Hundruð milljóna kostnaður vegna breytinga í Stjórnarráðinu Smári Jökull Jónsson skrifar 11. desember 2021 11:10 Við breytingar í Stjórnarráðinu fjölgar ráðuneytum úr tíu í tólf og ráðherrum fjölgar um einn. Vísir / Vilhelm Kostnaður ríkisins vegna breytinga í Stjórnarráðinu hleypur á hundruðum milljóna króna. Samkvæmt þingsályktunartillögu forsætisráðherra mun ráðuneytum fjölga úr tíu í tólf. Fyrir Alþingi liggur þingsályktunartillaga forsætisráðherra um breytingar á fjölda og heitum ráðuneyta í Stjórnarráði Íslands en breytingarnar voru kynntar þegar nýja ríkisstjórnin var opinberuð þann 28.nóvember síðastliðinn. Áætlað er að launakostnaður, rekstrarkostnaður og kostnaður vegna húsnæðis séu um 190 milljónir á ári vegna stofnunar nýs ráðuneytis. Í tillögunni er þó tekið fram að þó ráðuneytum sé núna fjölgað um tvö sé kostnaður skipulagsbreytinganna minna en tvöfaldur sá kostnaður þar sem ráðherrum fjölgi aðeins um einn. Tillagan felur í sér umtalsverðar breytingar sem tíundaðar eru í tillögunni. Þar er skrifað að eftir efnahagshrunið hafi komið fram að skort hafi á samhæfingu og samvinnu stjórnvalda sem fóru með skyld verkefni. Á grundvelli fyrirhugaðra breytinga megi ætla að Stjórnarráðið búi nú yfir aukinni stefnulipurð og auknum sveigjanleika sem nauðsynlegur er til þess að innleiða breytingar hratt og vel með sem minnstri röskun á starfsemi stjórnsýslunnar. Endanlegur kostnaður liggur ekki fyrir Bjarni Benediktsson treysti sér ekki til að setja nákvæma tölu á kostnaðinn.Vísir/Vilhelm Á föstudaginn tókust þeir Bjarni Benediktsson og Sigmundur Davíð Gunnlaugsson á í umræðum á Alþingi en þar spurði Sigmundur að því hver kostnaðurinn væri við breytingarnar sem áformaðar eru. Bjarni sagðist ekki treysta sér til að setja nákvæma tölu á það en sagði ljóst að kostnaðurinn gæti hlaupið á hundruðum milljóna króna. Gert er ráð fyrir að breytingar í Stjórnarráðinu taki gildi 1.febrúar á næsta ári og að endanlegt mat á kostnaði vegna skipulagsbreytinganna komi fram í umræðum um frumvarp til fjárlaga fyrir árið 2022. Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Fjárlagafrumvarp 2022 Tengdar fréttir Tveir fyrrverandi forsætisráðherrar tókust á um hugsjónir og mannaveiðar Formaður Miðflokksins segir Sjálfstæðisflokkinn góðan í mannaveiðum en dregur í efa að margir séu eftir í flokknum sem kenna megi við hugmyndafræði hans. Hann spurði fjármálaráðherra á Alþingi í dag um kostnaðinn við fjölgun ráðuneyta. 9. desember 2021 19:30 Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Fleiri fréttir Nemendur Vallaskóla í þremur fyrstu sætunum í Stóru upplestrarkeppninni Ætla að bæta þjónustu en störfum fækki í einhverjum tilvikum Nýtt gervigreindaræði vekur upp spurningar um höfundarétt Taka fyrir afnám réttinda grásleppusjómanna Fyrstu hundrað dagar ríkisstjórnarinnar og gervigreindaræði Efling ungmennastarfs í Breiðholti meðal aðgerða „Allt að því hroki eða yfirlæti“ að tala um reynsluleysi „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Skipar stýrihóp um áfengis- og vímuefnameðferð „Ég vil að þú sért alltaf með farða, annars sjást bólurnar þínar“ Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Björn hvergi af baki dottinn Sjór gekk yfir fjárhús í Vík og allt á floti Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Sjá meira
Fyrir Alþingi liggur þingsályktunartillaga forsætisráðherra um breytingar á fjölda og heitum ráðuneyta í Stjórnarráði Íslands en breytingarnar voru kynntar þegar nýja ríkisstjórnin var opinberuð þann 28.nóvember síðastliðinn. Áætlað er að launakostnaður, rekstrarkostnaður og kostnaður vegna húsnæðis séu um 190 milljónir á ári vegna stofnunar nýs ráðuneytis. Í tillögunni er þó tekið fram að þó ráðuneytum sé núna fjölgað um tvö sé kostnaður skipulagsbreytinganna minna en tvöfaldur sá kostnaður þar sem ráðherrum fjölgi aðeins um einn. Tillagan felur í sér umtalsverðar breytingar sem tíundaðar eru í tillögunni. Þar er skrifað að eftir efnahagshrunið hafi komið fram að skort hafi á samhæfingu og samvinnu stjórnvalda sem fóru með skyld verkefni. Á grundvelli fyrirhugaðra breytinga megi ætla að Stjórnarráðið búi nú yfir aukinni stefnulipurð og auknum sveigjanleika sem nauðsynlegur er til þess að innleiða breytingar hratt og vel með sem minnstri röskun á starfsemi stjórnsýslunnar. Endanlegur kostnaður liggur ekki fyrir Bjarni Benediktsson treysti sér ekki til að setja nákvæma tölu á kostnaðinn.Vísir/Vilhelm Á föstudaginn tókust þeir Bjarni Benediktsson og Sigmundur Davíð Gunnlaugsson á í umræðum á Alþingi en þar spurði Sigmundur að því hver kostnaðurinn væri við breytingarnar sem áformaðar eru. Bjarni sagðist ekki treysta sér til að setja nákvæma tölu á það en sagði ljóst að kostnaðurinn gæti hlaupið á hundruðum milljóna króna. Gert er ráð fyrir að breytingar í Stjórnarráðinu taki gildi 1.febrúar á næsta ári og að endanlegt mat á kostnaði vegna skipulagsbreytinganna komi fram í umræðum um frumvarp til fjárlaga fyrir árið 2022.
Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Fjárlagafrumvarp 2022 Tengdar fréttir Tveir fyrrverandi forsætisráðherrar tókust á um hugsjónir og mannaveiðar Formaður Miðflokksins segir Sjálfstæðisflokkinn góðan í mannaveiðum en dregur í efa að margir séu eftir í flokknum sem kenna megi við hugmyndafræði hans. Hann spurði fjármálaráðherra á Alþingi í dag um kostnaðinn við fjölgun ráðuneyta. 9. desember 2021 19:30 Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Fleiri fréttir Nemendur Vallaskóla í þremur fyrstu sætunum í Stóru upplestrarkeppninni Ætla að bæta þjónustu en störfum fækki í einhverjum tilvikum Nýtt gervigreindaræði vekur upp spurningar um höfundarétt Taka fyrir afnám réttinda grásleppusjómanna Fyrstu hundrað dagar ríkisstjórnarinnar og gervigreindaræði Efling ungmennastarfs í Breiðholti meðal aðgerða „Allt að því hroki eða yfirlæti“ að tala um reynsluleysi „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Skipar stýrihóp um áfengis- og vímuefnameðferð „Ég vil að þú sért alltaf með farða, annars sjást bólurnar þínar“ Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Björn hvergi af baki dottinn Sjór gekk yfir fjárhús í Vík og allt á floti Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Sjá meira
Tveir fyrrverandi forsætisráðherrar tókust á um hugsjónir og mannaveiðar Formaður Miðflokksins segir Sjálfstæðisflokkinn góðan í mannaveiðum en dregur í efa að margir séu eftir í flokknum sem kenna megi við hugmyndafræði hans. Hann spurði fjármálaráðherra á Alþingi í dag um kostnaðinn við fjölgun ráðuneyta. 9. desember 2021 19:30