Skólastjórar í næturvinnu við að rekja smit Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 21. október 2021 12:15 Þorsteinn Sæberg, formaður Skólastjórafélags Íslands, segir erfitt fyrir skólastjórnendur að hafa smitrakningu á sínum herðum nú þegar sífellt fleiri börn greinast með kórónuveiruna. Vísir/Vilhelm Umfangsmiklar smitrakningar í grunnskólum valda álagi á stjórnendur skólanna sem þurfa að sjá um rakninguna. Formaður Skólastjórafélags Íslands segir ekki ganga að að verkefnið sé á herðum skólastjórnenda þar sem þeir séu í fullri vinnu fyrir. Þeim börnum undir tólf ára aldri sem greinst hafa með kórónuveiruna undanfarið hefur fjölgað ört. Í ágúst og september greindust nærri átta hundruð börn með kórónuveiruna en um 4.200 voru sett í sóttkví þessa tvo mánuði. Síðasta vetur giltu reglur um hólfaskiptingu í grunnskólum þannig að ef barn greindist með veiruna þá voru allir í sama hólfi settir í sóttkví. Nú í haust er reynt að haga skólastarfinu með sem eðlilegustum hætti og hólfaskiptin er því ekki lengur til staðar. Þetta þýðir að þegar börn greinast með veiruna í skólunum þarf að fara fram umfangsmikil smitrakning innan skólanna til að finna út hverjir þurfa að fara í sóttkví út frá gildandi reglum. Skólastjórnendur þurfa sjálfir að sjá um smitrakninguna en slíkt getur verið tímafrekt. 4.200 börn hafa verið sett í sóttkví í ágúst og september en skólastjórnendur hafa þurft að sinna smitrakningu vegna þessa.Vísir/Vilhelm „Þetta er með þeim hætti í dag að skólastjórar frá tilkynningu þegar upp kemur smit yfirleitt síðari part dags og það bara farið í það, kvöld og jafnvel langt fram á nætur, í skólum að rekja smit með hringingum í fólk um það hvort þessi eða hinn hafi verið í návígi við þennan eða hinn og svo framvegis. Svo þarf að hafa samband við fólk þannig að allt sé nú klárt að morgni næsta dags og þetta er bara verkefni sem er ekki bætandi á skólastjórendur sem hafa í nógu að snúast,“ segir Þorsteinn Sæberg formaður Skólastjórafélags Íslands. Í Norðlingaskóla hefur skólastjórinn sjö sinnum þurft að fara í smitrakningu þó aðeins séu liðnir tæpir tveir mánuðir af skólaárinu. Þá eru dæmi um að börn þar hafi þurft að fara þrisvar í sóttkví. Hann segir skólastjórnendur hvorki geta staðið í smitrakningunni sjálfir þegar hún er orðin svona umfangsmikil né sé hægt að nýta aðra starfsmenn skólanna í verkefnið. „Skólastjórar og annað starfsfólk er í raun og veru í fullri starfi og það er ekki bætandi þessu verkefni á starfsfólk skólanna og allra síst skólastjórnendur. Þó að þeir hafi reynt eins og þeir hafa getað að sinna því. Það verður þá bara að koma aukið starfsfólk að skólunum þegar upp kemur smit til þess að sinna þessu tiltekna verkefni. Þetta gengur ekki með þessum hætti.“ Vilja skoða aðrar leiðir Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir sagði í fréttum okkar í gær að að væri í skoðun að breyta leiðbeiningum um sóttkví. Þorsteinn segir stjórnendur skólanna kallar eftir því að reglur um sóttkví verði endurskoðaðar. „Það er auðvitað ljóst að menn eru auðvitað farnir að velta því fyrir sér hvort að þetta að senda fólk í sóttkví innan úr skólunum sé nákvæmlega endilega sú lausn sem við eigum að búa við áfram. Hvort að það eigi bara að senda þann smitaða í viðeigandi aðgerðir sem er þá að senda hinn smitaða í sóttkví en hætta kannski að rekja upp ákveðinn fjölda einstaklinga sem hefur hugsanlega verið í návígi við viðkomandi. Því að það er það sem er að valda þessari auknu vinnu og auknu álagi.“ Þannig sé mikilvægt að skoða aðrar lausnir og leiðir. „Ef þær eru ekki til þá þarf að koma með aukinn mannafla. Það gengur ekki að hafa þetta svona í vetur. Það er alveg ljóst.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Grunnskólar Skóla - og menntamál Tengdar fréttir Segir ekki hægt að halda úti góðu skólastarfi verði sóttkvíarreglur óbreyttar Skólastjóri Norðlingaskóla segir sóttvarnaaðgerðir verulega íþyngjandi fyrir nemendur grunnskóla. Margir þeirra séu þjakaðir af kvíða um að vera sendir í sóttkví, en sumir nemenda skólans hafa farið í sóttkví í allt að þrjú skipti. Verði sóttkvíarreglum ekki breytt segir hann ekki hægt að halda úti skólastarfi svo vel fari. 20. október 2021 19:03 Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Erlent Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Innlent Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Innlent Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent Fleiri fréttir Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Stuttu eldgosi lokið Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Sjá meira
Þeim börnum undir tólf ára aldri sem greinst hafa með kórónuveiruna undanfarið hefur fjölgað ört. Í ágúst og september greindust nærri átta hundruð börn með kórónuveiruna en um 4.200 voru sett í sóttkví þessa tvo mánuði. Síðasta vetur giltu reglur um hólfaskiptingu í grunnskólum þannig að ef barn greindist með veiruna þá voru allir í sama hólfi settir í sóttkví. Nú í haust er reynt að haga skólastarfinu með sem eðlilegustum hætti og hólfaskiptin er því ekki lengur til staðar. Þetta þýðir að þegar börn greinast með veiruna í skólunum þarf að fara fram umfangsmikil smitrakning innan skólanna til að finna út hverjir þurfa að fara í sóttkví út frá gildandi reglum. Skólastjórnendur þurfa sjálfir að sjá um smitrakninguna en slíkt getur verið tímafrekt. 4.200 börn hafa verið sett í sóttkví í ágúst og september en skólastjórnendur hafa þurft að sinna smitrakningu vegna þessa.Vísir/Vilhelm „Þetta er með þeim hætti í dag að skólastjórar frá tilkynningu þegar upp kemur smit yfirleitt síðari part dags og það bara farið í það, kvöld og jafnvel langt fram á nætur, í skólum að rekja smit með hringingum í fólk um það hvort þessi eða hinn hafi verið í návígi við þennan eða hinn og svo framvegis. Svo þarf að hafa samband við fólk þannig að allt sé nú klárt að morgni næsta dags og þetta er bara verkefni sem er ekki bætandi á skólastjórendur sem hafa í nógu að snúast,“ segir Þorsteinn Sæberg formaður Skólastjórafélags Íslands. Í Norðlingaskóla hefur skólastjórinn sjö sinnum þurft að fara í smitrakningu þó aðeins séu liðnir tæpir tveir mánuðir af skólaárinu. Þá eru dæmi um að börn þar hafi þurft að fara þrisvar í sóttkví. Hann segir skólastjórnendur hvorki geta staðið í smitrakningunni sjálfir þegar hún er orðin svona umfangsmikil né sé hægt að nýta aðra starfsmenn skólanna í verkefnið. „Skólastjórar og annað starfsfólk er í raun og veru í fullri starfi og það er ekki bætandi þessu verkefni á starfsfólk skólanna og allra síst skólastjórnendur. Þó að þeir hafi reynt eins og þeir hafa getað að sinna því. Það verður þá bara að koma aukið starfsfólk að skólunum þegar upp kemur smit til þess að sinna þessu tiltekna verkefni. Þetta gengur ekki með þessum hætti.“ Vilja skoða aðrar leiðir Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir sagði í fréttum okkar í gær að að væri í skoðun að breyta leiðbeiningum um sóttkví. Þorsteinn segir stjórnendur skólanna kallar eftir því að reglur um sóttkví verði endurskoðaðar. „Það er auðvitað ljóst að menn eru auðvitað farnir að velta því fyrir sér hvort að þetta að senda fólk í sóttkví innan úr skólunum sé nákvæmlega endilega sú lausn sem við eigum að búa við áfram. Hvort að það eigi bara að senda þann smitaða í viðeigandi aðgerðir sem er þá að senda hinn smitaða í sóttkví en hætta kannski að rekja upp ákveðinn fjölda einstaklinga sem hefur hugsanlega verið í návígi við viðkomandi. Því að það er það sem er að valda þessari auknu vinnu og auknu álagi.“ Þannig sé mikilvægt að skoða aðrar lausnir og leiðir. „Ef þær eru ekki til þá þarf að koma með aukinn mannafla. Það gengur ekki að hafa þetta svona í vetur. Það er alveg ljóst.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Grunnskólar Skóla - og menntamál Tengdar fréttir Segir ekki hægt að halda úti góðu skólastarfi verði sóttkvíarreglur óbreyttar Skólastjóri Norðlingaskóla segir sóttvarnaaðgerðir verulega íþyngjandi fyrir nemendur grunnskóla. Margir þeirra séu þjakaðir af kvíða um að vera sendir í sóttkví, en sumir nemenda skólans hafa farið í sóttkví í allt að þrjú skipti. Verði sóttkvíarreglum ekki breytt segir hann ekki hægt að halda úti skólastarfi svo vel fari. 20. október 2021 19:03 Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Erlent Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Innlent Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Innlent Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent Fleiri fréttir Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Stuttu eldgosi lokið Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Sjá meira
Segir ekki hægt að halda úti góðu skólastarfi verði sóttkvíarreglur óbreyttar Skólastjóri Norðlingaskóla segir sóttvarnaaðgerðir verulega íþyngjandi fyrir nemendur grunnskóla. Margir þeirra séu þjakaðir af kvíða um að vera sendir í sóttkví, en sumir nemenda skólans hafa farið í sóttkví í allt að þrjú skipti. Verði sóttkvíarreglum ekki breytt segir hann ekki hægt að halda úti skólastarfi svo vel fari. 20. október 2021 19:03