Hinn 19 ára gamli Livramento gekk í raðir Southampton fyrir tímabilið frá Chelsea þar sem Lundúnaliðið er með fjölda hægri bakvarða á sínum snærum. Livramento fór beint í byrjunarlið Southampton og hefur staðið sig með prýði.
Það kemur hins vegar verulega á óvart – nema eflaust stuðningsfólk Southampton – að Livramento sé einn af þeim leikmönnum sem er hvað oftast brotið á af öllum leikmönnum ensku úrvalsdeildarinnar.
Þurfti hann til að mynda að draga sig úr hópi U-21 árs landsliðs Englands nú á dögunum vegna meiðsla. The Athletic greinir frá og í grein þeirra tekur Þjóðverjinn Hasenhüttl fram að hann vilji sjá dómara deildarinnar vernda sinn mann betur.
„Hann er mjög fljótur, með og án bolta. Þegar hann gefur boltann þá er eina leiðin til að stöðva hann að brjóta á honum því annars er hann horfinn,“ sagði Hasenhüttl í viðtali fyrir leik Southampton og Norwich City um helgina.
Ralph Hasenhuttl believes Livramento needs more protection from Premier League referees.
— The Athletic UK (@TheAthleticUK) November 19, 2021
The 19-year-old had to withdraw from England Under-21 duty after being repeatedly felled during #SaintsFC's 1-0 win over #AVFC
More from @dansheldonsport https://t.co/7lrRjyifyd
„Hann hefur verið einn af okkar betri leikmönnum og við verðum að nota hann eins mikið og mögulegt er. Það er góðs viti að hann er líflegur og það sé erfitt að stöðva hann. Svo lengi sem hann er ekki meiddur er þetta í lagi en við verðum að hugsa vel um hann. Dómarar deildarinnar mættu gera slíkt hið sama, í síðasta leik hefði leikmaður mótherjanna átt að fjúka út af eftir hálftíma leik eftir að hafa brotið á Livramento.“
„Þeir (dómarar ensku úrvalsdeildarinnar) verða að hafa augun opin í aðstæðum sem þessum. Ég hef ekki áhyggjur af honum samt þar sem hann hefur hæfileikana og vill fara einn á einn. Það er það sem ég vill sjá,“ sagði Hasenhüttl að endingu.