„Þau eru bara áhorfendur og áhorfendur öskra“ Atli Arason skrifar 8. desember 2021 23:22 Ásta Júlía Grímsdóttir. Vísir/Andri Marinó Ásta Júlía Grímsdóttir, leikmaður Vals, var sátt með nauman sigur í Keflavík eftir framlengdan leik, 74-79. „Ég er ótrúlega ánægð með okkur. Þær ná að koma til baka eftir að við vorum eitthvað í kringum tíu stigum yfir, þær eru með lið sem eru gott í því að koma til baka. Ég er mjög ánægð með okkur að við héldum áfram að berjast og náðum þessu að lokum,“ sagði Ásta í viðtali við Vísi eftir leik. Ásta lenti snemma í villuvandræðum en hún náði þó að klára leikinn með fjórar villur. Ásta var hvað mest ánægð með baráttu andann í lið Vals í gegnum allan leikinn. „Við vorum að berjast. Ég lendi í villuvandræðum strax í byrjun með þrjár villur eftir þrjár mínútur, við samt höldum bara áfram. Við vorum með lítið lið inn á og allir að berjast. Við náðum endalaust að taka fráköst og ýta þeim út.“ Valskonur voru yfir meira og minna allan leikinn áður en það kemur að fjórða leikhluta, þar sem Keflvíkingar ná að vinna sig inn í leikinn og knýja fram framlengingu. Ásta telur að Valur hafi ekki misst leikinn frá sér heldur hafi Keflvíkingar einfaldlega verið betri í fjórða leikhluta. „Ég er ekkert viss um að við séum að missa leikinn frá okkur, þær eru bara að setja skotin sín. Þær eru með þannig lið að þær geta sett ótrúleg skot. Við þurfum kannski að vera aðeins meira með hendurnar í andlitinu á þeim. Þær fengu reyndar aðeins of opin 'cut' undir körfunni og það telur allt.“ Í fyrsta leikhluta sló þögn á salinn á einum tímapunkti en þá heyrðist hátt og skýrt í Grími Atlasyni, faðir Ástu, öskra á Aðalstein dómara að dómgæslan hafi ekki verið í samræmi við það sem tveir hafi rætt sín á milli einhverju áður. Ásta var þó lítið að kippa sér yfir látunum úr stúkunni, en hún segir eðlilegt að áhorfendur láti í sér heyra og foreldrar hennar eru þar ekki undanskilin. „Þau eru bara áhorfendur og áhorfendur öskra. Keflvíkingarnir í stúkunni voru öskrandi allan tíman líka. Þetta er bara hitinn í leiknum, það er mjög erfitt að sitja í stúkunni að horfa og geta ekki haft nein áhrif á leikinn, maður þekkir það alveg sjálfur þannig ég skil þau vel.“ Næsti leikur Íslandsmeistara Vals er gegn bikarmeisturum Hauka. Ásta segir að Valskonur þurfi að halda áfram á sömu vegferð til að sækja stigin tvö gegn bikarmeisturunum. „Við verðum bara að halda áfram að gera það sem við erum að gera, spila góða vörn, tala vel saman og halda áfram að berjast,“ sagði Ásta Júlía Grímsdóttir, leikmaður Vals. Subway-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Subway-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði. Körfubolti Íslenski körfuboltinn Subway-deild kvenna Valur Mest lesið Umfjöllun: Ísland - Kúba 40-19 | Allt klappað og klárt fyrir úrslitaleik Handbolti Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Handbolti Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ Handbolti Ljótar senur á HM í handbolta í kvöld: Hræktu á Staffan Olsson Handbolti Leik lokið: Valur - Malaga Costa Del Sol 31-26 | Einn stærsti sigur íslensks kvennafélagsliðs Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans Handbolti Núnez með tvö mörk í uppbótartíma Enski boltinn HM í dag: Kúbuvindlarnir á leið í Kópavoginn Handbolti Búnir að fá nóg af stælunum í Grindvíkingum Körfubolti „Þetta var allsherjar klúður þarna“ Handbolti Fleiri fréttir Elvar næst stigahæstur í háspennu sigri Grindavík marði Stjörnuna í lokin „Erum með samfélag sem trúir á okkur“ Njarðvíkingar kláruðu Stólana í lokin Uppgjörið: Þór Ak. - Haukar 94-87 | Þórsarar á leið í undanúrslit annað árið í röð Búnir að fá nóg af stælunum í Grindvíkingum Uppgjörið: Haukar - Tindastóll 100-99 | Sigur í fyrsta heimaleik Friðriks Inga Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 107-98 | Njarðvíkingar unnu Öllaslaginn „Mjög margir sem voru að gera frábæra hluti fyrir okkur“ Uppgjörið: Höttur - Grindavík 63-64 | Troðsla Kane tryggði Grindavík sigur Uppgjörið: Valur - Álftanes 87-81 | Valur innbyrti gríðarlega mikilvægan sigur Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 103-101 | Toppliðið tapaði eftir framlengingu í Breiðholti Uppgjörið: KR - Þór Þ. 102-99 | Heimasigur í spennutrylli Ein svakalegasta troðsla tímabilsins fékk ekki að standa Uppgjör: Tindastóll - Þór Ak. 80-83 | Átta sigrar í röð hjá Þórskonum „Fann að það héldu allir með okkur“ „Kjafturinn á honum stoppaði ekki allan tímann“ Eltihrellir Caitlin Clark með uppsteyt í dómsal „Karfan er æði en lífið er skítt“ Ætlar að hella í sig þegar Stephen Curry hættir „Fannst við eiga vinna leikinn” Njarðvík og Stjarnan með góða útisigra „Hefur tekið styttri tíma en ég bjóst við“ Uppgjörið: Keflavík - Grindavík 88-82 | Nýir þjálfarar fögnuðu sigri í háspennuleik Uppgjörið: Haukar - Valur 87-67 | Engin vandræði á toppliðinu Handtekinn fyrir að ofsækja Caitlin Clark „Ég vaknaði fimm í morgun, ég er það spenntur“ Biðja dómara afsökunar og fordæma rasísk ummæli Forðað frá gosi um miðja nótt og sáu hraunið flæða yfir húsin á pílumóti Kært vegna rasisma í Garðabæ Sjá meira
„Ég er ótrúlega ánægð með okkur. Þær ná að koma til baka eftir að við vorum eitthvað í kringum tíu stigum yfir, þær eru með lið sem eru gott í því að koma til baka. Ég er mjög ánægð með okkur að við héldum áfram að berjast og náðum þessu að lokum,“ sagði Ásta í viðtali við Vísi eftir leik. Ásta lenti snemma í villuvandræðum en hún náði þó að klára leikinn með fjórar villur. Ásta var hvað mest ánægð með baráttu andann í lið Vals í gegnum allan leikinn. „Við vorum að berjast. Ég lendi í villuvandræðum strax í byrjun með þrjár villur eftir þrjár mínútur, við samt höldum bara áfram. Við vorum með lítið lið inn á og allir að berjast. Við náðum endalaust að taka fráköst og ýta þeim út.“ Valskonur voru yfir meira og minna allan leikinn áður en það kemur að fjórða leikhluta, þar sem Keflvíkingar ná að vinna sig inn í leikinn og knýja fram framlengingu. Ásta telur að Valur hafi ekki misst leikinn frá sér heldur hafi Keflvíkingar einfaldlega verið betri í fjórða leikhluta. „Ég er ekkert viss um að við séum að missa leikinn frá okkur, þær eru bara að setja skotin sín. Þær eru með þannig lið að þær geta sett ótrúleg skot. Við þurfum kannski að vera aðeins meira með hendurnar í andlitinu á þeim. Þær fengu reyndar aðeins of opin 'cut' undir körfunni og það telur allt.“ Í fyrsta leikhluta sló þögn á salinn á einum tímapunkti en þá heyrðist hátt og skýrt í Grími Atlasyni, faðir Ástu, öskra á Aðalstein dómara að dómgæslan hafi ekki verið í samræmi við það sem tveir hafi rætt sín á milli einhverju áður. Ásta var þó lítið að kippa sér yfir látunum úr stúkunni, en hún segir eðlilegt að áhorfendur láti í sér heyra og foreldrar hennar eru þar ekki undanskilin. „Þau eru bara áhorfendur og áhorfendur öskra. Keflvíkingarnir í stúkunni voru öskrandi allan tíman líka. Þetta er bara hitinn í leiknum, það er mjög erfitt að sitja í stúkunni að horfa og geta ekki haft nein áhrif á leikinn, maður þekkir það alveg sjálfur þannig ég skil þau vel.“ Næsti leikur Íslandsmeistara Vals er gegn bikarmeisturum Hauka. Ásta segir að Valskonur þurfi að halda áfram á sömu vegferð til að sækja stigin tvö gegn bikarmeisturunum. „Við verðum bara að halda áfram að gera það sem við erum að gera, spila góða vörn, tala vel saman og halda áfram að berjast,“ sagði Ásta Júlía Grímsdóttir, leikmaður Vals. Subway-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Subway-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Subway-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Subway-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Körfubolti Íslenski körfuboltinn Subway-deild kvenna Valur Mest lesið Umfjöllun: Ísland - Kúba 40-19 | Allt klappað og klárt fyrir úrslitaleik Handbolti Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Handbolti Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ Handbolti Ljótar senur á HM í handbolta í kvöld: Hræktu á Staffan Olsson Handbolti Leik lokið: Valur - Malaga Costa Del Sol 31-26 | Einn stærsti sigur íslensks kvennafélagsliðs Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans Handbolti Núnez með tvö mörk í uppbótartíma Enski boltinn HM í dag: Kúbuvindlarnir á leið í Kópavoginn Handbolti Búnir að fá nóg af stælunum í Grindvíkingum Körfubolti „Þetta var allsherjar klúður þarna“ Handbolti Fleiri fréttir Elvar næst stigahæstur í háspennu sigri Grindavík marði Stjörnuna í lokin „Erum með samfélag sem trúir á okkur“ Njarðvíkingar kláruðu Stólana í lokin Uppgjörið: Þór Ak. - Haukar 94-87 | Þórsarar á leið í undanúrslit annað árið í röð Búnir að fá nóg af stælunum í Grindvíkingum Uppgjörið: Haukar - Tindastóll 100-99 | Sigur í fyrsta heimaleik Friðriks Inga Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 107-98 | Njarðvíkingar unnu Öllaslaginn „Mjög margir sem voru að gera frábæra hluti fyrir okkur“ Uppgjörið: Höttur - Grindavík 63-64 | Troðsla Kane tryggði Grindavík sigur Uppgjörið: Valur - Álftanes 87-81 | Valur innbyrti gríðarlega mikilvægan sigur Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 103-101 | Toppliðið tapaði eftir framlengingu í Breiðholti Uppgjörið: KR - Þór Þ. 102-99 | Heimasigur í spennutrylli Ein svakalegasta troðsla tímabilsins fékk ekki að standa Uppgjör: Tindastóll - Þór Ak. 80-83 | Átta sigrar í röð hjá Þórskonum „Fann að það héldu allir með okkur“ „Kjafturinn á honum stoppaði ekki allan tímann“ Eltihrellir Caitlin Clark með uppsteyt í dómsal „Karfan er æði en lífið er skítt“ Ætlar að hella í sig þegar Stephen Curry hættir „Fannst við eiga vinna leikinn” Njarðvík og Stjarnan með góða útisigra „Hefur tekið styttri tíma en ég bjóst við“ Uppgjörið: Keflavík - Grindavík 88-82 | Nýir þjálfarar fögnuðu sigri í háspennuleik Uppgjörið: Haukar - Valur 87-67 | Engin vandræði á toppliðinu Handtekinn fyrir að ofsækja Caitlin Clark „Ég vaknaði fimm í morgun, ég er það spenntur“ Biðja dómara afsökunar og fordæma rasísk ummæli Forðað frá gosi um miðja nótt og sáu hraunið flæða yfir húsin á pílumóti Kært vegna rasisma í Garðabæ Sjá meira
Leik lokið: Valur - Malaga Costa Del Sol 31-26 | Einn stærsti sigur íslensks kvennafélagsliðs Handbolti
Leik lokið: Valur - Malaga Costa Del Sol 31-26 | Einn stærsti sigur íslensks kvennafélagsliðs Handbolti