70 dæmdir í gríðarlega umfangsmiklum réttarhöldum gegn Ndrangheta Hólmfríður Gísladóttir skrifar 6. nóvember 2021 21:52 Réttarhöldin eru þau umfangsmestu í sögu Ítalíu. epa/Salvatore Monteverde Sjötíu meðlimir Ndrangheta, valdamestu og auðugustu glæpasamtaka Ítalíu, voru fundir sekir í umfangsmestu réttarhöldum sem um getur í sögu landsins. 355 bíða enn niðurstöðu í málum sínum en þeir sem voru dæmdir í dag höfðu samþykkt hraðari málsmeðferð gegn því að fá þriðjung mögulegs dóms niðurfelldan. Réttarhöldin hófust í borginni Lamezia Terme í Calabríu í janúar síðastliðnum en eru talin munu standa yfir í tvö ár eða lengur. Fjöldi ákærðra er slíkur að útbúa þurfti sérstakan dómssal til að koma þeim öllum fyrir auk lögmanna og annarra starfsmanna. Saksóknarinn Nicola Gratteri, sem hefur verið undir lögregluvernd í meira en 30 ár vegna baráttu sinnar gegn mafíunni, sagðist ánægður með niðurstöðu dagsins, þar sem 70 af 91 hlutu dóm. Ákærðu hlutu allt að 20 ára fangelsisdóma, meðal annars Domenico Macri, sem er sagður tilheyra hernaðararmi glæpasamtakanna, Pasquale Gallone, hægri hönd mafíuforingjans Luigi Mancuso, og Gregorio Niglia, sem hafði það hlutverk að útvega vopn og höndla fjárkúganir. Hjarta Ndragnheta slær í Calabríu en samtökin eru nú sögð hafa náð sikileysku mafíunni að völdum og auð. Hópurinn stjórnar til að mynda meirihluta kókaíninnflutnings til Evrópu. 150 fjölskyldur eru sagðar slást um völdin innan Ndrangheta en þúsundir eru sagðir eiga aðild að samtökunum, bæði á Ítalíu og út um allan heim. Stærstu fiskarnir sem enn bíða dóms eru fyrrnefndur foringi Luigi „Frændinn“ Mancuso og Giancarlo Pittelli, lögmaður og fyrrverandi þingmaður. Dómsalurinn er gríðarstór en þar sitja lögmenn og vitni á bekkjum á meðan ákærðu sitja í rammgirtum hólfum.epa/Salvatore Monteverde Nánar má lesa um réttarhöldin hjá Guardian. Ítalía Mest lesið Veðurvaktin: Snjókoman rétt að byrja og víða erfið færð Veður Snjókoman rétt að byrja Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Innlent Játar að hafa myrt Shinzo Abe Erlent Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Innlent Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Innlent Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Erlent Allur floti Vegagerðar úti að ryðja snjó Veður Fleiri fréttir Búast við hamförum vegna Melissu Van de Velde bannað að ferðast til Ástralíu til að keppa á heimsmeistaramótinu Segja Rússa elta almenna borgara með drónum Játar að hafa myrt Shinzo Abe Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Bankaerfingi greiðir laun hermanna meðan ríkisstofnanir eru lokaðar Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Vinstrikonan umdeilda vann sannfærandi sigur á Írlandi Sjá meira
Réttarhöldin hófust í borginni Lamezia Terme í Calabríu í janúar síðastliðnum en eru talin munu standa yfir í tvö ár eða lengur. Fjöldi ákærðra er slíkur að útbúa þurfti sérstakan dómssal til að koma þeim öllum fyrir auk lögmanna og annarra starfsmanna. Saksóknarinn Nicola Gratteri, sem hefur verið undir lögregluvernd í meira en 30 ár vegna baráttu sinnar gegn mafíunni, sagðist ánægður með niðurstöðu dagsins, þar sem 70 af 91 hlutu dóm. Ákærðu hlutu allt að 20 ára fangelsisdóma, meðal annars Domenico Macri, sem er sagður tilheyra hernaðararmi glæpasamtakanna, Pasquale Gallone, hægri hönd mafíuforingjans Luigi Mancuso, og Gregorio Niglia, sem hafði það hlutverk að útvega vopn og höndla fjárkúganir. Hjarta Ndragnheta slær í Calabríu en samtökin eru nú sögð hafa náð sikileysku mafíunni að völdum og auð. Hópurinn stjórnar til að mynda meirihluta kókaíninnflutnings til Evrópu. 150 fjölskyldur eru sagðar slást um völdin innan Ndrangheta en þúsundir eru sagðir eiga aðild að samtökunum, bæði á Ítalíu og út um allan heim. Stærstu fiskarnir sem enn bíða dóms eru fyrrnefndur foringi Luigi „Frændinn“ Mancuso og Giancarlo Pittelli, lögmaður og fyrrverandi þingmaður. Dómsalurinn er gríðarstór en þar sitja lögmenn og vitni á bekkjum á meðan ákærðu sitja í rammgirtum hólfum.epa/Salvatore Monteverde Nánar má lesa um réttarhöldin hjá Guardian.
Ítalía Mest lesið Veðurvaktin: Snjókoman rétt að byrja og víða erfið færð Veður Snjókoman rétt að byrja Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Innlent Játar að hafa myrt Shinzo Abe Erlent Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Innlent Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Innlent Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Erlent Allur floti Vegagerðar úti að ryðja snjó Veður Fleiri fréttir Búast við hamförum vegna Melissu Van de Velde bannað að ferðast til Ástralíu til að keppa á heimsmeistaramótinu Segja Rússa elta almenna borgara með drónum Játar að hafa myrt Shinzo Abe Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Bankaerfingi greiðir laun hermanna meðan ríkisstofnanir eru lokaðar Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Vinstrikonan umdeilda vann sannfærandi sigur á Írlandi Sjá meira