Telja ólíklegt að hætta sé fyrir hendi en skoða að setja upp skilti Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 28. október 2021 14:45 Umrædd svæði. Til skoðuna er hvort tilefni sé að setja skilti á og við girðinguna sem vari við lofstreymi frá þotuhreyflum. Ja.is Isavia telur ólíklegt að vegfarendur á ferð við flugbrautarenda Reykjavíkurflugvallar við Suðurgötu séu í hættu vegna loftstreymis frá kraftmiklum þotum. Þó er til skoðunar hvort tilefni sé til að vara sérstaklega við slíkri hættu. Vísir birti í gær myndband þar sem sjá mátti flugáhugamann freista þess að ná myndband af stórri Bombardier-einkaþotu skömmu fyrir flugtak. Maðurinn var staðsettur á grasbala við grindverk sem afmarkar flugvallarsvæðið við flugbrautarendann við Suðurgötu í Reykjavík. Eins og sjá má á myndbandinu fauk maðurinn nokkurra metra þegar flugmenn vélarinnar gáfu í og lofstreymi frá þotuhreyflunum barst aftur fyrir vélina. Telja að hættan á að vegfarendur fjúki sé ekki fyrir hendi Nokkur umræða skapaðist um málið í ljósi þess að þarna er um fjölfarin göngustíg og hjólreiðaleið að ræða. Var þeirri spurningu varpað upp hvort að vegfarendur gætu átt von á því að fjúka um koll af völdum lofstreymis frá þotum við aðstæður á borð við þær sem sjá má í myndbandinu, og ekki síst ef börn væru á ferð um stíginn. Í svari við fyrirspurn Vísis vegna málsins segir Guðjón Helgason, upplýsingafulltrúi Isavia, að ekki sé vitað til að tilkynning um atvik á borð við það sem sjá má á myndbandinu hafi ratað inn á borð Isavia, þó ekki sé útilokað að gömul dæmi séu um slíkt. Þá tekur hann fram að þotur af þeirri stærð og sést í myndbandinu séu ekki algengar á Reykjavíkurflugvelli, þó að þær komu stöku sinnum. Ekki sé talin að hætta sé á ferð fyrir vegfarendur sem séu að fara sína leið, án þess að vera alveg við girðinguna, á svæðinu. „Ekki er vitað til þess að tilkynning um atvik af þessu tagi hafi borist áður til okkar. Hugsanlegt er að einhver gömul dæmi séu þó um það. Þotur af þessari stærð, sem eru jafn kröftugar og sú sem hér um ræðir, eru ekki algengar á Reykjavíkurflugvelli en kom stöku sinnum. Verið er að skoða hvort tilefni sé til að setja upp viðvörunarskilti við og á girðinguna af þessu tilefni. Ekki er þó talin hætta á að vegfarendur, sem fara framhjá girðingunni án þess að fara alveg upp að henni, verði fyrir viðlíka áhrifum eins og í þessu tilviki,“ segir Guðjón. Fréttir af flugi Samgöngur Reykjavíkurflugvöllur Reykjavík Umferðaröryggi Tengdar fréttir Flaug fjóra metra vegna loftstreymis frá einkaþotu Hún var myndarleg byltan sem flugáhugamaðurinn Benedikt Sveinsson fékk er hann var að fylgjast með einkaþotu hefja flugtak á Reykjavíkurflugvelli á dögunum. Lofstreymi frá hreyflum vélarinnar feykti honum um koll út á Suðurgötuna. Spurningamerki hefur verið sett við öryggi vegfarenda á þessum slóðum í umræðum um málið. 27. október 2021 14:04 „Algjör sprenging“ í einkafluginu Sprenging hefur orðið í komum einkaflugvéla á Reykjavíkurflugvöll frá mánaðamótum, að sögn rekstrarstjóra á vellinum. Reiknað er með meiri umferð nú í júlímánuði en í júlí 2019, sem var einn besti mánuður fyrirtækisins frá upphafi. 14. júlí 2021 07:00 Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana Innlent Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Innlent Fleiri fréttir Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sjá meira
Vísir birti í gær myndband þar sem sjá mátti flugáhugamann freista þess að ná myndband af stórri Bombardier-einkaþotu skömmu fyrir flugtak. Maðurinn var staðsettur á grasbala við grindverk sem afmarkar flugvallarsvæðið við flugbrautarendann við Suðurgötu í Reykjavík. Eins og sjá má á myndbandinu fauk maðurinn nokkurra metra þegar flugmenn vélarinnar gáfu í og lofstreymi frá þotuhreyflunum barst aftur fyrir vélina. Telja að hættan á að vegfarendur fjúki sé ekki fyrir hendi Nokkur umræða skapaðist um málið í ljósi þess að þarna er um fjölfarin göngustíg og hjólreiðaleið að ræða. Var þeirri spurningu varpað upp hvort að vegfarendur gætu átt von á því að fjúka um koll af völdum lofstreymis frá þotum við aðstæður á borð við þær sem sjá má í myndbandinu, og ekki síst ef börn væru á ferð um stíginn. Í svari við fyrirspurn Vísis vegna málsins segir Guðjón Helgason, upplýsingafulltrúi Isavia, að ekki sé vitað til að tilkynning um atvik á borð við það sem sjá má á myndbandinu hafi ratað inn á borð Isavia, þó ekki sé útilokað að gömul dæmi séu um slíkt. Þá tekur hann fram að þotur af þeirri stærð og sést í myndbandinu séu ekki algengar á Reykjavíkurflugvelli, þó að þær komu stöku sinnum. Ekki sé talin að hætta sé á ferð fyrir vegfarendur sem séu að fara sína leið, án þess að vera alveg við girðinguna, á svæðinu. „Ekki er vitað til þess að tilkynning um atvik af þessu tagi hafi borist áður til okkar. Hugsanlegt er að einhver gömul dæmi séu þó um það. Þotur af þessari stærð, sem eru jafn kröftugar og sú sem hér um ræðir, eru ekki algengar á Reykjavíkurflugvelli en kom stöku sinnum. Verið er að skoða hvort tilefni sé til að setja upp viðvörunarskilti við og á girðinguna af þessu tilefni. Ekki er þó talin hætta á að vegfarendur, sem fara framhjá girðingunni án þess að fara alveg upp að henni, verði fyrir viðlíka áhrifum eins og í þessu tilviki,“ segir Guðjón.
Fréttir af flugi Samgöngur Reykjavíkurflugvöllur Reykjavík Umferðaröryggi Tengdar fréttir Flaug fjóra metra vegna loftstreymis frá einkaþotu Hún var myndarleg byltan sem flugáhugamaðurinn Benedikt Sveinsson fékk er hann var að fylgjast með einkaþotu hefja flugtak á Reykjavíkurflugvelli á dögunum. Lofstreymi frá hreyflum vélarinnar feykti honum um koll út á Suðurgötuna. Spurningamerki hefur verið sett við öryggi vegfarenda á þessum slóðum í umræðum um málið. 27. október 2021 14:04 „Algjör sprenging“ í einkafluginu Sprenging hefur orðið í komum einkaflugvéla á Reykjavíkurflugvöll frá mánaðamótum, að sögn rekstrarstjóra á vellinum. Reiknað er með meiri umferð nú í júlímánuði en í júlí 2019, sem var einn besti mánuður fyrirtækisins frá upphafi. 14. júlí 2021 07:00 Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana Innlent Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Innlent Fleiri fréttir Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sjá meira
Flaug fjóra metra vegna loftstreymis frá einkaþotu Hún var myndarleg byltan sem flugáhugamaðurinn Benedikt Sveinsson fékk er hann var að fylgjast með einkaþotu hefja flugtak á Reykjavíkurflugvelli á dögunum. Lofstreymi frá hreyflum vélarinnar feykti honum um koll út á Suðurgötuna. Spurningamerki hefur verið sett við öryggi vegfarenda á þessum slóðum í umræðum um málið. 27. október 2021 14:04
„Algjör sprenging“ í einkafluginu Sprenging hefur orðið í komum einkaflugvéla á Reykjavíkurflugvöll frá mánaðamótum, að sögn rekstrarstjóra á vellinum. Reiknað er með meiri umferð nú í júlímánuði en í júlí 2019, sem var einn besti mánuður fyrirtækisins frá upphafi. 14. júlí 2021 07:00