Pippen heldur áfram að dissa Jordan: „Flensa? Í alvöru“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 10. nóvember 2021 13:19 Michael Jordan og Scottie Pippen mynduðu eitt besta tvíeyki í sögu NBA-deildarinnar. getty/Jo Scottie Pippen heldur áfram að skjóta á sinn gamla liðsfélaga, Michael Jordan, í nýlegu viðtali gerði hann lítið úr flensuleiknum svokallaða. Ævisaga Pippens, Unguarded, er nýkomin út og hann er á fullu að kynna hana. Í bókinni skýtur hann nokkuð föstum skotum að Jordan. Pippen var til að mynda ósáttur við þá mynd sem var dregin upp af honum í þáttaröðinni The Last Dance sem fjallar um tímabilið 1997-98 hjá Chicago Bulls. Pippen sagði að Jordan væri baðaður í dýrðarljóma í þáttunum á meðan lítið væri gert úr samherjum hans. Í viðtali við SiriusXM NBA Radio beindi Pippen sjónum sínum að flensuleiknum svokallaða, leik fimm í einvígi Chicago og Utah Jazz í úrslitum NBA 1997. Jordan spilaði leikinn með flensu, eða matareitrun, en skoraði samt 38 stig, þar á meðal sigurkörfuna. Með sigrinum komst Chicago í 3-2 í einvígi liðanna. Pippen finnst full mikið gert úr flensuleiknum og segist oft hafa spilað illa haldinn af bakverkjum. „Ég spyr þig: hvort er auðveldara að spila með bakmeiðsli en flensu?“ spurði Pippen útvarpsmanninn sem svaraði því að oft væri talað um að bakmeiðsli væru þau erfiðustu. „Já, ég sé ekki marga bakverkjaleiki en ég sé flensuleiki. Flensa? Í alvöru,“ sagði Pippen. "I don't see many bad-back games, but I do see flu games." @ScottiePippen compares his back injury against the Jazz to Michael Jordan's infamous "Flu Game." Hear more on @SiriusXMNBA. https://t.co/vZSAKED5NR pic.twitter.com/65Q21Dgig2— SiriusXM (@SIRIUSXM) November 9, 2021 Sjálfur var hann meiddur í baki á þessum tíma og segir að hann hefði ekki getað spilað oddaleikinn ef Utah hefði jafnað í 3-3. „Nei, ég var nánast búinn að vera. Ég átti í erfiðleikum og á enn í erfiðleikum vegna þess. En ég hefði ekki spilað í leik sjö,“ sagði Pippen. Þeir Jordan urðu sex sinnum NBA-meistarar með Chicago og voru saman í sigurliði Bandaríkjanna á Ólympíuleikunum í Barcelona 1992, Draumaliðinu svokallaða. NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði. NBA Mest lesið Sprengdu upp hús foreldra rússneskrar íþróttastjörnu Sport „Stálum öllu steini léttara frá helstu stöðunum í London“ Íslenski boltinn Fótboltamaður lést í upphitun Fótbolti „Hann er tekinn út úr leiknum“ Körfubolti Sekt upp á sextíu milljónir króna fyrir að ná ekki vigt Sport Bein útsending: Norðurlandamótið í hermiakstri Sport Grættu dómarann og hættu við blaðamannafund Fótbolti Ráðgátan leyst: Ólafur Kristjánsson hafði rétt fyrir sér Íslenski boltinn „Vilja allir spila fyrir Man United“ Enski boltinn Chelsea upp í fjórða sætið Enski boltinn Fleiri fréttir „Ég saknaði þín“ Stórleikur LeBron James dugði ekki Lakers og Celtics töpuðu líka „Hann er tekinn út úr leiknum“ „Ég get ekki lýst þessu, ég á engin orð“ Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 94-82 | Einvígið jafnt eftir mikinn hasar Aldrei selst fleiri miðar á heimaleik hjá Álftanesi Treyja Bryants margfaldast í verði og varð sú fjórða dýrasta í sögunni Klósettpappír út um allt á vellinum „Ég er bara svo fúll út í okkur sjálfa“ „Bara eitthvað úrslitakeppnisrugl“ Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 99-100 | Ótrúlegur endir kostaði Grindvíkinga sigurinn „Mjög auðveld aðlögun fyrir mig“ Ítölsk stelpa ferðaðist 1.800 kílómetra til að sjá Jón Axel „Gott að sjá honum blæða á vellinum“ „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Hvergerðingar í úrslit umspilsins „Þjöppuðum okkur saman og kláruðum þetta“ Jón Axel og félagar upp í spænsku úrvalsdeildina Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 73-76 | Njarðvíkur-sigur í spennutrylli Tryggvi Evrópumeistari með Bilbao Basket Fyrrum nýliði ársins í NBA reynir fyrir sér í hnefaleikum „Þessar stelpur kalla ekki allt ömmu sína“ „Vonandi nær maður að grípa í einn svona bikar“ Hörður undir feldinn Luka öflugur og Lakers jafnaði einvígið Sektaður um sex milljónir fyrir að tala um getnaðarlim sinn „Við töpum boltanum í annarri hverri sókn“ Uppgjörið: Valur - Haukar 80-82 | Köstuðu sigrinum frá sér og klikkuðu á vítunum „LeBron þarf að fara í P. J. Washington hlutverkið“ Stólarnir afar öflugir þegar glittir í lokaúrslitin Sjá meira
Ævisaga Pippens, Unguarded, er nýkomin út og hann er á fullu að kynna hana. Í bókinni skýtur hann nokkuð föstum skotum að Jordan. Pippen var til að mynda ósáttur við þá mynd sem var dregin upp af honum í þáttaröðinni The Last Dance sem fjallar um tímabilið 1997-98 hjá Chicago Bulls. Pippen sagði að Jordan væri baðaður í dýrðarljóma í þáttunum á meðan lítið væri gert úr samherjum hans. Í viðtali við SiriusXM NBA Radio beindi Pippen sjónum sínum að flensuleiknum svokallaða, leik fimm í einvígi Chicago og Utah Jazz í úrslitum NBA 1997. Jordan spilaði leikinn með flensu, eða matareitrun, en skoraði samt 38 stig, þar á meðal sigurkörfuna. Með sigrinum komst Chicago í 3-2 í einvígi liðanna. Pippen finnst full mikið gert úr flensuleiknum og segist oft hafa spilað illa haldinn af bakverkjum. „Ég spyr þig: hvort er auðveldara að spila með bakmeiðsli en flensu?“ spurði Pippen útvarpsmanninn sem svaraði því að oft væri talað um að bakmeiðsli væru þau erfiðustu. „Já, ég sé ekki marga bakverkjaleiki en ég sé flensuleiki. Flensa? Í alvöru,“ sagði Pippen. "I don't see many bad-back games, but I do see flu games." @ScottiePippen compares his back injury against the Jazz to Michael Jordan's infamous "Flu Game." Hear more on @SiriusXMNBA. https://t.co/vZSAKED5NR pic.twitter.com/65Q21Dgig2— SiriusXM (@SIRIUSXM) November 9, 2021 Sjálfur var hann meiddur í baki á þessum tíma og segir að hann hefði ekki getað spilað oddaleikinn ef Utah hefði jafnað í 3-3. „Nei, ég var nánast búinn að vera. Ég átti í erfiðleikum og á enn í erfiðleikum vegna þess. En ég hefði ekki spilað í leik sjö,“ sagði Pippen. Þeir Jordan urðu sex sinnum NBA-meistarar með Chicago og voru saman í sigurliði Bandaríkjanna á Ólympíuleikunum í Barcelona 1992, Draumaliðinu svokallaða. NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
NBA Mest lesið Sprengdu upp hús foreldra rússneskrar íþróttastjörnu Sport „Stálum öllu steini léttara frá helstu stöðunum í London“ Íslenski boltinn Fótboltamaður lést í upphitun Fótbolti „Hann er tekinn út úr leiknum“ Körfubolti Sekt upp á sextíu milljónir króna fyrir að ná ekki vigt Sport Bein útsending: Norðurlandamótið í hermiakstri Sport Grættu dómarann og hættu við blaðamannafund Fótbolti Ráðgátan leyst: Ólafur Kristjánsson hafði rétt fyrir sér Íslenski boltinn „Vilja allir spila fyrir Man United“ Enski boltinn Chelsea upp í fjórða sætið Enski boltinn Fleiri fréttir „Ég saknaði þín“ Stórleikur LeBron James dugði ekki Lakers og Celtics töpuðu líka „Hann er tekinn út úr leiknum“ „Ég get ekki lýst þessu, ég á engin orð“ Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 94-82 | Einvígið jafnt eftir mikinn hasar Aldrei selst fleiri miðar á heimaleik hjá Álftanesi Treyja Bryants margfaldast í verði og varð sú fjórða dýrasta í sögunni Klósettpappír út um allt á vellinum „Ég er bara svo fúll út í okkur sjálfa“ „Bara eitthvað úrslitakeppnisrugl“ Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 99-100 | Ótrúlegur endir kostaði Grindvíkinga sigurinn „Mjög auðveld aðlögun fyrir mig“ Ítölsk stelpa ferðaðist 1.800 kílómetra til að sjá Jón Axel „Gott að sjá honum blæða á vellinum“ „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Hvergerðingar í úrslit umspilsins „Þjöppuðum okkur saman og kláruðum þetta“ Jón Axel og félagar upp í spænsku úrvalsdeildina Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 73-76 | Njarðvíkur-sigur í spennutrylli Tryggvi Evrópumeistari með Bilbao Basket Fyrrum nýliði ársins í NBA reynir fyrir sér í hnefaleikum „Þessar stelpur kalla ekki allt ömmu sína“ „Vonandi nær maður að grípa í einn svona bikar“ Hörður undir feldinn Luka öflugur og Lakers jafnaði einvígið Sektaður um sex milljónir fyrir að tala um getnaðarlim sinn „Við töpum boltanum í annarri hverri sókn“ Uppgjörið: Valur - Haukar 80-82 | Köstuðu sigrinum frá sér og klikkuðu á vítunum „LeBron þarf að fara í P. J. Washington hlutverkið“ Stólarnir afar öflugir þegar glittir í lokaúrslitin Sjá meira