Varð heiðarleikinn HK-ingum að falli? „Hefði viljað sjá hana taka smá leikara“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 2. nóvember 2021 23:01 Atvikið þegar HK-ingurinn Jóhanna Margrét Sigurðardóttir braust í gegnum vörn KA/Þórs undir lok leiks liðanna um helgina. stöð 2 sport HK gerði góða ferð norður yfir heiðar og gerði jafntefli, 26-26, við Íslands- og bikarmeistara KA/Þórs í Olís-deild kvenna á laugardaginn. Sérfræðingar Seinni bylgjunnar eru á því að HK-ingar hafi verið snuðaðir um vítakast undir lok leiksins. Í lokasókn HK, þegar staðan var 26-26, sótti Jóhanna Margrét Sigurðardóttir á vörn KA/Þórs, og virtist vera komin í vænlega stöðu þegar Aldís Ásta Heimisdóttir braut á henni. HK-ingar vildu fá vítakast en fengu bara aukakast. Þær Sunneva Einarsdóttir og Anna Úrsúla Guðmundsdóttir voru á því að það hafi verið rangur dómur. „Mér finnst þetta vera víti. Hún er komin í gegn,“ sagði Sunneva í Seinni bylgjunni í gær. „Hún [Aldís Ásta] er búin að missa af henni, þær taka við henni og eru inni í teig. Svo held ég að hún [Jóhanna Margrét] hafi séð að það hafi verið svo lítið eftir og hafi drifið sig í að taka aukakastið sem eru bara eðlileg viðbrögð. En ég horfði á þetta og þetta er bara víti og meira að segja jafnvel tvær mínútur á Aldísi því hún missti af henni,“ sagði Anna Úrsúla. Þær Sunneva veltu fyrir sér hvort Jóhanna Margrét hafi ef til vill verið of heiðarleg í þessu tilfelli. „Ég hefði viljað sjá hana taka smá leikara,“ sagði Sunneva. „Hún hefði ekki einu sinni þurft þess. Dómararnir hefðu átt að sjá þetta,“ bætti Anna Úrsúla við. Svava Kristín Grétarsdóttir skaut því þá inn að líklega hefði smá röfl skilað HK vítakasti. Klippa: Seinni bylgjan - Lokasekúndurnar hjá KA/Þór og HK Sérfræðingarnir fóru einnig yfir reikistefnununa undir lok leiks þegar Andri Snær Stefánsson, þjálfari KA/Þórs, bað um leikhlé. Ekki var vitað hversu langan tíma Akureyringar hefðu eftir leikhléið en á endanum var það ein sekúnda. Það dugði KA/Þór ekki til að skora sigurmarkið. KA/Þór er í 4. sæti Olís-deildarinnar með fimm stig eftir fjóra leiki en HK í 5. sætinu með þrjú stig eftir fimm leiki. Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði. Olís-deild kvenna Seinni bylgjan KA Þór Akureyri HK Tengdar fréttir HK sótti stig gegn Íslandsmeisturunum | Stjarnan hafði betur úti í Eyjum HK-ingar sóttu gott stig norður á Akureyri er liðið gerði jafntefli við Íslandsmeistara KA/Þórs í Olís-deild kvenna í dag, 26-26. Þá unnu Stjörnukonur góðan tveggja marka útisigur gegn ÍBV, 26-24. 30. október 2021 17:00 Mest lesið Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda Fótbolti Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Fótbolti „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Fótbolti Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Fótbolti Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Fótbolti Myndasyrpa: Borg ástarinnar stóð ekki undir nafni Fótbolti „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Íslenski boltinn Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs Fótbolti Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda Enski boltinn Fleiri fréttir Birna Berg snýr aftur í landsliðið og tveir nýliðar Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Nýliðar KA/Þórs byrja með sigri Langþráð hjá Melsungen Viggó markahæstur í eins marks tapi KA lagði nýliðana á Selfossi Stórleikur Söndru tryggði ÍBV sigur Hófu titilvörnina með sigri og Sara með stórleik á Ásvöllum „Verður ekki meira svekkjandi en þetta“ Ómar Ingi skyggði á Gidsel Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Elín Klara markahæst í risasigri Nýliðarnir byrja á góðum sigri Afturelding marði Hauka í Hafnafirði Fram byrjar tímabilið á sterkum útisigri í Kaplakrika Íslendingarnir tryggði Gummersbach sigur Ómar Ingi með sex marka forskot á Gidsel „Gott að ná í tvö stig strax í byrjun“ Uppgjör: Stjarnan - Valur 27-32 | Ágúst Þór fékk óskabyrjun með Valsliðið Ómar með átta úr átta og Donni allt í öllu í sigri „Taugalaus“ Óðinn með þrettán mörk Viggó lék stóra rullu þegar lærisveinar Arnórs frusu Mætti sköllótt til baka aðeins fimm dögum eftir lyfjameðferð Aron hefur engan áhuga á að þjálfa Sjáðu Viktor Gísla fá hópknús eftir að hafa tryggt Barcelona titil Sigursteinn framlengir við FH HSÍ skiptir út merki sambandsins Valur meistari meistaranna Stjörnumenn gerðu vel úti í Rúmeníu Sjá meira
Í lokasókn HK, þegar staðan var 26-26, sótti Jóhanna Margrét Sigurðardóttir á vörn KA/Þórs, og virtist vera komin í vænlega stöðu þegar Aldís Ásta Heimisdóttir braut á henni. HK-ingar vildu fá vítakast en fengu bara aukakast. Þær Sunneva Einarsdóttir og Anna Úrsúla Guðmundsdóttir voru á því að það hafi verið rangur dómur. „Mér finnst þetta vera víti. Hún er komin í gegn,“ sagði Sunneva í Seinni bylgjunni í gær. „Hún [Aldís Ásta] er búin að missa af henni, þær taka við henni og eru inni í teig. Svo held ég að hún [Jóhanna Margrét] hafi séð að það hafi verið svo lítið eftir og hafi drifið sig í að taka aukakastið sem eru bara eðlileg viðbrögð. En ég horfði á þetta og þetta er bara víti og meira að segja jafnvel tvær mínútur á Aldísi því hún missti af henni,“ sagði Anna Úrsúla. Þær Sunneva veltu fyrir sér hvort Jóhanna Margrét hafi ef til vill verið of heiðarleg í þessu tilfelli. „Ég hefði viljað sjá hana taka smá leikara,“ sagði Sunneva. „Hún hefði ekki einu sinni þurft þess. Dómararnir hefðu átt að sjá þetta,“ bætti Anna Úrsúla við. Svava Kristín Grétarsdóttir skaut því þá inn að líklega hefði smá röfl skilað HK vítakasti. Klippa: Seinni bylgjan - Lokasekúndurnar hjá KA/Þór og HK Sérfræðingarnir fóru einnig yfir reikistefnununa undir lok leiks þegar Andri Snær Stefánsson, þjálfari KA/Þórs, bað um leikhlé. Ekki var vitað hversu langan tíma Akureyringar hefðu eftir leikhléið en á endanum var það ein sekúnda. Það dugði KA/Þór ekki til að skora sigurmarkið. KA/Þór er í 4. sæti Olís-deildarinnar með fimm stig eftir fjóra leiki en HK í 5. sætinu með þrjú stig eftir fimm leiki. Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Olís-deild kvenna Seinni bylgjan KA Þór Akureyri HK Tengdar fréttir HK sótti stig gegn Íslandsmeisturunum | Stjarnan hafði betur úti í Eyjum HK-ingar sóttu gott stig norður á Akureyri er liðið gerði jafntefli við Íslandsmeistara KA/Þórs í Olís-deild kvenna í dag, 26-26. Þá unnu Stjörnukonur góðan tveggja marka útisigur gegn ÍBV, 26-24. 30. október 2021 17:00 Mest lesið Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda Fótbolti Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Fótbolti „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Fótbolti Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Fótbolti Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Fótbolti Myndasyrpa: Borg ástarinnar stóð ekki undir nafni Fótbolti „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Íslenski boltinn Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs Fótbolti Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda Enski boltinn Fleiri fréttir Birna Berg snýr aftur í landsliðið og tveir nýliðar Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Nýliðar KA/Þórs byrja með sigri Langþráð hjá Melsungen Viggó markahæstur í eins marks tapi KA lagði nýliðana á Selfossi Stórleikur Söndru tryggði ÍBV sigur Hófu titilvörnina með sigri og Sara með stórleik á Ásvöllum „Verður ekki meira svekkjandi en þetta“ Ómar Ingi skyggði á Gidsel Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Elín Klara markahæst í risasigri Nýliðarnir byrja á góðum sigri Afturelding marði Hauka í Hafnafirði Fram byrjar tímabilið á sterkum útisigri í Kaplakrika Íslendingarnir tryggði Gummersbach sigur Ómar Ingi með sex marka forskot á Gidsel „Gott að ná í tvö stig strax í byrjun“ Uppgjör: Stjarnan - Valur 27-32 | Ágúst Þór fékk óskabyrjun með Valsliðið Ómar með átta úr átta og Donni allt í öllu í sigri „Taugalaus“ Óðinn með þrettán mörk Viggó lék stóra rullu þegar lærisveinar Arnórs frusu Mætti sköllótt til baka aðeins fimm dögum eftir lyfjameðferð Aron hefur engan áhuga á að þjálfa Sjáðu Viktor Gísla fá hópknús eftir að hafa tryggt Barcelona titil Sigursteinn framlengir við FH HSÍ skiptir út merki sambandsins Valur meistari meistaranna Stjörnumenn gerðu vel úti í Rúmeníu Sjá meira
HK sótti stig gegn Íslandsmeisturunum | Stjarnan hafði betur úti í Eyjum HK-ingar sóttu gott stig norður á Akureyri er liðið gerði jafntefli við Íslandsmeistara KA/Þórs í Olís-deild kvenna í dag, 26-26. Þá unnu Stjörnukonur góðan tveggja marka útisigur gegn ÍBV, 26-24. 30. október 2021 17:00
Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni