Sendifulltrúar Sameinuðu þjóðanna sakaðir um lygar af herforingjastjórninni Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 25. október 2021 10:03 Min Aung Hlaing, æðsti herforingi mjanmarska hersins í Mjanmar. Herforingjastjórnin er síður en svo sátt með nýja skýrslu sendifulltrúa Sameinuðu þjóðanna í landinu um stöðuna þar eftir valdaránið. EPA-EFE/STRINGER Herforingjastjórnin í Mjanmar hefur sakað sendifulltrúa Sameinuðu þjóðanna hafi notað óáreiðanlegar heimildir og brotið á fullveldi ríkisins í skýrslu sem þeir unnu fyrir alþjóðastofnunina. Miklar óeirðir hafa riðið yfir landið síðan mjanmarski herinn tók völd þann 1. febrúar síðatliðinn. Herinn hefur verið sakaður um ýmis ódæðisverk og að hafa beitt óhóflegu valdi gegn almennum borgurum. Herforingjastjórnin hefur þó kennt „hryðjuverkamönnum“, sem starfi með stjórnarandstöðunni, um ófriðinn. Fréttastofa Reuters greinir frá. Utanríkisráðuneyti herforingjastjórnarinnar er síður en svo sátt með skýrslu sendifulltrúanna Christine Schraner Burgener og Tom Andrews. Samkvæmt ráðuneytinu sýni skýrslurnar mynd sem sé langt frá raunveruleikanum og sýni í raun bara fyrir fram ákveðnar hugmyndir Sameinuðu þjóðanna um stöðuna í Mjanmar. Schraner Burgener, sem hefur sinnt hlutverki sendifulltrúa fyrir SÞ undanfarin þrjú ár, sagði í síðustu viku að herforingjastjórnin hafi engan áhuga á að koma til móts við alþjóðasamfélagið. Þá verði ólíklegra með hverjum deginum að hægt verði að snúa þróuninni í landinu við. Herforingjastjórnin hefur sakað sendifulltrúana um að hafa stuðst við óáreiðanlegar dánartölur í skýrslu sinni, hafi sakað stjórnina um ýmislegt misjafnt án þess að færa fyrir því sönnur og að hafa gert lítið úr meintu ofbeldi sem almenningur hafi beitt í atlögum gegn hernum. Þá hafi það ekki verið tekið fram í skýrslunni að herinn hafi tekið völd vegna kosningasvindls sem hafi verið framið í kosningum á síðasta ári. Alþjóðastofnanir og samtök hafa í auknum mæli gagnrýnt framgang herforingjastjórnarinnar og tilkynnti ASEAN, Samband Suðaustur-Asíuríkja, í síðustu viku að yfirherforingi herforingjastjórnarinnar í Mjanmar fengi ekki að taka þátt í næstu ráðstefnu sambandsins. Mjanmar Sameinuðu þjóðirnar Tengdar fréttir Herforingjastjórnin ætli að sleppa 5.600 stjórnarandstæðingum lausum Herforingjastjórnin í Mjanmar segist ætla að sleppa 5.600 pólitískum föngum lausum. Þetta var tilkynnt aðeins dögum eftir að yfirherforingjanum var meinað að mæta á leiðtogafund Sambands Suðaustur-Asíuríkja fyrir að takast ekki að koma á friði í landinu. 18. október 2021 13:47 Mjanmarski herinn handtekur lækna þrátt fyrir metfjölda smitaðra Mjanmarski herinn hefur handtekið fjölda lækna sem hafa starfað í framlínunni í baráttunni gegn Covid-19. Læknarnir hafa starfað sjálfstætt með kórónuveirusjúklingur en heilbrigðiskerfið er að þolmörkum komið í landinu þar sem fjöldi smitaðra hækkar með verjum deginum sem líður. 22. júlí 2021 10:48 Blaðamaður Reuters felldur í átökum við Talibana Danish Siddiqui, blaðamaður og ljósmyndari Reuters fréttaveitunnar, féll í bardögum stjórnarhers Afganistans og Talibana við landamæri Afganistans og Pakistans í morgun. Siddiqui var á ferð með afgönskum hermönnum þar sem þeir reyndu að ná aftur tökum á bænum Spin Boldak. 16. júlí 2021 10:29 Mest lesið Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Innlent „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Innlent Lögreglan lýsir eftir Arnari Hauki Innlent Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Innlent „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Innlent Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Erlent Fleiri fréttir Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Bresk stjórnvöld hyggja á aðgerðir gegn trúnaðarsamningum Ekki fleiri greinst með mislinga í Bandaríkjunum í 33 ár Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Bandamenn fá hótunarbréf um 25 til 40 prósent toll „Þeir verða að geta varið sig“: Hættir við að hætta vopnasendingum Yfir hundrað látnir í Texas Ellefu dagar milli nýrra jarðganga í Færeyjum Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Pútín rekur samgönguráðherrann eftir miklar raskanir á flugi Eldgos í Lewotobi Laki Laki í Indónesíu Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Um sjötíu látnir í flóðunum og stúlknanna enn leitað Sjá meira
Miklar óeirðir hafa riðið yfir landið síðan mjanmarski herinn tók völd þann 1. febrúar síðatliðinn. Herinn hefur verið sakaður um ýmis ódæðisverk og að hafa beitt óhóflegu valdi gegn almennum borgurum. Herforingjastjórnin hefur þó kennt „hryðjuverkamönnum“, sem starfi með stjórnarandstöðunni, um ófriðinn. Fréttastofa Reuters greinir frá. Utanríkisráðuneyti herforingjastjórnarinnar er síður en svo sátt með skýrslu sendifulltrúanna Christine Schraner Burgener og Tom Andrews. Samkvæmt ráðuneytinu sýni skýrslurnar mynd sem sé langt frá raunveruleikanum og sýni í raun bara fyrir fram ákveðnar hugmyndir Sameinuðu þjóðanna um stöðuna í Mjanmar. Schraner Burgener, sem hefur sinnt hlutverki sendifulltrúa fyrir SÞ undanfarin þrjú ár, sagði í síðustu viku að herforingjastjórnin hafi engan áhuga á að koma til móts við alþjóðasamfélagið. Þá verði ólíklegra með hverjum deginum að hægt verði að snúa þróuninni í landinu við. Herforingjastjórnin hefur sakað sendifulltrúana um að hafa stuðst við óáreiðanlegar dánartölur í skýrslu sinni, hafi sakað stjórnina um ýmislegt misjafnt án þess að færa fyrir því sönnur og að hafa gert lítið úr meintu ofbeldi sem almenningur hafi beitt í atlögum gegn hernum. Þá hafi það ekki verið tekið fram í skýrslunni að herinn hafi tekið völd vegna kosningasvindls sem hafi verið framið í kosningum á síðasta ári. Alþjóðastofnanir og samtök hafa í auknum mæli gagnrýnt framgang herforingjastjórnarinnar og tilkynnti ASEAN, Samband Suðaustur-Asíuríkja, í síðustu viku að yfirherforingi herforingjastjórnarinnar í Mjanmar fengi ekki að taka þátt í næstu ráðstefnu sambandsins.
Mjanmar Sameinuðu þjóðirnar Tengdar fréttir Herforingjastjórnin ætli að sleppa 5.600 stjórnarandstæðingum lausum Herforingjastjórnin í Mjanmar segist ætla að sleppa 5.600 pólitískum föngum lausum. Þetta var tilkynnt aðeins dögum eftir að yfirherforingjanum var meinað að mæta á leiðtogafund Sambands Suðaustur-Asíuríkja fyrir að takast ekki að koma á friði í landinu. 18. október 2021 13:47 Mjanmarski herinn handtekur lækna þrátt fyrir metfjölda smitaðra Mjanmarski herinn hefur handtekið fjölda lækna sem hafa starfað í framlínunni í baráttunni gegn Covid-19. Læknarnir hafa starfað sjálfstætt með kórónuveirusjúklingur en heilbrigðiskerfið er að þolmörkum komið í landinu þar sem fjöldi smitaðra hækkar með verjum deginum sem líður. 22. júlí 2021 10:48 Blaðamaður Reuters felldur í átökum við Talibana Danish Siddiqui, blaðamaður og ljósmyndari Reuters fréttaveitunnar, féll í bardögum stjórnarhers Afganistans og Talibana við landamæri Afganistans og Pakistans í morgun. Siddiqui var á ferð með afgönskum hermönnum þar sem þeir reyndu að ná aftur tökum á bænum Spin Boldak. 16. júlí 2021 10:29 Mest lesið Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Innlent „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Innlent Lögreglan lýsir eftir Arnari Hauki Innlent Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Innlent „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Innlent Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Erlent Fleiri fréttir Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Bresk stjórnvöld hyggja á aðgerðir gegn trúnaðarsamningum Ekki fleiri greinst með mislinga í Bandaríkjunum í 33 ár Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Bandamenn fá hótunarbréf um 25 til 40 prósent toll „Þeir verða að geta varið sig“: Hættir við að hætta vopnasendingum Yfir hundrað látnir í Texas Ellefu dagar milli nýrra jarðganga í Færeyjum Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Pútín rekur samgönguráðherrann eftir miklar raskanir á flugi Eldgos í Lewotobi Laki Laki í Indónesíu Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Um sjötíu látnir í flóðunum og stúlknanna enn leitað Sjá meira
Herforingjastjórnin ætli að sleppa 5.600 stjórnarandstæðingum lausum Herforingjastjórnin í Mjanmar segist ætla að sleppa 5.600 pólitískum föngum lausum. Þetta var tilkynnt aðeins dögum eftir að yfirherforingjanum var meinað að mæta á leiðtogafund Sambands Suðaustur-Asíuríkja fyrir að takast ekki að koma á friði í landinu. 18. október 2021 13:47
Mjanmarski herinn handtekur lækna þrátt fyrir metfjölda smitaðra Mjanmarski herinn hefur handtekið fjölda lækna sem hafa starfað í framlínunni í baráttunni gegn Covid-19. Læknarnir hafa starfað sjálfstætt með kórónuveirusjúklingur en heilbrigðiskerfið er að þolmörkum komið í landinu þar sem fjöldi smitaðra hækkar með verjum deginum sem líður. 22. júlí 2021 10:48
Blaðamaður Reuters felldur í átökum við Talibana Danish Siddiqui, blaðamaður og ljósmyndari Reuters fréttaveitunnar, féll í bardögum stjórnarhers Afganistans og Talibana við landamæri Afganistans og Pakistans í morgun. Siddiqui var á ferð með afgönskum hermönnum þar sem þeir reyndu að ná aftur tökum á bænum Spin Boldak. 16. júlí 2021 10:29