Skreytum hús: Ris í Kópavogi gert að kósý fjölskyldurými Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 10. nóvember 2021 07:00 Hér má sjá rýmið fyrir og eftir breytingar. Heildarútkomuna má sjá í spilaranum hér fyrir neðan. Skreytum hús Hjónin Árni Árnason og Kolbrún Hrönn Pétursdóttir hafa verið í vandræðum með opið fjölskyldurými í fallegu risi á heimili þeirra í Kópavoginum. Rýmið settu þau upp þegar börnin voru ögn yngri og var það þá nýtt öðruvísi. Soffía Dögg Garðarsdóttir leit á svæðið og sneri öllu á hvolf og út kom þetta skemmtilega kósý rými. Útkoman var sýnd í þriðja þættinum í vetur af Skreytum hús. „Þegar við fluttum hingað þá vorum við með litla krakka,“ útskýrir Kolbrún. Leikföng og annað voru þá í aðalhlutverki í risi íbúðarinnar. Í dag er rýmið nýtt bæði fyrir sjónvarpið og svo er þar líka vinnuaðstaða. „Væntingarnar eru að við náum að gera þetta að einhvers konar fjölskyldurými,“ segir Árni þegar Soffía kemur í fyrstu heimsókn. Þáttinn má sjá í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan og við mælum með því að þú horfir á þáttinn áður en þú lest áfram, þar sem lokaútkomuna má finna neðar í greininni. Nýr þáttur af Skreytum hús birtist svo hér á Vísi og á Stöð 2+ efnisveitunni alla miðvikudaga næstu vikur. Klippa: Skreytum hús - Ris í Kópavogi „Málið er að það þarf að uppfæra svona fjölskyldurými, rétt eins og barnaherbergi, mjög reglulega. Þarfirnar breytast með hækkandi aldri.“ segir Soffía um verkefnið. „Það þurfti eitthvað að taka til í þessu.“ Risið fyrir breytingar.Skreytum hús Risið fyrir breytingar.Skreytum hús Ný húsgögn, ljós og mottur voru á meðal þess sem Soffía Dögg setti inn í risið. Mesta breytingin var þó þegar búið var að mála og setja filmur yfir parketið sem hafði verið lagt upp á veggina og lét lofthæðina virðast minni. Risið eftir bretyingar.Skreytum hús Málverk varð að fókus í rýminu og hangandi loftljós gerði birtuna kósý og ýkti lofthæðina í leiðinni. Eins og alltaf vandaði Soffía sig mikið við að velja réttu púðana til þess að tengja litina saman. Risið eftir breytingar.Skreytum hús „Ég hef náttúrulega alltaf verið með púðablæti á háu stigi, þetta er vandamál“ játaði Soffía í þættinum. Lokaútkoman var sjónvarpsstofa með kósýhorni og vinnuaðstöðu. Stór motta afmarkaði sjónvarpsrýmið mjög fallega. „Oh my god,“ voru fyrstu viðbrögð heimilisfólksins þegar þau fengu að sjá risið eftir breytingarnar. „Þetta er alveg magnað.“ Fjölskyldan var í skýjunum með breytingarnar. Rýmið hentar nú allri fjölskyldunni.Skreytum hús Í ítarlegri bloggfærslu á síðunni Skreytum hús er hægt að finna frekari upplýsingar um breytingarnar og þær vörur sem Soffía Dögg notaði til þess að breyta rýminu. Einnig nákvæmar leiðbeiningar um það hvernig sjónvarpsbekkurinn var gerður. Soffía Dögg gerði „moodboard“ fyrir breytingarnar til þess að sjá betur fyrir sér lokaútkomuna.Skreytum hús Hægt er að sjá breytinguna og horfa á þáttinn í heild sinni í spilaranum hér ofar í fréttinni. Þættirnir eru sýndir á miðvikudögum hér á Vísi og fara samhliða því inn á Stöð 2+. Skreytum hús Hús og heimili Tíska og hönnun Tengdar fréttir Barnaherbergi tekin í gegn í Fossvogi: „Þetta er æði“ Helga Dís og fjölskylda eru búin að vera taka í gegn fallega íbúð í Fossvoginum síðustu mánuði. Eins og svo oft áður voru barnaherbergin hausverkur. 3. nóvember 2021 07:01 Íbúð Bigga löggu breytt í draumaheimilið: „Ég er agndofa“ „Það er ekki oft sem ég fæ útkall frá lögreglunni,“ segir Soffía Dögg Garðarsdóttir þáttastjórnandi Skreytum hús. Í fyrsta þættinum í nýrri þáttaröð gerir hún íbúð að draumaheimili. 27. október 2021 07:00 Mest lesið Helgi í Góu minnist Pattýjar og ljóstrar upp um fjölskylduleyndarmál Lífið Hljóp annað maraþon á tánum og minntist Bríetar Irmu Lífið Hárprúður Eiður heillar Lífið Sagði nei takk við Durex en já við Netflix Lífið „Guð og karlmenn elska mig“ Lífið Stjörnulífið: „Hógværasti maður á jörðinni“ Lífið Júlíana Sara tekur við af Ásu Ninnu í Bakaríinu Lífið Lára og lyfjaprinsinn gáfu dótturinni nafn Lífið Afmælisdagurinn bara „venjulegur dagur“ og á ekki von á gjöfum Lífið Kóngurinn með kveðju til Íslendinga Lífið Fleiri fréttir „Guð og karlmenn elska mig“ Júlíana Sara tekur við af Ásu Ninnu í Bakaríinu Hárprúður Eiður heillar Dúndurgóður hverdsdagsréttur Kóngurinn með kveðju til Íslendinga Lára og lyfjaprinsinn gáfu dótturinni nafn Afmælisdagurinn bara „venjulegur dagur“ og á ekki von á gjöfum Áralangt stofufangelsi, umdeild ákæra og játning í skiptum fyrir frelsi Frosti og Helga Gabríela flytja innan hverfis Helgi í Góu minnist Pattýjar og ljóstrar upp um fjölskylduleyndarmál Hugrún kveður Reykjavík síðdegis Sagði nei takk við Durex en já við Netflix Hljóp annað maraþon á tánum og minntist Bríetar Irmu Stjörnulífið: „Hógværasti maður á jörðinni“ Fékk líflátshótanir í kjölfar ummæla um óbólusetta „Tárast yfirleitt einu sinni á dag“ BMX brós strákarnir hafa skemmt á flestum bæjarhátíðum sumarsins Unnur Birna og Daði eru nýtt par Sjö ára þrautaganga endaði með kraftaverki Krakkatía vikunnar: Kistuhylur, Kpop og Lína langsokkur Kjötsúpu í boði á Hvolsvelli fyrir alla sem vilja Hvar er Donald Trump? Hátíðin áminning um að veganismi sé lífsstíll en ekki megrunarkúr Fréttatía vikunnar: Fellibylur, körfubolti og Laufey Flottar flíkur og fylgihlutir fyrir haustið Indversk pizza að hætti Rakelar Maríu Trúlofuð en ekki búin að flytja inn saman „Einhvern tímann verðurðu að leyfa barninu þínu að flytja að heiman“ Bananakaka með silkimjúku súkkulaðikremi Svona heppnaðist hárígræðslan hjá Baldri og Einari Sjá meira
Soffía Dögg Garðarsdóttir leit á svæðið og sneri öllu á hvolf og út kom þetta skemmtilega kósý rými. Útkoman var sýnd í þriðja þættinum í vetur af Skreytum hús. „Þegar við fluttum hingað þá vorum við með litla krakka,“ útskýrir Kolbrún. Leikföng og annað voru þá í aðalhlutverki í risi íbúðarinnar. Í dag er rýmið nýtt bæði fyrir sjónvarpið og svo er þar líka vinnuaðstaða. „Væntingarnar eru að við náum að gera þetta að einhvers konar fjölskyldurými,“ segir Árni þegar Soffía kemur í fyrstu heimsókn. Þáttinn má sjá í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan og við mælum með því að þú horfir á þáttinn áður en þú lest áfram, þar sem lokaútkomuna má finna neðar í greininni. Nýr þáttur af Skreytum hús birtist svo hér á Vísi og á Stöð 2+ efnisveitunni alla miðvikudaga næstu vikur. Klippa: Skreytum hús - Ris í Kópavogi „Málið er að það þarf að uppfæra svona fjölskyldurými, rétt eins og barnaherbergi, mjög reglulega. Þarfirnar breytast með hækkandi aldri.“ segir Soffía um verkefnið. „Það þurfti eitthvað að taka til í þessu.“ Risið fyrir breytingar.Skreytum hús Risið fyrir breytingar.Skreytum hús Ný húsgögn, ljós og mottur voru á meðal þess sem Soffía Dögg setti inn í risið. Mesta breytingin var þó þegar búið var að mála og setja filmur yfir parketið sem hafði verið lagt upp á veggina og lét lofthæðina virðast minni. Risið eftir bretyingar.Skreytum hús Málverk varð að fókus í rýminu og hangandi loftljós gerði birtuna kósý og ýkti lofthæðina í leiðinni. Eins og alltaf vandaði Soffía sig mikið við að velja réttu púðana til þess að tengja litina saman. Risið eftir breytingar.Skreytum hús „Ég hef náttúrulega alltaf verið með púðablæti á háu stigi, þetta er vandamál“ játaði Soffía í þættinum. Lokaútkoman var sjónvarpsstofa með kósýhorni og vinnuaðstöðu. Stór motta afmarkaði sjónvarpsrýmið mjög fallega. „Oh my god,“ voru fyrstu viðbrögð heimilisfólksins þegar þau fengu að sjá risið eftir breytingarnar. „Þetta er alveg magnað.“ Fjölskyldan var í skýjunum með breytingarnar. Rýmið hentar nú allri fjölskyldunni.Skreytum hús Í ítarlegri bloggfærslu á síðunni Skreytum hús er hægt að finna frekari upplýsingar um breytingarnar og þær vörur sem Soffía Dögg notaði til þess að breyta rýminu. Einnig nákvæmar leiðbeiningar um það hvernig sjónvarpsbekkurinn var gerður. Soffía Dögg gerði „moodboard“ fyrir breytingarnar til þess að sjá betur fyrir sér lokaútkomuna.Skreytum hús Hægt er að sjá breytinguna og horfa á þáttinn í heild sinni í spilaranum hér ofar í fréttinni. Þættirnir eru sýndir á miðvikudögum hér á Vísi og fara samhliða því inn á Stöð 2+.
Skreytum hús Hús og heimili Tíska og hönnun Tengdar fréttir Barnaherbergi tekin í gegn í Fossvogi: „Þetta er æði“ Helga Dís og fjölskylda eru búin að vera taka í gegn fallega íbúð í Fossvoginum síðustu mánuði. Eins og svo oft áður voru barnaherbergin hausverkur. 3. nóvember 2021 07:01 Íbúð Bigga löggu breytt í draumaheimilið: „Ég er agndofa“ „Það er ekki oft sem ég fæ útkall frá lögreglunni,“ segir Soffía Dögg Garðarsdóttir þáttastjórnandi Skreytum hús. Í fyrsta þættinum í nýrri þáttaröð gerir hún íbúð að draumaheimili. 27. október 2021 07:00 Mest lesið Helgi í Góu minnist Pattýjar og ljóstrar upp um fjölskylduleyndarmál Lífið Hljóp annað maraþon á tánum og minntist Bríetar Irmu Lífið Hárprúður Eiður heillar Lífið Sagði nei takk við Durex en já við Netflix Lífið „Guð og karlmenn elska mig“ Lífið Stjörnulífið: „Hógværasti maður á jörðinni“ Lífið Júlíana Sara tekur við af Ásu Ninnu í Bakaríinu Lífið Lára og lyfjaprinsinn gáfu dótturinni nafn Lífið Afmælisdagurinn bara „venjulegur dagur“ og á ekki von á gjöfum Lífið Kóngurinn með kveðju til Íslendinga Lífið Fleiri fréttir „Guð og karlmenn elska mig“ Júlíana Sara tekur við af Ásu Ninnu í Bakaríinu Hárprúður Eiður heillar Dúndurgóður hverdsdagsréttur Kóngurinn með kveðju til Íslendinga Lára og lyfjaprinsinn gáfu dótturinni nafn Afmælisdagurinn bara „venjulegur dagur“ og á ekki von á gjöfum Áralangt stofufangelsi, umdeild ákæra og játning í skiptum fyrir frelsi Frosti og Helga Gabríela flytja innan hverfis Helgi í Góu minnist Pattýjar og ljóstrar upp um fjölskylduleyndarmál Hugrún kveður Reykjavík síðdegis Sagði nei takk við Durex en já við Netflix Hljóp annað maraþon á tánum og minntist Bríetar Irmu Stjörnulífið: „Hógværasti maður á jörðinni“ Fékk líflátshótanir í kjölfar ummæla um óbólusetta „Tárast yfirleitt einu sinni á dag“ BMX brós strákarnir hafa skemmt á flestum bæjarhátíðum sumarsins Unnur Birna og Daði eru nýtt par Sjö ára þrautaganga endaði með kraftaverki Krakkatía vikunnar: Kistuhylur, Kpop og Lína langsokkur Kjötsúpu í boði á Hvolsvelli fyrir alla sem vilja Hvar er Donald Trump? Hátíðin áminning um að veganismi sé lífsstíll en ekki megrunarkúr Fréttatía vikunnar: Fellibylur, körfubolti og Laufey Flottar flíkur og fylgihlutir fyrir haustið Indversk pizza að hætti Rakelar Maríu Trúlofuð en ekki búin að flytja inn saman „Einhvern tímann verðurðu að leyfa barninu þínu að flytja að heiman“ Bananakaka með silkimjúku súkkulaðikremi Svona heppnaðist hárígræðslan hjá Baldri og Einari Sjá meira
Barnaherbergi tekin í gegn í Fossvogi: „Þetta er æði“ Helga Dís og fjölskylda eru búin að vera taka í gegn fallega íbúð í Fossvoginum síðustu mánuði. Eins og svo oft áður voru barnaherbergin hausverkur. 3. nóvember 2021 07:01
Íbúð Bigga löggu breytt í draumaheimilið: „Ég er agndofa“ „Það er ekki oft sem ég fæ útkall frá lögreglunni,“ segir Soffía Dögg Garðarsdóttir þáttastjórnandi Skreytum hús. Í fyrsta þættinum í nýrri þáttaröð gerir hún íbúð að draumaheimili. 27. október 2021 07:00