Slegist um nýjar íbúðarlóðir á Hellu Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 30. október 2021 13:32 Unnið við nýja íbúðargötu á Hellu, sem heitir Kjarralda Aðsend Hella er að verða einn vinsælasti staðurinn á Suðurlandi til að búa á því rúmlega eitt hundrað lóðarumsóknir bárust um sautján lóðir, sem var úthlutað í vikunni. Í nokkrum tilfellum vorum fjórtán umsóknir um sömu lóðina. Miklar byggingaframkvæmdir eiga sér víða stað á Suðurlandi eins og í Hveragerði, Ölfusi og í Árborg en nú virðist áhugi fólks vera að aukast að fara austar á svæðinu og byggja sér framtíðarheimili á Hellu og þar í kring. Byggðarráð Rangárþings ytra hafði allavega nóg að gera á fundi sínum í vikunni að draga úr umsóknum um nýjar byggingalóðir á Hellu. Ágúst Sigurðsson er sveitarstjóri sveitarfélagsins. „Það voru 101 lóðarumsókn, sem þykir mikið í okkar sveitarfélagi og allt að 14 umsóknir um hverja lóð, þannig að það var líf og fjör hjá okkur á fundinum. Þetta voru sem sagt 17 lóðir, sem við vorum að úthluta, þarf af 15 íbúðalóðir með 33 þremur íbúaeiningum og síðan tvær atvinnulóðir og þetta tókst ágætlega en við erum ekki vön því að draga svona mikið á milli umsækjenda, það er alveg nýtt fyrir okkur,“ segir Ágúst. Hér er verið að draga um lóðir á fundi byggðaráðs Rangárþing ytra í vikunni.Aðsend En hvernig skýrir Ágúst þennan mikla áhuga á lóðum á Hellu? „Bæði er íbúum að fjölga og menn sjá bara að það er ákjósanlegt að byggja hér hjá okkur. Hér seljast allar íbúðir sem settar eru á sölu og það vantar bara fleiri, það er einfaldlega þannig.“ Þannig að Hella er greinilega að sjá í gegn? „Já, Hella er náttúrulega bara að slá í gegn og þetta svæði hér. Þessi þróun er auðvitað bara að færast hingað austar. Menn þekkja að það hefur verið mjög mikil uppbygging í kringum Reykjavík á síðustu árum en nú er þetta bara að færast hérna austur og nú eru menn bara mættir á Hellu og vilja fá lóðir þannig að við erum á fullu við að skipuleggja nýjar lóðir og ný hverfi þannig að það sé hægt að anna þessari eftirspurn,“ segir Ágúst. En er ekki gaman að vera sveitarstjóri í svona vinsælu sveitarfélagi? „Jú, það er bara mjög gaman, sveitarstjórastarfið er bara mjög skemmtilegt,“ sagði Ágúst kampakátur með vinsældir byggingalóða á Hellu en þar er slegist um nýjar íbúðalóðir þessa dagana. vikunni. Hella er „heitur“ staður á Suðurlandi um þessar mundir.Magnús Hlynur Hreiðarsson Rangárþing ytra Byggingariðnaður Mest lesið Íslensk stúlka í útskriftarveislu sem breyttist í martröð Innlent Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Innlent Dúxinn í Kvennó úr óvæntri átt Innlent Lét öllum illum látum og fær engar bætur Innlent Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Innlent Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni Innlent „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Innlent Tíu milljónum fátækari eftir augnablik af einbeitingarleysi Innlent Frystir Facebook hópinn og rýfur tengsl við Sósíalistaflokkinn Innlent Telur að meðleigjandinn hafi kveikt í Innlent Fleiri fréttir Rétt náði að stilla hjálminn sem bjargaði lífi dótturinnar Átta nemendur með ágætiseinkunn Margt til fyrirmyndar á Íslandi en gerir athugasemd við einangrunarvistun ódæmdra fanga Oscar fluttur úr landi á þriðjudag Sveitastjóraskipti í Reykhólahreppi Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Fasteignamat fyrir 2026: Seltjarnarnes hástökkvarinn á höfuðborgarsvæðinu Tjaldaði á túni í miðborg Reykjavíkur Samrunatillögur bankanna og sjóveikur sundkappi Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Viðja bar sex lömbum takk fyrir „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Dúxinn greip í saxófóninn Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Bein útsending: Uggandi yfir breytingum á Heiðmörk Úrslit hjá sósíalistum nær nákvæmlega eftir leiðbeiningum Dró vélarvana fiskibát að landi nærri Grindavík Bein útsending: Norðurslóðir í breyttum heimi Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Óttast að stefna Trump-stjórnarinnar fæli námsmenn frá Bandaríkjunum Ísland verði að hafa skoðun á vörnum NATO við landið Fasteignamatið hækkar og áhyggjufullir námsmenn Staðfesta byggingaráform á Fannborgar- og Traðarreit Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Kanna hvort ástæða sé til að endurvekja kjörstað í Fljótum Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni „Vestfirska efnahagsævintýrið“ í hættu verði veiðigjöldin hækkuð „Allsvakalega vímaður og ölvaður“ kallaði lögreglumenn „fagga og tíkur“ Sparnaðurinn bitni á fjölskyldum Málið alvarlegra en stjórnmálamenn gera sér grein fyrir Sjá meira
Miklar byggingaframkvæmdir eiga sér víða stað á Suðurlandi eins og í Hveragerði, Ölfusi og í Árborg en nú virðist áhugi fólks vera að aukast að fara austar á svæðinu og byggja sér framtíðarheimili á Hellu og þar í kring. Byggðarráð Rangárþings ytra hafði allavega nóg að gera á fundi sínum í vikunni að draga úr umsóknum um nýjar byggingalóðir á Hellu. Ágúst Sigurðsson er sveitarstjóri sveitarfélagsins. „Það voru 101 lóðarumsókn, sem þykir mikið í okkar sveitarfélagi og allt að 14 umsóknir um hverja lóð, þannig að það var líf og fjör hjá okkur á fundinum. Þetta voru sem sagt 17 lóðir, sem við vorum að úthluta, þarf af 15 íbúðalóðir með 33 þremur íbúaeiningum og síðan tvær atvinnulóðir og þetta tókst ágætlega en við erum ekki vön því að draga svona mikið á milli umsækjenda, það er alveg nýtt fyrir okkur,“ segir Ágúst. Hér er verið að draga um lóðir á fundi byggðaráðs Rangárþing ytra í vikunni.Aðsend En hvernig skýrir Ágúst þennan mikla áhuga á lóðum á Hellu? „Bæði er íbúum að fjölga og menn sjá bara að það er ákjósanlegt að byggja hér hjá okkur. Hér seljast allar íbúðir sem settar eru á sölu og það vantar bara fleiri, það er einfaldlega þannig.“ Þannig að Hella er greinilega að sjá í gegn? „Já, Hella er náttúrulega bara að slá í gegn og þetta svæði hér. Þessi þróun er auðvitað bara að færast hingað austar. Menn þekkja að það hefur verið mjög mikil uppbygging í kringum Reykjavík á síðustu árum en nú er þetta bara að færast hérna austur og nú eru menn bara mættir á Hellu og vilja fá lóðir þannig að við erum á fullu við að skipuleggja nýjar lóðir og ný hverfi þannig að það sé hægt að anna þessari eftirspurn,“ segir Ágúst. En er ekki gaman að vera sveitarstjóri í svona vinsælu sveitarfélagi? „Jú, það er bara mjög gaman, sveitarstjórastarfið er bara mjög skemmtilegt,“ sagði Ágúst kampakátur með vinsældir byggingalóða á Hellu en þar er slegist um nýjar íbúðalóðir þessa dagana. vikunni. Hella er „heitur“ staður á Suðurlandi um þessar mundir.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Rangárþing ytra Byggingariðnaður Mest lesið Íslensk stúlka í útskriftarveislu sem breyttist í martröð Innlent Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Innlent Dúxinn í Kvennó úr óvæntri átt Innlent Lét öllum illum látum og fær engar bætur Innlent Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Innlent Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni Innlent „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Innlent Tíu milljónum fátækari eftir augnablik af einbeitingarleysi Innlent Frystir Facebook hópinn og rýfur tengsl við Sósíalistaflokkinn Innlent Telur að meðleigjandinn hafi kveikt í Innlent Fleiri fréttir Rétt náði að stilla hjálminn sem bjargaði lífi dótturinnar Átta nemendur með ágætiseinkunn Margt til fyrirmyndar á Íslandi en gerir athugasemd við einangrunarvistun ódæmdra fanga Oscar fluttur úr landi á þriðjudag Sveitastjóraskipti í Reykhólahreppi Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Fasteignamat fyrir 2026: Seltjarnarnes hástökkvarinn á höfuðborgarsvæðinu Tjaldaði á túni í miðborg Reykjavíkur Samrunatillögur bankanna og sjóveikur sundkappi Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Viðja bar sex lömbum takk fyrir „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Dúxinn greip í saxófóninn Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Bein útsending: Uggandi yfir breytingum á Heiðmörk Úrslit hjá sósíalistum nær nákvæmlega eftir leiðbeiningum Dró vélarvana fiskibát að landi nærri Grindavík Bein útsending: Norðurslóðir í breyttum heimi Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Óttast að stefna Trump-stjórnarinnar fæli námsmenn frá Bandaríkjunum Ísland verði að hafa skoðun á vörnum NATO við landið Fasteignamatið hækkar og áhyggjufullir námsmenn Staðfesta byggingaráform á Fannborgar- og Traðarreit Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Kanna hvort ástæða sé til að endurvekja kjörstað í Fljótum Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni „Vestfirska efnahagsævintýrið“ í hættu verði veiðigjöldin hækkuð „Allsvakalega vímaður og ölvaður“ kallaði lögreglumenn „fagga og tíkur“ Sparnaðurinn bitni á fjölskyldum Málið alvarlegra en stjórnmálamenn gera sér grein fyrir Sjá meira