Segir lið sitt aldrei hafa spilað jafn vel á Goodison Park Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 1. desember 2021 23:15 Klopp var mjög ánægður með sína menn í kvöld. Alex Livesey/Getty Images Jürgen Klopp, þjálfari Liverpool, var að vonum ánægður með 4-1 stórsigur sinna manna á Everton er liðin mættust í ensku úrvalsdeildinni í kvöld, þá sérstaklega eftir það sem gerðist á sama velli á síðustu leiktíð. „Þetta var mjög góður leikur af okkar hálfu, þroskuð frammistaða, fullorðins frammistaða. Mun betri en undanfarin ár, sérstaklega á Goodison Park.“ „Síðar mun ég njóta þess að horfa á leikinn aftur því ég veit hvernig hann fór, það hjálpar til. Ég naut leiksins á köflum, naut þess sem ég sá þar sem þetta var okkar besta frammistaða til þessa á Goodison. Við tókum stór skref í þróun okkar sem lið, það er að við getum lagt tilfinningar til hliðar í svona mikilvægum leikjum.“ „Við vorum of opnir til baka þegar við gáfum þeim markið en það getur gerst þegar þú hefur mikla yfirburði. Við hefðum átt að vera komnir yfir áður en við brutum ísinn. Við komumst í 2-0 og voru ef til vill ekki nægilega öflugir fyrir framan markið, það gaf þeim líflínu. Ég er ekki að leitast eftir fullkomnun, ef þetta væri auðvelt þá gætu allir gert þetta. Strákarnir stóðu sig mjög vel,“ bætti sá þýski við. „Síðast þegar við spiluðum hér urðum við fyrir tveimur skelfilegum meiðslum. Við erum eins og fjölskylda og þegar einhver meiðist illa þá finnur þú fyrir því í búningsklefanum. Hann (Virgil Van Dijk) höndlaði meiðslin ótrúlega vel, sama á við um Thiago og allir strákarnir spiluðu vel í kvöld því þú finnur fyrir tilfinningunum þegar þú snýrð aftur,“ sagði Klopp en Van Dijk sleit krossband í hné í leik liðanna á síðustu leiktíð eftir glórulausa tæklingu Jordan Pickford, markvarðar Everton. Mo Salah var ekki sáttur eftir leik „Hann var reiður eftir leikinn, hann vildi skora þriðja markið sitt og fullkomna þrennuna. Ég tek svona mörkum ekki sem sjálfsögðum hlut, hann neyðir varnarmanninn til að gera mistök í öðru markinu sínu í kvöld. Mo setti Seamus Coleman undir pressu og vann boltann, þegar hann er í slíkri stöðu er líklegt að hann skori.“ „Við erum í góðu augnabliki og þetta var okkar langbesta frammistaða hér á Goodison síðan ég tók við. Fyrir leikinn sagði fólk mér að í nágrannaslögum skipti almennt form og gengi liðanna engu máli, ég gæti ekki verið meira ósammála,“ sagði Klopp að endingu. Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu Golf Sárt tap gegn Dönum á HM Handbolti Leik U21 liðs Man United hætt vegna meiðsla leikmanns Enski boltinn Nýja stórstjarna Liverpool fékk ekki að hafa sjónvarp heima hjá sér Enski boltinn Labbaði í fjórtán tíma á keppnisstað og vann síðan 63 km ofurhlaup Sport Viktor Gísli fær treyju númer eitt hjá Barcelona Handbolti Stuð á Víkingum í Kaupmannahöfn Fótbolti Mikael Neville ósáttur við liðið sitt Fótbolti Fókus á bolta ekki bullur: „Á ekki að sjást í kringum fótboltaleiki“ Fótbolti Chelsea gefur fjölskyldu Jota hluta af HM-bónusunum Enski boltinn Fleiri fréttir Enska augnablikið: Englar og djöflar Leoni færist nær Liverpool Tony Adams vill að Arsenal skipti um fyrirliða Rooney sár út í Tom Brady: „Fannst hann vera mjög ósanngjarn“ Chelsea gefur fjölskyldu Jota hluta af HM-bónusunum Nýja stórstjarna Liverpool fékk ekki að hafa sjónvarp heima hjá sér Enska augnablikið: AGUERO!! Leik U21 liðs Man United hætt vegna meiðsla leikmanns Calvert-Lewin á leið til Leeds Willum lagði upp sigurmark Birmingham Jason Daði og félagar fá Rauðu djöflana í heimsókn Enska augnablikið: Hugsaði til van Persie eftir frægt mark í Eyjum Rashford segir Man. United fast í einskismannslandi Grealish valdi númerið sitt vegna Rooney og Gascoigne „Fáránleg staða sem er komin upp“ Stuðningsmenn Chelsea bjartsýnastir en mjög svartsýnir hjá Newcastle Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Vildi hvergi annarsstaðar spila Dýrasti leikmaður í sögu City lánaður til Everton Enska augnablikið: Forsjáli félaginn sem missti af öllu Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Coote dæmdur í átta vikna bann fyrir ummælin um Klopp Enska augnablikið: Sá allra svalasti „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Bale af golfvellinum og á skjáinn Hákon Rafn gæti fengið sénsinn Donnarumma skilinn eftir heima Enska augnablikið: Hlaupið út úr húsinu Sjá meira
„Þetta var mjög góður leikur af okkar hálfu, þroskuð frammistaða, fullorðins frammistaða. Mun betri en undanfarin ár, sérstaklega á Goodison Park.“ „Síðar mun ég njóta þess að horfa á leikinn aftur því ég veit hvernig hann fór, það hjálpar til. Ég naut leiksins á köflum, naut þess sem ég sá þar sem þetta var okkar besta frammistaða til þessa á Goodison. Við tókum stór skref í þróun okkar sem lið, það er að við getum lagt tilfinningar til hliðar í svona mikilvægum leikjum.“ „Við vorum of opnir til baka þegar við gáfum þeim markið en það getur gerst þegar þú hefur mikla yfirburði. Við hefðum átt að vera komnir yfir áður en við brutum ísinn. Við komumst í 2-0 og voru ef til vill ekki nægilega öflugir fyrir framan markið, það gaf þeim líflínu. Ég er ekki að leitast eftir fullkomnun, ef þetta væri auðvelt þá gætu allir gert þetta. Strákarnir stóðu sig mjög vel,“ bætti sá þýski við. „Síðast þegar við spiluðum hér urðum við fyrir tveimur skelfilegum meiðslum. Við erum eins og fjölskylda og þegar einhver meiðist illa þá finnur þú fyrir því í búningsklefanum. Hann (Virgil Van Dijk) höndlaði meiðslin ótrúlega vel, sama á við um Thiago og allir strákarnir spiluðu vel í kvöld því þú finnur fyrir tilfinningunum þegar þú snýrð aftur,“ sagði Klopp en Van Dijk sleit krossband í hné í leik liðanna á síðustu leiktíð eftir glórulausa tæklingu Jordan Pickford, markvarðar Everton. Mo Salah var ekki sáttur eftir leik „Hann var reiður eftir leikinn, hann vildi skora þriðja markið sitt og fullkomna þrennuna. Ég tek svona mörkum ekki sem sjálfsögðum hlut, hann neyðir varnarmanninn til að gera mistök í öðru markinu sínu í kvöld. Mo setti Seamus Coleman undir pressu og vann boltann, þegar hann er í slíkri stöðu er líklegt að hann skori.“ „Við erum í góðu augnabliki og þetta var okkar langbesta frammistaða hér á Goodison síðan ég tók við. Fyrir leikinn sagði fólk mér að í nágrannaslögum skipti almennt form og gengi liðanna engu máli, ég gæti ekki verið meira ósammála,“ sagði Klopp að endingu.
Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu Golf Sárt tap gegn Dönum á HM Handbolti Leik U21 liðs Man United hætt vegna meiðsla leikmanns Enski boltinn Nýja stórstjarna Liverpool fékk ekki að hafa sjónvarp heima hjá sér Enski boltinn Labbaði í fjórtán tíma á keppnisstað og vann síðan 63 km ofurhlaup Sport Viktor Gísli fær treyju númer eitt hjá Barcelona Handbolti Stuð á Víkingum í Kaupmannahöfn Fótbolti Mikael Neville ósáttur við liðið sitt Fótbolti Fókus á bolta ekki bullur: „Á ekki að sjást í kringum fótboltaleiki“ Fótbolti Chelsea gefur fjölskyldu Jota hluta af HM-bónusunum Enski boltinn Fleiri fréttir Enska augnablikið: Englar og djöflar Leoni færist nær Liverpool Tony Adams vill að Arsenal skipti um fyrirliða Rooney sár út í Tom Brady: „Fannst hann vera mjög ósanngjarn“ Chelsea gefur fjölskyldu Jota hluta af HM-bónusunum Nýja stórstjarna Liverpool fékk ekki að hafa sjónvarp heima hjá sér Enska augnablikið: AGUERO!! Leik U21 liðs Man United hætt vegna meiðsla leikmanns Calvert-Lewin á leið til Leeds Willum lagði upp sigurmark Birmingham Jason Daði og félagar fá Rauðu djöflana í heimsókn Enska augnablikið: Hugsaði til van Persie eftir frægt mark í Eyjum Rashford segir Man. United fast í einskismannslandi Grealish valdi númerið sitt vegna Rooney og Gascoigne „Fáránleg staða sem er komin upp“ Stuðningsmenn Chelsea bjartsýnastir en mjög svartsýnir hjá Newcastle Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Vildi hvergi annarsstaðar spila Dýrasti leikmaður í sögu City lánaður til Everton Enska augnablikið: Forsjáli félaginn sem missti af öllu Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Coote dæmdur í átta vikna bann fyrir ummælin um Klopp Enska augnablikið: Sá allra svalasti „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Bale af golfvellinum og á skjáinn Hákon Rafn gæti fengið sénsinn Donnarumma skilinn eftir heima Enska augnablikið: Hlaupið út úr húsinu Sjá meira