Modi tilkynnti um kolefnishlutleysi Indlands árið 2070 Kjartan Kjartansson skrifar 1. nóvember 2021 22:47 Modi, forsætisráðherra Indlands, á COP26-ráðstefnunni í Glasgow. Vísir/EPA Narendra Modi, forsætisráðherra Indlands, tilkynnti nokkuð óvænt um nýtt markmið þjóðar sinnar um kolefnishlutleysi fyrir árið 2070 á COP26-loftslagsráðstefnunni í Glasgow í dag. Eitt helsta markmið fundarins er að setja stefnuna á kolefnishlutleysi árið 2050 en ekki var búist við að Indverjar ætluðu að taka undir það. Indland er þriðji stærsti losandi gróðurhúsalofttegunda í heiminum um þessar mundir. Í aðdraganda ráðstefnunnar sem hófst í Glasgow í gær höfðu indverskir embættismenn talað um að þeir hefðu ekki hug á að taka þátt í markmiði um kolefnishlutleysi fyrir miðja öldina. Mikilvægara væri að ákveða hvernig hægt væri að draga úr losun á næstu árum og áratugum. Modi tilkynnti um kolefnishlutleysismarkmið Indlands í blálok ávarps síns á ráðstefnunni í dag. Það sætti tíðindum því Indverjar hafa ekki áður sett sér markmið um að losun gróðurhúsalofttegunda verði nettó hlutlaus, eða að hún verði ekki umfram það magn kolefnis sem er bundið í landinu. Gangi markmið Indverja og annarra þjóða eftir verja Indverjar tuttugu árum á eftir Bandaríkjamönnum og Evrópubúum að ná kolefnishlutleysi og tíu árum á eftir Kínverjum. Þrátt fyrir að Indland sé um þessar stundir þriðji stærsti losandi heims hefur landið aðeins losað rúm þrjú prósent af öllum þeim gróðurhúsalofttegundum sem mannkynið hefur spúið út í andrúmsloft jarðar í gegnum tíðina og bera þannig tiltölulega litla ábyrgð á þeim loftslagsbreytingum sem nú eiga sér stað og eru fyrirsjáanlegar. Indverjar eru fleiri en milljarður talsins og er losun þar miðað við höfðatölu margfalt lægri en í þróaðri ríkjum. Breska ríkisútvarpið BBC segir að árið 2019 hafi losun þar verið um 1,9 tonn af koltvísýringi á mann, borið saman við 15,5 tonn á hvern Bandaríkjamann og 12,5 tonn á hvern Rússa. Ætla að framleiða helming orkunnar á vistvænan hátt innan tíu ára Modi setti fram fleiri fyrirheit á COP26-ráðstefnunni. Sagði hann Indland stefna á að endurnýjanlegir orkugjafar framleiði helming alrlar orku í landinu fyrir árið 2030. Dregið verði úr losun um milljarð tonna fyrir þann tíma. Til þess að það náist þarf umbyltingu á orkukerfi Indlands en það framleiðir nú um helming af raforku sinni með því að brenna kolum, verstu uppsprettu gróðurhúsalofttegunda. COP26 Loftslagsmál Indland Tengdar fréttir Líkti heiminum við Bond bundinn við dómsdagstæki Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, varaði aðra þjóðarleiðtoga á loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna, COP26, við því að aðgerðarleysi myndi kosta þá. Hann byrjaði á því að segja heiminn fastan við „dómsdagstæki“ úr kvikmynd um James Bond og það þyrfti að finna leið til að aftengja það. 1. nóvember 2021 13:49 COP26 sett í Glasgow: „Okkar síðasta og besta von“ Loftslagsráðstefna Sameinuðu þjóðanna, COP26, var sett í morgun. Setningin markar upphaf tveggja vikna fundarhalda og viðræðna þar sem fulltrúar næstum 200 ríkja freista þess að ná saman um aðgerðir til að draga úr útblæstri gróðurhúsalofttegunda og stemma stigum við áhrifum af hnattrænni hlýnun. 31. október 2021 13:19 Mest lesið Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Innlent Bein útsending: Deildarmyrkvi á sólu Innlent Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Innlent Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Erlent Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Erlent Tala látinna komin yfir þúsund Erlent Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík Innlent RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Innlent Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Innlent „Það er skítkalt hérna“ Erlent Fleiri fréttir Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar „Það er skítkalt hérna“ Sænskur blaðamaður handtekinn í Tyrklandi Fyrsta árás Ísraelshers í Líbanon eftir vopnahlé Óttast að mörg hundruð séu látin Áhöfn kafbátsins sem sökk í Rauðahafi yfirheyrð Albanese boðar til þingkosninga 43 saknað eftir 7,7 stiga skjálfta í Mjanmar Beinir spjótum sínum að Smithsonian og „sögufölsunum“ Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Lagður inn á sjúkrahús vegna aukaverkana krabbameinsmeðferðar Ísraelar kvörtuðu yfir „Signalgate“ Ný ríkisstjórn í höfn á Grænlandi Nýjum drögum frá Trump lýst sem ránstilraun Ætlar að fjölga hermönnum á norðurslóðum Myndaði segulljós Neptúnusar í fyrsta skipti Sex taldir af eftir kafbátaslys Biður til Guðs að Bandaríkin gefi ekki eftir Segjast ræða um að opna aftur Nord Stream-gasleiðslurnar Hundruð tapa milljónum í viskísvikamyllu Samþykkti umdeilt bann við hælisumsóknum Suðurkóresk börn send úr landi eins og „farangur“ Hyggst leggja 25 prósent toll á allar innfluttar bifreiðar Trump um Grænland: „Við verðum að eignast þetta land“ Rétta yfir Bolsonaro fyrir valdaránstilraun Sagði nákvæmlega hvenær árásirnar myndu hefjast Mesta endurnýjun vopnabúrs Svíþjóðar frá kalda stríðinu Sjá meira
Indland er þriðji stærsti losandi gróðurhúsalofttegunda í heiminum um þessar mundir. Í aðdraganda ráðstefnunnar sem hófst í Glasgow í gær höfðu indverskir embættismenn talað um að þeir hefðu ekki hug á að taka þátt í markmiði um kolefnishlutleysi fyrir miðja öldina. Mikilvægara væri að ákveða hvernig hægt væri að draga úr losun á næstu árum og áratugum. Modi tilkynnti um kolefnishlutleysismarkmið Indlands í blálok ávarps síns á ráðstefnunni í dag. Það sætti tíðindum því Indverjar hafa ekki áður sett sér markmið um að losun gróðurhúsalofttegunda verði nettó hlutlaus, eða að hún verði ekki umfram það magn kolefnis sem er bundið í landinu. Gangi markmið Indverja og annarra þjóða eftir verja Indverjar tuttugu árum á eftir Bandaríkjamönnum og Evrópubúum að ná kolefnishlutleysi og tíu árum á eftir Kínverjum. Þrátt fyrir að Indland sé um þessar stundir þriðji stærsti losandi heims hefur landið aðeins losað rúm þrjú prósent af öllum þeim gróðurhúsalofttegundum sem mannkynið hefur spúið út í andrúmsloft jarðar í gegnum tíðina og bera þannig tiltölulega litla ábyrgð á þeim loftslagsbreytingum sem nú eiga sér stað og eru fyrirsjáanlegar. Indverjar eru fleiri en milljarður talsins og er losun þar miðað við höfðatölu margfalt lægri en í þróaðri ríkjum. Breska ríkisútvarpið BBC segir að árið 2019 hafi losun þar verið um 1,9 tonn af koltvísýringi á mann, borið saman við 15,5 tonn á hvern Bandaríkjamann og 12,5 tonn á hvern Rússa. Ætla að framleiða helming orkunnar á vistvænan hátt innan tíu ára Modi setti fram fleiri fyrirheit á COP26-ráðstefnunni. Sagði hann Indland stefna á að endurnýjanlegir orkugjafar framleiði helming alrlar orku í landinu fyrir árið 2030. Dregið verði úr losun um milljarð tonna fyrir þann tíma. Til þess að það náist þarf umbyltingu á orkukerfi Indlands en það framleiðir nú um helming af raforku sinni með því að brenna kolum, verstu uppsprettu gróðurhúsalofttegunda.
COP26 Loftslagsmál Indland Tengdar fréttir Líkti heiminum við Bond bundinn við dómsdagstæki Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, varaði aðra þjóðarleiðtoga á loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna, COP26, við því að aðgerðarleysi myndi kosta þá. Hann byrjaði á því að segja heiminn fastan við „dómsdagstæki“ úr kvikmynd um James Bond og það þyrfti að finna leið til að aftengja það. 1. nóvember 2021 13:49 COP26 sett í Glasgow: „Okkar síðasta og besta von“ Loftslagsráðstefna Sameinuðu þjóðanna, COP26, var sett í morgun. Setningin markar upphaf tveggja vikna fundarhalda og viðræðna þar sem fulltrúar næstum 200 ríkja freista þess að ná saman um aðgerðir til að draga úr útblæstri gróðurhúsalofttegunda og stemma stigum við áhrifum af hnattrænni hlýnun. 31. október 2021 13:19 Mest lesið Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Innlent Bein útsending: Deildarmyrkvi á sólu Innlent Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Innlent Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Erlent Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Erlent Tala látinna komin yfir þúsund Erlent Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík Innlent RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Innlent Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Innlent „Það er skítkalt hérna“ Erlent Fleiri fréttir Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar „Það er skítkalt hérna“ Sænskur blaðamaður handtekinn í Tyrklandi Fyrsta árás Ísraelshers í Líbanon eftir vopnahlé Óttast að mörg hundruð séu látin Áhöfn kafbátsins sem sökk í Rauðahafi yfirheyrð Albanese boðar til þingkosninga 43 saknað eftir 7,7 stiga skjálfta í Mjanmar Beinir spjótum sínum að Smithsonian og „sögufölsunum“ Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Lagður inn á sjúkrahús vegna aukaverkana krabbameinsmeðferðar Ísraelar kvörtuðu yfir „Signalgate“ Ný ríkisstjórn í höfn á Grænlandi Nýjum drögum frá Trump lýst sem ránstilraun Ætlar að fjölga hermönnum á norðurslóðum Myndaði segulljós Neptúnusar í fyrsta skipti Sex taldir af eftir kafbátaslys Biður til Guðs að Bandaríkin gefi ekki eftir Segjast ræða um að opna aftur Nord Stream-gasleiðslurnar Hundruð tapa milljónum í viskísvikamyllu Samþykkti umdeilt bann við hælisumsóknum Suðurkóresk börn send úr landi eins og „farangur“ Hyggst leggja 25 prósent toll á allar innfluttar bifreiðar Trump um Grænland: „Við verðum að eignast þetta land“ Rétta yfir Bolsonaro fyrir valdaránstilraun Sagði nákvæmlega hvenær árásirnar myndu hefjast Mesta endurnýjun vopnabúrs Svíþjóðar frá kalda stríðinu Sjá meira
Líkti heiminum við Bond bundinn við dómsdagstæki Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, varaði aðra þjóðarleiðtoga á loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna, COP26, við því að aðgerðarleysi myndi kosta þá. Hann byrjaði á því að segja heiminn fastan við „dómsdagstæki“ úr kvikmynd um James Bond og það þyrfti að finna leið til að aftengja það. 1. nóvember 2021 13:49
COP26 sett í Glasgow: „Okkar síðasta og besta von“ Loftslagsráðstefna Sameinuðu þjóðanna, COP26, var sett í morgun. Setningin markar upphaf tveggja vikna fundarhalda og viðræðna þar sem fulltrúar næstum 200 ríkja freista þess að ná saman um aðgerðir til að draga úr útblæstri gróðurhúsalofttegunda og stemma stigum við áhrifum af hnattrænni hlýnun. 31. október 2021 13:19