„Skynsegin“ jól Mamiko D. Ragnarsdóttir skrifar 2. desember 2021 07:29 Þegar ég var yngri var alltaf haldið jólaboð heima hjá ömmu og afa. Allir afkomendur þeirra og makar mættu í boðið sem var töluverður fjöldi. Þá skapaðist mikill kliður. Fólk að spjalla hér og þar í flestum rýmum heimilisins og stundum óvænt hlátrasköll. Það var kannski kveikt á sjónvarpinu eða útvarpinu. Ég heyrði hávaða úr eldhúsinu, en borðbúnaðurinn var vaskaður upp jafnóðum og búið var að nota hann. Hljóðáreitin fóru í einn hrærigraut. Ég átti erfitt með að taka þátt því ég skildi ekki hvað fólk var að segja. Mér leið illa. Ég kláraði að borða og fór með diskinn minn inn í eldhús. Hvað nú? Ég kíkti inn í hvert einasta herbergi til að athuga stöðuna, en það voru bara of mikil læti. Hávaðinn heyrðist úr öllum herbergjum heimilisins. Ég flúði fram á stigagang. Á stiganginum heyrðist aðeins daufur kliður frá veislunni. Þar bjó vinkona mín Móna Lísa. Hún var köttur. Þegar ég settist í tröppurnar kom hún, lagðist í fangið á mér og byrjaði að purra. Þá leið mér vel. Ég gat verið svona í kannski heila klukkustund án þess að finna tímann líða á meðan mesti kliðurinn var. Eftir dágóðan tíma fann amma mig á stigaganginum og sagði: „Ertu þarna elskan mín að tala við köttinn?“ Ég hafði ekki verið neitt að tala við Mónu Lísu, en lét eins og ég skildi hvað hún meinti. Amma var sátt við mig og reyndi ekki að draga mig inn til að taka þátt í gleðskapnum. Þarna vissi ég ekki að ég væri „skynsegin“ (e. neurodivergent) en samt mætti ég þessum fallega skilningi ömmu minnar. Reynum að vera eins og elsku amma mín heitin. Ef einhver vill fara afsíðis og tekur ekki þátt í veislu þá á það ekki að vera neitt tiltökumál. Fögnum fjölbreytileika mannrófsins án þess að reyna að steypa alla í sama mótið. Má vera „hinsegin“? En hvað með „skynsegin“? Höfundur er skynsegin einhverf tónlistarkona. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jól Mamiko Dís Ragnarsdóttir Mest lesið Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson Skoðun Framkvæmdir við gatnamót Höfðabakka Árni Guðmundsson Skoðun Samsköttun, samnýting eða skattahækkun? Kristófer Már Maronsson Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia Skoðun Stóra myndin í fjárlögum Daði Már Kristófersson Skoðun Skoðun Skoðun Þegar Hr. X bjargaði jólunum Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Öll lífsins gæði mynda skattstofn Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson skrifar Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar Skoðun Mýtuvaxtarækt loftslagsafneitunar Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir skrifar Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samsköttun, samnýting eða skattahækkun? Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Framkvæmdir við gatnamót Höfðabakka Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Á krossgötum í Atlantshafi Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Börnin fyrst – er framtíðarsýn Vestmannaeyja að fjara út? Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Erum við sérstökust í heimi? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Stóra myndin í fjárlögum Daði Már Kristófersson skrifar Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun Blessuð jólin, bókhaldið og börnin Kristín Lúðvíksdóttir skrifar Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson skrifar Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson skrifar Skoðun Bréfið sem aldrei var skrifað Grímur Atlason skrifar Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Íslensk ferðaþjónusta í nýju landslagi Ólína Laxdal skrifar Skoðun Sköpum öflugt, hafsækið atvinnulíf á viðskiptalegum forsendum! Gunnar Tryggvason skrifar Skoðun Hefurðu heyrt söguna? Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Teygjum okkur aðeins lengra Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Spilakassar í skjóli mannúðar og björgunar Alma Hafsteinsdóttir skrifar Sjá meira
Þegar ég var yngri var alltaf haldið jólaboð heima hjá ömmu og afa. Allir afkomendur þeirra og makar mættu í boðið sem var töluverður fjöldi. Þá skapaðist mikill kliður. Fólk að spjalla hér og þar í flestum rýmum heimilisins og stundum óvænt hlátrasköll. Það var kannski kveikt á sjónvarpinu eða útvarpinu. Ég heyrði hávaða úr eldhúsinu, en borðbúnaðurinn var vaskaður upp jafnóðum og búið var að nota hann. Hljóðáreitin fóru í einn hrærigraut. Ég átti erfitt með að taka þátt því ég skildi ekki hvað fólk var að segja. Mér leið illa. Ég kláraði að borða og fór með diskinn minn inn í eldhús. Hvað nú? Ég kíkti inn í hvert einasta herbergi til að athuga stöðuna, en það voru bara of mikil læti. Hávaðinn heyrðist úr öllum herbergjum heimilisins. Ég flúði fram á stigagang. Á stiganginum heyrðist aðeins daufur kliður frá veislunni. Þar bjó vinkona mín Móna Lísa. Hún var köttur. Þegar ég settist í tröppurnar kom hún, lagðist í fangið á mér og byrjaði að purra. Þá leið mér vel. Ég gat verið svona í kannski heila klukkustund án þess að finna tímann líða á meðan mesti kliðurinn var. Eftir dágóðan tíma fann amma mig á stigaganginum og sagði: „Ertu þarna elskan mín að tala við köttinn?“ Ég hafði ekki verið neitt að tala við Mónu Lísu, en lét eins og ég skildi hvað hún meinti. Amma var sátt við mig og reyndi ekki að draga mig inn til að taka þátt í gleðskapnum. Þarna vissi ég ekki að ég væri „skynsegin“ (e. neurodivergent) en samt mætti ég þessum fallega skilningi ömmu minnar. Reynum að vera eins og elsku amma mín heitin. Ef einhver vill fara afsíðis og tekur ekki þátt í veislu þá á það ekki að vera neitt tiltökumál. Fögnum fjölbreytileika mannrófsins án þess að reyna að steypa alla í sama mótið. Má vera „hinsegin“? En hvað með „skynsegin“? Höfundur er skynsegin einhverf tónlistarkona.
Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia Skoðun
Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar
Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar
Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar
Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia Skoðun