Rafrænir fylgiseðlar lyfja gætu orðið að veruleika með nýrri löggjöf Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 28. október 2021 16:48 Vel gæti verið að á næstu misserum verði fylgiseðlar með lyfjum rafrænir. Vísir/EgillA Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins hefur efnt til opins samráðs um endurskoðun á lyfjalöggjöf sambandsins. Norðurlöndin hafa farið þess á leit við sambandið að fylgiseðlar með lyfjum verði gerðir rafrænir. Samráðsgátt Evrópusambandsins veðrur opin fyrir athugasemdum varðandi löggjöfina til 21. desember næstkomandi en endurskoðunin er hluti af stefnu sambandsins í lyfjamálum en þá hefur heimsfaraldur Covid einnig leitt í ljós veikleika á þessu sviði sem bregðast þarf við. Þetta segir í tilkynningu á vef Stjórnarráðsins. Meginmarkmið endurskoðunarinnar verður að tryggja nægt framboð lyfja og aðgengi að þeim á sanngjörnu verði. Þá verði hvatt til nýsköpunar, meðal annars á sviðum þar sem meðferðarúrræði skortir. Þá verði stefnt að því að hagnýta nýjar vísinda- og tækniaðferðir sem koma fram á sjónarsviðið og stuðla að einföldun kerfisins. „Sem dæmi um breytingar sem snúa að endurskoðun lyfjalöggjafarinnar má nefna mögulega notkun rafrænna fylgiseðla með lyfjum. Norðurlandaþjóðirnar hafa sameiginlega farið þess á leit við Evrópusambandið að reglur um fylgiseðla með lyfjum verði endurskoðaðar þannig að heimilt verði að nota rafræna fylgiseðla eingöngu,“ segir í tilkynningunni. Samkvæmt núgildandi reglum verða lyfjapakkningar að innihalda fylgiseðl með viðkomandi lyfi á tungumáli þess lands sem lyfið er selt. „Fyrirkomulagið felur í sér ýmsa annmarka, ekki síst fyrir lítil málsvæði. Horft er til þess að rafrænir fylgiseðlar auðveldi m.a. sameiginleg lyfjainnkaup þjóða sem stuðli að lægri kostnaði og auknu lyfjaframboði, auðveldara verði að tryggja öllum notendum lyfja upplýsingar á tungumáli sem þeir skylja og eins geti rafrænir fylgiseðlar dregið úr sóun. “ Evrópusambandið Lyf Mest lesið Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Árekstur á Suðurlandsbraut Innlent Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Erlent Jarðskjálfti við Kleifarvatn Innlent Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Erlent Leita í rústum íbúðahúsa Erlent Brenndu rangt lík Erlent Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Erlent Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum Innlent Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Innlent Fleiri fréttir Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Sjá meira
Samráðsgátt Evrópusambandsins veðrur opin fyrir athugasemdum varðandi löggjöfina til 21. desember næstkomandi en endurskoðunin er hluti af stefnu sambandsins í lyfjamálum en þá hefur heimsfaraldur Covid einnig leitt í ljós veikleika á þessu sviði sem bregðast þarf við. Þetta segir í tilkynningu á vef Stjórnarráðsins. Meginmarkmið endurskoðunarinnar verður að tryggja nægt framboð lyfja og aðgengi að þeim á sanngjörnu verði. Þá verði hvatt til nýsköpunar, meðal annars á sviðum þar sem meðferðarúrræði skortir. Þá verði stefnt að því að hagnýta nýjar vísinda- og tækniaðferðir sem koma fram á sjónarsviðið og stuðla að einföldun kerfisins. „Sem dæmi um breytingar sem snúa að endurskoðun lyfjalöggjafarinnar má nefna mögulega notkun rafrænna fylgiseðla með lyfjum. Norðurlandaþjóðirnar hafa sameiginlega farið þess á leit við Evrópusambandið að reglur um fylgiseðla með lyfjum verði endurskoðaðar þannig að heimilt verði að nota rafræna fylgiseðla eingöngu,“ segir í tilkynningunni. Samkvæmt núgildandi reglum verða lyfjapakkningar að innihalda fylgiseðl með viðkomandi lyfi á tungumáli þess lands sem lyfið er selt. „Fyrirkomulagið felur í sér ýmsa annmarka, ekki síst fyrir lítil málsvæði. Horft er til þess að rafrænir fylgiseðlar auðveldi m.a. sameiginleg lyfjainnkaup þjóða sem stuðli að lægri kostnaði og auknu lyfjaframboði, auðveldara verði að tryggja öllum notendum lyfja upplýsingar á tungumáli sem þeir skylja og eins geti rafrænir fylgiseðlar dregið úr sóun. “
Evrópusambandið Lyf Mest lesið Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Árekstur á Suðurlandsbraut Innlent Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Erlent Jarðskjálfti við Kleifarvatn Innlent Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Erlent Leita í rústum íbúðahúsa Erlent Brenndu rangt lík Erlent Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Erlent Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum Innlent Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Innlent Fleiri fréttir Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Sjá meira