Morðingi Freyju dæmdur í lífstíðarfangelsi Samúel Karl Ólason skrifar 24. nóvember 2021 10:50 Freyja Egilsdóttir var vinsæl og vinamörg í Malling. Vísir/aðsend Flemming Mogensen, sem myrti Freyju Egilsdóttur í Danmörku í byrjun ársins, hefur verið dæmdur í lífstíðarfangelsi. Hann játaði fyrir dómi í morgun að hafa myrt Freyju, sem var fyrrverandi eiginkona hans og barnsmóðir. Málflutningur saksóknarar og verjanda fór fram í dómsal á Jótlandi í morgun. Flemming sagðist ekki vilja enda í hefðbundnu fangelsi og vildi þess í stað vera dæmdur til sérstakrar fangavistar. Fangavist þessi sem Flemming vildi kallast á dönsku „forvaring“ og er notuð fyrir sérstaklega hættulega fanga. Slíkur dómur felur ekki í sér fyrirfram ákveðna lengd afplánunar og yrði Flemming vistaður á sérstakri geðdeild. Saksóknarar vildu að Flemming hljóti hefðbundinn lífstíðarfangelsisdóm. Flemming ávarpaði dóminn í morgun og sagðist hann, samkvæmt umfjöllun Bt, ekki hafa fengið nægilega hjálp eftir fyrra morðið sem hann framdi árið 1995. Þá stakk hann barnsmóður sína til bana. Sjá einnig: Freyja hafi vitað af fyrri dómi sem maðurinn hlaut fyrir morð Hann sagði geðlækna og lækna ekki hafa tekið hann alvarlega og því vilji hann fá þá hjálp núna. Flemming sagðist ekki telja að hann fengi hana í hefðbundnu fangelsi. Reyndi að hylma yfir morðið Flemming var ákærður fyrir að hafa myrt Freyju með því að kyrkja hana þann 29. janúar síðastliðinn. Þá hafi hann sundurlimað lík hennar og reynt að fela það á heimili þeirra og í garðinum. Ekstrabladet segir Flemming hafa lýst því yfir að hann vildi meiri tíma með börnum sínum og Freyju áður en upp kæmist um morðið. Því hafi hann falið líkið. Flemming, sem á að baki tíu ára dóm fyrir annað morð, tilkynnti lögreglu þann 2. febrúar að Freyja væri týnd. Sama dag var hann handtekinn grunaður um að hafa orðið henni að bana. Síðan hefur hann sætt gæsluvarðhaldi. Sagði Flemming ekki hafa sýnt iðrun Jesper Rubow, saksóknari, sagði í dómsal í morgun að Flemming hefði ekki sýnt neina iðrun og það væru engar ástæður til að dæma hann ekki í lífstíðarfangelsi. Hann sagði Flemming hafa sent skilaboð úr síma Freyju eftir að hann myrti hana, bæði til vinnuveitanda hennar og kærasta hennar. Hann hafi tilkynnt hana týnda í stað þess að játa strax og hafi ekki játað fyrr en lögregluþjónar fundu lík Freyju. Dómarar voru ekki lengi að komast að niðurstöðu í málinu og dæma Flemming í lífstíðarfangelsi. Flemming, sem er 52 ára gamall, á rétt á að sækja um skilorð eftir tólf ár. Danska ríkisútvarpið segir Flemming hafa beðið um frest til að ákveða hvort hann myndi áfrýja niðurstöðunni. Danmörk Morð í Malling Íslendingar erlendis Tengdar fréttir Reikna með stuttum réttarhöldum í máli Freyju Flemming Mogensen, 51 árs barnsfaðir Freyju heitinnar Egilsdóttur, hefur verið ákærður fyrir morðið á Freyju. Saksóknari reiknar með því að Flemming játi morðið fyrir dómi í Danmörku líkt og hann hafi gert á fyrri stigum. 17. ágúst 2021 14:51 Fjölskylda Freyju minnist hennar: „Þú munt ávallt lifa í hjörtum okkar“ „Glaðlynda Freyja okkar, sem vildi öllum allt það besta og hafði mikla samúð, var alltaf hjálpsöm og reyndi alltaf að hvetja fólkið í kring um sig. Hún var mikill tónlistarunnandi og naut þess að dansa við tónlist, hún elskaði liti og málaði fallegar myndir sem glöddu alla ástvini hennar.“ 15. mars 2021 19:37 Vinir Freyju í Danmörku safna fyrir börnin hennar Danskir vinir Freyju Egilsdóttur, sem var myrt í Malling á Jótlandi í lok janúar, hafa hafið söfnun til stuðnings börnum hennar. Í dag höfðu þegar safnast um 76 þúsund danskar krónur eða sem nemur um 1,6 milljónum íslenskra króna. Líkt og Vísir greindi frá fyrir helgi er einnig hafin söfnun hér á Íslandi fyrir börn og fjölskyldu Freyju. 14. febrúar 2021 19:17 Mest lesið „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Innlent Segir nýtt að konan sé tekin á beinið Innlent Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Innlent Óttast að lítið þurfi til svo bíllinn springi í loft upp Innlent Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Innlent „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Innlent Karl Wernersson ákærður fyrir að leyna verðmætum listaverkum fyrir skiptastjóra Innlent Lalli Johns er látinn Innlent Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Innlent Fleiri fréttir Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli „Táknrænt sterk“ forysta Grænlands hefst í dag Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Vopnahlé hélt í nótt og viðræðum fram haldið Láta bandarískan gísl lausan Mun bíða Pútíns í Tyrklandi á fimmtudag Vilja leggja réttarríkið til hliðar „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Vopnahléið heldur en vígahugur ríkir enn Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Vopnahlé í höfn milli Indlands og Pakistans Kim lofar hermenn sína sem börðust í Kúrsk sem hetjur Átökin ná nýjum hæðum Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Yfirvöld Mexíkó kæra Google Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Gerir Pirro að ríkissaksóknara í DC Bein útsending: Fyrsta messa nýs páfa Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Stigmögnunin heldur áfram Hvað vitum við um Leó páfa? Sjá meira
Málflutningur saksóknarar og verjanda fór fram í dómsal á Jótlandi í morgun. Flemming sagðist ekki vilja enda í hefðbundnu fangelsi og vildi þess í stað vera dæmdur til sérstakrar fangavistar. Fangavist þessi sem Flemming vildi kallast á dönsku „forvaring“ og er notuð fyrir sérstaklega hættulega fanga. Slíkur dómur felur ekki í sér fyrirfram ákveðna lengd afplánunar og yrði Flemming vistaður á sérstakri geðdeild. Saksóknarar vildu að Flemming hljóti hefðbundinn lífstíðarfangelsisdóm. Flemming ávarpaði dóminn í morgun og sagðist hann, samkvæmt umfjöllun Bt, ekki hafa fengið nægilega hjálp eftir fyrra morðið sem hann framdi árið 1995. Þá stakk hann barnsmóður sína til bana. Sjá einnig: Freyja hafi vitað af fyrri dómi sem maðurinn hlaut fyrir morð Hann sagði geðlækna og lækna ekki hafa tekið hann alvarlega og því vilji hann fá þá hjálp núna. Flemming sagðist ekki telja að hann fengi hana í hefðbundnu fangelsi. Reyndi að hylma yfir morðið Flemming var ákærður fyrir að hafa myrt Freyju með því að kyrkja hana þann 29. janúar síðastliðinn. Þá hafi hann sundurlimað lík hennar og reynt að fela það á heimili þeirra og í garðinum. Ekstrabladet segir Flemming hafa lýst því yfir að hann vildi meiri tíma með börnum sínum og Freyju áður en upp kæmist um morðið. Því hafi hann falið líkið. Flemming, sem á að baki tíu ára dóm fyrir annað morð, tilkynnti lögreglu þann 2. febrúar að Freyja væri týnd. Sama dag var hann handtekinn grunaður um að hafa orðið henni að bana. Síðan hefur hann sætt gæsluvarðhaldi. Sagði Flemming ekki hafa sýnt iðrun Jesper Rubow, saksóknari, sagði í dómsal í morgun að Flemming hefði ekki sýnt neina iðrun og það væru engar ástæður til að dæma hann ekki í lífstíðarfangelsi. Hann sagði Flemming hafa sent skilaboð úr síma Freyju eftir að hann myrti hana, bæði til vinnuveitanda hennar og kærasta hennar. Hann hafi tilkynnt hana týnda í stað þess að játa strax og hafi ekki játað fyrr en lögregluþjónar fundu lík Freyju. Dómarar voru ekki lengi að komast að niðurstöðu í málinu og dæma Flemming í lífstíðarfangelsi. Flemming, sem er 52 ára gamall, á rétt á að sækja um skilorð eftir tólf ár. Danska ríkisútvarpið segir Flemming hafa beðið um frest til að ákveða hvort hann myndi áfrýja niðurstöðunni.
Danmörk Morð í Malling Íslendingar erlendis Tengdar fréttir Reikna með stuttum réttarhöldum í máli Freyju Flemming Mogensen, 51 árs barnsfaðir Freyju heitinnar Egilsdóttur, hefur verið ákærður fyrir morðið á Freyju. Saksóknari reiknar með því að Flemming játi morðið fyrir dómi í Danmörku líkt og hann hafi gert á fyrri stigum. 17. ágúst 2021 14:51 Fjölskylda Freyju minnist hennar: „Þú munt ávallt lifa í hjörtum okkar“ „Glaðlynda Freyja okkar, sem vildi öllum allt það besta og hafði mikla samúð, var alltaf hjálpsöm og reyndi alltaf að hvetja fólkið í kring um sig. Hún var mikill tónlistarunnandi og naut þess að dansa við tónlist, hún elskaði liti og málaði fallegar myndir sem glöddu alla ástvini hennar.“ 15. mars 2021 19:37 Vinir Freyju í Danmörku safna fyrir börnin hennar Danskir vinir Freyju Egilsdóttur, sem var myrt í Malling á Jótlandi í lok janúar, hafa hafið söfnun til stuðnings börnum hennar. Í dag höfðu þegar safnast um 76 þúsund danskar krónur eða sem nemur um 1,6 milljónum íslenskra króna. Líkt og Vísir greindi frá fyrir helgi er einnig hafin söfnun hér á Íslandi fyrir börn og fjölskyldu Freyju. 14. febrúar 2021 19:17 Mest lesið „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Innlent Segir nýtt að konan sé tekin á beinið Innlent Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Innlent Óttast að lítið þurfi til svo bíllinn springi í loft upp Innlent Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Innlent „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Innlent Karl Wernersson ákærður fyrir að leyna verðmætum listaverkum fyrir skiptastjóra Innlent Lalli Johns er látinn Innlent Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Innlent Fleiri fréttir Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli „Táknrænt sterk“ forysta Grænlands hefst í dag Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Vopnahlé hélt í nótt og viðræðum fram haldið Láta bandarískan gísl lausan Mun bíða Pútíns í Tyrklandi á fimmtudag Vilja leggja réttarríkið til hliðar „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Vopnahléið heldur en vígahugur ríkir enn Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Vopnahlé í höfn milli Indlands og Pakistans Kim lofar hermenn sína sem börðust í Kúrsk sem hetjur Átökin ná nýjum hæðum Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Yfirvöld Mexíkó kæra Google Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Gerir Pirro að ríkissaksóknara í DC Bein útsending: Fyrsta messa nýs páfa Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Stigmögnunin heldur áfram Hvað vitum við um Leó páfa? Sjá meira
Reikna með stuttum réttarhöldum í máli Freyju Flemming Mogensen, 51 árs barnsfaðir Freyju heitinnar Egilsdóttur, hefur verið ákærður fyrir morðið á Freyju. Saksóknari reiknar með því að Flemming játi morðið fyrir dómi í Danmörku líkt og hann hafi gert á fyrri stigum. 17. ágúst 2021 14:51
Fjölskylda Freyju minnist hennar: „Þú munt ávallt lifa í hjörtum okkar“ „Glaðlynda Freyja okkar, sem vildi öllum allt það besta og hafði mikla samúð, var alltaf hjálpsöm og reyndi alltaf að hvetja fólkið í kring um sig. Hún var mikill tónlistarunnandi og naut þess að dansa við tónlist, hún elskaði liti og málaði fallegar myndir sem glöddu alla ástvini hennar.“ 15. mars 2021 19:37
Vinir Freyju í Danmörku safna fyrir börnin hennar Danskir vinir Freyju Egilsdóttur, sem var myrt í Malling á Jótlandi í lok janúar, hafa hafið söfnun til stuðnings börnum hennar. Í dag höfðu þegar safnast um 76 þúsund danskar krónur eða sem nemur um 1,6 milljónum íslenskra króna. Líkt og Vísir greindi frá fyrir helgi er einnig hafin söfnun hér á Íslandi fyrir börn og fjölskyldu Freyju. 14. febrúar 2021 19:17