Bandarískur blaðamaður ákærður fyrir undirróður og hryðjuverk Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 10. nóvember 2021 10:14 Fenster hefur setið í fangelsi í Mjanmar í fimm mánuði. AP Bandarískur blaðamaður hefur verið ákærður fyrir uppreisnaráróður og hryðjuverk í Mjanmar. Blaðamaðurinn var handtekinn í maí þegar hann reyndi að flýja landið en hefur verið í haldi hersins síðan þá. Ákærurnar setja nokkuð stórt strik í reikninginn fyrir Bandaríkin, sem hafa reynt að fá blaðamanninn, Danny Fenster, leystan úr haldi og sendan aftur heim til Bandaríkjanna. Fenster, sem er 37 ára gamall, var ritstjóri sjálfstæða fréttavefmiðilsins Frontier Myanmar áður en hann var handtekinn. Óvíst er hvað nákvæmlega felst í þessum ákærum, fyrir hvaða brot hann er raunverulega ákærður. Verði Fenster sakfelldur fyrir hina meintu glæpi gæti hann átt yfir höfði sér allt að tuttugu ára fangelsi fyrir hryðjuverkin meintu og tuttugu ára fangelsi fyrir áróðurinn. „Við skiljum ekki hvers vegna fleiri ákærum var bætt við og það er alls ekki gott,“ sagði Than Zaw Aung, lögmaður Fensters, í samtali við Reuters. „Danny er mjög svekktur og sorgmæddur að ákærum gegn honum hafi verið bætt við.“ Bandaríkjastjórn hefur undanfarna mánuði reynt að fá Fenter leystan úr haldi en hann var upprunalega ákærður fyrir undirróður og fleiri brot. Honum er haldið föngum í hinu alræmda Insein fangelsi í Yangon. Nýverið leysti herforingjastjórnin þúsundir úr haldi, sem höfðu verið handsamaðir eftir mótmæli gegn stjórninni eftir valdatöku hennar í vor. Meðal þeirra voru frétta- og blaðamenn en Fenster var ekki í þeim hópi. Herforingjastjórnin hefur hert tökin á frjálsri fjölmiðlun verulega frá valdatöku hennar. Hún hefur dregið til baka heimildir fréttamiðla til að starfa, bannað ýmsar vefsíður og dregið úr heimildum til útsendinga. Þá hafa tugir blaðamanna verið handteknir síðan herforingjastjórnin tók völd þann 1. febrúar. Mjanmar Bandaríkin Tengdar fréttir Sendifulltrúar Sameinuðu þjóðanna sakaðir um lygar af herforingjastjórninni Herforingjastjórnin í Mjanmar hefur sakað sendifulltrúa Sameinuðu þjóðanna hafi notað óáreiðanlegar heimildir og brotið á fullveldi ríkisins í skýrslu sem þeir unnu fyrir alþjóðastofnunina. 25. október 2021 10:03 Herforingjastjórnin ætli að sleppa 5.600 stjórnarandstæðingum lausum Herforingjastjórnin í Mjanmar segist ætla að sleppa 5.600 pólitískum föngum lausum. Þetta var tilkynnt aðeins dögum eftir að yfirherforingjanum var meinað að mæta á leiðtogafund Sambands Suðaustur-Asíuríkja fyrir að takast ekki að koma á friði í landinu. 18. október 2021 13:47 Mjanmarski herinn handtekur lækna þrátt fyrir metfjölda smitaðra Mjanmarski herinn hefur handtekið fjölda lækna sem hafa starfað í framlínunni í baráttunni gegn Covid-19. Læknarnir hafa starfað sjálfstætt með kórónuveirusjúklingur en heilbrigðiskerfið er að þolmörkum komið í landinu þar sem fjöldi smitaðra hækkar með verjum deginum sem líður. 22. júlí 2021 10:48 Mest lesið Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Vilja leggja réttarríkið til hliðar Erlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Erlent Starfsmaður verslunar sleginn Innlent „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Innlent Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar Innlent „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Erlent Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn Innlent Fleiri fréttir Vilja leggja réttarríkið til hliðar „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Vopnahléið heldur en vígahugur ríkir enn Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Vopnahlé í höfn milli Indlands og Pakistans Kim lofar hermenn sína sem börðust í Kúrsk sem hetjur Átökin ná nýjum hæðum Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Yfirvöld Mexíkó kæra Google Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Gerir Pirro að ríkissaksóknara í DC Bein útsending: Fyrsta messa nýs páfa Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Stigmögnunin heldur áfram Hvað vitum við um Leó páfa? Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök „Þvílík spenna og þvílíkur heiður fyrir landið okkar“ Bíða með að stimpla AfD sem öfgasamtök Margrét Þórhildur lögð inn á sjúkrahús Samþykktu Trump-samninginn einróma Takmörkuð eftirspurn eftir ríkisstjórn með flokki Farage Gera enn árásir með drónum og eldflaugum Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Einhliða vopnahlé Rússa hafið Sjá meira
Ákærurnar setja nokkuð stórt strik í reikninginn fyrir Bandaríkin, sem hafa reynt að fá blaðamanninn, Danny Fenster, leystan úr haldi og sendan aftur heim til Bandaríkjanna. Fenster, sem er 37 ára gamall, var ritstjóri sjálfstæða fréttavefmiðilsins Frontier Myanmar áður en hann var handtekinn. Óvíst er hvað nákvæmlega felst í þessum ákærum, fyrir hvaða brot hann er raunverulega ákærður. Verði Fenster sakfelldur fyrir hina meintu glæpi gæti hann átt yfir höfði sér allt að tuttugu ára fangelsi fyrir hryðjuverkin meintu og tuttugu ára fangelsi fyrir áróðurinn. „Við skiljum ekki hvers vegna fleiri ákærum var bætt við og það er alls ekki gott,“ sagði Than Zaw Aung, lögmaður Fensters, í samtali við Reuters. „Danny er mjög svekktur og sorgmæddur að ákærum gegn honum hafi verið bætt við.“ Bandaríkjastjórn hefur undanfarna mánuði reynt að fá Fenter leystan úr haldi en hann var upprunalega ákærður fyrir undirróður og fleiri brot. Honum er haldið föngum í hinu alræmda Insein fangelsi í Yangon. Nýverið leysti herforingjastjórnin þúsundir úr haldi, sem höfðu verið handsamaðir eftir mótmæli gegn stjórninni eftir valdatöku hennar í vor. Meðal þeirra voru frétta- og blaðamenn en Fenster var ekki í þeim hópi. Herforingjastjórnin hefur hert tökin á frjálsri fjölmiðlun verulega frá valdatöku hennar. Hún hefur dregið til baka heimildir fréttamiðla til að starfa, bannað ýmsar vefsíður og dregið úr heimildum til útsendinga. Þá hafa tugir blaðamanna verið handteknir síðan herforingjastjórnin tók völd þann 1. febrúar.
Mjanmar Bandaríkin Tengdar fréttir Sendifulltrúar Sameinuðu þjóðanna sakaðir um lygar af herforingjastjórninni Herforingjastjórnin í Mjanmar hefur sakað sendifulltrúa Sameinuðu þjóðanna hafi notað óáreiðanlegar heimildir og brotið á fullveldi ríkisins í skýrslu sem þeir unnu fyrir alþjóðastofnunina. 25. október 2021 10:03 Herforingjastjórnin ætli að sleppa 5.600 stjórnarandstæðingum lausum Herforingjastjórnin í Mjanmar segist ætla að sleppa 5.600 pólitískum föngum lausum. Þetta var tilkynnt aðeins dögum eftir að yfirherforingjanum var meinað að mæta á leiðtogafund Sambands Suðaustur-Asíuríkja fyrir að takast ekki að koma á friði í landinu. 18. október 2021 13:47 Mjanmarski herinn handtekur lækna þrátt fyrir metfjölda smitaðra Mjanmarski herinn hefur handtekið fjölda lækna sem hafa starfað í framlínunni í baráttunni gegn Covid-19. Læknarnir hafa starfað sjálfstætt með kórónuveirusjúklingur en heilbrigðiskerfið er að þolmörkum komið í landinu þar sem fjöldi smitaðra hækkar með verjum deginum sem líður. 22. júlí 2021 10:48 Mest lesið Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Vilja leggja réttarríkið til hliðar Erlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Erlent Starfsmaður verslunar sleginn Innlent „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Innlent Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar Innlent „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Erlent Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn Innlent Fleiri fréttir Vilja leggja réttarríkið til hliðar „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Vopnahléið heldur en vígahugur ríkir enn Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Vopnahlé í höfn milli Indlands og Pakistans Kim lofar hermenn sína sem börðust í Kúrsk sem hetjur Átökin ná nýjum hæðum Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Yfirvöld Mexíkó kæra Google Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Gerir Pirro að ríkissaksóknara í DC Bein útsending: Fyrsta messa nýs páfa Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Stigmögnunin heldur áfram Hvað vitum við um Leó páfa? Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök „Þvílík spenna og þvílíkur heiður fyrir landið okkar“ Bíða með að stimpla AfD sem öfgasamtök Margrét Þórhildur lögð inn á sjúkrahús Samþykktu Trump-samninginn einróma Takmörkuð eftirspurn eftir ríkisstjórn með flokki Farage Gera enn árásir með drónum og eldflaugum Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Einhliða vopnahlé Rússa hafið Sjá meira
Sendifulltrúar Sameinuðu þjóðanna sakaðir um lygar af herforingjastjórninni Herforingjastjórnin í Mjanmar hefur sakað sendifulltrúa Sameinuðu þjóðanna hafi notað óáreiðanlegar heimildir og brotið á fullveldi ríkisins í skýrslu sem þeir unnu fyrir alþjóðastofnunina. 25. október 2021 10:03
Herforingjastjórnin ætli að sleppa 5.600 stjórnarandstæðingum lausum Herforingjastjórnin í Mjanmar segist ætla að sleppa 5.600 pólitískum föngum lausum. Þetta var tilkynnt aðeins dögum eftir að yfirherforingjanum var meinað að mæta á leiðtogafund Sambands Suðaustur-Asíuríkja fyrir að takast ekki að koma á friði í landinu. 18. október 2021 13:47
Mjanmarski herinn handtekur lækna þrátt fyrir metfjölda smitaðra Mjanmarski herinn hefur handtekið fjölda lækna sem hafa starfað í framlínunni í baráttunni gegn Covid-19. Læknarnir hafa starfað sjálfstætt með kórónuveirusjúklingur en heilbrigðiskerfið er að þolmörkum komið í landinu þar sem fjöldi smitaðra hækkar með verjum deginum sem líður. 22. júlí 2021 10:48