Kasper Mondrup, forstjóri orkufyrirtækis á staðnum, segir ástæðuna vera að bönd, sem haldi rafstrengjum saman, séu byrjuð að trosna. Það hafi svo leitt til þess að strengir rekist saman sem skili sér í þessum truflunum í afhendingu rafmagns.
Mondrup segir að viðgerðir séu hafnar, en að um umfangsmikla aðgerð sé að ræða sem kunni að taka marga daga og jafnvel vikur með tilheyrandi áframhaldandi rafmagnstruflunum fyrir íbúa í Nuuk.