Olíurisar sakaðir um lygar líkt og tóbaksforstjórarnir Kjartan Kjartansson skrifar 29. október 2021 09:17 Allir olíuforstjórarnir kusu að bera vitni í gegnum fjarfundarbúnað. Hér sést Darren Woods, forstjóri Exxon Mobil, á skjá í fundarsalnum. AP/Jacquelyn Martin Forsvarsmenn stærstu olíufyrirtækja Bandaríkjanna neituðu því að fyrirtæki þeirra dreifðu upplýsingafalsi um loftslagsbreytingar þegar þeir báru eiðsvarnir vitni fyrir bandarískri þingnefnd í gær. Þingmenn sökuðu þá um að ljúga líkt og forstjórar tóbaksfyrirtækja lugu um skaðsemi reykinga á sínum tíma. Fundur eftirlitsnefndar fulltrúadeildar Bandaríkjaþings í gær var sögulegar þar sem forstjórar olíufyrirtækja voru í fyrsta skipti látnir sverja eið og svara spurningum um hvaða þátt þeir hefðu átt í að afneita loftslagsvísindum, blekka almenning og tefja fyrir aðgerðum til að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda. Olíufyrirtækin hafa lengi fjármagnað hópa sem amast gegn loftslagsvísindum en einnig hefur komið fram að vísindamenn fyrirtækjanna sjálfra vissu af hættunni sem stafaði af bruna jarðefnaeldsneytis á sama tíma og forsvarsmenn þeirra reyndu að gera lítið úr henni og koma í veg fyrir aðgerðir. Þrátt fyrir það sögðust forstjórar Exxon Mobil, Chevron, BP og Shell í Bandaríkjunum ekki taka þátt í að grafa undan loftslagsvísindum og aðgerðum. Darren Woods, forstjóri Exxon, gekk svo langt að fullyrða að yfirlýsingar fyrirtækisins um loftslagsmál hefðu alltaf verið sannleikanum samkvæmar, byggst á staðreyndum og verið í samræmi við viðtekin loftslagsvísindi. „Þó að skoðanir okkar á loftslagsbreytingum hafi þróast með tímanum þá er það einfaldlega rangt að gefa í skyn að Chevron hafi tekið þátt í að dreifa upplýsingafalsi og blekkja almenning um þessu flóknu mál,“ sagði Michael Wirth, forstjóri Chevron. Þingmenn demókrata, sem eru með meirihluta í nefndinni, gáfu lítið fyrir yfirlýsingar forstjóranna um sakleysi. Þeir hafa um mánaðaskeið reynt að fá afhent gögn um innri samskipti þeirra um loftslagsbreytingar. „Þeir ljúga augljóslega eins og tóbaksforstjórarnir gerðu,“ sagði Carolyn Maloney, formaður nefndarinnar og demókrati frá New York. Reyndu demókratar oft að líkja yfirheyrslunum í gær við fræga nefndarfundi þar sem forstjórar tóbaksframleiðenda komu fyrir bandaríska þingnefnd á 10. áratugnum. Þar héldu þeir því meðal annars fram að þeir tryðu því ekki að nikótín væri ávanabindandi. Vildu ekki lofa að hætta að standa gegn loftslagsaðgerðum Olíuforstjórarnir lögðu áherslu á hversu jarðefnaeldsneyti væri mikilvægt heimsbyggðinni og að það væri alls ekki á útleið, jafnvel þó að þeir viðurkenndu að draga þyrfti úr losun. Af sumum yfirlýsingum þeirra að dæma reyndu þeir þó að forðast að gangast að fullu við því að vara þeirra hefði skaðleg áhrif á loftslag jarðarinnar. Þannig sagði Woods, forstjóri Exxon, að bruni á olíu „gæti“ átt þátt í hnattrænni hlýnun þrátt fyrir að enginn efi sé uppi um losun manna á gróðurhúsalofttegundum sé eina ástæðan fyrir þeirri hnattrænu hlýnun sem nú á sér stað á jörðinni. Enginn olíuforstjóranna vildi heldur lofa nefndarmönnum að þeir myndu draga fyrirtæki sín út úr Bandarísku jarðolíustofnuninni (e. American Petroleum Institute), stærsta þrýstihópi olíufyrirtækjanna. Hún hefur meðal annars lagst gegn því að rafbílar verði niðurgreiddir og gjald lagt á losun metans. Franska olíufyrirtækið Total dró sig út úr hópnum í janúar vegna óánægju með þá stefnu. Þeir vildu heldur ekki skuldbinda sig til þess að leggja ekki lengur fé í að grafa undan loftslagsvísindum eða aðgerðum. Fulltrúar repúblikana í nefndinni, sem viðurkenna ekki loftslagsbreytingar sem raunverulegt vandamál, vörðu sínum spurningum fyrst og fremst í að verja olíuforstjórana, þakka þeim fyrir störf sín og gagnrýna demókrata fyrir að halda vitnaleiðslurnar sem þeir kölluðu pólitískt leikrit. Maloney, formaður nefndarinnar, tilkynnti eftir sex klukkustunda langan fund að hún ætlaði sér að stefna fyrirtækjunum til að afhenda gögnin sem nefndin sækist eftir um hvernig fyrirtækin hafa þyrlað upp ryki um loftslagsbreytingar í gegnum tíðina. Loftslagsmál Bensín og olía Bandaríkin Tengdar fréttir Olíuforkólfar svara fyrir upplýsingafals um loftslagsbreytingar Æðstu stjórnendur Exxon Mobil og annarra olíurisa koma fyrir bandaríska þingnefnd til að svara spurningum um hvernig olíufyrirtækin gerðu lítið úr viðvörunum um loftslagsbreytingar og dreifðu upplýsingafalsi um áratugaskeið. Forstjóri Exxon neitaði því að fyrirtæki hans hefði dreift falsi um loftslagsmál. 28. október 2021 15:07 Mest lesið Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Innlent Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Innlent Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Erlent Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Erlent Fleiri fréttir „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Bukele ryður leiðina að einræði í El Salvador Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Múhameð eykur forskotið og enginn nefndur Keir Gera miklar breytingar á kjördæmum Texas, að beiðni Trumps Suðureyjargöng skilyrt hækkun eftirlaunaaldurs Kínverjar leita leiða til að granda gervihnöttum Musks Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Létu sprengjum rigna á Kænugarð Segja 30 hafa látist í skotárás Ísraelshers við dreifingu neyðargagna Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Sjö dáið úr hungri síðasta sólarhringinn Rannsaka tengsl þyngdarstjórnunarlyfja við bráða brisbólgu Gargaði á flokksfélaga sína Fyrsta ástralska geimflaugin flaug í fjórtán sekúndur Maxwell vill friðhelgi fyrir vitnisburðinn Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Pokrovsk riðar til falls 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir „Hann stal henni“ Bretar hyggjast viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt ríki Sjá meira
Fundur eftirlitsnefndar fulltrúadeildar Bandaríkjaþings í gær var sögulegar þar sem forstjórar olíufyrirtækja voru í fyrsta skipti látnir sverja eið og svara spurningum um hvaða þátt þeir hefðu átt í að afneita loftslagsvísindum, blekka almenning og tefja fyrir aðgerðum til að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda. Olíufyrirtækin hafa lengi fjármagnað hópa sem amast gegn loftslagsvísindum en einnig hefur komið fram að vísindamenn fyrirtækjanna sjálfra vissu af hættunni sem stafaði af bruna jarðefnaeldsneytis á sama tíma og forsvarsmenn þeirra reyndu að gera lítið úr henni og koma í veg fyrir aðgerðir. Þrátt fyrir það sögðust forstjórar Exxon Mobil, Chevron, BP og Shell í Bandaríkjunum ekki taka þátt í að grafa undan loftslagsvísindum og aðgerðum. Darren Woods, forstjóri Exxon, gekk svo langt að fullyrða að yfirlýsingar fyrirtækisins um loftslagsmál hefðu alltaf verið sannleikanum samkvæmar, byggst á staðreyndum og verið í samræmi við viðtekin loftslagsvísindi. „Þó að skoðanir okkar á loftslagsbreytingum hafi þróast með tímanum þá er það einfaldlega rangt að gefa í skyn að Chevron hafi tekið þátt í að dreifa upplýsingafalsi og blekkja almenning um þessu flóknu mál,“ sagði Michael Wirth, forstjóri Chevron. Þingmenn demókrata, sem eru með meirihluta í nefndinni, gáfu lítið fyrir yfirlýsingar forstjóranna um sakleysi. Þeir hafa um mánaðaskeið reynt að fá afhent gögn um innri samskipti þeirra um loftslagsbreytingar. „Þeir ljúga augljóslega eins og tóbaksforstjórarnir gerðu,“ sagði Carolyn Maloney, formaður nefndarinnar og demókrati frá New York. Reyndu demókratar oft að líkja yfirheyrslunum í gær við fræga nefndarfundi þar sem forstjórar tóbaksframleiðenda komu fyrir bandaríska þingnefnd á 10. áratugnum. Þar héldu þeir því meðal annars fram að þeir tryðu því ekki að nikótín væri ávanabindandi. Vildu ekki lofa að hætta að standa gegn loftslagsaðgerðum Olíuforstjórarnir lögðu áherslu á hversu jarðefnaeldsneyti væri mikilvægt heimsbyggðinni og að það væri alls ekki á útleið, jafnvel þó að þeir viðurkenndu að draga þyrfti úr losun. Af sumum yfirlýsingum þeirra að dæma reyndu þeir þó að forðast að gangast að fullu við því að vara þeirra hefði skaðleg áhrif á loftslag jarðarinnar. Þannig sagði Woods, forstjóri Exxon, að bruni á olíu „gæti“ átt þátt í hnattrænni hlýnun þrátt fyrir að enginn efi sé uppi um losun manna á gróðurhúsalofttegundum sé eina ástæðan fyrir þeirri hnattrænu hlýnun sem nú á sér stað á jörðinni. Enginn olíuforstjóranna vildi heldur lofa nefndarmönnum að þeir myndu draga fyrirtæki sín út úr Bandarísku jarðolíustofnuninni (e. American Petroleum Institute), stærsta þrýstihópi olíufyrirtækjanna. Hún hefur meðal annars lagst gegn því að rafbílar verði niðurgreiddir og gjald lagt á losun metans. Franska olíufyrirtækið Total dró sig út úr hópnum í janúar vegna óánægju með þá stefnu. Þeir vildu heldur ekki skuldbinda sig til þess að leggja ekki lengur fé í að grafa undan loftslagsvísindum eða aðgerðum. Fulltrúar repúblikana í nefndinni, sem viðurkenna ekki loftslagsbreytingar sem raunverulegt vandamál, vörðu sínum spurningum fyrst og fremst í að verja olíuforstjórana, þakka þeim fyrir störf sín og gagnrýna demókrata fyrir að halda vitnaleiðslurnar sem þeir kölluðu pólitískt leikrit. Maloney, formaður nefndarinnar, tilkynnti eftir sex klukkustunda langan fund að hún ætlaði sér að stefna fyrirtækjunum til að afhenda gögnin sem nefndin sækist eftir um hvernig fyrirtækin hafa þyrlað upp ryki um loftslagsbreytingar í gegnum tíðina.
Loftslagsmál Bensín og olía Bandaríkin Tengdar fréttir Olíuforkólfar svara fyrir upplýsingafals um loftslagsbreytingar Æðstu stjórnendur Exxon Mobil og annarra olíurisa koma fyrir bandaríska þingnefnd til að svara spurningum um hvernig olíufyrirtækin gerðu lítið úr viðvörunum um loftslagsbreytingar og dreifðu upplýsingafalsi um áratugaskeið. Forstjóri Exxon neitaði því að fyrirtæki hans hefði dreift falsi um loftslagsmál. 28. október 2021 15:07 Mest lesið Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Innlent Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Innlent Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Erlent Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Erlent Fleiri fréttir „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Bukele ryður leiðina að einræði í El Salvador Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Múhameð eykur forskotið og enginn nefndur Keir Gera miklar breytingar á kjördæmum Texas, að beiðni Trumps Suðureyjargöng skilyrt hækkun eftirlaunaaldurs Kínverjar leita leiða til að granda gervihnöttum Musks Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Létu sprengjum rigna á Kænugarð Segja 30 hafa látist í skotárás Ísraelshers við dreifingu neyðargagna Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Sjö dáið úr hungri síðasta sólarhringinn Rannsaka tengsl þyngdarstjórnunarlyfja við bráða brisbólgu Gargaði á flokksfélaga sína Fyrsta ástralska geimflaugin flaug í fjórtán sekúndur Maxwell vill friðhelgi fyrir vitnisburðinn Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Pokrovsk riðar til falls 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir „Hann stal henni“ Bretar hyggjast viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt ríki Sjá meira
Olíuforkólfar svara fyrir upplýsingafals um loftslagsbreytingar Æðstu stjórnendur Exxon Mobil og annarra olíurisa koma fyrir bandaríska þingnefnd til að svara spurningum um hvernig olíufyrirtækin gerðu lítið úr viðvörunum um loftslagsbreytingar og dreifðu upplýsingafalsi um áratugaskeið. Forstjóri Exxon neitaði því að fyrirtæki hans hefði dreift falsi um loftslagsmál. 28. október 2021 15:07