Aðeins í handbremsu en gefa allt í úrslitin Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 2. desember 2021 19:21 Andrea Sif Pétursdóttir og Kolbrún Þöll Þorradóttir hinar kátustu. stefán pálsson Andrea Sif Pétursdóttir, fyrirliði íslenska kvennalandsliðsins, var ánægð hvernig til tókst í undanúrslitum á EM í hópfimleikum í kvöld. Hún segir að íslenska liðið hafi aðeins verið handbremsuna á en hún verði tekin af í úrslitunum á laugardaginn. Ísland endaði í 2. sæti í undanúrslitunum með 55.100 í einkunn, 0.950 á eftir Svíþjóð sem á titil að verja. Bretland varð svo í 3. sæti. „Við eigum eitthvað inni. Við vorum að spara nokkrar stelpur og margar sem eru oft í öllum umferðum gerðu kannski færri til að spara þær, prófa aðrar og dreifa álaginu á liðið,“ sagði Andrea í samtali við Vísi eftir undanúrslitunum. „Upphitun gekk kannski ekki frábærlega en þá púsluðum við þessu öðruvísi og það gekk vel. Það er breidd í hópnum og þetta var ekkert stress.“ Vilja ekki toppa of snemma Sem fyrr sagði var íslenska liðið aðeins sjónarmun á eftir því sænska sem hefur orðið Evrópumeistari þrisvar sinnum í röð. Andrea (með uppréttar hendur) áður en íslenska liðið hóf gólfæfingar sínar.stefán pálsson „Maður spilar þetta aðeins öðruvísi í undanúrslitunum en úrslitunum. Oft hefur okkur gengið vel á þessum degi og þá er erfitt að toppa á næsta. Við förum mjög jákvæðar inn í laugardaginn,“ sagði Andrea. En hvar getur íslenska liðið bætt í fyrir úrslitin? „Alls staðar. Við eigum eftir að horfa á þetta. Við vorum með einhver föll, beygðum okkur aðeins öðruvísi til að lenda betur en dagurinn í dag snerist um að koma heill út úr honum, frekar að breyta í loftinu en að negla sér inn í þetta og meiða sig. Það væri frekar á laugardaginn, þá myndi maður bomba sér inn í þetta,“ svaraði Andrea. Greint í þaula Fram að úrslitunum mun íslenska liðið fara vel og rækilega yfir frammistöðu sína í undanúrslitunum og greina hana með þjálfurum sínum. Íslenska liðið ætlar að gefa allt í úrslitin á laugardaginn.stefán pálsson „Við erum með fólk sem tekur myndbönd fyrir okkur. Líklegast í kvöld og á morgun horfum við á þetta, mis ítarlega, og tölum saman hvernig við ætlum að gera þetta næst, hvort við ætlum að breyta einhverju,“ sagði Andrea að endingu. Fimleikar EM í hópfimleikum Mest lesið Þóttist vera látinn yngri bróðir sinn Fótbolti Sjáðu tvísparkið örlagaríka í Madrídarslagnum Fótbolti Capello: Guardiola er hrokagikkur sem hefur skaðað fótboltann Enski boltinn Carragher veiktist í beinni útsendingu Fótbolti Ill meðferð Maradona: Töflur muldar út í bjór og smúlaður með slöngu Fótbolti F1 2025: Guð gefðu okkur besta tímabil sögunnar Formúla 1 Yfirmaður Manchester United segir félagið taka áhættu Enski boltinn Gunnar tekur aftur við Haukum Handbolti Aðeins spilað 731 mínútu af fótbolta síðan 2023 Fótbolti Simeone efins: „Sástu hann snerta boltann tvisvar?“ Fótbolti Fleiri fréttir Van Dijk boðnar átta milljónir á dag í laun Skoraði tuttugu stig í sextugasta leiknum í röð Simeone efins: „Sástu hann snerta boltann tvisvar?“ Aðeins spilað 731 mínútu af fótbolta síðan 2023 Sjáðu ensku liðin fljúga inn í átta liða úrslitin Gunnar tekur aftur við Haukum Orri Steinn verður ekki yngsti fyrirliðinn en hann er nálægt því Njarðvíkingar geta náð toppliðunum en samt ekki orðið deildarmeistarar Ill meðferð Maradona: Töflur muldar út í bjór og smúlaður með slöngu F1 2025: Guð gefðu okkur besta tímabil sögunnar Carragher veiktist í beinni útsendingu Sjáðu tvísparkið örlagaríka í Madrídarslagnum Þóttist vera látinn yngri bróðir sinn Yfirmaður Manchester United segir félagið taka áhættu Dagskráin: Úrslitastund hjá Orra á Old Trafford og spennan magnast í Bónus Capello: Guardiola er hrokagikkur sem hefur skaðað fótboltann „Ef einhver segir að hann viti eitthvað þá er hann að ljúga“ Real Madrid áfram eftir vítaspyrnukeppni Aston Villa og Arsenal fóru bæði örugglega áfram „Við endum í þessu þriðja sæti og þannig er bara lífið“ Helena Ósk tryggði Valskonum sæti í undanúrslitunum Tinna Guðrún: Þetta er ógeðslega gaman Gróttukonur gerðu aftur góða ferð á Selfoss Uppgjör: Fram-Haukar 26-23 | Hefndu fyrir tap í bikarúrslitaleiknum Áttundi sigurleikur Njarðvíkurkvenna í röð Hákon nálægt því að skora og leggja upp en úti er ævintýri „Frábært að fá fleiri gaura inn í systemið“ Tryggvi komst í kvöld í undanúrslit Evrópubikarsins „Finnst við hafa sýnt hversu góðir við erum“ Hálfleiksræða Dags kveikti á króatíska liðinu Sjá meira
Ísland endaði í 2. sæti í undanúrslitunum með 55.100 í einkunn, 0.950 á eftir Svíþjóð sem á titil að verja. Bretland varð svo í 3. sæti. „Við eigum eitthvað inni. Við vorum að spara nokkrar stelpur og margar sem eru oft í öllum umferðum gerðu kannski færri til að spara þær, prófa aðrar og dreifa álaginu á liðið,“ sagði Andrea í samtali við Vísi eftir undanúrslitunum. „Upphitun gekk kannski ekki frábærlega en þá púsluðum við þessu öðruvísi og það gekk vel. Það er breidd í hópnum og þetta var ekkert stress.“ Vilja ekki toppa of snemma Sem fyrr sagði var íslenska liðið aðeins sjónarmun á eftir því sænska sem hefur orðið Evrópumeistari þrisvar sinnum í röð. Andrea (með uppréttar hendur) áður en íslenska liðið hóf gólfæfingar sínar.stefán pálsson „Maður spilar þetta aðeins öðruvísi í undanúrslitunum en úrslitunum. Oft hefur okkur gengið vel á þessum degi og þá er erfitt að toppa á næsta. Við förum mjög jákvæðar inn í laugardaginn,“ sagði Andrea. En hvar getur íslenska liðið bætt í fyrir úrslitin? „Alls staðar. Við eigum eftir að horfa á þetta. Við vorum með einhver föll, beygðum okkur aðeins öðruvísi til að lenda betur en dagurinn í dag snerist um að koma heill út úr honum, frekar að breyta í loftinu en að negla sér inn í þetta og meiða sig. Það væri frekar á laugardaginn, þá myndi maður bomba sér inn í þetta,“ svaraði Andrea. Greint í þaula Fram að úrslitunum mun íslenska liðið fara vel og rækilega yfir frammistöðu sína í undanúrslitunum og greina hana með þjálfurum sínum. Íslenska liðið ætlar að gefa allt í úrslitin á laugardaginn.stefán pálsson „Við erum með fólk sem tekur myndbönd fyrir okkur. Líklegast í kvöld og á morgun horfum við á þetta, mis ítarlega, og tölum saman hvernig við ætlum að gera þetta næst, hvort við ætlum að breyta einhverju,“ sagði Andrea að endingu.
Fimleikar EM í hópfimleikum Mest lesið Þóttist vera látinn yngri bróðir sinn Fótbolti Sjáðu tvísparkið örlagaríka í Madrídarslagnum Fótbolti Capello: Guardiola er hrokagikkur sem hefur skaðað fótboltann Enski boltinn Carragher veiktist í beinni útsendingu Fótbolti Ill meðferð Maradona: Töflur muldar út í bjór og smúlaður með slöngu Fótbolti F1 2025: Guð gefðu okkur besta tímabil sögunnar Formúla 1 Yfirmaður Manchester United segir félagið taka áhættu Enski boltinn Gunnar tekur aftur við Haukum Handbolti Aðeins spilað 731 mínútu af fótbolta síðan 2023 Fótbolti Simeone efins: „Sástu hann snerta boltann tvisvar?“ Fótbolti Fleiri fréttir Van Dijk boðnar átta milljónir á dag í laun Skoraði tuttugu stig í sextugasta leiknum í röð Simeone efins: „Sástu hann snerta boltann tvisvar?“ Aðeins spilað 731 mínútu af fótbolta síðan 2023 Sjáðu ensku liðin fljúga inn í átta liða úrslitin Gunnar tekur aftur við Haukum Orri Steinn verður ekki yngsti fyrirliðinn en hann er nálægt því Njarðvíkingar geta náð toppliðunum en samt ekki orðið deildarmeistarar Ill meðferð Maradona: Töflur muldar út í bjór og smúlaður með slöngu F1 2025: Guð gefðu okkur besta tímabil sögunnar Carragher veiktist í beinni útsendingu Sjáðu tvísparkið örlagaríka í Madrídarslagnum Þóttist vera látinn yngri bróðir sinn Yfirmaður Manchester United segir félagið taka áhættu Dagskráin: Úrslitastund hjá Orra á Old Trafford og spennan magnast í Bónus Capello: Guardiola er hrokagikkur sem hefur skaðað fótboltann „Ef einhver segir að hann viti eitthvað þá er hann að ljúga“ Real Madrid áfram eftir vítaspyrnukeppni Aston Villa og Arsenal fóru bæði örugglega áfram „Við endum í þessu þriðja sæti og þannig er bara lífið“ Helena Ósk tryggði Valskonum sæti í undanúrslitunum Tinna Guðrún: Þetta er ógeðslega gaman Gróttukonur gerðu aftur góða ferð á Selfoss Uppgjör: Fram-Haukar 26-23 | Hefndu fyrir tap í bikarúrslitaleiknum Áttundi sigurleikur Njarðvíkurkvenna í röð Hákon nálægt því að skora og leggja upp en úti er ævintýri „Frábært að fá fleiri gaura inn í systemið“ Tryggvi komst í kvöld í undanúrslit Evrópubikarsins „Finnst við hafa sýnt hversu góðir við erum“ Hálfleiksræða Dags kveikti á króatíska liðinu Sjá meira