Myndasyrpa: Barnsgrátur og brunasár á flugslysaæfingu í Keflavík Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 23. október 2021 17:32 Fyrsta flugslysæfingin var haldin á Íslandi í fimm ár. Þar var öllu tjaldað til, kveikt í ýmsu braki, sem átti að vera úr flugvél og 150 leikurum, sem léku slaða flugfarþega, komið fyrir víða á stóru svæði við Keflavíkurflugvöll. Á fimmta hundrað manns tóku þátt í æfingunni í dag. Þar af um 150 leikarar en hinir voru björgunaraðilar; lögreglumenn, slökkviliðsmenn, sjúkraflutningamenn, björgunarsveitarmenn og heilbrigðisstarfsfólk. Fréttastofa fékk að fylgjast með æfingunni í dag með myndavélina á lofti: Slökkviliðsmenn mættu fyrstir á vettvang til að slökkva í brennandi brakinu.Vísir/óttarKveikt var í bílhræjum víða á svæðinu, sem áttu að líkja eftir braki úr flugvél sem hafði hrapað.Vísir/óttarHelstu aðgerðirnar í dag fóru fram við rör þar sem fólk átti að vera fast inni.vísir/óttarFljótlega var fjöldi viðbragðsaðila mættur til að bjarga fólki út úr brennandi rörinu.vísir/óttarBjörguaraðgerðir gengu velvísir/óttarFagaðilar og sjálfboðaliðar koma saman til að bjarga fólki.vísir/óttarNokkuð stór hópur fékk að fylgjast með æfingunni í dag og var leiddur um vettvanginn af vöskum mönnum.vísir/óttarDómsmálaráðherra var á meðal þeirra sem fylgdust með í dag.Vísir/óttarRáðherrann tekur mynd af leiknu fórnarlambi flugslyssins. Vísir/óttarLeikmunum hafði verið komið fyrir víða um svæðið, til dæmis þessum ónýtu flugsætum.vísir/óttarBrúður sem voru inni í braki.vísir/óttarVel farðaður leikari, sem á að vera með mjög alvarlegt brunasár á bakinu.vísir/óttarHonum var hjálpað á fætur áður en ákveðið var að leggja hann aftur niður og bíða eftir sjúkrabörum.Vísir/óttarFarþegatöskur lágu víða um svæðið. Vísir/óttarEldur logaði víða við Keflavík í dag.vísir Erfitt að vinna við þessar aðstæður Það var hálfóhuggulegt að standa í miðjunni á björgunaraðgerðunum, sérstaklega þar sem fólk þóttist vera fast inni í brennandi röri en þaðan mátti heyra barnsgrátur og öskur. Er ekki erfitt fyrir björgunarfólk að vinna í slíkum aðstæðum? „Jú, auðvitað. Það er vissulega erfitt. Og það er auðvitað tilgangurinn með þessu, það reynir svolítið á mannskapinn," segir Otti Rafn Sigmarsson, meðlimur í björgunarsveitinni Þorbirni. Otti Rafn Sigmarsson, í björgunarsveitinni Þorbirni.Foto: Flugslys æfing/adelina Allt gekk vel Og æfingin gekk vel fyrir sig að sögn æfingastjórans. „Þetta er búið að ganga ljómandi vel. Við erum með hátt í 500 þátttakendur á þessari æfingu og þar af eru 150 manns sem eru þolendur í þessu slysi," segir Elva Tryggvadóttir æfingastjóri. „Óhugnanleg upplifun" Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir var mætt til að fylgjast með æfingunni.vísir/Adelina Dómsmálaráðherra var á meðal þeirra sem fylgdust með æfingunni í dag. „Þetta er auðvitað talsvert óhugnanleg upplifun en gríðarlega mikilvæg reynsla og gaman að sjá hvað samhæfing og samstarf allra aðila gengur vel þegar á það er reynt," segir Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir. Við gripum tækifærið og reyndum að fiska eftir því hvort hún teldi líklegt að hún héldi áfram í sínu ráðuneyti á næsta kjörtímabili. Þessar æfingar eru haldnar á þriggja til fjögurra ára fresti, heldurðu að þú verðir viðstödd hérna á næstu æfingu? „Það er aldrei að vita. Maður er auðvitað mjög stoltur af almannavarnakerfinu okkar og hvernig allir þessir viðbragðsaðilar vinna saman og það hefur auðvitað reynt mikið á það síðustu tvö ár. En ekki með svona stóru slysi og mikilvægt að æfa það. En það verður svo að koma í ljós." Þannig þú telur líklegt að þú haldir áfram sem dómsmálaráðherra? „Það er ekkert hægt að segja til um það. Ég veit ekkert meira um það en þú einmitt núna," segir hún. Almannavarnir Lögreglan Björgunarsveitir Keflavíkurflugvöllur Reykjanesbær Slökkvilið Samgönguslys Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Trump vann öll sveifluríkin Erlent Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Innlent Fleiri fréttir Ár frá mestu hamförum síðari tíma og útboðshlé hjá Vegagerðinni Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Sjá meira
Á fimmta hundrað manns tóku þátt í æfingunni í dag. Þar af um 150 leikarar en hinir voru björgunaraðilar; lögreglumenn, slökkviliðsmenn, sjúkraflutningamenn, björgunarsveitarmenn og heilbrigðisstarfsfólk. Fréttastofa fékk að fylgjast með æfingunni í dag með myndavélina á lofti: Slökkviliðsmenn mættu fyrstir á vettvang til að slökkva í brennandi brakinu.Vísir/óttarKveikt var í bílhræjum víða á svæðinu, sem áttu að líkja eftir braki úr flugvél sem hafði hrapað.Vísir/óttarHelstu aðgerðirnar í dag fóru fram við rör þar sem fólk átti að vera fast inni.vísir/óttarFljótlega var fjöldi viðbragðsaðila mættur til að bjarga fólki út úr brennandi rörinu.vísir/óttarBjörguaraðgerðir gengu velvísir/óttarFagaðilar og sjálfboðaliðar koma saman til að bjarga fólki.vísir/óttarNokkuð stór hópur fékk að fylgjast með æfingunni í dag og var leiddur um vettvanginn af vöskum mönnum.vísir/óttarDómsmálaráðherra var á meðal þeirra sem fylgdust með í dag.Vísir/óttarRáðherrann tekur mynd af leiknu fórnarlambi flugslyssins. Vísir/óttarLeikmunum hafði verið komið fyrir víða um svæðið, til dæmis þessum ónýtu flugsætum.vísir/óttarBrúður sem voru inni í braki.vísir/óttarVel farðaður leikari, sem á að vera með mjög alvarlegt brunasár á bakinu.vísir/óttarHonum var hjálpað á fætur áður en ákveðið var að leggja hann aftur niður og bíða eftir sjúkrabörum.Vísir/óttarFarþegatöskur lágu víða um svæðið. Vísir/óttarEldur logaði víða við Keflavík í dag.vísir Erfitt að vinna við þessar aðstæður Það var hálfóhuggulegt að standa í miðjunni á björgunaraðgerðunum, sérstaklega þar sem fólk þóttist vera fast inni í brennandi röri en þaðan mátti heyra barnsgrátur og öskur. Er ekki erfitt fyrir björgunarfólk að vinna í slíkum aðstæðum? „Jú, auðvitað. Það er vissulega erfitt. Og það er auðvitað tilgangurinn með þessu, það reynir svolítið á mannskapinn," segir Otti Rafn Sigmarsson, meðlimur í björgunarsveitinni Þorbirni. Otti Rafn Sigmarsson, í björgunarsveitinni Þorbirni.Foto: Flugslys æfing/adelina Allt gekk vel Og æfingin gekk vel fyrir sig að sögn æfingastjórans. „Þetta er búið að ganga ljómandi vel. Við erum með hátt í 500 þátttakendur á þessari æfingu og þar af eru 150 manns sem eru þolendur í þessu slysi," segir Elva Tryggvadóttir æfingastjóri. „Óhugnanleg upplifun" Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir var mætt til að fylgjast með æfingunni.vísir/Adelina Dómsmálaráðherra var á meðal þeirra sem fylgdust með æfingunni í dag. „Þetta er auðvitað talsvert óhugnanleg upplifun en gríðarlega mikilvæg reynsla og gaman að sjá hvað samhæfing og samstarf allra aðila gengur vel þegar á það er reynt," segir Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir. Við gripum tækifærið og reyndum að fiska eftir því hvort hún teldi líklegt að hún héldi áfram í sínu ráðuneyti á næsta kjörtímabili. Þessar æfingar eru haldnar á þriggja til fjögurra ára fresti, heldurðu að þú verðir viðstödd hérna á næstu æfingu? „Það er aldrei að vita. Maður er auðvitað mjög stoltur af almannavarnakerfinu okkar og hvernig allir þessir viðbragðsaðilar vinna saman og það hefur auðvitað reynt mikið á það síðustu tvö ár. En ekki með svona stóru slysi og mikilvægt að æfa það. En það verður svo að koma í ljós." Þannig þú telur líklegt að þú haldir áfram sem dómsmálaráðherra? „Það er ekkert hægt að segja til um það. Ég veit ekkert meira um það en þú einmitt núna," segir hún.
Almannavarnir Lögreglan Björgunarsveitir Keflavíkurflugvöllur Reykjanesbær Slökkvilið Samgönguslys Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Trump vann öll sveifluríkin Erlent Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Innlent Fleiri fréttir Ár frá mestu hamförum síðari tíma og útboðshlé hjá Vegagerðinni Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Sjá meira