Fótbolti

Vand­ræði Börsunga halda á­fram: De Jong frá næstu vikurnar

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Frenkie De Jong í leiknum gegn Real Madríd um liðna helgi.
Frenkie De Jong í leiknum gegn Real Madríd um liðna helgi. Urbanandsport/Getty Images

Hollenski miðjumaðurinn Frenkie de Jong þurfti að yfirgefa völlinn vegna meiðsla er Barcelona tapaði 2-1 fyrir Real Madríd í El Clásíco um helgina. Tognaði hann aftan í læri og verður frá næstu vikurnar.

Það hefur hvorki gengið né rekið hjá Ronald Koeman og lærisveinum hans í Barcelona það sem af er tímabili. Eftir súrt 2-1 tap gegn erkifjendum sínum í Real Madríd um helgina er liðið í 9. sæti, sex stigum á eftir toppliði Real Sociedad og fimm á eftir Real sem á leik til góða.

Frenkie de Jong hefur verið mikilvægur hlekkur í annars þunnskipuðu liði Börsunga á leiktíðinni en ljóst er að Koeman getur ekki valið landa sinn í næstu leiki þar sem De Jong tognaði aftan í læri í tapinu um helgina.

Koeman er ekki vinsæll þessa dagana og fékk hann það óþvegið frá stuðningsmönnum félagsins að loknum leik helgarinnar.

Hvernig hann mun leysa vandræðin á miðsvæði liðsins án De Jong verður einfaldlega koma í ljós en það er ljóst að Koeman er að renna út á tíma og talið er einkar ólíklegt að hann verði enn við stjórnvölin er tímabilinu lýkur í vor.


Tengdar fréttir

„Ekki hægt að vera undir meiri pressu en ég er núna“

Barcelona fær Real Madrid í heimsókn í spænsku úrvalsdeildinni í fótbolta á morgun og Ronald Koeman, stjóri Barcelona, veit nákvæmlega hversu mikla þýðingu leikurinn gæti haft fyrir framtíð sína.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×