Kæru foreldrar í Fossvogi Ragnar Þór Pétursson skrifar 2. desember 2021 15:32 Kæru foreldrar í Fossvogi, við þurfum að tala saman. Við þurfum að ræða um viðbrögð sumra ykkar við því að skólastjórinn ykkar skuli bogna undan því álagi sem fylgir því að reka skólann í langvarandi veiru- og myglufaraldri. Ég ætla ekki að reyna að lýsa vonbrigðum mínum með það að einhverjum ykkar hafi þótt við hæfi að fylgja þeim tíðindum eftir með blaðaumfjöllun um að skólinn hafi brugðist börnum í sjöunda bekk með því að panta ekki fyrir þau ferð í skólabúðir í tæka tíð. Nú veit ég að börnum er fullkomlega eðlilegt að horfa á heiminn út frá tiltölulega litlum sjóndeildarhring eigin skynjunar og hugsunar. Mikið af því álagi sem þið foreldrar, kennarar, stjórnendur og annað starfsfólk skólans hafið tekið á eigin herðar síðustu misseri hefur einmitt verið í þeim tilgangi að börnin eigi sem eðlilegast líf við þessar óeðlilegu aðstæður. Þess vegna er auðvitað sorglegt að þau missi af ferð í skólabúðir. Það breytir þó ekki því að þið, sem fullorðið fólk og mikilvægir hlekkir skólasamfélagsins, eigið að vita betur. Að tala um að það sé þyngra en „tárum taki“ að börn missi af skólabúðum og að skólinn hafi brugðist í árferði sem hefur kostað nemendur, kennara og stjórnendur margar grundvallarforsendur eðlilegs náms og skapað starfsaðstæður og -umhverfi sem engan veginn uppfylla kröfur um aðbúnað – er óheppilegt svo ekki sé meira sagt. Það verður stöðugt erfiðara að laða fólk að stjórnun skóla. Því er flókið að snúa við. Þar skiptir þó máli að það samfélag sem skólinn starfar í sé samfélag gagnkvæmrar virðingar, skilnings og stuðnings. Kæru foreldrar í Fossvogi. Skólafólkið ykkar hefur unnið þrekvirki við að halda gangandi skóla barnanna ykkar við ofboðslega krefjandi aðstæður í alllangan tíma. Það þarf á stuðningi ykkar að halda. Umfram allt þurfa börnin ykkar að sjá ykkur ástunda víðsýni, samkennd og virðingu fyrir samferðafólki ykkar – því óháð veirum og myglugróum lærast sumar lexíur ekki annars staðar en heima. Höfundur er formaður Kennarasambands Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ragnar Þór Pétursson Mygla í Fossvogsskóla Skóla - og menntamál Reykjavík Mest lesið Bjarni gleðst yfir tapi mínu í varaformannskjöri Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Hvað vakir fyrir utanríkisráðherra? Snorri Másson Skoðun RÚV: Gefið okkur Eurovision-gleðina aftur! Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir Skoðun Woke-ið lifir! Bjarni Snæbjörnsson Skoðun Staða Íslands og niðurbrot vestrænnar samvinnu Þorsteinn Kristinsson Skoðun Af hverju lýgur Alma? Arnar Sigurðsson Skoðun Hættum að segja „Flýttu þér“ Einar Sverrisson Skoðun Ósanngjörn skipting kílómetragjalds Njáll Gunnlaugsson Skoðun Pólska sjónarhornið Halldór Auðar Svansson Skoðun Rektor sem gerir ómögulegt mögulegt Vilborg Ása Guðjónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Kolbrún Pálsdóttir – Öflugur leiðtogi fyrir Háskóla Íslands Ágúst Arnar Þráinsson,Kolbrún Lára Kjartansdóttir skrifar Skoðun Lokað á lausnir í leikskólamálum Einar Þorsteinsson skrifar Skoðun Ég styð Magnús Karl Jón Gnarr skrifar Skoðun Hlutverk og sjálfsmynd Íslands á alþjóðavettvangi Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Samningamaðurinn Trump & narssisisminn Kristján Reykjalín Vigfússon skrifar Skoðun Hver er hin raunverulega barátta Bandaríkjastjórnar? Elvar Eyvindsson skrifar Skoðun Hættum að segja „Flýttu þér“ Einar Sverrisson skrifar Skoðun Bókasafnið: hjartað í hverjum skóla Stefán Pálsson skrifar Skoðun Áhrif gervigreindar á störf tæknimenntaðra Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Bið eftir talmeinaþjónustu er allt of löng Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Áreiðanleikakannanir á sjálfbærniþáttum fyrirtækja: Hvað sýna nýjustu rannsóknir? Soffía Eydís Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Er ég nægilega gott foreldri? Daðey Albertsdóttir,Ásgerður Arna Sófusdóttir skrifar Skoðun Staða Íslands og niðurbrot vestrænnar samvinnu Þorsteinn Kristinsson skrifar Skoðun Upplýst ákvörðun er sterkasta vopn félagsfólks VR Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Um náttúrulögmál og aftengingu Sölvi Tryggvason skrifar Skoðun Styðjum barnafjölskyldur Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Ósanngjörn skipting kílómetragjalds Njáll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Kæru háskólastúdentar - framtíðin er ykkar! Magnús Karl Magnússon skrifar Skoðun Pólska sjónarhornið Halldór Auðar Svansson skrifar Skoðun Bjarni gleðst yfir tapi mínu í varaformannskjöri Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun RÚV: Gefið okkur Eurovision-gleðina aftur! Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Rektor sem gerir ómögulegt mögulegt Vilborg Ása Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Léttleiki og lýðræði – kjósum Höllu sem formann VR Björg Gilsdóttir skrifar Skoðun Björn Þorsteinsson er gott rektorsefni Gunnþórunn Guðmundsdóttir,Halldór Guðmundsson skrifar Skoðun Hvað vakir fyrir utanríkisráðherra? Snorri Másson skrifar Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir - Framtíð Háskóla Íslands Áróra Rós Ingadóttir skrifar Skoðun Á krossgötum í Úkraínu Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Þegar grafið er undan sjálfi, lífsgleði og tilgangi mannvera Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun St. Tómas Aquinas Árni Jensson skrifar Skoðun Skólinn okkar, FSH Elmar Ægir Eysteinsson skrifar Sjá meira
Kæru foreldrar í Fossvogi, við þurfum að tala saman. Við þurfum að ræða um viðbrögð sumra ykkar við því að skólastjórinn ykkar skuli bogna undan því álagi sem fylgir því að reka skólann í langvarandi veiru- og myglufaraldri. Ég ætla ekki að reyna að lýsa vonbrigðum mínum með það að einhverjum ykkar hafi þótt við hæfi að fylgja þeim tíðindum eftir með blaðaumfjöllun um að skólinn hafi brugðist börnum í sjöunda bekk með því að panta ekki fyrir þau ferð í skólabúðir í tæka tíð. Nú veit ég að börnum er fullkomlega eðlilegt að horfa á heiminn út frá tiltölulega litlum sjóndeildarhring eigin skynjunar og hugsunar. Mikið af því álagi sem þið foreldrar, kennarar, stjórnendur og annað starfsfólk skólans hafið tekið á eigin herðar síðustu misseri hefur einmitt verið í þeim tilgangi að börnin eigi sem eðlilegast líf við þessar óeðlilegu aðstæður. Þess vegna er auðvitað sorglegt að þau missi af ferð í skólabúðir. Það breytir þó ekki því að þið, sem fullorðið fólk og mikilvægir hlekkir skólasamfélagsins, eigið að vita betur. Að tala um að það sé þyngra en „tárum taki“ að börn missi af skólabúðum og að skólinn hafi brugðist í árferði sem hefur kostað nemendur, kennara og stjórnendur margar grundvallarforsendur eðlilegs náms og skapað starfsaðstæður og -umhverfi sem engan veginn uppfylla kröfur um aðbúnað – er óheppilegt svo ekki sé meira sagt. Það verður stöðugt erfiðara að laða fólk að stjórnun skóla. Því er flókið að snúa við. Þar skiptir þó máli að það samfélag sem skólinn starfar í sé samfélag gagnkvæmrar virðingar, skilnings og stuðnings. Kæru foreldrar í Fossvogi. Skólafólkið ykkar hefur unnið þrekvirki við að halda gangandi skóla barnanna ykkar við ofboðslega krefjandi aðstæður í alllangan tíma. Það þarf á stuðningi ykkar að halda. Umfram allt þurfa börnin ykkar að sjá ykkur ástunda víðsýni, samkennd og virðingu fyrir samferðafólki ykkar – því óháð veirum og myglugróum lærast sumar lexíur ekki annars staðar en heima. Höfundur er formaður Kennarasambands Íslands.
Skoðun Kolbrún Pálsdóttir – Öflugur leiðtogi fyrir Háskóla Íslands Ágúst Arnar Þráinsson,Kolbrún Lára Kjartansdóttir skrifar
Skoðun Hlutverk og sjálfsmynd Íslands á alþjóðavettvangi Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar
Skoðun Áreiðanleikakannanir á sjálfbærniþáttum fyrirtækja: Hvað sýna nýjustu rannsóknir? Soffía Eydís Björgvinsdóttir skrifar
Skoðun Björn Þorsteinsson er gott rektorsefni Gunnþórunn Guðmundsdóttir,Halldór Guðmundsson skrifar
Skoðun Þegar grafið er undan sjálfi, lífsgleði og tilgangi mannvera Matthildur Björnsdóttir skrifar