Aðeins í handbremsu en gefa allt í úrslitin Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 2. desember 2021 19:21 Andrea Sif Pétursdóttir og Kolbrún Þöll Þorradóttir hinar kátustu. stefán pálsson Andrea Sif Pétursdóttir, fyrirliði íslenska kvennalandsliðsins, var ánægð hvernig til tókst í undanúrslitum á EM í hópfimleikum í kvöld. Hún segir að íslenska liðið hafi aðeins verið handbremsuna á en hún verði tekin af í úrslitunum á laugardaginn. Ísland endaði í 2. sæti í undanúrslitunum með 55.100 í einkunn, 0.950 á eftir Svíþjóð sem á titil að verja. Bretland varð svo í 3. sæti. „Við eigum eitthvað inni. Við vorum að spara nokkrar stelpur og margar sem eru oft í öllum umferðum gerðu kannski færri til að spara þær, prófa aðrar og dreifa álaginu á liðið,“ sagði Andrea í samtali við Vísi eftir undanúrslitunum. „Upphitun gekk kannski ekki frábærlega en þá púsluðum við þessu öðruvísi og það gekk vel. Það er breidd í hópnum og þetta var ekkert stress.“ Vilja ekki toppa of snemma Sem fyrr sagði var íslenska liðið aðeins sjónarmun á eftir því sænska sem hefur orðið Evrópumeistari þrisvar sinnum í röð. Andrea (með uppréttar hendur) áður en íslenska liðið hóf gólfæfingar sínar.stefán pálsson „Maður spilar þetta aðeins öðruvísi í undanúrslitunum en úrslitunum. Oft hefur okkur gengið vel á þessum degi og þá er erfitt að toppa á næsta. Við förum mjög jákvæðar inn í laugardaginn,“ sagði Andrea. En hvar getur íslenska liðið bætt í fyrir úrslitin? „Alls staðar. Við eigum eftir að horfa á þetta. Við vorum með einhver föll, beygðum okkur aðeins öðruvísi til að lenda betur en dagurinn í dag snerist um að koma heill út úr honum, frekar að breyta í loftinu en að negla sér inn í þetta og meiða sig. Það væri frekar á laugardaginn, þá myndi maður bomba sér inn í þetta,“ svaraði Andrea. Greint í þaula Fram að úrslitunum mun íslenska liðið fara vel og rækilega yfir frammistöðu sína í undanúrslitunum og greina hana með þjálfurum sínum. Íslenska liðið ætlar að gefa allt í úrslitin á laugardaginn.stefán pálsson „Við erum með fólk sem tekur myndbönd fyrir okkur. Líklegast í kvöld og á morgun horfum við á þetta, mis ítarlega, og tölum saman hvernig við ætlum að gera þetta næst, hvort við ætlum að breyta einhverju,“ sagði Andrea að endingu. Fimleikar EM í hópfimleikum Mest lesið Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum Íslenski boltinn Handtekin fyrir að lemja kærastann en hann vildi ekki kæra Sport Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög Körfubolti Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Körfubolti Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City Fótbolti Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Enski boltinn „Erfið og flókin staða“ Enski boltinn Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun Enski boltinn „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Handbolti „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Ramsdale mættur til Newcastle Eggert Aron skoraði og lagði upp í stórsigri Brann „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Davíð Snær og Guðlaugur Victor lögðu upp mörk „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Ledecky lenti í vandræðum en hélt krúnunni Arnór og Ísak skoruðu í stórfurðulegum tíu marka leik Settu Íslandsmet í síðasta sundinu á HM í Singapúr Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ Handtekin fyrir að lemja kærastann en hann vildi ekki kæra „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun „Erfið og flókin staða“ Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Dagskráin í dag: Þjóðhátíðarleikur í Eyjum og allskonar annað Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? KR sækir ungan bakvörð „Sýna að maður eigi það skilið“ ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Sigur í fyrsta leik hjá Jóhannesi Kristni Sjá meira
Ísland endaði í 2. sæti í undanúrslitunum með 55.100 í einkunn, 0.950 á eftir Svíþjóð sem á titil að verja. Bretland varð svo í 3. sæti. „Við eigum eitthvað inni. Við vorum að spara nokkrar stelpur og margar sem eru oft í öllum umferðum gerðu kannski færri til að spara þær, prófa aðrar og dreifa álaginu á liðið,“ sagði Andrea í samtali við Vísi eftir undanúrslitunum. „Upphitun gekk kannski ekki frábærlega en þá púsluðum við þessu öðruvísi og það gekk vel. Það er breidd í hópnum og þetta var ekkert stress.“ Vilja ekki toppa of snemma Sem fyrr sagði var íslenska liðið aðeins sjónarmun á eftir því sænska sem hefur orðið Evrópumeistari þrisvar sinnum í röð. Andrea (með uppréttar hendur) áður en íslenska liðið hóf gólfæfingar sínar.stefán pálsson „Maður spilar þetta aðeins öðruvísi í undanúrslitunum en úrslitunum. Oft hefur okkur gengið vel á þessum degi og þá er erfitt að toppa á næsta. Við förum mjög jákvæðar inn í laugardaginn,“ sagði Andrea. En hvar getur íslenska liðið bætt í fyrir úrslitin? „Alls staðar. Við eigum eftir að horfa á þetta. Við vorum með einhver föll, beygðum okkur aðeins öðruvísi til að lenda betur en dagurinn í dag snerist um að koma heill út úr honum, frekar að breyta í loftinu en að negla sér inn í þetta og meiða sig. Það væri frekar á laugardaginn, þá myndi maður bomba sér inn í þetta,“ svaraði Andrea. Greint í þaula Fram að úrslitunum mun íslenska liðið fara vel og rækilega yfir frammistöðu sína í undanúrslitunum og greina hana með þjálfurum sínum. Íslenska liðið ætlar að gefa allt í úrslitin á laugardaginn.stefán pálsson „Við erum með fólk sem tekur myndbönd fyrir okkur. Líklegast í kvöld og á morgun horfum við á þetta, mis ítarlega, og tölum saman hvernig við ætlum að gera þetta næst, hvort við ætlum að breyta einhverju,“ sagði Andrea að endingu.
Fimleikar EM í hópfimleikum Mest lesið Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum Íslenski boltinn Handtekin fyrir að lemja kærastann en hann vildi ekki kæra Sport Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög Körfubolti Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Körfubolti Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City Fótbolti Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Enski boltinn „Erfið og flókin staða“ Enski boltinn Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun Enski boltinn „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Handbolti „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Ramsdale mættur til Newcastle Eggert Aron skoraði og lagði upp í stórsigri Brann „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Davíð Snær og Guðlaugur Victor lögðu upp mörk „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Ledecky lenti í vandræðum en hélt krúnunni Arnór og Ísak skoruðu í stórfurðulegum tíu marka leik Settu Íslandsmet í síðasta sundinu á HM í Singapúr Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ Handtekin fyrir að lemja kærastann en hann vildi ekki kæra „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun „Erfið og flókin staða“ Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Dagskráin í dag: Þjóðhátíðarleikur í Eyjum og allskonar annað Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? KR sækir ungan bakvörð „Sýna að maður eigi það skilið“ ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Sigur í fyrsta leik hjá Jóhannesi Kristni Sjá meira