Grunur um að herinn hafi hylmt yfir morð breskra hermanna Hólmfríður Gísladóttir skrifar 28. október 2021 10:37 Rose Wanyua heldur á mynd af systur sinni, Agnesi Wanjiru. epa/Daniel Irungu Hershöfðinginn Mark Carleton-Smith segist blöskra ásakanir þess efnis að breskir hermann kunni að hafa átt þátt í morðinu á konu í Kenía árið 2012. Segist hann munu vinna með yfirvöldum að því að upplýsa málið. Lík Agnesar Wanjiru, 21 árs, fannst í rotþró við Lions Court-hótelið í bænum Nanyuki, nærri þjálfunarbúðum breska hersins. Hennar hafði þá verið saknað í tvo mánuði. Rannsókn leiddi í ljós að hún hafði verið stungin og sundurlimuð. Sunday Times greindi frá því að hermaður sem hefur verið sakaður um morðið hafi játað eftir að félagar hans gáfu hann upp. Þá hefði annar hermaður greint yfirmönnum frá morðinu á sínum tíma en þeir hefðu ekki gripið til neinna aðgerða. Einstaklingar innan Verkamannaflokksins hafa kallað eftir rannsókn á því hvort hylmt hafi verið yfir morðið innan hersins. My message to the Chain of Command on allegations surrounding the actions of British Army personnel in Kenya during 2012. @BritishArmy pic.twitter.com/Kqw0qzavKS— The Chief of the General Staff (@ArmyCGS) October 27, 2021 Samkvæmt Guardian hætti Wanjiru í námi og gerðist vændiskona til að sjá fyrir barni sínu. Hún sást síðast nóttina 31. mars 2012, þar sem hún yfirgaf bar í Nanyuki í fylgd tveggja breskra hermanna. Lík hennar fannst fyrir aftan herbergi þar sem hermennirnir dvöldu. Rannsóknardómari komst að þeirri niðurstöðu árið 2019 að Wanjiru hefði verið myrt af einum eða tveimur breskum hermönnum. Hann sagði að blóð og brotinn spegill hefðu fundist á herbergi á Lions Court-hótelinu og að yfirhylming hefði mögulega átt sér stað. Dóttir Wanjiru, sem nú er 10 ára, dvelur nú hjá móðursystur sinni. „Við erum fátæk en við munum ekki þegja. Ég veit að breskir hermenn myrtu hana. Allt sem ég get gert núna er að biðja fyrir því að þeir náist,“ sagði hún í samtali við Times. Guardian greindi frá. Bretland Kenía Kynferðisofbeldi Vændi Hernaður Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Erlent Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Innlent „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Erlent Þrír fundust látnir í Noregi Erlent Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Innlent Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Innlent Fordæma árás á sjúkraliða Erlent Fleiri fréttir Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar „Það er skítkalt hérna“ Sænskur blaðamaður handtekinn í Tyrklandi Fyrsta árás Ísraelshers í Líbanon eftir vopnahlé Óttast að mörg hundruð séu látin Áhöfn kafbátsins sem sökk í Rauðahafi yfirheyrð Albanese boðar til þingkosninga 43 saknað eftir 7,7 stiga skjálfta í Mjanmar Sjá meira
Lík Agnesar Wanjiru, 21 árs, fannst í rotþró við Lions Court-hótelið í bænum Nanyuki, nærri þjálfunarbúðum breska hersins. Hennar hafði þá verið saknað í tvo mánuði. Rannsókn leiddi í ljós að hún hafði verið stungin og sundurlimuð. Sunday Times greindi frá því að hermaður sem hefur verið sakaður um morðið hafi játað eftir að félagar hans gáfu hann upp. Þá hefði annar hermaður greint yfirmönnum frá morðinu á sínum tíma en þeir hefðu ekki gripið til neinna aðgerða. Einstaklingar innan Verkamannaflokksins hafa kallað eftir rannsókn á því hvort hylmt hafi verið yfir morðið innan hersins. My message to the Chain of Command on allegations surrounding the actions of British Army personnel in Kenya during 2012. @BritishArmy pic.twitter.com/Kqw0qzavKS— The Chief of the General Staff (@ArmyCGS) October 27, 2021 Samkvæmt Guardian hætti Wanjiru í námi og gerðist vændiskona til að sjá fyrir barni sínu. Hún sást síðast nóttina 31. mars 2012, þar sem hún yfirgaf bar í Nanyuki í fylgd tveggja breskra hermanna. Lík hennar fannst fyrir aftan herbergi þar sem hermennirnir dvöldu. Rannsóknardómari komst að þeirri niðurstöðu árið 2019 að Wanjiru hefði verið myrt af einum eða tveimur breskum hermönnum. Hann sagði að blóð og brotinn spegill hefðu fundist á herbergi á Lions Court-hótelinu og að yfirhylming hefði mögulega átt sér stað. Dóttir Wanjiru, sem nú er 10 ára, dvelur nú hjá móðursystur sinni. „Við erum fátæk en við munum ekki þegja. Ég veit að breskir hermenn myrtu hana. Allt sem ég get gert núna er að biðja fyrir því að þeir náist,“ sagði hún í samtali við Times. Guardian greindi frá.
Bretland Kenía Kynferðisofbeldi Vændi Hernaður Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Erlent Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Innlent „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Erlent Þrír fundust látnir í Noregi Erlent Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Innlent Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Innlent Fordæma árás á sjúkraliða Erlent Fleiri fréttir Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar „Það er skítkalt hérna“ Sænskur blaðamaður handtekinn í Tyrklandi Fyrsta árás Ísraelshers í Líbanon eftir vopnahlé Óttast að mörg hundruð séu látin Áhöfn kafbátsins sem sökk í Rauðahafi yfirheyrð Albanese boðar til þingkosninga 43 saknað eftir 7,7 stiga skjálfta í Mjanmar Sjá meira