gasa „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Kosningar í Grænlandi framundan Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Skotárás í sænskum skóla Vilja endurskoða dóm hjúkrunarfræðings vegna barnadauða Stoltenberg með óvænta endurkomu í norskum stjórnmálum Jafngildir það að eyða meðvitaðri gervigreind því að drepa dýr? Sjá meira