Fór á fyrsta Evrópumótið aðeins tólf ára Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 4. desember 2021 11:30 Kolbrún Þöll Þorradóttir er orðin þrautreynd á stóra sviðinu þrátt fyrir ungan aldur. stefán pálsson Þrátt fyrir að vera aðeins 21 árs er Kolbrún Þöll Þorradóttir með þeim reynslumeiri í íslenska kvennaliðinu í hópfimleikum. Hún hefur farið á ófá mótin og var ekki nema tólf ára þegar hún fór á fyrsta Evrópumótið sitt. „Þetta er fimmta Evrópumótið mitt,“ sagði Kolbrún sem hefur keppt í fullorðinsflokki á undanförnum þremur Evrópumótum. „Ég fór á mitt fyrsta mót þegar ég var tólf ára 2012 og hef verið hérna síðan.“ Kolbrún vann til silfurverðlauna með kvennaliðinu á EM 2016 og 2018 og var í tólf manna úrvalsliði síðustu þriggja Evrópumóta. Á EM á Íslandi 2014 var hún sú eina úr unglingaflokki í úrvalsliðinu. En hvað sér Kolbrún fram á það að vera lengi að? „Það er spurning. Við erum flestar í námi eða vinnu. Sjálf er ég í fullri vinnu og fullu námi með þessu og þetta er tímafrekt sport. Við æfum fimm sinnum í viku, þrjá klukkutíma í senn og stundum meira. En þetta er allt þess virði,“ sagði Kolbrún. Garðbæingarnir Kolbrún og Andrea Sif Pétursdóttir.stefán pálsson Hún ítrekar það að allt erfiðið og tíminn sem fari í fimleikana sé þess virði jafnvel þótt þær fái ekki krónu fyrir það. „Það er alltaf gleðin og upplifunin að keppa á svona stórmóti fyrir Íslands hönd, það er bara draumur.“ Keppni í kvennaflokki á EM í hópfimleikum hefst klukkan 14:50 í dag. Hægt verður að fylgjast með mótinu í beinni útsendingu á Vísi. Fimleikar EM í hópfimleikum Mest lesið Mundi ekki eftir öðrum eins áverkum og á fórnarlambi Conors Sport Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Fótbolti Óþekkjanlegur Adriano: „Ég drekk á hverjum degi“ Fótbolti Sandra ekki í EM-hópnum en Rut fer með Handbolti Hætt eftir drónaskandalinn Fótbolti Svona var fundurinn er Arnar tilkynnti EM-hópinn Handbolti Keflavík semur við leikmann sem hefur skorað tvö stig í úrslitaeinvígi NBA Sport Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt Íslenski boltinn Vildi ekki deila Match of the Day með konu og hafnaði tilboði BBC Enski boltinn Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? Handbolti Fleiri fréttir Í beinni: Haukar - Fram | Nú mætast stálin stinn Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? „Það er erfitt að færa þessar fregnir“ Sá sem beit mótherja mætir ekki Íslandi Reiddist blaðamanni: „Þú ert alveg vonlaus“ Nýja mamman „hefði þurft 1-2 mánuði í viðbót“ Sandra ekki í EM-hópnum en Rut fer með Svona var fundurinn er Arnar tilkynnti EM-hópinn Furða sig á fangelsisdómnum sem forsetinn fékk Tómas tryggði strákunum sigur á Aserum Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt Keflavík semur við leikmann sem hefur skorað tvö stig í úrslitaeinvígi NBA Höttur ekki lengi að finna mann í stað McCauley Vildi ekki deila Match of the Day með konu og hafnaði tilboði BBC Tengdasonur Roy Keane í enska landsliðinu Íslenski risinn sem gnæfir yfir Porto: „Myndi ekki vilja gera neitt annað“ Óþekkjanlegur Adriano: „Ég drekk á hverjum degi“ Leikmenn í Bónusdeildinni sem útvarpsmenn á FM957 og X977 Hætt eftir drónaskandalinn Mundi ekki eftir öðrum eins áverkum og á fórnarlambi Conors Frönsk fótboltastjarna fékk fangelsisdóm fyrir kynferðisbrot Leika fyrir luktum dyrum í öðru landi eftir lætin í Amsterdam Dagskráin í dag: Íshokkí, píla og snóker Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga Sjá meira
„Þetta er fimmta Evrópumótið mitt,“ sagði Kolbrún sem hefur keppt í fullorðinsflokki á undanförnum þremur Evrópumótum. „Ég fór á mitt fyrsta mót þegar ég var tólf ára 2012 og hef verið hérna síðan.“ Kolbrún vann til silfurverðlauna með kvennaliðinu á EM 2016 og 2018 og var í tólf manna úrvalsliði síðustu þriggja Evrópumóta. Á EM á Íslandi 2014 var hún sú eina úr unglingaflokki í úrvalsliðinu. En hvað sér Kolbrún fram á það að vera lengi að? „Það er spurning. Við erum flestar í námi eða vinnu. Sjálf er ég í fullri vinnu og fullu námi með þessu og þetta er tímafrekt sport. Við æfum fimm sinnum í viku, þrjá klukkutíma í senn og stundum meira. En þetta er allt þess virði,“ sagði Kolbrún. Garðbæingarnir Kolbrún og Andrea Sif Pétursdóttir.stefán pálsson Hún ítrekar það að allt erfiðið og tíminn sem fari í fimleikana sé þess virði jafnvel þótt þær fái ekki krónu fyrir það. „Það er alltaf gleðin og upplifunin að keppa á svona stórmóti fyrir Íslands hönd, það er bara draumur.“ Keppni í kvennaflokki á EM í hópfimleikum hefst klukkan 14:50 í dag. Hægt verður að fylgjast með mótinu í beinni útsendingu á Vísi.
Fimleikar EM í hópfimleikum Mest lesið Mundi ekki eftir öðrum eins áverkum og á fórnarlambi Conors Sport Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Fótbolti Óþekkjanlegur Adriano: „Ég drekk á hverjum degi“ Fótbolti Sandra ekki í EM-hópnum en Rut fer með Handbolti Hætt eftir drónaskandalinn Fótbolti Svona var fundurinn er Arnar tilkynnti EM-hópinn Handbolti Keflavík semur við leikmann sem hefur skorað tvö stig í úrslitaeinvígi NBA Sport Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt Íslenski boltinn Vildi ekki deila Match of the Day með konu og hafnaði tilboði BBC Enski boltinn Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? Handbolti Fleiri fréttir Í beinni: Haukar - Fram | Nú mætast stálin stinn Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? „Það er erfitt að færa þessar fregnir“ Sá sem beit mótherja mætir ekki Íslandi Reiddist blaðamanni: „Þú ert alveg vonlaus“ Nýja mamman „hefði þurft 1-2 mánuði í viðbót“ Sandra ekki í EM-hópnum en Rut fer með Svona var fundurinn er Arnar tilkynnti EM-hópinn Furða sig á fangelsisdómnum sem forsetinn fékk Tómas tryggði strákunum sigur á Aserum Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt Keflavík semur við leikmann sem hefur skorað tvö stig í úrslitaeinvígi NBA Höttur ekki lengi að finna mann í stað McCauley Vildi ekki deila Match of the Day með konu og hafnaði tilboði BBC Tengdasonur Roy Keane í enska landsliðinu Íslenski risinn sem gnæfir yfir Porto: „Myndi ekki vilja gera neitt annað“ Óþekkjanlegur Adriano: „Ég drekk á hverjum degi“ Leikmenn í Bónusdeildinni sem útvarpsmenn á FM957 og X977 Hætt eftir drónaskandalinn Mundi ekki eftir öðrum eins áverkum og á fórnarlambi Conors Frönsk fótboltastjarna fékk fangelsisdóm fyrir kynferðisbrot Leika fyrir luktum dyrum í öðru landi eftir lætin í Amsterdam Dagskráin í dag: Íshokkí, píla og snóker Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga Sjá meira