Starfsemi Myllubakkaskóla flutt á fjóra staði Kjartan Kjartansson skrifar 4. nóvember 2021 18:20 Mylga fannst í Myllubakkaskóla í Keflavík í október. Hátt í fjögur hundruð nemendur og starfsmenn verða færðir í bráðabirgðahúsnæði á fjórum stöðum í bænum í næstu viku. Vísir/Þorgils Bæjarráð Reykjanesbæjar samþykkti í dag að leggja nítján milljónir króna í að flytja starfsemi Myllubakkaskóla á fjóra staði í bænum tímabundið á meðan unnið er á úttekt á húsnæði hans. Myglu varð fyrst vart í skólanum árið 2019 og hefur verið gripið til ýmissa ráðstafana síðan. Þær aðgerðir hafa ekki skilað tilætluðum árangri, því enn greindist mygla í skólanum í síðasta mánuði. Helgi Arnarson, sviðsstjóri fræðslusviðs Reykjanesbæjar, segir við Vísi að áhersla hafi verið lögð á að bráðabirgðahúsnæðið væri nærri Myllubakkaskóla í miðbæ Keflavíkur. Þannig verða nemendur í 1. og 2. bekk hýstir í færanlegum kennslustofum sem eru þegar á lóð Myllubakkaskóla. Hægt verður að nýta lóða skólans um umhverfi sem þeir eru vanir áfram. Nemendur í 3. og 4. bekk fara í gamla barnaskólann við Skólaveg sem bærinn hefur nýtt undir fundahald og námskeið undanfarin ár. Helgi segir bygginguna elsta skóla bæjarins en að henni hafi verið haldið vel við. Fimmtu og sjöttu bekkingar verða á hæðinni fyrir ofan Bónus í gamla Félagsbíó nærri ráðhúsinu. Helgi segir það eina húsnæðið sem bærinn þarf að leigja vegna flutningsins. Unglingadeildinni verður komið tímabundið fyrir í Íþróttaakademíunni og Reykjaneshöll. Nemendur í 8.-10. bekk verða í Íþróttaakademíunni í Reykjanesbæ.Vísir/Þorgils Til stendur að flytja starfsemina dagana 12.-14. nóvember. Fræðsluráð samþykkti að bæta tveimur starfsdögum við skóladagatal Myllubakkaskóla dagana 15. og 16. nóvember vegna flutninganna. Um 340 nemendur og sjötíu starfsmenn eru við Myllubakkaskóla. Helgi segir að vonir standi til að úttekt Eflu á húsnæði Myllubakkaskóla ljúki fyrir lok nóvember og að þá verði mögulegt hægt að senda einhverja hópa nemenda til baka. Ekkert sé þó gefið í þeim efnum. Reykjanesbær Skóla - og menntamál Mygla Grunnskólar Tengdar fréttir Óvissa hvert nemendur fara vegna myglunnar í Myllubakkaskóla Útlit er fyrir að 370 nemendur í Myllubakkaskóla í Reykjanesbæ verði fluttir yfir í nokkur önnur húsnæði þegar umfangsmiklar framkvæmdir við að ráða bug á myglu í húsnæðinu hefjast. Bæði starfsfólk og nemendur hafa fundið fyrir einkennum vegna myglunnar. 20. október 2021 13:47 Mygla í Myllubakkaskóla í Reykjanesbæ Mygla hefur fundist í Myllubakkaskóla í Keflavík. Nokkrir starfsmenn og nemendur eru sagðir hafa fundið fyrir verulegum einkennum. Lagfæringar hafa ekki skilað árangri. 19. október 2021 23:48 Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Innlent Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Innlent Nítján ára ferðamaður fannst látinn Erlent Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Erlent Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Innlent Bíll í ljósum logum á Skaganum Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Innlent Fleiri fréttir Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Aldrei fleiri börn á biðlista og útrás í Kína Á hundrað og þrjátíu á sextíu götu Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Stutt í land í þinginu og spenna fyrir landsleik Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Sjá meira
Helgi Arnarson, sviðsstjóri fræðslusviðs Reykjanesbæjar, segir við Vísi að áhersla hafi verið lögð á að bráðabirgðahúsnæðið væri nærri Myllubakkaskóla í miðbæ Keflavíkur. Þannig verða nemendur í 1. og 2. bekk hýstir í færanlegum kennslustofum sem eru þegar á lóð Myllubakkaskóla. Hægt verður að nýta lóða skólans um umhverfi sem þeir eru vanir áfram. Nemendur í 3. og 4. bekk fara í gamla barnaskólann við Skólaveg sem bærinn hefur nýtt undir fundahald og námskeið undanfarin ár. Helgi segir bygginguna elsta skóla bæjarins en að henni hafi verið haldið vel við. Fimmtu og sjöttu bekkingar verða á hæðinni fyrir ofan Bónus í gamla Félagsbíó nærri ráðhúsinu. Helgi segir það eina húsnæðið sem bærinn þarf að leigja vegna flutningsins. Unglingadeildinni verður komið tímabundið fyrir í Íþróttaakademíunni og Reykjaneshöll. Nemendur í 8.-10. bekk verða í Íþróttaakademíunni í Reykjanesbæ.Vísir/Þorgils Til stendur að flytja starfsemina dagana 12.-14. nóvember. Fræðsluráð samþykkti að bæta tveimur starfsdögum við skóladagatal Myllubakkaskóla dagana 15. og 16. nóvember vegna flutninganna. Um 340 nemendur og sjötíu starfsmenn eru við Myllubakkaskóla. Helgi segir að vonir standi til að úttekt Eflu á húsnæði Myllubakkaskóla ljúki fyrir lok nóvember og að þá verði mögulegt hægt að senda einhverja hópa nemenda til baka. Ekkert sé þó gefið í þeim efnum.
Reykjanesbær Skóla - og menntamál Mygla Grunnskólar Tengdar fréttir Óvissa hvert nemendur fara vegna myglunnar í Myllubakkaskóla Útlit er fyrir að 370 nemendur í Myllubakkaskóla í Reykjanesbæ verði fluttir yfir í nokkur önnur húsnæði þegar umfangsmiklar framkvæmdir við að ráða bug á myglu í húsnæðinu hefjast. Bæði starfsfólk og nemendur hafa fundið fyrir einkennum vegna myglunnar. 20. október 2021 13:47 Mygla í Myllubakkaskóla í Reykjanesbæ Mygla hefur fundist í Myllubakkaskóla í Keflavík. Nokkrir starfsmenn og nemendur eru sagðir hafa fundið fyrir verulegum einkennum. Lagfæringar hafa ekki skilað árangri. 19. október 2021 23:48 Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Innlent Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Innlent Nítján ára ferðamaður fannst látinn Erlent Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Erlent Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Innlent Bíll í ljósum logum á Skaganum Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Innlent Fleiri fréttir Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Aldrei fleiri börn á biðlista og útrás í Kína Á hundrað og þrjátíu á sextíu götu Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Stutt í land í þinginu og spenna fyrir landsleik Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Sjá meira
Óvissa hvert nemendur fara vegna myglunnar í Myllubakkaskóla Útlit er fyrir að 370 nemendur í Myllubakkaskóla í Reykjanesbæ verði fluttir yfir í nokkur önnur húsnæði þegar umfangsmiklar framkvæmdir við að ráða bug á myglu í húsnæðinu hefjast. Bæði starfsfólk og nemendur hafa fundið fyrir einkennum vegna myglunnar. 20. október 2021 13:47
Mygla í Myllubakkaskóla í Reykjanesbæ Mygla hefur fundist í Myllubakkaskóla í Keflavík. Nokkrir starfsmenn og nemendur eru sagðir hafa fundið fyrir verulegum einkennum. Lagfæringar hafa ekki skilað árangri. 19. október 2021 23:48