Lést við að sinna hættulegasta starfi Hollywood Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 25. október 2021 16:00 Minningarathöfn um Halyna Hutchins var haldin í gær. AP Photo/Chris Pizzello Tökustjórinn Halyna Hutchins lést er hún var að sinna hættulegasta starfi Hollywood þegar skot hljóp úr byssu leikarans Alec Baldwin, við tökur á kvikmyndinni Rust. Úttekt Deadline sýnir að kvikmyndatökumenn virðast í mestri hættu við störf sín í kvikmynda- og sjónvarpsþáttaframleiðslu. Sem kunnugt er lést Hutchins í síðustu viku. Fjölmiðlar hafa greint frá því að Baldwin hafi verið að æfa sig að beina byssu að myndavélinni á tökustað kvikmyndarinnar þegar skot reið af með þeim afleiðingum að Hutchins lést. Áður hefur verið greint frá því að viðstöddum hafði verið tilkynnt að byssan væri „köld“, það er að segja óhlaðin og þar með hættulaus, þegar harmleikurinn átti sér stað. Þetta staðfesti leikstjóri kvikmyndarinnar, Joel Souza í skýrslutöku hjá lögreglu. Hann slasaðist einnig í atvikinu. Í úttekt Deadline kemur fram að fjórir kvikmyndatökumenn hafi látist við tökur í Bandaríkjunum undanfarin fjögur ár, tvöfalt fleiri en tala áhættuleikara sem látist hafa við tökur. Starf kvikmyndatökumanna sé langsamlega það hættulegasta sem til er í Hollywood. Varð fyrir flutnignalest á fullri ferð Kemur fram í frétt Deadline að kvikmyndatökumenn séu yfirleitt mjög nærri því sem á sér stað við tökurnar. Oftar en ekki sé ekkert nema myndavélin á milli þeirra og bíla eða á fullri ferð, svo dæmi séu nefnd. Í frétt Deadline er birtur langur listi af kvikmyndatökumönnum sem hafa látist á tökustöðum við gerð kvikmynda eða þátta. Verið var að æfa atriði í þessari kirkju þegar Baldwin hleypti skoti úr byssu sem hann vissi ekki að væri hlaðin.AP/roberto E. Rosales Er andlát hinnar 27 ára gömlu Sara Jones árið 2014 nefnt sem sérstaklega dæmi. Hún starfaði sem aðstoðarmaður kvikmyndatöku við gerð myndarinnar Midnight Rider. Hún lést er hún varð fyrir flutningalest á fullri ferð. Hætt var við gerð myndarinnar og að lokum fór það svo að leikstjóri hennar, Randall Miller, var dæmdur í árs fangelsi fyrir manndráp af gáleysi. Eftir dauðsfall Söru varð til hreyfing sem ber nafnið Safety for Sarah, en hreyfingin berst fyrir auknu öryggi á tökustöðum. Spjótin beinast að aðstoðarleikstjóranum Fjölmiðlar ytra hafa greint frá því að í máli Hutchins beinist öll spjót að aðstoðarleikstjóranum Dave Halls. Hann rétti Baldwin umrædda byssu. Kvartað hafði verið undan honum á öðru tökusetti árið 2019 fyrir að fara ekki eftir öryggisreglum. Hann tilkynnti Baldwin að byssan væri óhlaðin þegar hann rétti honum hana. Þegar atvikið átti sér stað höfðu tökumenn og aðrir á setti lagt niður störf, nokkrum klukkustundum áður, að hluta til vegna skorts á öryggisráðstöfunum. Bandaríkin Hollywood Byssuskot Alecs Baldwin Tengdar fréttir Vitnisburðir leikstjóra og myndatökumanns varpa ljósi á atburðarásina Alec Baldwin var að æfa sig að beina byssu að myndavélinni á tökustað kvikmyndarinnar Rust þegar skot reið af með þeim afleiðingum að tökustjórinn Halyna Hutchins lést. 25. október 2021 08:03 Segir Baldwin hafa verið óhuggandi í margar klukkustundir „Hann var móðursjúkur og gjörsamlega óhuggandi í marga klukkutíma. Allir vita að þetta var slys en hann er algjörlega eyðilagður.“ Þetta hefur People eftir ónefndum heimildarmanni um ástand leikarans Alec Baldwin, eftir að hann varð tökustjóra að bana við tökur á kvikmyndinni Rust í Santa Fe í Nýju-Mexíkó á föstudag. 24. október 2021 23:53 Öll spjót beinast að aðstoðarleikstjóranum í máli Baldwin Kvartað hafði verið undan Dave Halls, aðstoðarleikstjóra myndarinnar Rust, sem rétti Alec Baldwin byssuna sem hann skaut Halyna Hutchins kvikmyndastjóra til bana með, á öðru tökusetti árið 2019 fyrir að fara ekki eftir öryggisreglum. Hann tilkynnti Baldwin að byssan væri óhlaðin þegar hann rétti honum hana. 24. október 2021 18:11 Baldwin vissi ekki að skot væri í byssunni Leikarinn Alec Baldwin vissi ekki að byssa sem aðstoðarleikstjóri kúrekamyndarinnar Rust rétti honum væri hlaðin skoti, annað hvort raunverulegu eða púðurskoti. Tökumenn og aðrir höfðu lagt niður störf nokkrum klukkustundum áður, að hluta til vegna skorts á öryggisráðstöfunum. 22. október 2021 23:58 Mest lesið Biðst ekki fullrar lausnar fyrr en úrslit kosninganna verða staðfest Innlent Dómari fær ekki að víkja í máli Margrétar Innlent Bein útsending: Trump sver embættiseið Erlent „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Innlent Málið orðið persónulegt og erfitt fyrir íbúa Seyðisfjarðar Innlent Nágrannar kæra veitingu leyfis vegna flóttafólks Innlent Heitir umfangsmestu brottvísunum í sögu Bandaríkjanna Erlent Logi leitar aðstoðar hjá sálfræðingi Innlent Andrés Ingi ráðinn framkvæmdastjóri DÍS Innlent Mjög fínt að vera hætt sem sveitarstjóri Innlent Fleiri fréttir Vopnahlé skref í rétta átt en varanlegur friður ekki í sjónmáli Biden náðar Fauci, Milley og Cheney í forvarnarskyni Játaði að hafa myrt þrjár ungar stúlkur í Southport Nord Stream-skemmdarverkin stærsti metanlekinn sem sést hefur Bein útsending: Trump sver embættiseið Níutíu Palestínumenn látnir lausir Heitir umfangsmestu brottvísunum í sögu Bandaríkjanna Fjölskyldur fögnuðu þegar gíslum var sleppt Opna fyrir Tiktok á nýjan leik Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku TikTok bann í Bandaríkjunum Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Segir miklar líkur á að Tiktok banni verði frestað Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Þrír látnir eftir loftárás Rússa Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Samþykktu vopnahlé en framtíðin óljós Innsetningarathöfnin verður innandyra í fyrsta sinn í fjörutíu ár Hæstiréttur veitir TikTok banninu blessun sína Ríkisstjórnin fundar um vopnahlé Deilur á þingi gætu komið niður á áherslum Trumps Styrkur gróðurhúsalofttegunda aldrei aukist eins hratt Andstaða gegn banni við hjónaböndum systkinabarna Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Imran Khan í fjórtán ára fangelsi Ræddu í 45 mínútur um Grænland og dönsk fyrirtæki Hindranir úr vegi og vopnahlé yfirvofandi Sjá meira
Sem kunnugt er lést Hutchins í síðustu viku. Fjölmiðlar hafa greint frá því að Baldwin hafi verið að æfa sig að beina byssu að myndavélinni á tökustað kvikmyndarinnar þegar skot reið af með þeim afleiðingum að Hutchins lést. Áður hefur verið greint frá því að viðstöddum hafði verið tilkynnt að byssan væri „köld“, það er að segja óhlaðin og þar með hættulaus, þegar harmleikurinn átti sér stað. Þetta staðfesti leikstjóri kvikmyndarinnar, Joel Souza í skýrslutöku hjá lögreglu. Hann slasaðist einnig í atvikinu. Í úttekt Deadline kemur fram að fjórir kvikmyndatökumenn hafi látist við tökur í Bandaríkjunum undanfarin fjögur ár, tvöfalt fleiri en tala áhættuleikara sem látist hafa við tökur. Starf kvikmyndatökumanna sé langsamlega það hættulegasta sem til er í Hollywood. Varð fyrir flutnignalest á fullri ferð Kemur fram í frétt Deadline að kvikmyndatökumenn séu yfirleitt mjög nærri því sem á sér stað við tökurnar. Oftar en ekki sé ekkert nema myndavélin á milli þeirra og bíla eða á fullri ferð, svo dæmi séu nefnd. Í frétt Deadline er birtur langur listi af kvikmyndatökumönnum sem hafa látist á tökustöðum við gerð kvikmynda eða þátta. Verið var að æfa atriði í þessari kirkju þegar Baldwin hleypti skoti úr byssu sem hann vissi ekki að væri hlaðin.AP/roberto E. Rosales Er andlát hinnar 27 ára gömlu Sara Jones árið 2014 nefnt sem sérstaklega dæmi. Hún starfaði sem aðstoðarmaður kvikmyndatöku við gerð myndarinnar Midnight Rider. Hún lést er hún varð fyrir flutningalest á fullri ferð. Hætt var við gerð myndarinnar og að lokum fór það svo að leikstjóri hennar, Randall Miller, var dæmdur í árs fangelsi fyrir manndráp af gáleysi. Eftir dauðsfall Söru varð til hreyfing sem ber nafnið Safety for Sarah, en hreyfingin berst fyrir auknu öryggi á tökustöðum. Spjótin beinast að aðstoðarleikstjóranum Fjölmiðlar ytra hafa greint frá því að í máli Hutchins beinist öll spjót að aðstoðarleikstjóranum Dave Halls. Hann rétti Baldwin umrædda byssu. Kvartað hafði verið undan honum á öðru tökusetti árið 2019 fyrir að fara ekki eftir öryggisreglum. Hann tilkynnti Baldwin að byssan væri óhlaðin þegar hann rétti honum hana. Þegar atvikið átti sér stað höfðu tökumenn og aðrir á setti lagt niður störf, nokkrum klukkustundum áður, að hluta til vegna skorts á öryggisráðstöfunum.
Bandaríkin Hollywood Byssuskot Alecs Baldwin Tengdar fréttir Vitnisburðir leikstjóra og myndatökumanns varpa ljósi á atburðarásina Alec Baldwin var að æfa sig að beina byssu að myndavélinni á tökustað kvikmyndarinnar Rust þegar skot reið af með þeim afleiðingum að tökustjórinn Halyna Hutchins lést. 25. október 2021 08:03 Segir Baldwin hafa verið óhuggandi í margar klukkustundir „Hann var móðursjúkur og gjörsamlega óhuggandi í marga klukkutíma. Allir vita að þetta var slys en hann er algjörlega eyðilagður.“ Þetta hefur People eftir ónefndum heimildarmanni um ástand leikarans Alec Baldwin, eftir að hann varð tökustjóra að bana við tökur á kvikmyndinni Rust í Santa Fe í Nýju-Mexíkó á föstudag. 24. október 2021 23:53 Öll spjót beinast að aðstoðarleikstjóranum í máli Baldwin Kvartað hafði verið undan Dave Halls, aðstoðarleikstjóra myndarinnar Rust, sem rétti Alec Baldwin byssuna sem hann skaut Halyna Hutchins kvikmyndastjóra til bana með, á öðru tökusetti árið 2019 fyrir að fara ekki eftir öryggisreglum. Hann tilkynnti Baldwin að byssan væri óhlaðin þegar hann rétti honum hana. 24. október 2021 18:11 Baldwin vissi ekki að skot væri í byssunni Leikarinn Alec Baldwin vissi ekki að byssa sem aðstoðarleikstjóri kúrekamyndarinnar Rust rétti honum væri hlaðin skoti, annað hvort raunverulegu eða púðurskoti. Tökumenn og aðrir höfðu lagt niður störf nokkrum klukkustundum áður, að hluta til vegna skorts á öryggisráðstöfunum. 22. október 2021 23:58 Mest lesið Biðst ekki fullrar lausnar fyrr en úrslit kosninganna verða staðfest Innlent Dómari fær ekki að víkja í máli Margrétar Innlent Bein útsending: Trump sver embættiseið Erlent „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Innlent Málið orðið persónulegt og erfitt fyrir íbúa Seyðisfjarðar Innlent Nágrannar kæra veitingu leyfis vegna flóttafólks Innlent Heitir umfangsmestu brottvísunum í sögu Bandaríkjanna Erlent Logi leitar aðstoðar hjá sálfræðingi Innlent Andrés Ingi ráðinn framkvæmdastjóri DÍS Innlent Mjög fínt að vera hætt sem sveitarstjóri Innlent Fleiri fréttir Vopnahlé skref í rétta átt en varanlegur friður ekki í sjónmáli Biden náðar Fauci, Milley og Cheney í forvarnarskyni Játaði að hafa myrt þrjár ungar stúlkur í Southport Nord Stream-skemmdarverkin stærsti metanlekinn sem sést hefur Bein útsending: Trump sver embættiseið Níutíu Palestínumenn látnir lausir Heitir umfangsmestu brottvísunum í sögu Bandaríkjanna Fjölskyldur fögnuðu þegar gíslum var sleppt Opna fyrir Tiktok á nýjan leik Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku TikTok bann í Bandaríkjunum Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Segir miklar líkur á að Tiktok banni verði frestað Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Þrír látnir eftir loftárás Rússa Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Samþykktu vopnahlé en framtíðin óljós Innsetningarathöfnin verður innandyra í fyrsta sinn í fjörutíu ár Hæstiréttur veitir TikTok banninu blessun sína Ríkisstjórnin fundar um vopnahlé Deilur á þingi gætu komið niður á áherslum Trumps Styrkur gróðurhúsalofttegunda aldrei aukist eins hratt Andstaða gegn banni við hjónaböndum systkinabarna Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Imran Khan í fjórtán ára fangelsi Ræddu í 45 mínútur um Grænland og dönsk fyrirtæki Hindranir úr vegi og vopnahlé yfirvofandi Sjá meira
Vitnisburðir leikstjóra og myndatökumanns varpa ljósi á atburðarásina Alec Baldwin var að æfa sig að beina byssu að myndavélinni á tökustað kvikmyndarinnar Rust þegar skot reið af með þeim afleiðingum að tökustjórinn Halyna Hutchins lést. 25. október 2021 08:03
Segir Baldwin hafa verið óhuggandi í margar klukkustundir „Hann var móðursjúkur og gjörsamlega óhuggandi í marga klukkutíma. Allir vita að þetta var slys en hann er algjörlega eyðilagður.“ Þetta hefur People eftir ónefndum heimildarmanni um ástand leikarans Alec Baldwin, eftir að hann varð tökustjóra að bana við tökur á kvikmyndinni Rust í Santa Fe í Nýju-Mexíkó á föstudag. 24. október 2021 23:53
Öll spjót beinast að aðstoðarleikstjóranum í máli Baldwin Kvartað hafði verið undan Dave Halls, aðstoðarleikstjóra myndarinnar Rust, sem rétti Alec Baldwin byssuna sem hann skaut Halyna Hutchins kvikmyndastjóra til bana með, á öðru tökusetti árið 2019 fyrir að fara ekki eftir öryggisreglum. Hann tilkynnti Baldwin að byssan væri óhlaðin þegar hann rétti honum hana. 24. október 2021 18:11
Baldwin vissi ekki að skot væri í byssunni Leikarinn Alec Baldwin vissi ekki að byssa sem aðstoðarleikstjóri kúrekamyndarinnar Rust rétti honum væri hlaðin skoti, annað hvort raunverulegu eða púðurskoti. Tökumenn og aðrir höfðu lagt niður störf nokkrum klukkustundum áður, að hluta til vegna skorts á öryggisráðstöfunum. 22. október 2021 23:58