Páll Matthíasson hætti sem kunnugt er sem forstjóri á dögunum og hefur Guðlaug Rakel Guðjónsdóttir gegnt starfinu á meðan umsóknarferlinu stendur. Hún er meðal umsækjenda.
Páll hyggst snúa aftur til starfa sem geðlæknir og sagði tímabært að skipta um leiðtoga eftir átta ár í embætti.
- Björn Óli Ö Hauksson, verkfræðingur
- Elísa Jóhannsdóttir, hjúkrunarfræðingur
- Guðlaug Rakel Guðjónsdóttir, settur forstjóri
- Gunnar Ágúst Beinteinsson, framkvæmdastjóri mannauðsskrifstofu
- Hákon Hákonarson, læknir
- Jan Triebel, læknir
- Jón Magnús Kristjánsson, framkvæmdastjóri lækninga
- Kristinn V Blöndal, ráðgjafi
- Markús Ingólfur Eiríksson, forstjóri
- Ólafur Baldursson, framkvæmdastjóri lækninga
- Reynir Arngrímsson, læknir og prófessor
- Runólfur Pálsson, starfandi framkvæmdastjóri meðferðarsviðs
- Sigríður Gunnarsdóttir, framkvæmdastjóri hjúkrunar
- Sigurður Erlingsson, viðskiptafræðingur
Þriggja manna hæfnisnefnd, sem starfar á grundvelli 9. gr. laga um heilbrigðisþjónustu nr. 40/2007, mun nú meta hæfni umsækjanda en starfsreglur nefndarinnar má finna hér.
Heilbrigðisráðherra skipar í embættið til 5 ára frá 1.mars 2022.