Skammar foreldra í Fossvoginum sem eigi að vita betur Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 2. desember 2021 15:42 Ragnar Þór Pétursson, formaður Kennarasambands Íslands, tekur upp hanskann fyrir skólastjórann í Fossvogsskóla og biður foreldra að staldra við. Vísir/Vilhelm Ragnar Þór Pétursson, formaður Kennarasambands Íslands, segir foreldra í Fossvoginum eiga að vita betur en að tala um það sem þyngra en tárum taki að börn þeirra missi af skólabúðum. Skólastjórinn í Fossvogsskóla sagði upp störfum nýlega og vísaði til gríðarlegs álags sem fylgt hefði starfinu. Bæði hefur skólinn um árabil glímt við mygluvandamál og þá hefur kórónuveiran gert öllum kimum samfélagsins erfitt fyrir undanfarin tæp tvö ár og eru skólarnir engin undantekning. Fram kom í Fréttablaðinu í morgun að Reykjaferð nemenda í 7. bekk skólans hefði verið felld niður þar sem skólastjórinn, Ingibjörg Ýr Pálmadóttir, hefði gleymt að sækja um. Börnin væru hundfúl. Fyrstur kemur, fyrstur fær Haft var eftir ónafngreindum föður barns við skólann að börnunum liði eins og skólinn og stjórnendur hefðu brugðist sér. Þau upplifðu það sem svo að þau væru skilin út undan og að skólinn „hati“ þau. Fólk um allt land hefur farið í skólabúðir á Reyki sem allajafna eru hjá 7. bekkjum grunnskóla.Skólabúðir.is „Þetta er svo leiðinlegt gagnvart blessuðum börnunum að þurfa að standa í þessu að það er þyngra en tárum taki,“ sagði Karl B. Örvarsson framkvæmdastjóri skólabúðanna á Reykjum við Fréttablaðið. Þó sé það á hverju ári þannig að færri bekkir komist að en vilji. Lögmálið fyrstur kemur, fyrstur fær gildi. Þá hjálpi ekki að aðeins megi taka á móti fimmtíu börnum hverju sinni vegna takmarkana í samfélaginu. Ragnar Þór skrifar pistil með titlinum „Kæru foreldrar í Fossvogi“ sem birtist nú síðdegis á Vísi. Þar segist hann þurfa að ræða við foreldra barna í Fossvoginum. Ætlar ekki að reyna að lýsa vonbrigðum sínum „Við þurfum að ræða um viðbrögð sumra ykkar við því að skólastjórinn ykkar skuli bogna undan því álagi sem fylgir því að reka skólann í langvarandi veiru- og myglufaraldri,“ segir Ragnar Þór og vísar til nýtilkominnar uppsagnar Ingibjargar skólastjóra. „Ég ætla ekki að reyna að lýsa vonbrigðum mínum með það að einhverjum ykkar hafi þótt við hæfi að fylgja þeim tíðindum eftir með blaðaumfjöllun um að skólinn hafi brugðist börnum í sjöunda bekk með því að panta ekki fyrir þau ferð í skólabúðir í tæka tíð.“ Hann segist vita að börnum sé fullkomlega eðlilegt að horfa á heiminn út frá tiltölulega litlum sjóndeildarhring eigin skynjunar og hugsunar. Mygluvandamál í Fossvogsskóla hefur verið viðvarandi undanfarin ár og valdið töluverðum vandræðum.Vísir/vilhelm „Mikið af því álagi sem þið foreldrar, kennarar, stjórnendur og annað starfsfólk skólans hafið tekið á eigin herðar síðustu misseri hefur einmitt verið í þeim tilgangi að börnin eigi sem eðlilegast líf við þessar óeðlilegu aðstæður. Þess vegna er auðvitað sorglegt að þau missi af ferð í skólabúðir,“ segir Ragnar. Fullorðna fólkið eigi að vita betur „Það breytir þó ekki því að þið, sem fullorðið fólk og mikilvægir hlekkir skólasamfélagsins, eigið að vita betur.“ Stöðugt verði erfiðara að laða fólk að stjórnun skóla. Því sé flókið að snúa við. Þar skipti þó máli að það samfélag sem skólinn starfi í sé samfélag gagnkvæmrar virðingar, skilnings og stuðnings. Það sé óheppilegt, svo ekki sé meira sagt, að foreldrar tali um að skólinn hafi brugðist í árferði sem hafi kostað nemendur, kennara og stjórnendur margar grundvallarforsendur eðlilegs náms og skapað starfsaðstæður og -umhverfi sem engan veginn uppfylli kröfur um aðbúnað. „Kæru foreldrar í Fossvogi. Skólafólkið ykkar hefur unnið þrekvirki við að halda gangandi skóla barnanna ykkar við ofboðslega krefjandi aðstæður í alllangan tíma. Það þarf á stuðningi ykkar að halda. Umfram allt þurfa börnin ykkar að sjá ykkur ástunda víðsýni, samkennd og virðingu fyrir samferðafólki ykkar – því óháð veirum og myglugróum lærast sumar lexíur ekki annars staðar en heima.“ Mygla í Fossvogsskóla Skóla - og menntamál Grunnskólar Reykjavík Tengdar fréttir Kæru foreldrar í Fossvogi Kæru foreldrar í Fossvogi, við þurfum að tala saman. Við þurfum að ræða um viðbrögð sumra ykkar við því að skólastjórinn ykkar skuli bogna undan því álagi sem fylgir því að reka skólann í langvarandi veiru- og myglufaraldri. 2. desember 2021 15:32 Mest lesið Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Innlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent Bíll konunnar sást á upptöku Innlent Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Innlent Landsmenn allir harmi slegnir Innlent Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Innlent Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Innlent Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Innlent „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Innlent Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Innlent Fleiri fréttir Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sleppt úr gæsluvarðhaldi en málið enn til rannsóknar Hlaup hafið úr Hafrafellslóni Hungursneyð lýst yfir og forsætisráðherra segir alþjóðasamfélagið ráðalaust Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Hungursneið á Gasa, strokulaxar og metþátttaka í Reykjavíkurmaraþoni Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Áfall fyrir RIFF Skipar samningateymi um uppbyggingu Víkings á Markarsvæði Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Landsmenn allir harmi slegnir Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Bærinn hefur afhent lögreglu myndefni í tengslum við hraðbankaránið Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi 83% fallinna almennir borgarar: „Allt sem er að gerast þarna ber einkenni þjóðarmorðs“ Sjá meira
Bæði hefur skólinn um árabil glímt við mygluvandamál og þá hefur kórónuveiran gert öllum kimum samfélagsins erfitt fyrir undanfarin tæp tvö ár og eru skólarnir engin undantekning. Fram kom í Fréttablaðinu í morgun að Reykjaferð nemenda í 7. bekk skólans hefði verið felld niður þar sem skólastjórinn, Ingibjörg Ýr Pálmadóttir, hefði gleymt að sækja um. Börnin væru hundfúl. Fyrstur kemur, fyrstur fær Haft var eftir ónafngreindum föður barns við skólann að börnunum liði eins og skólinn og stjórnendur hefðu brugðist sér. Þau upplifðu það sem svo að þau væru skilin út undan og að skólinn „hati“ þau. Fólk um allt land hefur farið í skólabúðir á Reyki sem allajafna eru hjá 7. bekkjum grunnskóla.Skólabúðir.is „Þetta er svo leiðinlegt gagnvart blessuðum börnunum að þurfa að standa í þessu að það er þyngra en tárum taki,“ sagði Karl B. Örvarsson framkvæmdastjóri skólabúðanna á Reykjum við Fréttablaðið. Þó sé það á hverju ári þannig að færri bekkir komist að en vilji. Lögmálið fyrstur kemur, fyrstur fær gildi. Þá hjálpi ekki að aðeins megi taka á móti fimmtíu börnum hverju sinni vegna takmarkana í samfélaginu. Ragnar Þór skrifar pistil með titlinum „Kæru foreldrar í Fossvogi“ sem birtist nú síðdegis á Vísi. Þar segist hann þurfa að ræða við foreldra barna í Fossvoginum. Ætlar ekki að reyna að lýsa vonbrigðum sínum „Við þurfum að ræða um viðbrögð sumra ykkar við því að skólastjórinn ykkar skuli bogna undan því álagi sem fylgir því að reka skólann í langvarandi veiru- og myglufaraldri,“ segir Ragnar Þór og vísar til nýtilkominnar uppsagnar Ingibjargar skólastjóra. „Ég ætla ekki að reyna að lýsa vonbrigðum mínum með það að einhverjum ykkar hafi þótt við hæfi að fylgja þeim tíðindum eftir með blaðaumfjöllun um að skólinn hafi brugðist börnum í sjöunda bekk með því að panta ekki fyrir þau ferð í skólabúðir í tæka tíð.“ Hann segist vita að börnum sé fullkomlega eðlilegt að horfa á heiminn út frá tiltölulega litlum sjóndeildarhring eigin skynjunar og hugsunar. Mygluvandamál í Fossvogsskóla hefur verið viðvarandi undanfarin ár og valdið töluverðum vandræðum.Vísir/vilhelm „Mikið af því álagi sem þið foreldrar, kennarar, stjórnendur og annað starfsfólk skólans hafið tekið á eigin herðar síðustu misseri hefur einmitt verið í þeim tilgangi að börnin eigi sem eðlilegast líf við þessar óeðlilegu aðstæður. Þess vegna er auðvitað sorglegt að þau missi af ferð í skólabúðir,“ segir Ragnar. Fullorðna fólkið eigi að vita betur „Það breytir þó ekki því að þið, sem fullorðið fólk og mikilvægir hlekkir skólasamfélagsins, eigið að vita betur.“ Stöðugt verði erfiðara að laða fólk að stjórnun skóla. Því sé flókið að snúa við. Þar skipti þó máli að það samfélag sem skólinn starfi í sé samfélag gagnkvæmrar virðingar, skilnings og stuðnings. Það sé óheppilegt, svo ekki sé meira sagt, að foreldrar tali um að skólinn hafi brugðist í árferði sem hafi kostað nemendur, kennara og stjórnendur margar grundvallarforsendur eðlilegs náms og skapað starfsaðstæður og -umhverfi sem engan veginn uppfylli kröfur um aðbúnað. „Kæru foreldrar í Fossvogi. Skólafólkið ykkar hefur unnið þrekvirki við að halda gangandi skóla barnanna ykkar við ofboðslega krefjandi aðstæður í alllangan tíma. Það þarf á stuðningi ykkar að halda. Umfram allt þurfa börnin ykkar að sjá ykkur ástunda víðsýni, samkennd og virðingu fyrir samferðafólki ykkar – því óháð veirum og myglugróum lærast sumar lexíur ekki annars staðar en heima.“
Mygla í Fossvogsskóla Skóla - og menntamál Grunnskólar Reykjavík Tengdar fréttir Kæru foreldrar í Fossvogi Kæru foreldrar í Fossvogi, við þurfum að tala saman. Við þurfum að ræða um viðbrögð sumra ykkar við því að skólastjórinn ykkar skuli bogna undan því álagi sem fylgir því að reka skólann í langvarandi veiru- og myglufaraldri. 2. desember 2021 15:32 Mest lesið Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Innlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent Bíll konunnar sást á upptöku Innlent Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Innlent Landsmenn allir harmi slegnir Innlent Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Innlent Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Innlent Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Innlent „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Innlent Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Innlent Fleiri fréttir Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sleppt úr gæsluvarðhaldi en málið enn til rannsóknar Hlaup hafið úr Hafrafellslóni Hungursneyð lýst yfir og forsætisráðherra segir alþjóðasamfélagið ráðalaust Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Hungursneið á Gasa, strokulaxar og metþátttaka í Reykjavíkurmaraþoni Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Áfall fyrir RIFF Skipar samningateymi um uppbyggingu Víkings á Markarsvæði Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Landsmenn allir harmi slegnir Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Bærinn hefur afhent lögreglu myndefni í tengslum við hraðbankaránið Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi 83% fallinna almennir borgarar: „Allt sem er að gerast þarna ber einkenni þjóðarmorðs“ Sjá meira
Kæru foreldrar í Fossvogi Kæru foreldrar í Fossvogi, við þurfum að tala saman. Við þurfum að ræða um viðbrögð sumra ykkar við því að skólastjórinn ykkar skuli bogna undan því álagi sem fylgir því að reka skólann í langvarandi veiru- og myglufaraldri. 2. desember 2021 15:32